Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 28. APRIL1983.
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
DaghækurHitlers
íFrakklandi
Franska tímaritiö Paris Match
hóf í dag birtingu á köflum úr dag-
bókum Hitlers svokölluðum, sem
mikil deila hefur staðið um í Þýska-
landi og Bretlandi. Áöur hafa tvö
tímarit birt kafla úr bókunum, Stem
í Þýskalandi og Sunday-Times í
Bretlandi. Talsmenn útgefenda
Paris Match hafa haldið því fram aö
það sé óhugsandi að nokkur maður
hafi getað f alsað dagbækumar.
Bnn deila menn um það hvort
Hitler heitinn hafi haldið dag-
bækur.
Öryggi allr-
ar álfunnar
veltur á Mið■
Ameríku
Reagan forseti ávarpaði í gær full-
trúadeild Bandaríkjaþings og skoraði
á landa sína að styðja stefnu sína um
að aðstoða Mið-Ameríku viö að hrinda
sókn vinstriaflanna.
Ellefu sinnum varð forsetinn aö
gera hlé á máli sínu vegna góðra undir-
tekta þingmanna og lófaklapps en
aðallega vom það flokksbræður hans,
repúbhkanar, sem fyrir þvístóðu.
Reagan sagöi að Bandaríkjamenn
ættu margir erfitt með að trúa að þeir
ættu hagsmuna að gæta í Mið-Ameríku.
Benti hann á aö bandarískar vömsend-
ingar til Vestur-Evrópu þyrftu í gegn-
um Panamaskurö og Karíbahafið og
þær mætti hindra á spennutímum, ef
Sovétsinna vinstriöfl réöu þar lögum
oglofum.
Sagði hann að þjóðaröryggi allrar
Ameríku, Suöur- og Noröur-, væri í húfi
í Mið-Ameríku. Ef við getum ekki var-
ið okkur þar getum við ekki búist við
aö betur vegni annars staöar. Banda-
lög okkar munu bresta,” sagði Reag-
an.
Hann lagöi fast aö þinginu að sam-
þykkja upphaflegu áætlun sína um 110
milljón dollara viðbótarhemaðarað-
stoð við E1 Salvador. — En utanríkis-
málanefnd fulltrúadeildarinnar hafði
þess að berjast gegn ólöglegri
verslun með kókaín.
Nasisti rekinn
Bandaríska dómsmálaráðu-
neytið tilkynnti fyrir tveim dögum
að fyrrum yfirmaður í ger-
eyðingarbúöum nasista Aus-
chwitz, Hans Lipschitz, hefði verið
fluttur úr landi til Þýskalands þar
sem harrn veröur kærður fyrir
stríösglæpi. Þetta er í fyrsta sinn í
þrjátíu ár sem bandarísk stjóm-
völd reka stríðsglæpamann úr
landi að eigin fmmkvæði.
Talsmaður ráöuneytisins hefur
sagt að staöfest hafi verið aö
Lipschitz hafi flogið til Þýska-
lands fyrir tveim vikum. I málsókn
á hendur Lipschitz, sem hafin var í
júní á síðasta ári, kröfðust banda-
rísk yfirvöld þess að hann yrði
rekinn úr landi og var honum gefið
að sök að hafa á ámnum 1941 til
1945 starfað í dauðasveitum SS
(Totenkopf) og framið þá glæpi
gegn mannkyninu.
skorið niður 60 milljón dollara fjárveit-
ingu sem Reagan sótti í fyrsta áfanga,
um helming, eða niöur í 30 milljón doll-
ara.
Reagan lagði einnig aö þinginu að
samþykkja 600 milljón dollara efna-
hags- og hernaðaraðstoö við öll vin-
samleg ríki í Mið-Ameríku og Karíba-
hafinu á árinu 1984. Sagði hann þá upp-
hæö aöeins tíunda hluta af því sem
Bandaríkjamenn eyða þetta árið í
tölvuspil.
Bömganga
kaupum
ogsölum
Lögregluyfirvöld í Dómini-
kanska lýðveldinu hafa tilkynnt aö
þau hafi komið upp um starfsemi
glæpahrings sem starfaði í Santo
Domingo við að ræna börnum og
selja þau fyrir allt að tíu þúsund
dollara, til bamlausra hjóna í
Kanada. Sagt er að átta manns séu
í haldi í Santo Domingo en upp
komst um starfsemina, þegar lög-
reglan réðst til inngöngu í hús
nokkurt og fann þar tólf börn í
gæslu.
Lögreglan telur aö meira en
hundrað böm hafi verið seld fyrir
sjö til tíu þúsund dollara hvert.
Bömunum var rænt úti í sveitum
eöa á upptökuheimilum. Síðan voru
fæðingarvottorð þeirra fölsuð svo
unnt væri að flytja þau löglega til
Kanada, sem börn á framfæri
góögerðastofnana.
Ofsatrúarmenn kærðir
Saksóknari í Egyptalandi krafðist
þess í gær að kveðinn yrði upp dauða-
dómur yfir 57 íslömskum ofsatrúar-
mönnum sem sakaðir eru um að hafa
reynt að velta stjórninni þar í landi úr
sessi. Saksóknarinn, Ragaa al-Arabi,
krafðist einnig fangelsisdóma, allt að
25 árum, yfir öðrum sakborningum í
málinu sem 302 félagar í ólöglegum
samtökum íslamskra ofsatrúarmanna
eru dregnir fyrir dóm í.
Félagar í samtökunum, sem nefnast
Jihad (heilagtstríð), eru einnigkærðir
fyrir morö á fjölda lögregluþjóna og
óbreyttra borgara daginn eftir að
Sadat forseti Egyptalands var myrtur.
Moröin voru framin í uppþotum í bæn-
umAssiyut.
Meöan saksóknari hélt ræðu sína
sneru verjendur við honum baki og
fóru með kafla úr Kóraninum, upphátt.
Réttarhöldunum veröur haldiö áfram
síðar.
ÞITTEIGIÐ
^VATNSNUDDSKERo
L.
EIGIÐ VATNSNUDDSKER úti í garði, niðri í kjallara
eða í baðherberginu er enginn Jjarlægur draumur.
Baðker með vatnsnuddi býðst líka.
Við bjóðum fullkominn búnað frá Bandaríkjunum.
Margar mismunandi gerðir, stærðir og litir.
5 þrýstistútar, loftþrýstidæla, 2ja hraða vatnsþrýstidæla,
vatnshreinsibúnaður, fullkominn stjórnbúnaður.
Akrylhúðun. Hún flagnar ekki, ílísast ekki, upplitast
ekki og rispast ekki.
Dæmi um verð: kr. 84.500,- fyrir kerið á meðfylgjandi
mynd með öllum búnaði (gengi 25. 4. ’83).
Ingvar
Herbertsson
HEILDVERSLUN SÍMI 38934
I______I