Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 28. APRIL1983. 13 um skýringar. Þaö varðar um það eitt að staðið hafi veriö við loforðin sem því voru gefin. Heföi það veriö gert hefði það áfram stutt flokkinn. Þaö var ekki gert og þess vegna sneri þaö við honum baki. Þetta er ekki sagt til þess aö álasa þessu fólki. Síður en svo. Það er undirstaða lýðræðis að þegnarnir vegi og meti pólitísk viöhorf sjálfstætt. Hópur hins lausa fylgis mun stækka og stækka uns stjórnmálamenn fara aö skilja eðli þess og haga sér samkvæmt því. Þá mun það staönæmast, um sinn aðminnstakosti. Dauðadómur flokkakerfis? Ég hefi oft haldið því fram að hið gamla flokkakerfi sé í upplausn. Vissu- lega ýta nýliönar kosningar undir þá skoðun. En eru þær gagnmerkur áfangi á leið til nýs flokkakerfis? Svar mitt er bæði já og nei. Já aö því leyti aö þær ýta undir upplausnina og kalla á breytingar, nei að því leyti aö ekkert nýtt kerfi hefur séð dagsins ljós. Hin nýju framboð, sem urðu sigurvegarar kosninganna að eigin mati og flestra annarra, eru ekki vísir að nýjum flokk- um. Þau munu líða undir lok sem og aðrir stjórnmálaflokkar við upp- stukkun flokkakerfisins, sum stefnu- mála þeirra munu síast inn í nýjar stefnuskrár, önnur hverfa. Eg held enn að meginlínur hins nýja kerfis verði litlir flokkar yst til vinstri og hægri og síðan tveir stórir miöjuflokkar, vinstra og hægra megin í litrófi stjórnmál- anna, er muni skiptast á um að stjórna þjóöarskútunni. En hillir undir þessa þróun? Kannski og kannski ekki. Alla vega finnst mér kominn tími til þess fyrir framscfaiar- menn og alþýöuflokksmenn að fara að tala saman um eitthvað annað en flokksgæðinga. Flokkar þeirra beggja eru nú á hverfanda hveli, í raun eiga þeir ákaflega margt sameiginlegt, miklu fleira en aðskilur þá. Það sem kannski sameinar þá þó mest er það að hugsjónir beggja um réttlátara þjóðfé- lag eru í raun að verulegu leyti komnar í framkvæmd og það er erfitt að berj- ast fy rir því sem þegar er oröið. I efna- hagsmálum er stefna þeirra í raun mjög svipuð, svo fyrsta stóra átakið er bíður úrlausnar í þjóðfélaginu ætti ekki aö þurfa að koma í veg fy rir nána sam- vinnu. En meira um þetta síðar. Magnús Bjarnfreðsson. „Mér er nær að halda að sá flokkur sem mesta ástæðu hefur til að vera ánægður með sinn hlut út úr kosningunum sé Alþýðubandalagið.’ — Svavar Gestsson að kjósa. mestan þátt átti í sigri flokksins, lenti upp á kant við hina og stofnaöi nýjan flokk, annan „sigurvegaranna” í kosn- ingunum á laugardaginn. Raunar lenti hann fyrst og fremst upp á kant af því að hann skildi það aldrei að ekki var hægt að rísa undir sigrinum, en það breytir því ekki að með honum fór að nýju stór hluti þess fylgis sem hafði trú á honum 1978. Hinir raunsærri voru ýmsir famir áður. Fylgistap Alþýðuflokksins nú var því á ýmsan hátt skiljanlegt. Líklega er það fylgi sem hann nú hefur nokkurn veginn flokksfylgið, sem nægir fyrir 5—7 þingmönnum samkvæmt þeim kosningareglum sem gilt hafa í tæpan aldarfjórðung. Um Framsóknarflokkinn gildir allt öðm máli. Eg held að ósigur hans í þessum kosningum sé í raun merkasta og ef til vill afdrifaríkasta niðurstaða þeirra. Framsóknarflokkurinn tapaði ekki bara þremur þingmönnum, nærri fjórði hver kjósandi hans sneri við hon- um baki, hann er ekki lengur stór flokkur og helsta mótvægið gegn Sjálf- stæðisflokknum heldur stærstur margra smáflokka, og fari svo fram sem horfir virðist það bíða hans að verða áhrifalítill dreifbýlisflokkur. Margir gældu við þá hugmynd að fylgi það sem yfirgaf flokkinn 1978 hefði snúið aftur ári seinna er flokkurinn vann aftur þingsætin sem töpuðust 78. Það var misskilningur. Eitthvað af því kom aftur en obbinn af nýja fylginu 1979 var hið svokallaða lausa fylgi, er trúði því að Framsóknarflokkurinn myndi takast á við efnahagsvandann af festu. Vonbrigði þessa fólks urðu mikil, og því fór sem fór nú. Hart og ákveðið flokksfylgi lætur sér ýmsilegt lynda, það vegur og metur skýringar á því sem miður hefur farið og er reiðubúiö til að fylkja sér að baki forystunni ef illa hefur gengið og styrkja hana í að þrýsta málum sinum fram. Það skildi nú að flokkurinn hafði hreinlega ekki haft styrk til þess að koma efnahags- stefnu sinni fram og vildi gefa honum . annaö tækifæri. Viðhorf hins lausa fylgis er allt annað. Það varðar ekkert A „Um Framsóknarflokkinn gildir allt öðru máli. Ég held að ósigur hans í þessum kosningum sé í raun merkasta og ef til vill af- drifaríkasta niðurstaða þeirra....” SigurðurHjartarson verið arösemisaukandi fyrir bændur, vöruvöndun fyrir neytendur og skatta- afsláttur fyrir borgarana. Friðun tófunnar og fjölgun mundi því örugg- lega bæta hag bænda og næringu neyt- enda, auk þess sem skattalækkunin gæti f jölgað sólarlandaferðum og flýtt fyrir videovæðingu í dreif býlinu. Hið íslenzka tófuvinaféiag gerir ráö fyrir að taka muni aldir, jafnvel 1100 ár, að koma vitinu fyrir íslenska bænd- ur, sem grunaðir eru um að vera frek- ar íhaldssamir. En við látum ekki deigan síga f yrr en tóf an hefur f engið á ný fullan og óskoraðan rétt til landsins gæða. Jákvæðari afstaða Barátta Tófuvinafélagsins hefur hins vegar haft talsverð áhrif á upplýsta aðila. Vegna áhrifa frá félaginu, og hugsanlega einnig frá Páli Hersteins- syni, hafa Náttúruverndarráð og Landvemd tekið upp jákvæðari af- stöðu til tófunnar. Reyndar eru álykt- anir þessara aðila kraftlitlar og hik- andi enn sem komið er. Á aðalfundi Landverndar, 24.11. 1979, var talin ástæða „til að gæta fyllstu varkámi, þegar rætt er um fækkun eða útrýmingu dýrategunda, sem keppa við manninn um líf sins gæði eða gera á annan hátt einhvem miska. Slíkar framkvæmdir má ekki undir neinum kringumstæðum gera án und- angenginna gaumgæfilegra athugana og rannsókna.” Þetta gæti átt við ís- lenska refinn, enda þótt þarna sé talað um miska. Á fulltrúafundi Landvemdar, 15. og 16. nóvember 1980, er bent á „aö tekin verði til vandlegrar endurskoðunar ýmis lög er lúta að hagnýtri dýrafræði svo sem lög um fuglaveiðar og fugla- friðun, lög um eyöingu refa og minka.. .” Aðalfundur Landvemdar 1982 álykt- aði að 8. grein dýraverndunarlaga um mannúðlega deyðingu dýra skyldi einnig gilda um villt dýr. Fjórða þing Náttúmvemdarráðs haldið í apríl 1981 ályktaði að taka bæri til rækilegrar meðferðar mál, er varða stofna villtra spendýra og fugla og að stórauknar yrðu rannsóknir á þessu sviði. Enda þótt ljóst megi vera að áður- greindir tveir aðilar hafi orðið fyrir áhrifum frá okkur em viöbrögð þeirra ósköp lin og lítt afgerandi. Betur má ef duga skal. Ef til vill óttast þeir við- brögð þeirra aðila er telja sig eiga hagsmuna að gæta í áframhaldandi of- sóknum á hendur íslensku tófunni. Dýraverndunarfélag íslands er sam- band nokkurra kvenfélaga sem hafa það að hugsjón að mótmæla slæmri meðferð á köttum í útlendum teikni- myndum sem íslenskum börnum em sýndar í sjónvarpi ríkisins. Ennfremur hefur kvennasamband þetta iöulega mótmælt því að hestamir hans Þor- geirs í Gufunesi nöguðu fúna og nagla- lausa girðingarstaura í Viðey og víðar. Hins vegar hefur þessi sólskríkjusöfn- uður aldrei mótmælt þeirri villimann- legu meðferð sem íslenska tófan hefur mátt þola gegnum tíðina. Ekki hefur Dýravemdunarfélagið haft neitt við það aö athuga að bændur veiddu yrðl- inga upp úr grenjum með egndum önglum eða beinbrjóti yrðlinga sér til skemmtunar og til aö kalla foreldrana heim að greni í dauöafæri byssukjafta. Ekki hefur félagið heldur séð ástæöu til að mótmæla sunnudagareið hraustra bændasona.norðlenskra, á snjósleðum í eltingarleik við soltnar tófur. Land- vemd hefur á hinn bóginn talið slíkar vélsleöaveiðar frekar ómannúðlegar ogóæskilegar. „Vaskir sveinar" I maímánuði sl. sigldu nokkrir vask- ir sveinar frá Isafirði norður í Jökul- firði og á Hornstrandir til að sk jóta tóf- ursértil unaösauka. Vom þeir vopnað- ir langdrægum rifflum með sjónauk- um. Gegn slíkum hernaöi á tófan engar varnir. Þessi sigling er ekki einsdæmi. Á þessu svæði er ekkert sauðfé og því útilokaö að tófan geti valdið bændum tjóni. Svæði þetta er friðlýst meö aug- lýsingu nr. 366/1975 í Stjómartíðindum B. Enginn hinna þriggja ofangreindu náttúmvemdarsamtaka hefur séð ástæðu til að skipta sér af skemmti- ferðum vestfirskra byssubófa á Horn- strandir. Þessi sömu samtök hafa heldur ekki rætt um veiðistjóraembættið og hlut- verk þess. Það embætti heyrir undir Búnaðarsamband Islands og var stofn- að samkvæmt lögum nr. 52, 5. júní 1957. Núverandi veiöistjórihefur setið í þessu embætti frá upphafi, þann 1. janúar 1958, og hefur nú stýrt skipu- lagöri morðherferð á tófuna í aldar- fjórðung á kostnað hins almenna skatt- borgara. Embætti þetta er þjóðarsmán og ber að leggja niður tafarlaust. I Velvakanda Morgunblaðsins þ. 5. febrúar sl. lagði veiðimaðurinn I.S. þá spurningu fyrir veiðistjófa hvort heimilt væri að veiða tófur með því að elta þær uppi á snjósleða. I.S. spurði einnig hvort veiðistjóri borgaði sömu verðlaun fyrir tófur veiddar á þennan hátt og tóf ur sem skotnar væm við æti. Veiðistjóri svaraði I.S. í Velvakanda þann 15. febrúar. Svar hans var eins og við mátti búast frá hans hendi. Hann sagði: „Rétt er að refir hafa verið eltir uppi á snjósleðum á nokkmm stöðum á landinu, en þó algengast á Norðaustur- landi.”! Um verðlaunin segir veiöistjóri: „Hafa verðlaun fyrir dýr unnin frá snjósleða aldrei mér vitanlega verið hærri en dýra unninna við æti.”!! Síðan segir veiðistjóri: „Mjög em skiptar skoðanir manna á þessum snjósleðaveiðum, en enginn dómur verður lagður á það hér frá minni hendi.”!!! Skýrmaður, veiðistjóri. Embætti veiðistjóra er tímaskekkja og þjóöarskömm. Að eyða stórfé, mörg hundmð sinnum meira en það t jón sem tófan hugsanlega veldur, í útrýmingar- herferð á hendur tófunni, er svívirða. Það er því tillaga HlT nú sem fyrr að leggja veiðistjóra niður nú þegar og verja morðfé hans til rannsókna á lifn- aðarháttum tófunnar. Alþingi Islendinga skóp veiðistjór- ann á sínum tíma og ætti nú aö manna sig upp í að eyöa honum mannúðlega. Ef til vill er vart við því að búast að Alþingi bregðist skynsamlega við, því það er orðið viölíka tímaskekkja og veiðistjóraembættið sjálft. Á löggjaf- arsamkundunni hafa bændur landsins, 9% þjóðarinnar, líklega 50—60% þing- fylgi. Allur Framsóknarflokkurinn og drjúgur hluti dreifbýlisþingmanna Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags taka óvallt afstöðu með bændum og virðist þá einu gilda hver málstaðurinn Tækju þingmenn afstööu með tóf- unni og gegn veiðistjóra og bændum mundi þaö valda straumhvörfum í ís- lenskri sögu og efnahagsstjórn. Yrði það upphaf betri tíðar. I kjölfarið yrðu bændumir, dekurbörn tímaskekkjunn- ar við Austurvöll, settir á þann sess er þeim hæfði. Veiöistjórinn yrði söguleg- ar menjar og tófan sjálf fengi að nýju sinn fornhelga rétt til landsins gæða. Og heildaráhrifin yrðu víðtæk. Sauðfjárstofninn kynbættist hratt og landsmenn fengju hollari næringu, niðurgreiðslur og útflutningsbætur nyrfu með tímanum og skattar stór- lækkuðu. Oft hafa ráð úr refsbelg komið. Sigurður Hjartarsou, forseti HÍT. „Ekki hefur Dýraverndunarfélagið haft neitt við það að athuga að bændur veiddu yrðlinga upp úr grenjum með egndum önglum eða beinbrjóti yrðinga sér til skemmtunar og til að kalla foreldrana heim að greni í dauða- færi byssukjafta.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.