Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 32
32 r DV. FIMMTUDAGUR 28. APRIL1983. Ágústa Ágústsdóttir, lifir mann sinn ásamt 4 börnum þeirra. Ástmundur var jarösunginn frá Dómkirkjunni í morgun kl. 10.30. Jónina Guðjónsdóttir, Njaröargötu 37, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 29. apríl kl. 10.30. Hannes Guömundsson, Reykjavíkur- vegi 7, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjaröarkirkju föstudaginn 29. apríl kl. 13.30. Ólöf Jónsdóttir frá Katanesi, Vallholti 17 Akranesi, veröur jörðuö frá Hallgrímskirkju í Saurbæ föstudaginn 29. aprílkl. 14. Þuríður Magnúsdóttir veröur jarðsungin frá nýju Fossvogskapell- unni föstudaginn 29. apríl kl. 13.30. Kristín Gísladóttir, Búðageröi 5 Reykjavík, veröur jarösungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 29. apríl kl. 15. Benedikta Jónsdóttir, Hrafnistu Hafnarfiröi, áöur til heimilis aö Reyni- mel 49, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 29. apríl kl. 13.30. Ingvar Magnússon, Skúlagötu 62, lést í Landakotsspítala aöfaranótt sunnu- dagsins 21. apríl. Jaröaö veröur frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. apríl kl.1.30. Sigrún Júnia Einarsdóttir, Hörgási 4 Egilsstöðum, erlátin. Nauðungaruppboð verður á neöangreindum eignum Helluprents hf. fimmtudaginn 5. maí nk. að kröfu Haf steins Sigurðssonar hrl. og innheimtumanns ríkissjóös og hefst kl. 14 aö aösetu Helluprents hf. viö Suðurlandsveg, Hellu. Eignirnar eru 2 prentvélar af geröinni Heidelberg, skurðarhnífur, tegund Adast, setjaravél, tegund M-.moíype, ljósmyndatæki frá Optima, tegund Duplomat C9 Compugrapfiic, Compu Editwriter 7700 tölvusetjari, Rectoplan Diplomat plötukassi og Adast Domiuant 714 of- setprentvél. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 55., 57. og 62. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1982 á fasteigninni Litla-Hvammi Bildudal ásamt tilheyrandi lóðarrétt- indum, þingl. eign Þórarins Óskarssonar, fer fram eftir kröfu Hákonar Kristjónssonar hdl. vegna Sambands almennra lífeyrissjóöa á eign- inni sjálfri föstudaginn 29. april 1983 kl. 17. Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 83., 85. og 87. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Aöalstræti 88 á Patreksfiröi ásamt tilheyrandi lóðarrétt- indum, þingl. eign Kópaness hf. Patreksfirði, fer fram eftir kröfu Tryggva Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 29. apríl 1983 kl. 15. Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýsiu. Andlát Ástmundur Guðmundsson andaðist 19. aprU sl. Hann fæddist 28. júlí 1910 á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru GuðmundurGuðmundsson og Snjólaug J. Sveinsdóttir. Ástmundur nam viö Verslunarskólann og hóf störf í Héöni 1929. Nokkru síöar varö hann forstjóri Stálsmiðjunnar og Jámsteypunnar. Hann var stjómarformaöur SÍBS frá 1958 til 1982. Eiginkona Ástmundar, / Vi GOLF • GOLFPOKAR kr. 1560,- og kr. 1860,- • GOLFPOKA- statíf kr. 430,- • GOLFKERRUR kr. 1380,- • PETRON golfky/fur, hagstætt verð. UTILí Glæsibæ Sími82922 I gærkvöldi__________________I gærkvöldi MIG LANGAR í KAPLAVÍN Fátt var um fína drætti í hljóö- varpi og sjónvarpi í gærkvöldi aö mínu mati. Sjálfsagt finnst Dallas- glápendum þetta óvarlega mælt en þeir um þaö. Mér finnst þetta menn- ingarlegt hrat og nærri því mann- skemmandi. Þaö er sorglegt til þess aö vita aö svona þáttur fær aö tröll- ríöa dagskrá mánuö eftir mánuð og ár eftir ár þegar vitað er um f jöldann allan af tífalt betri sjónvarpsþáttum sem eru úti í kuldanum. En samt kom Ættaróöalið breska, sem betur fer. Ég byrjaöi aö sjálfsögöu á fréttun- um í hljóðvarpinu eins og alltaf. Þetta magasín er nú löngu búiö að slíta barnskónum og virðist þroskast vel. Líklegt veröur aö telja aö þetta fyrirkomulag kvöldfrétta hafi unniö sér hefö sem fær aö vera í friöi næstu árin. Daglegt mál tengdi fréttatíma ríkisfjölmiölanna tveggja. Nú var helsta umræöuefniö notkun fleirtölu þegar hún á alls ekkert aö vera. Mér hefur stundum fundist hann Árni blessaöur full íhaldssamur í um- vöndun sinni á stundum. Þaö er nefnileg lögmál íslenskunnar sem annarra tungumála aö taka ákveön- um breytingum. Þess vegna er ekki alltaf ástæða til aö stökkva upp á nef sér. I fleirtölumálinu er ég Árna þó hjartanlega sammála. Farið er aö troöa fleirtölunni inn á ólíklegustu stööum, eins og hann benti á. Fréttir í sjónvarpi hafa tekiö furöulitlum breytingum frá því ég sá þær fyrst fyrir allnokkrum árum. Hiö eina er aö fréttamyndir utan úr heimi eru nú miklu nýrri en þær voru, þökk sé gervihnettinum Skyggni. Sjálfsagt er ekki mikiö hægt aö gera til að hressa upp á fréttirnar en kannski aðeins, ef menn legðu höfuöin í bleyti. Á eftir fréttunum var ágætis heimildarmynd um Innri-Mongólíu, gerö af Ástralíumönnum. Hún bjarg- aöi kvöldinu algjörlega fyrir mér. Fróðlegt var aö kynnast þeim af- komendum Djengis Khan og mikið langar mig til aö smakka á kaplavín- inu þeirra. Annars vara ég viö aö taka svona heimildarmyndir of al- varlega sem lýsingu á stööunni í dag. Eg kvekktist illilega í fyrra þegar ég horföi á danska heimildarmynd um íslenska siöi í landbúnaði. Myndin var tekin á einhverju koti viö Heklurætur þar sem tæknin haföi riö- iö hjá, rétt eins og í Uppsölum Gísla. Menn gengu um í fínustu lopapeys- um og stigu glímu úti á túni. Eg sá þessa mynd úti í Noregi, reyndar var hún sýnd um svipað leyti í Svíþjóö og mikiö skammaðist ég mín fyrir aö vera frá þessu miöaldaskeri. Dallas kom á eftir Mongólíu. Eg slökkti á sjónvarpinu. Hljóövarpiö haföi ekkert upp á aö bjóöa heldur svo þrautalendingin var plötuspilar- inn. Þaö er líka ekki á hverjum degi sem maöur fær í hendurnar kántrí fráSkagaströnd! Jón Baldvin Halldórsson Guðrún Einarsdóttir, Skólavörðustíg 26, andaöist þriöjudaginn 26. apríl. Guðmundur Bjarnason, Markarflöt 33 Garðabæ, lést aöfaranótt 26. apríl. Bryndís Björgvinsdóttir, Sviöugörö- um, lést í Borgarspítalanum þriöju- daginn 26. apríl. Þóra Ágústa Ölafsdóttir lést aö Sól- vangi, Hafnarfiröi, hinn 25. apríl. Ingvar Jónsson, Hrafnistu, sem andaðist 19. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 2. maí kl. 4. Böövar Pétursson, fyrrverandi kennari, Hátúni 10B, áður til heimilis aö Hjaröarhaga 24, lést þann 21. apríl. Hann verður jarösunginn frá Foss- vogskirkju þann 3. maí kl. 15. Guðmundur Sigurösson, vistmaður á Kópavogshæli, lést á Borgarspítal- anum hinn 19. apríl. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Ferðalög Frá Feröafélagi íslands Miövikudaginn 27. apríl kl. 20.30 veröur kvöld- vaka á vegum Feröafélagsins á Hótel Heklu, Rauöarárstíg 18. Efni: Jón Jónsson jaröfræöingur: „Litastum á svæöi Skaftárelda”, í máli og myndum. Þann 8. júní nk. eru tvö hundruö ár frá því gosið hófst í Lakagígjum. Myndagetraun og verölaun veitt fyrir rétt- arlausnir. Haukur og Ólafur raftækjaverslun AUGLÝSIR Raflagnir í úrvali t.d. ELCO rofar, tenglar, fjöltengi og fatningar bæði á ioft og veggi, einnig höfum við rofa. vegg- og loftdós'ir. SIEMENS rofa, tengla, töflurofa, töflutengla, varrofa og lekaliða. TICINO rofar, tenglar og klær. BJARG rofadósir og veggdósir. Plaströr, hóikar beygjur, töflustútar, loftplötustútar o.fl. o.O. TONGSRAM Ijósaperur, yfir 20D gerðir. SVLVANIA flúrperur frá 8 til 65 vött. i FAM ryksugur og fylgihlutir. HOBART rafsuðuvélar og rafsuðuvir i úrvali. M0T0R0LA afternatorar í bfla, báta og vinnuvélar, 6-32 V, 30-120 amper. PARIS - RHONE startarar í franska bíla. NOACK rafgeymar i flestar brfreióir. VACO verkfæri. STANLEY verkfæri. METABO rafmagnsverkfæri. DAV hleðslutæki i ýmsum stærðum. RULE dráttarspil á bíla og einnig til að draga með báta á vagna. ÖNNUMST EINNIG ALLAR ALMENNAR RAFMAGNSVIÐGERÐIR OG NÝLAGNIR í HÚS OG VERKSMIÐJUR. Haukur og Ólafur raftækjaverslun Ármúla 32 —Sími 37700 — Reykjavík Dagsferðir sunnud. 1. maí 1. Kl. 11: Skíöagönguferð frá Bláfjöllum um Lönguhlíö aö Kleifai vatni. Komiö meö í ánægjulega skíöagöngu meðan enn er snjór. Verö kr. 200. 2. Kl. 10: Akrafjall og umhverfis Akrafjall (ökuferö). Verö kr. 400. Fariö frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Farmiöar viö bíl. Frítt fyrir böm í fylgd full- orðinna. Feröafélag Islands. Fundir JC Reykjavík Lokafundi hjá JC Reykjavik sem halda átti í kvöld hefur verið frestað til laugardagsins 30. apríl og verður í Víkingasal Hótel Loftleiða og hefst kl. 12.30 með borðhaldi. Rökræðueinvígi verður á milli JC Reykjavík og JC Vest- mannaeyjum. Stjórnin. Aðalfundur hf. Skallagríms veröur haldinn laugardaginn 30. apríl 1983 kl. 14 að Heiðarbraut 40 Akranesi (bókasafn Akraness). Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundar- störf, 2. Hlutafjármál (tillaga um innköllun eldri hlutabréfa og útgáfu nýrra hlutabréfa), 3.önnurmál. Málarafélag Reykjavíkur Aöalfundur Málarafélags Reykjavíkur verö- ur haldinn aö Lágmúla 5, í dag, 28. apríl, kl. 20. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, 2. Önnurmál. Stjórnin. Kvenfélag Lágafellssóknar heldur aöalfund sinn í Hlégarði mánudags- kvöldiö 2. maí nk. og hefst hann með borð- haldi kl. 19.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kon- ur eru beðnar að tilkynna þátttöku sína í síma 66486, Margrét, eða 66602, Hjördis. Kvenfélag Langholtssóknar boðar til fundar þriðjudaginn 3. maí kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Dagskrá: venjuleg fundarstörf, skemmtiatriöi, myndasýning frá 30 ára afmæli félagsins, kaffiveitingar. Gestir fundarins veröa konur úr kvenfélagi Breiö- holts. Stjórnin. JC Reykjavík Lokafundur JC Reykjavik veröur á laugar- daginn 30. apríl í Víkingasal Hótel Loftleiöa. Hefst fundurinn kl. 12.30 meö borðhaldi. Rök- ræðueinvígi fer fram milli JC Reykjavikur og JC Vestmannaeyja. Stjórnin. Tilkynningar Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins í Reykjavík er meö veislukaffi og hlutaveltu í Drangey, Síöumúla 35, sunnudaginn 1. maí kl. 14. Mun- um á hlutaveltuna sé skilað í Drangey miövikudaginn 27. apríl eftir kl. 19.30. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur sína árlegu kaffisölu í félagsheimili kirkjunnar nk. sunnudag, 1. maí, og hefst hún ki. 15, aö lokinni guösþjónustu í kirkjunni. Fé- lagskonur treysta á fólk aö koma við og kaupa sér kaffisopa og styrkja meö því framgang kirkjubyggingarinnar. Tekið á móti kökum og brauði eftir kl. 10 á sunnudag. Hjálpræðisherinn Gospelsöngvarinn Björnar Heimstad talar og syngur á hverju kvöldi fram til 1. maí. Allir hjartanlega velkomnir. Hallgrímskirkja Opið hús verður fyrir aldraöa í dag frá kl. 14.30. Sýnd verður íslensk kvikmynd. Safnaöarsystir. Karlakórinn Þrestir Aörir tónleikar karlakórsins Þrasta í Hafnar- firöi verða í Bæjarbíói í kvöld. Tvennir tónleikar eru eftir, á föstudagskvöld kl. 20.30 og laugardag kl. 16. Stjórnandi er Herbert H. Agústsson, undirleikari Sveinbjörg Vil- hjálmsdóttir og einsöngvarar Inga María Eyjólfsdóttir og John Speight. Flutt veröa bæöi innlend og erlend verk, svo sem Lát koma vor, Ave Maria, Lát sönginn hvellan hljóma, Londonderry Air, Nú hnígur sól, Hermannakór úr óperunni Desem Bristo og atriöi úr Valdi örlaganna. Tónleikar kórs tónlistardeildar Oslóarháskóla Kór tónlistardeildar háskólans í Osló er staddur hérlendis í tónleikaferö. Hann heldur tónleika i Skálholti i kvöld kl. 21 og Landa- kirkju næstkomandi laugardag kl. 17. Stjórn- andi er Knut Nystedt og organisti Vidar Fred- heim. Kórinn hefur á undanförnum árum farið margar feröir til annarra landa. Blómasalur Hótel Loftleiða Finnska vísnasöngkonan Barbara Helsingius heldur síöari tónleika sína hér á landi í kvöld kl. 21 í Blómasal Hótel Loftleiöa. Barbara er hér á vegum Vísnavina. Fjáröflunarkaffi til eflingar minningarsjóöi Ingibjargar Þórðardóttur verður sunnudaginn 1. maí kl. 15—17 í safnaðarheimili Langholtskirkju. Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins í Reykjavík er meö veislukaffi og hlutaveltu í Drangey, SíÖumúla 35, sunnudaginn 1. maí kl. 14. Veski týndist Ljósbrúnt veski meö öllum skilrikjum tapað- ist aöfaranótt sumardagsins fyrsta, sennileg- ast fyrir utan veitingahúsiö Klúbbinn. Finn- andi láti vita í síma 27628. Frá Skíðaráði Reykjavíkur Skíöaráö Reykjavíkur heldur hina árlegu firmakeppni sína 1. maí nk. í Bláfjöllum. Keppt verður í göngu og svigi og keppir hvert fyrirtæki annaðhvort í göngu eða svigi. Dregiö veröur um þaö í hvorri greininni hvert fyrirtæki keppir. Keppendur frá félögunum úr Reykjavik keppa fyrir fyrirtækin og draga keppendur út fyrirtækin sem þeir keppa fyrir. I svigi er útsláttarkeppni, þ.e. tveggja brauta keppni, en slík keppni er mjög skemmtileg á aö horfa. Vegleg verðlaun eru veitt þeim fyrirtækjum sem hreppa fyrstu sætin. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á þátttöku i firmakeppninni og félögin í Reykjavík hafa ekki þegar haft samband við, geta tilkynnt þátttöku til Skíöaráðsins (Viggó Benedikts- son, formaöur, sími 17100, Bergþóra Sigmundsdóttir, sími 45229). Þátttökugjalderkr. 1.000,-. Friðarvika Samhygðar I gær hófst friðarvika sem hreyfingin Sam- hygð stendur fyrir. í þessari viku munu tugir Samhygðarfélaga tala viö fólk úti um allt land og gefa öllum kost á því aö taka þátt i skrif- legri áskorun til Islendinga um aö miðviku- dagurinn 4. maí veröi dagur án ofbeldis. Þennan dag skorar Samhygö á aila Islendinga aö sýna hver öðrum umburðarlyndi, gagn- kvæma virðingu og þeir beiti hvorki sjálfa sig né aöra þvingunum. Þessi dagur verður fyrsta skrefið í átt til raunverulegs friöar á Islandi og þar með þjóðfélags sem er laust viö hvers kyns of- beldi. Samhygð. Hreyfing sem vinnur með lífinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.