Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR 28. APRIL1983. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Með gömlu ástinni sinni, Laurie Wright, 28 ára gamalli snót. Þau tóku saman þegar Andy skildi við eiginkonu sína, Claudine Longet, árið 1975. AndyWilliams: Söngvarinn frægi Andy Williams er nú sagöur vera buUandi ástfanginn af Portland Mason, dóttur hins þekkta leikara James Mason. Andy er nú 52 ára að aldri. Hann skildi við kaiu sína, Claudine Longer, árið 1975 og frá því þá hefur hann verið í tygjum við 28 ára gamla konu, Laurie Wright að nafni. En allt útlit er fyrir að sú ást sé að kólna, nú þegar Portland er komin til sögunnar. „Andy hefur gjörsamlega falliö fyrir Portland, og það geta allir séð hvers vegna. Konan er glæsileg, fluggáfuð og sérlega fögur. Auk þess er hún viömótsþýð og gott að tala viö hana,” sagði einnkunningja Andy nýlega. Portland er 34 ára að aldri og því nokkru yngri en Andy. Hún er sögö mjög hrifin af Andy og ætla sér að krækja í hann. Þau hittust fyrst í einkasamkvæmi í Beverly Hills. Fáum dögum síöar gaf hann Laurie fyrir ferð til Evrópu, sem hún þáði. Þetta var í byrjun mars og Andy hefur ekki séð Laurie síöan. „Það er líklegt að sjö ára samband þeirra sé á enda. Þeim hefur liðið dásamlega saman allan þennan tíma og Andy hefur ekki litið á aðrar konur, fyrr en Portland kom til sögunnar. En Andy veit væntanlega hvað hann er að gera og hvað þetta getur haft í för með sér,” er haft eftirkunningja Andy. „Við búum ekki saman sem stendur en það er eingöngu til reynslu. Ég ætla að sjá hvort ég get lifað án Laurie og hún án mín,” sagði Andy nýlega í blaðaviðtali. „Vandræðin hjá okkur eru þau að hún vill giftast og eignast böm en ég er einfaldlega ekki tilbúinn að standa í slíku aftur,” bætti Andy við. Það er sagt að Laurie hafi lengi vel ekki vitaö að Andy hafi fallið fyrir ann- arri og hann hélt því leyndu eins lengi ogkosturvará. Frá því þau slitu sambandi til reynslu,eins og Andy kallar það, hefur hann sést ótal sinnum með Portland og hún er sögð hafa verið tíður gestur á heimili hans í Beverly Hills. Það liggur þó Ijóst fyrir að Andy þarf að gera hreint fyrir sínum dymm og taka ákvarðanir af eða á ef samband hans við Laurie á ekki að syngja sitt síðasta. Nýja ástin. Hávaxin og fluggáfuð Portland Mason, dóttir hins kunna leikara James Mason. Og -,ð birtum einnig mynd af pabba Mason. Lítið er vitað um skoðun hans á malinu. Líklegt er þó talið að hann sé á því að Andy sé ekki að syngja sitt síðasta. Og þessi mynd er úr einni mynda hans. SYNGJANDISÆLL MED ÞÁ NÝJU Vigtin lýgur ekki, þau hjón Haroid og Eunice Gossert vega hvorki meira né minna en 782pund, sem er 391 kiió.,, Langt siðan við ákváðum að iáta fituna ekkipirra okkur." ■ IUf)UVIg)l| hvað? Þau eiga metið þessi skötuhjú á vigtinni. Vega hvorki meira né minna en um 390 kíló til samans og fyrir þetta unnu þau nýlega keppni í Bandaríkjunum, um þyngstu hjónin. „Ég vildi alls ekki vera grennri,” sagði eiginmaðurinn Harold sem er 38 ára að aldri, vegur 221 kíló og þeim kemur hann fyrir í búk sem er um 185 sentímetrar á hæö. Eiginkonan Euinice er ekki síöur mikið stykki, vegur 169 kíló og er um 175 sentímetrar á hæð. Það sama gildir um hana, hún væri ekki hrifin af því að vera grennri. Þessi feitu hjón viðurkenna að þau séu svo feit að þau hafi þurft að sér- styrkja hjónarúmiö svo aö þaö hrein- lega færi ekki til fjandans. Þá eru flest eldhúsáhöldin einnig meira og minna gerð fyrir sérþarfir þeirra. „Þegar fólk spyr okkur hvort okkur þyki þetta ekki agalegt að vera svona feit neitum við því að sjálfsögðu. Það er nefnilega langt síðan við sættum okkur viö þetta og við ákváöum að láta þetta ekki pirra okkur,” segir eiginkonan Eunice. „Og við erum ekki feit viljandi, við höfum veriðsvona allt okkarlíf.” Þau hjón sögðu þegar þau tóku við verðlaunum fyrir mestu þyngdina: „Það er stórskemmtilegt að vinna þessa keppni. Sjáiði til, lífið getur boðið upp á mikla ánægju þótt þú sért yfir 150 kíló. Og eitt er víst, við njótum þess að f ullu.” Það þarf mikinn mat til að metta stóra maga. „Leiðin að hjartanu ligg- ur igegnum magann." Gefðu mér koss, eiskan. Eins og sjá má þurfa þau að teygja vel á hálsliðunum þegar þau kyssast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.