Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 14
14
DV. FIMMTUDAGUR 28. APRlL 1983.
Menning
Menning
Menning
Menning
Eddu Erlendsdóttur
píanóleikara
óspart hælt í
Svenska Dagbladet
Edda Erlendsdóttir pianóleikari
hlaut mikiö lof í Svenska Dagbladet
fyrir tónleika er hún hélt í Stokkhólmi
fyrri hluta þessa mánaöar.
Gagnrýnandi blaðsins, Carl-Gunnar
Ahlén, skrifar langa hólgrein um
frammistöðu Eddu; talar um
ógleymanlega tónleika — píanókvöld
ársins. I næstu andrá finnst honum sá
stakkur vera of þröngt sniðinn og segir
aö raunar þurfi aö taka miö af mun
lengra timabili í umfjöllun tónleik-
anna.
Ahlén á vart orö til þess að lýsa
hrifningu sinni. Á efnisskránni hafi
veriö verk eftir Arnold Schönberg,
Atla Heimi Sveinsson, Hafliöa Hall-
grímsson, Alban Berg, Schubert og
Schumann; blanda sem Ahlén telur
fæstum listamönnum ráölegt aö takast
á viö á einum og sömu tónleikum.
Hann segir Eddu þó hafa leikiö af
einstakri einlægni og næmleika, þegar
þaö átti viö, og skarpleika og festu þar
sem slíkt var við hæfi. Áhlén er beinlín-
is skáldlegur í hrifningu sinni af túlkun
Eddu á hverju verkinu á fætur ööru.
Þar f innur hann enga galla.
I því sambandi er dálítiö spaugilegt
aö í lok hverrar lofræöunnar notar
hann alltaf tækifærið til þess aö sparka
smávegis og óbeint í aöra listamenn —
nafngreinir þó engan. Til dæmis er
hann feginn mjög aö vera laus viö
„krampakennda uppgeröarhrifningu”
í túlkun á verki eftir Alban Berg.
Þaö er líka guösþakkarvert aö Edda
skuli vera saklaus af „miöevrópskum
viöhorfum” til nútímatónlistar, þrátt
fyrir framhaldsnám í París og aö
kenna viö Tónlistarháskólann í Lyon.
Yfirleitt fer ekki á milli mála aö Ahlén
telur Eddu vera öörum til eftirbreytni.
-FG.
Edda Erlendsdóttir píanóleikari.
D V-mynd Einar Olason.
Hvað haf ið þið konur lært?
Tilefni þessa greinarkoms er
kjallaragrein akureyrsku kvenna-
framboösmannanna Sigfríöar Þor-
steinsdóttur og ValgeröarMagnúsdótt-
ur í DV þann 14. apríl sl. Þar þykir
undirrituöum nokkrar klausur sérdeil-
is merkilegar fyrir sakir margra
hluta.
í eilitlum kafla um húsnæöi félags-
miðstöðvarinnar Dynheima segir svo;
„Fulltrúa Kvennaframboösins í
bæjarráöi fannst ekki rétt, frekar en
öörum bæjarráösmönnum, aö Akur-
eyrarbær keypti skúrinn sem er áfast-
ur viö Dynheima. Gegn kaupunum var
lagst vegna þess aö húsnæöi undir
æskulýösstarfsemi þarf aö vera vand-
aö og gott. Ljóst er aö stórfé þurfti að
eyöa í endurbætur, svo húsnæðið hent-
aöi slíkri starfsemi, og 'þeim fjármun-
um væri betur variö til endurbóta á nú-
verandi húsnæöi Dynheima.”
Hér kemur margt undirrituöum ögn
á óvart. Vissi fulltrúi Kvennafram-
boösins ekki (frekar en aörir bæjar-
ráösmenn?) hver ætlunin var í sam-
bandi viö nýtingu skúrsins? Þaö er
aldeilis hárrétt athugaö aö húsnæöi
undir æskulýðsstarf þarf aö vera vand-
aö og gott — ef þar á að fara fram
starfsemi sem krefst sliks húsnæöis.
Skúrinn, sem er hluti áratugar gamals
draums um stækkun Dynheima, átti aö
nota sem langþráö geymslupláss undir
áhöld, muni og tæki, svo og sem fönd-
ur- og smíöaaöstöðu fyrir unglinga.
Sjálfboðavinna
unglinganna mikil
Annaö veifiö taka þeir unglingar,
sem starfa í Dynheimum í sjáifboöa-
vinnu og eru nú um 50 talsins, sig til og
breyta gjörvöllu húsinu aö innan,
endurbæta og laga. Umhverfiö er
þannig ailtaf nýtt og ferskt og þannig
reyna unglingarnir sjálfir að foröa
staðnum frá því aö faiia í fastmótaö og
ákveöiö horf. I skúrnum títtnefnda
heföi skapast kjörin aöstaöa fyrir
þessa vinnu unglinganna.
Hvaö skyldu akureyrskir unglingar
annars hafa sparaö Akureyrarbæ
miklar fjárhæöir meö óeigingjömu
sjálfboöastarfi sínu gegnum árin? Illt
er ef þakklætisvotturinn frá bæjarfé-
laginu drukknar í duttlungum bæjar-
fuiltrúanna.
Kvennaframboöiö nýtti sjálft hús-
næði Dynheima á kosningadaginn í
fyrra og vita því þær konur manna best
hversu gersamlega laust húsiö er viö
allt sem nefnist geymslurými. Síöasta
laugardag heföi Kvennalistinn átt aö
sjá þetta enn betur. Þarna átti skúrinn
aö bjarga málunum og heföi þaö veriö
besta og ódýrasta lausnin.
Þaö er alrangt aö stórfé heföi þurft
aö eyöa í endurbætur á skúr þessum.
(Annars er athyglisvert aö Sigfríður og
Vaigerður skuli þarna nota sögnina aö
eyða). Unglingarnir heföu glaðir
annast þennan þátt málsins sjálfir meö
hugmyndaflugi sínu og atorku. Þeim
heföi ekki orðið skotaskuld úr því aö
gera skúrinn hentugan og mannsæm-
andi án mikils tilkostnaöar. Þeir hafa
áöur sýnt að þeir geta gert þrekvirki á
þessu sviöi meö litlum tilkostnaöi en
mikilli vinnu, sem síðan skilar sér aft-
ur í ánægju unglinganna meö vel unnin
verk.
Sigfríður og Valgeröur segja aö um-
ræddum f jármunum muni veröa betur
varið til endurbóta á núverandi hús-
næöi Dynheima. Á fjárhagsáætlun
Akureyrarbæjar 1983 er ekki veitt
króna til byrjunarframkvæmda viö
neöri hæö hússins og þeir fjármunir,
sem ella heföu farið til kaupa á skúrn-
um, sjást hvergi á áætluninni. Undir-
ritaöur getur því ekki túlkaö áöur-
nefnd orö kvennanna öðruvísi en svo
aö Dynheimar megi vænta u.þ.b. 300
þús. kr. aukafjárveitingar (andviröi
skúrsins) mjög fljótlega tii endurbóta
á núverandi aðstöðu. Þaö mundi m.a.
gera unglingum og starfsmönnum
Dynheima kleift aö brjóta sér leiö inn á
neöri hæö hússins og nýta hana sem
geymslupláss. Inn á neöri hæöina
kemst nefnilega enginn nú nema meö
því að ganga í gegnum skúrinn, sem
er í eigu einkaaöila. Hvorki ungl-
ingarnir né starfsmenn Æskulýðsráðs
myndu fúlsa viö þessum 300 þúsund
krónum sem sárabót fyrir vonbrigöin
meö málefni skúrsins.
Otrúleg skammsýni bæjarráös hefur
nú leitt til þess aö lóöin, sem skúrinn
stendur á, er á bak og burt og lítil von
til þess aö nokkurn tima veröi á Dyn-
heimum veruleg stækkun. Neöri hæðin
er nefnilega ótrúlega litil ef vel er aö
gáö og mun minna viröi nú þegar skúr-
inn er út úr dæminu.
Umsagnar Æskulýðs-
ráðs aldrei leitað
Önnur klausa Valgeröar og Sigfríöar
var a 11-athy glis verö:
„Viö konur erum ekki aö leika okkur
í bæjarstjóm Akureyrar. Fyrir okkur
eru störfin í stjórnum, ráöum og nefnd-
um bæjarins bláköld alvara og ekkert
tómstundagaman. ”
Jafnm og jæja. Kvennaframboöið á
sinn fulltrúa í Æskulýðsráði, konu meö
Kjallarinn
Helgi Már Barðason
lifandi áhuga á málefnum unglinga og
talsveröa þekkingu. Hvernig stendur á
því, Sigfríöur og Valgeröur, aö ef þiö
virðið ráö og stjómir bæjarins svona
óskaplega mikils, aö Æskulýðsráö fékk
ekki einu sinni pata af því hvemig frá
þessum kaupum var gengiö fyrr en eft-
ir á? Umsagnar ráösins var aldrei leit-
að og formaður þess frétti úti á götu að
nú væri skúrinn allt í einu ei lengur
meö í dæminu og aö hann ætti aö selja
einkaaöilum. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem bæjarráö hundsar Æskulýðsráð —
eöa leggur sig fram um að gleyma til-
vist þess — ég veit ekki hvort heldur
er. Þegar starfsmönnum ráðsins var
tilkynnt þessi ákvörðun formlega af
bæjarstjóra má segja að kaupin hafi
þegarveriö gerö.
Þaö er ómögulegt annaö en álíta að
þrátt fyrir allt sé bæjarráö aö leika
sér. Þaö viröist a.m.k. hafa ákaflega
gaman af því aö sitja í stólunum og
stjórna — sýna fólkinu aö þaö stjórnast
ekki af einhverjum smánefndum sem
halda fundi sína í leiguhúsnæði úti í bæ.
Víst eru krepputímar hjá Akureyrar-
bæ eins og öörum enda sú afsökun
óspart notuö viö niöurskurö hjá þeim
hópum þjóöfélagsins sem hingaö til
hafa litiö sem ekkert fengiö, meöan
önnur bákn halda áfram aö stækka og
dafna á styrkjakerfinu. Þaö er þó ekki
aöalatriðið í þessu máh, heldur hitt aö
lágmarkskrafan er, fyrst veriö er aö
hafa nefndir og stjórnir á annaö borö,
að viökomandi ráö fái vitneskju um
þau mál sem þau eiga samkvæmt
reglugeröum aö fjalla um og aö um-
sagnar þeirra um meiriháttar mál sé
leitaö. Æskulýðsráö Akureyrar er
skipaö mönnum og konum meö vítt
sjónarsviö, heilbrigða skynsemi og
mikla þekkingu á málefnum unglinga.
Af tvennu illu heföi þó veriö skárra aö
leggja umsögn ráösins um máliö til
hliöar heldur en sleppa henni algerlega
út úr dæminu. Æskulýösráö á aö sjá
um rekstur og starfsskipulag félags-
miöstöövanna í bænum en menn fara
óneitanlega aö efast um hvort þeir eigi
yfir höfuö nokkuö aö vera þarna fyrst
þeir eru ekki einu sinni beönir aö láta
álit sitt í ljós, hvað þá meira.
Hafa ekki kosningarétt
Þessi mál eru sennilega engin stór-
mál, hvorki fyrir Kvennaframboöið né
bæjarstjóm, enda nota unglingar ekki
dagheimili eöa hafa neitt af hönnun
elliheimila aö segja. Þeú- hafa heldur
ekki kosningarétt.
En í tíu ár hefur neöri hæð Dyn-
heima, ásamt áföstum skúr, veriö
draumur þeirra 200 unglinga sem í
viku hverri leita afþreyingar og þrosk-
andi félagsstarfa í félagsmiðstöövum
bæjarins. Þeir eru ekki ánægöir og
finnst þeir meira utangátta en nokkm
sinni fyrr. Loksins þegar Kaupfélag
Eyf iröinga sér sér fært aö flytja kassa-
gerð sína dagar máliö uppi þar sem
síst skyldi. Kvennaframboðiö var í
raun eina stjórnmálaafliö sem lagði
fram skýra og heilsteypta stefnuskrá í
æskulýösmálum fyrir kosningar. Þaö
er því ekki aö undra þótt unglingum á
Akureyri finnist Kvennaframboöiö
hafa svikiö þá öörum fremur. En alls-
herjarsparnaöur á krepputímum er
þaö sem gildir og aö sjálfsögöu bitnar
þaö harðast á þeim sem engan hafa
kosningaréttinn, þrýstihópinn eöa
málsvarann í sveitarstjórnum eöa á
Alþingi.
„Hvaö höfum viö konur lært?” er
fyrirsögn títtnefndrar greinar.
Undirritaður getur eigi betur séö en
þiö konur hafiö lært aö tileinka ykkur
vinnubrögö þau sem þiö gagnrýnduð
ákafast er þiö buðuð fram lista til
bæjarstjómar. Þið hafið lært
hugsunarhátt þeirra sem fyrir vom í
bæjarstjórn og einkunnarorð þeirra.
Þiö hafið lært aö skara eld aö eigin
köku og veita þeim, sem hliðhollir voru
ykkur, sína veröskulduðu umbun. Er
ekki lóöarmáliö í Helgamagrastræti al-
besta dæmiö? Og aö sjálfsögöu er tekið
meö í reikninginn aö í málefnum æsk-
unnar er enginn sem þrýstir á ykkur
viö ákvaröanir eöa getur meö atkvæði
sínu komiö í veg fyrir aö stólarnir
þægilegu falli öömm í skaut.
Sá er þetta ritar er ekki einn um aö
hafa orðið fyrir vonbrigðum með störf
Kvennaframboösins í bæjarstjóm.
Fleiri eru óánægðir og vom jafnframt
hræddir um aö Kvennalistinn félli í
sömu gryfju kæmi hann manni aö í
kosningunum. Kosningaloforð
Kvennaframboösins em unglingunum
auðsjáanlega í ferskara minni en
ykkur. Þeim finnst þeir hafa verið
sviknir vegna þess aö þeim hefur
veriö lofaö umræddri aöstöðu í mörg
ár. Þeir skilja ekki af hverju ætíö eru
nógir peningar til aö byggja upp að því
er þeim finnst ónauðsynleg bákn
meöan hiö eina sem þeir hafa haft á
óskalistanum í áratug er nú endanlega
frá þeim tekiö.
Alllangt mun vera síöan bæjarfull-
trúi hefur lagt leiö sína í Dynheima.
Unglingamir, sem byggt hafa upp
þann stað á undanförnum árum, eru þó
eflaust meira en tilbúnú- aö fá ein-
hvem slíkan í heimsókn. Þeir em
sömuleiöis án efa allir af vilja geröú- til
aö fara með einhverja bæjarfulltrúa í
skoöunarferð um neöri hæöina (gegn-
um skúrúin, fáist tii þess leyfi eig-
enda). Hitt er svo annaö mál aö þeir
gætu haft óþægilegar spurningar á tak-
teinum sem bæjarfulltrúar eiga von-
andigóösvörviö.
Helgi Már Barðason,
forstööumaöur.
• „Hvað skyldu akureyrskir unglingar ann-
ars haia sparað Akureyrarbæ miklar
fjárhæðir með óeigingjörnu sjálfboðastarfi
sínu gegnum árin? Illt er ef þakklætisvotturinn
drukknar í duttlungum bæjarfulltrúanna.”