Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 28. APRIL1983. Spurningin Hvernig líst þér á að fá fleiri konur á Alþingi? Krístinn Jónsson, vinnur ekki sem stendur: Ætli sé ekki nóg komiö í bili. Eg hef annars ekkert á móti þeim. Valgarö Briem lögfræðingur: Mér finnst þaö ágætt. Eg hef ekkert á móti konum nema síöur sé. Hrafn Jónasson verkamaður: Mér finnst þaö allt í lagi, þaö yeitir ekki af. Þær eru alls ekki síöri þingmenn en karlar. Brynja Haraldsdóttir verslunar- maöur: Mér líst illa á þaö. Af hverju? Mér finnst aö konur eigi ekki aö vera í svona störfum. Ólafur Guðmundsson háskólanemi: Mér líst vel á þaö. Þær eru jafngildir þjóðfélagsþegnar og karlmenn og örugglega ekki verri þingmenn. Elísabet Sveinsdóttir sjúkraliði: Auðvitað alveg prýöilega. Þaö getur aldrei oröiö annað en gott. Lesendur Lesendur . Lesendur Lesendur „Þá svaradi verslunarmaðurinn: „Það er alveg rótt og það svo að okkur sem við verslunarstörf vinnum ofbýður," segir 3380—6639 i upphafi bréfs sins. Miklar verðhækkanir á matvöru 3380—6639 skrifar: Dag einn tyrir stuttu var ég staddur í matvöruverslun aö gera innkaup á matvöru fyrir heimiliö og fór að ræöa viö einn starfemann venslunarinnar um þær miklu verðhækkanir sem heföu oröiö á matvælum eftir síöasta út- reikning vísitölunnar 1. mars. Þá svaraði verslunarmaöurinn: „Þaö er alveg rétt og þaö svo aö okkur sem viö verslunarstörf vinnum ofbýöur. En þaö er eitt sem hefur veriö hljóöara um og ekki verið minnst á í neinum fjölmiölum og þaö er það að í kjölfar þessara miklu hækkana á matvörunni var veitt leyfi fyrir 3,6% hækkun á' álagningunni. Maöur heföi haldið aö vfeitölu- hækkanirnar heföu veriö nógar. En þaö er eins og þeir sem aö þessu stóöu, sem ég reikna með aö sé ríkfestjórnin, hafi foröast aö gera þaö opinskátt. Vart getur þetta talfet vænleg leiö til aö hamla gegn verðbólgunni. Hversu mikiö þaö rýrir kaupmáttinn skal ég ósagt láta. Þaö læt ég þjóöhagsstofnun eftir aö gera. En fróölegt væri aö vita hvort þetta er staðreynd og vegna hvers þessi hækkun var leyfð. Lesendasíöan hafði samband viö Arna Arnason, framkvæmdastjóra Verslunarráðs íslands. Hann sagöi: Versiunarálagning var skert með bráðabirgðalögunum í ágúst. Sú skerö- ing var núna leiðrétt og látin ganga til baka. I þeim tilvikum þar sem hækkun álagningarinnar kæmi fram að fullu í vöruveröi þá er sú breyting það lítil aö hún er engin skýring á verulegum verðhækkunum. Hér er bara á ferðinni sú veröbólga sem er í landinu. Rokkhátíðin í Broadway í sjónvarpi: „Móðgun við skemmtikraftana” 7280—5178 hringdi: Mig langar til aö minnast á kosningasjónvarpið og rokkhátíöina sem var sýnd. Eg er búin aö fara oft aö sjá hátíðina og þetta eru virkilega góðatriðisemþeirerumeöþama. Mér fannst mjög leiöinlegt að sjá hátíöina eins og hún var framreidd í sjónvarp- inu, klippt og skorin eins og gamall sokkur. Þaö var engin kynning á söngvur- unum og ég held aö þaö hafi komiö fram um þrjá þeirra hvaö þeir hétu. Þá fannst mér gert upp á milli söngv- aranna. Sumir fengu 1/2 lag, sumir 2 lög. Á þessari skemmtun ríkir mjög góð- ur andi og virkilegt stuö en þaö kom ekki fram í þessum glefsum sem sýnd- ar voru. Mér finnst þaö sem sýnt var virkileg móögun viö skemmtikraftana sem voru mjög góöir. I byrjun kosningasjónvarpsins var auglýst aö rokkhátíö Björgvins Hall- dórssonar yröi sýnd í sjónvarpinu. Þaö var ekki gert og mér fyndfet aö sjón- varpið ætti aö reyna að sýna hátíðina eins og hún var eöa aö biöja fólk afsök- unar á því hvernig hún kom út í sjón- varpinu. Þegar Einar Júlíusson kom inn á sviö til aö syngja Danny Boy þá var t.d. byrjaö aö sýna hann með opinn munninn og lagið var ekki kynnt. Eg mæli eindregið meö því viö fólk sem ekki hefur fariö aö sjá rokkhátíð- ina aö drífa sig aö sjá hana því að hún er mjög skemmtileg. „Z byrjun kosningasjónvarpsins var auglýst að rokkhátið Björgvins Hall- dórssonar yrði sýnd isjónvarpinu. Það var ekkigert og mér fyndist að sjón- varpið ætti að reyna að sýna hátiðina eins og hún var eða að biðja fólk af- sökunar á þvi hvernig hún kom út i sjónvarpi," segir 7280—5178 meðal annarsibréfisinu. Á rnyndinnimá sjá Guðberg Auðunsson söngvara. Verkamannabústaðir Hafnarfjarðar: Hvaða reglur gilda við úthlutun? 7723-6775 hringdi: Mig langar til aö spyrjast fyrú1 um hvaða reglur gildi við úthlutun verka- mannabústaða í Hafnarfiröi og hvaöa nefndir s jái um úthlutun. Ástæðan fyrir því aö mig langar til aö vita þetta er aö ég þekki tveggja bama, einstæða móöur sem hefur ver- ið á biðlista hjá Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Hún hefur verið á göt- unni í 2 mánuöi og fengið inni hjá for- eldrum sínum í lítilli 3 herbergja íbúö. Hún hafði 135 þúsund í tekjur áriö 1982 og er þá barnameölagiö innifaliö. Viðar Magnússon, formaöur Verka- mannabústaöa Hafnarf jaröar, svarar: Viö förum eftir lögum nr. 51 frá 1980 sem gengu í gildi í janúar 1981 um verkamannabústaöi. Þaö er bara ein nefnd sem sér um úthlutun og þaö er stjórn verkamannabústaöa. Fyrir liggja um 30—40 umsóknir um verka- mannabústaði í Hafnarfiröi frá ein- stæðum mæörum. I allt eru umsóknirn- ar 150—60. Til úthlutunar núna eru í eldri íbúöum svona 5—6 en ekki verður úthlutaö meiru í ár af nýjum íbúöum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.