Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 28. APRIL1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaflurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 84611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 84411. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblaö 18 kr. Aðgeróir bíði stjómar Hugmyndir hafa verið uppi síðustu daga þess efnis, að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens mundi lögfesta með bráðabirgðalögum einhverjar aögerðir í efnahags- málum. Þetta eru fráleitar hugmyndir eins og staðan er. Tillögur, sem forsætisráðherra hefur samið með ráðgjöf- um sínum, hljóta nú að verða eins og hverjar aðrar tillög- ur í þessum efnum til meðferðar hjá þeim, sem fjalla um stjórnarmyndun. Ösennilegt er, að einhver meirihluti á hinu nýja þingi muni taka viö þeim hráum. Tillögur forsætisráðherra kunna aö vísu að vera athyglisverðar. IDV hefur verið sagt frá, að þar sé miðað við „niðurfærsluleið” verðlags og kaupgjalds. Slík leið hefur ekki veriö farin hér á landi í nær aldarfjórðung, síðan minnihlutastjóm Emils Jónssonar greip til þess ráðs. Niðurfærsluleið gæti verið úrræði í stöðunni. Hana ber að skoða gaumgæfilega. En enginn skyldi ætla, aö sú ríkisstjórn, sem biðst lausnar í dag en mun sitja eitthvað áfram sem „starfsstjórn”, meðan varanlegri ríkisstjórn hefur ekki verið mynduð, eigi eða geti leyst efnahags- vandann. Núverandi ríkisstjórn hefur haft rúm þrjú ár til aö sýna einhverjar lausnir á efnahagsvandanum. Það hefur hún ekki gert. Aðgerðir hennar hafa náð skammt, þótt betri væru en engar. Tillögur, sem fram hafa komið um varan- legri úrræði, hafa jafnan strandað á sundrung stjórnar- liösins. Nú hefur mjög dregið úr þingstyrk stjórnarliða, Framsóknar og Alþýðubandalags, við kosningarnar. Þjóðin hefur ekki gefið þessum flokkum eöa þessari ríkis- stjórn umboð til að gangast fyrir mikilvægum aðgerðum í efnahagsmálum. Núverandi ríkisstjórn, sem situr aðeins til bráðabirgða, getur með engu móti bundið hendur væntanlegrar ríkis- stjórnar með svo afdrifaríkum hætti, sem niðurfærsluleið væri. Samkomudagur Alþingis hefur ekki verið ákveðinn, þegar þetta er skrifað. Mikilvægt er, að nýja þingið komi saman hið skjótasta. Þar eru breytt viðhorf frá fyrra þingi. Það er hið nýja þing, sem á að svara þeirri spurningu, hvort grípa beri til aðgerða, áður en 20% kauphækkun verður 1. júní, eöa ekki. Það er verkefni hinna nýkjörnu þingmanna að skera úr um, hvort þessi yfirvofandi kauphækkun og verðhækkan- ir í kjölfar hennar gera það nauðsynlegt að flýta myndun nýrrar ríkisstjórnar meira en ella væri. Sumum þeirra kann að finnast, eins og Vilmundur Gylfason hefur lýst, að 1. júní skipti engum sköpum. Mestu skiptir að sjálfsögðu, að ný ríkisstjórn, hvernig sem hún verður, bjóði upp á aðgerðir, sem eitthvert gildi hafi til langs tíma. Hér þarf umskipta við. Ekkert framboðanna boðaði niðurfærsluleið í kosninga- baráttunni. Hins vegar er réttmætt, að ný ríkisstjórn og nýr meiri- hluti líti á tillögur, sem til munu vera. Líklegra er, að slíkur meirihluti vilji fara aðrar leiðir. Nýtt krukk í kaupið 1. júní skipti heldur engum sköpum. Það yrði aðeins framlenging á stjórnleysinu, í mesta lagi bráðabirgða „redding”, sem í raun bjargar engu. En þetta er nýja þingsins og væntanlegrar nýrrar ríkis- stjórnar að meta. Æskilegast er, að slík stjórn verði mynduð hið fyrsta og hún komi sér saman um það, sem þjóðin hefur beðið eftir um langt árabil, að loksins verði tekið á vandanum. Haukur Helgason. Sigurvegarar og fallistar Þá hefur þjóöin kveöiö upp sinn dóm, kosiö þingmenn til setu á Alþingi næstu fjögur árin, valið um leiöir út úr mestu efnahagsógöngum síöan nýsköpunar- stjómin kvaddi. Eöa hvaö? Var hún ekki að því? Var hún aö kjósa þing til nokkurra vikna, í hæsta lagi mánaöa, og meinti í raun ekkert með því sem hún sagði? Svei mér aö ég viti hvort heldur var. Þaö eina sem ég er alveg handviss um er aö þeir 60 þingmenn, sem taka nú sæti á Alþingi munu alls ekki veröa samstiga í göngunni út úr efnahagserfiöleikunum, þeir munu ana í sína áttina hver á meðan verð- bólgan heldur áfram aö auka misrétti launþega og æ fleiri atvinnufyrirtæki sigla í strand, nema svo ólíklega vilji til aö erkiféndur slíðri sverö og setjist á stjómarstóla. Á því hef ég enga trú. Sigurvegarar Þaö hefur veriö býsna fróölegt aö fylgjast meö því hverjir telja sig sigur- vegara þessara kosninga. Nýju fram- boöin, Samtök um kvennalista og Bandalag jafnaöarmanna, gera eöli- lega kröfu um að hljóta nafnbótina. Oneitanlega em þessi samtök sigur- vegarar hvaö atkvæöamagn og þing- mannatölu varöar. En hversu miklir raunverulegir sigurvegarar eru þau? Hve stór hluti kjósenda þeirra kaus þau þeirra sjálfra vegna? Hversu líkar eru skoöanir kjósenda þeirra og hve líklegir eru þeir til þess aö veröa ánægöir meö þá stefnu sem þingmenn þeirra framfylgja? Hvert veröur erindi hinna nýju þingmanna í þing- sali? Benda þeir á nýjar ogfærar leiöir út úr þeim gífurlega vanda, sem við' blasir, eöa veröa þeir aö lokum dæmd- ir með hinum fyrir úrræðaleysi, hags- munapot og k jarkleysi? Þessum spurningum getur framtíöin ein svarað og þær eru ekki hér fram Magnús Bjamf reðsson bomar til þess aö kasta rýrö á fulltrúa hinna nýju framboða á væntanlegu AI- þingi. Raunar mætti draga allar þess- ar spurningar saman í málshættinum „vandi fylgir vegsemd hverri” eöa þá í þeirri speki aö ekki sé nóg aö vinna orrustuna, þegar stríðið er eftir. En fleiri segjast hafa gert þaö gott. Sjálfstæðisflokkurinn er harla ánægöur meö sína útkomu og bendir á aö fylgi hans hafi aukist. Satt er þaö, en til er málsháttur sem segir „litlu verður Vöggur feginn”. Ég held aö sjaldan hafi veriö misfarið meö jafn- mörg gullin tækifæri í íslenskri pólitík og sá ágæti flokkur hefur gert nú síö- ustu árin og þó einkum þaö allra síö- asta. I raun var sigur hans sáralítiU, í besta falli má kannski segja aö hann sé búinn aö endurheimta aö mestu eðli- legt fylgi eftir ósigurinn 1978. Allt tal um sigur flokksins er einfaldlega mannalæti, sem ekki eiga sér neina stoð í raunveruleika. Mér er nær að halda að sá flokkur sem mesta ástæöu hefur til aö vera ánægöur meö sinn hlut út úr kosning- unum sé Alþýðubandalagiö. Þó tapaði það nokkm fylgi og einum þingmanni frá síöustu kosningum. En ég held aö forystumenn þess megi vera ákaflega ánægðir meö útkomuna eftir að hafa setiö í stjórn nær óslitiö í nærri fimm ár, eftir aö hafa neyöst til þess aö taka þátt í skeröingu kaupmáttar launþega án þess að hafa fengið fram ýmis helstu stefnuatriöi sín í viðkvæmum málum eins og þjóönýtingu og her- stöðvarmáli. I raun og vem held ég aö útkoma Alþýðubandalagsins í þessum kosningum sé þaö athyglisverðasta í kosningaúrslitunum. Þaö er alveg ljóst aðáróðursmeistararþess flokks kunna sitt fag á bak viö tjöldin jafnt sem framan þeirra og ég held aö formaöur flokksins hafi unnið hreint kraftaverk í kosningabaráttunni. Fallistar En þótt þaö kunni aö vera erfitt aö gera upp á milli sigurvegara í þessum kosningum er vandalaust aö finna þá sem töpuöu. Þaö voru Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn. Þó er ekki hægt aö setja þessa tvo flokka undir sama hatt, þegar máliö er gert upp. Lítum fyrst á Alþýöuflokkinn. Hann er nú orðinn minnstur hinna hefö- bundnu stjómmálaflokka, eöa „gömlu flokkanna” eins og stundum er sagt. Hann er því ekki óvanur. Hann var það lengi fyrir kosningarnar 1978, lafði raunar inni á þingi á einum kjördæma- kjömum manni undir þaö síöasta. Áriö 1978 tók hann heljarstökk og þóttist koma standandi niöur. Söguna síðan þarf ekki aö rekja. Sá maður, sem Tófuofsóknir íslendinga Villimennska — þjóðarskömm Haft var eftir góðum manni í útlönd- um aö í áróðursstríöi gilti það eitt aö endurtaka sömu slagorðin nógu oft, og skipti þá engu hvort sönn væm eða log- in. Þetta sannast mæta vel á umræðum um íslensku tófuna. Ellefu alda bænda- áróöur og lygi veröa ekki í kút kveðin á skammri stundu. Hiö íslenzka tófuvinafélag hefur í hálft sjötta ár barist ákafri baráttu fyrir fullkominni friöun íslensku tóf- unnar. Hefur félagið endanlega hrakiö allar kenningar tófufjenda um skaö- semi tófunnar. Vísindalegar rannsókn- ir Páls Hersteinssonar á íslensku tóf- unni á undanfömum ámm hafa í einu og öllu stutt rök okkar. I ritgerö sinni „Refir” (Villt spen- dýr; Rit Landverndar 7, Rvík 1980, bls. 65—79) segir Páll m.a.: „Þaö er eftirtektarvert, aö skaöi af völdum refa viröist hafa farið síminnkandi það, sem af er þessari öld, en þó fer refurn ekki aö fækka fyrr en eftir 1957. Athyglisvert er, aö þessi minnkun á tjóni er samfara stórkostlegri fjölgun á sauöfé en um leið algjörri byltingu á umhiröu fjárins. .. Á undanfömum tveimur áratugum hafa afköst viö refaveiöar minnkað um 60—70%, þrátt fyrir aukið veiöiálag. . . Menn eru sammála um, aö skaöi af refum sé nú óveralegur. Hins vegar álíta flestir, aö minna tjón sé bein afleiðing af fækkun refa.” 1 lok greinar sinnar segir PáU enn- fremur: „Höfum við efni á aö verja tugmUIjónum króna árlega í refaeyö- ingu án þess að vita fyrir víst hvort það er nauösynlegt? Er hugsanlegt, aö viö höfum loksins eftir ellefu aldir fundið raunhæfa aðferð til aö verjast skaða af völdum refa án þess að gera okkur grein fyrir því, nefnilega betri um- hiröa sauökindarinnar? ” Niöurstaöa Páls er skýr og einföld: Aö tjón bænda af völdum rebba sé tittl- ingaskítur; að óverulegt eða ekkert samband sé á miUi fækkunar refa og minnkandi tjóns bænda; aö mannsæm- andi fóömn og umhirða bænda á fénaöi sínum sé meginorsök (ef ekki eina or- sök) minnkandi tjóns af völdum lág- fótu. Kynbætur Niöurstöður Páls getur HÍT stutt fleiri vísindalegum rökum. Viö bentum á þaö á sínum tíma að íslenska tófan heföi kynbætt sauöfjárstofninn betur en bændur landsins í gegnum aldirnar. Tófan, eins og önnur viUt rándýr, ræðst ávaUt fyrst á veikasta einstaklinginn á hverjum staö. Á þann hátt hefur rebbi af góðsemi sinni og hyggjuviti hirt þaö úrkynjaöa drasl sem bændur slepptu á fjall. Auk þess hefur tófan hreinsaö landiö meö því aö éta sjálfdauöar, af- velta rollur svo og það fé er bændur hleyptu á fjaU sjúku og máttvana af næringarskorti og vanhiröu. Tófan hef- ur því haft vitiö fyrir bændum og hreinsað úr sauöfjárstofninum þá ein- stakUnga sem ekki vom hæfir tU und- aneldis. Því má einnig bæta viö aö tófan hef- ur gætt hagsmuna neytenda, sem aö öörum kosti heföu verið prettaðir til aö éta sjúkt horkjöt af úrkynjuðu sláturfé bænda. Á sama hátt hefur tófan dregiö úr niðurgreiðslum og útflutningsbótum og þannig mildaö ögn skattpíningu á öllumalþýöufjöldanum. AUt tal bænda og annarra um tjón af völdum tófunnar er því rökleysa og þvættingur. Hugsanleg fækkun sauð- fjár á fjalli af völdum tófu hefur því

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.