Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Hnífstungumálið: Gæsluvarðhald lengt í gær Gæsluvaröhald Bretans sem stakk 26 ára gamlan Islending í húsi við Laufás- veg aöfaranótt miövikudagsins 20. apríl var framlengt í gær til 6. maí næstkomandi. Aö sögn rannsóknarlögreglu ríkis- ins í morgun er yfirheyrslum ekki aö fullu lokið og vill hún ekki tjá sig enn um einstök atvik þessa máls frekar en gert hefurveriö. Sá er fyrir hnífsstunginni varö liggur ennásjúkrahúsi. -JGH. Fatlaðirætla að synda í einn sólarhring I sambandi viö norræna trimmlands- keppni fatlaöra sem hefst á sunnu- daginn og stendur yfir út maímánuö munu fatlaðir efna til maraþonsunds í sundlaug Sjálfsbjargar viö Hátún. Takmarkið hjá þeim fötluöu er aö synda í 24 klukkustundir. Meö því vilja þeir vekja athygli á norrænu trimm- landskeppninni og að safna áheitum. -klp- „Klippt” í Kópavogi Ixigreglan í Kópavogi er nú byrjuö að klippa númer af óskoðuöum bílum og mun mikið hafa veriö klippt í nótt og gærkvöldi. Aö sögn lögreglunnar í Kópavogi er mjög mikið af óskoöuöum bílum í bænum enda mættu aðeins um 50% bileigenda í aðalskoðunina, sem lauk 7. april. Uigieglan gefur fjögurra daga aövörun áöur en hún tekur númerin af bílunum. -JGH. Rússinn látinn Sovéski sjómaðurinn sem brenndist illa um borö í sovéskum verksmiöju- togara undan suöurströnd landsins um síðustu helgierlátinn. Hann var sóttur á sjó út af þyrlu varnarliðsins og lagöur inn á Land- spítalann, þar sem hann svo lést á sunnudag. -JGH. LOKI Hver skyldi vera sleggjan í viðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisf lokkurinn i forystu um stjórnarmyndun: MIUISTQNS OGSLEGGJU Myndun meirihlutastjómar án þátttöku Sjálfstæöisflokksins er talin afar ólíkleg, þar sem hann hefur 23 þingmenn af 60 og hinir skiptast i fimm hluta. I forystu um stjómar- myndun er flokkurinn hins vegar á milli steins og sleggju. Vegna yfirburðastærðar flokksins á þingi gætir tilhneigingar hjá hinum flokkunum til þess aö leggja ábyrgöina af myndun ríkisstjórnar á sjálfstæöismenn og nota síðan þá stööu til þess að setja þeim skilyröi. „Þaö sem helst má marka af samtölum þingmanna úr öllum flokkum til þessa, sem að okkur snýr, er aö hinir eru á varðbergi hver gegn öðrum og vilja allir, nema helst kratar, láta líta svo út aö gengið sé á eftir þeim af okkar hálfu. Þetta bendir til þess að þaö veröi seinlegt verk aö mynda ríkisstjórn, jafnvel illgerlegt undir okkar forystu,” sagöi einn af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins í samtali viö DV í gær- kvöld. Eftir afsögn ríkisstjómarinnar í dag ræöir forseti Islands óformlega við forystumenn allra flokka. Upp úr því munu hefjast formlegar tilraunir til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Sjálfstæðismenn eru að búa sig undir þann slag, en reiknaö er meö aö formanni þeirra veröi falin til- raun til stjórnarmyndunar. í þeim undirbúningi felst meðal annars skilgreining á efnahagsstefnu flokks- ins með tillögum um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum. „Við komum ekki til með að hafa gagn af þeim tillögum sem legið hafa fyrir ríkisstjóm undanfariö,” sagöi áðumefndur viömælandi blaösins. HERB Sædýrasafnið gegn Sambandi dýraverndunarfélaga: KÆRIR VEGNA MEIÐANDIOG MÓÐGANDI UMMÆLA Lögð hefur veriö fram í bæjarþingi Garöabæjar kæra á hendur Jórunni Sörensen, formanni Sambands dýra- verndunarfélaga Islands, vegna bréfs sem hún sendi menntamálaráðherra og fjölmiölum 7. mars síðastliðinn og fjallar um málefni Sædýrasafnsins. Það er Hrafnkell Ásgeirsson hæsta- réttarlögmaöur sem höfðar mál fyrir hönd Sædýrasafnsins. Stefnandi telur að í áöurnefndu bréfi fari stefndi meiðandi og móðgandi um- mælum um sig og starfsmenn sína. Ummælin geti spillt fyrir honum og valdiö honum miska. Þaö sem um ræðir er aö Jórunn sagöi meöal annars, að ekkert af tekjunum af há- hymingaveiðunum fari til að bæta aðbúnað dýranna í safninu. Oskiljanlegt sé og ósæmilegt aö líða það aö dýrin séu misnotuð til aö for- stööumaður safnsins og samstarfs- menn hans geti stundað hvalveiöar og selt hvali úr landi, s jálfum sér til fram- dráttar. DV leitaði í morgun álits Jórunnar Sörensen á stefnunni. Hún sagði: „Þetta er gulliö tækifæri til aö fá Sædýrasafnið til aö leggja spilin á boröið varðandi fjárhaginn og hvaö hafi orðið um tekjumar af háhyrninga- veiðum þess. Hins vegar tel ég að þessi stefna sé til komin vegna hinna er- lendu kaupenda, til að sýnast fyrir þá.” -JBH. Óform/egar þreifingar eru nú miiii allra fíokka um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Baldvin Hannibalsson, þingmenn Alþýðuflokksins, áttu i gær fund með „þingkonum" Kvennalist- ans. Hór sjást þau leiða þær Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur og Kristinu Halldórsdóttur inn í þingsali. Samstjórn Alþýðu- fíokks, Kvennalista og Sjálf- stæðisflokks er óskastjórn margra krata en það er aðeins einn af mörgum möguleikum sem nú eru til umræðu. DV-mynd GVA — sjá nánará bls. 4. formennska Vmsir orðaðir eftirsótt við nabaksstólana Þingflokkamir sex á Alþingi eiga í einkennilegri forystukreppu. Yfirleitt geta þeir ekki kosið formann, varafor- mann né ritara, á meðan enginn veit hvaða flokkar mynda ríkisstjóm. Þaö er sem sagt líklegast aö sömu menn veldust í ráöherrastóla og í hábaks- stóla þingflokkanna. Og þaö þykir óheppilegt. Forystusætin í þingflokkunum verða að víkja fyrir ráöherrastólunum. Á meöan þessi forystukreppa stend- ur stjórna formenn og varaformenn flokkanna sjálfra þingflokksfundum. Umræður um þingflokkaformennsku liggja þó ekki í salti. Og meira aö segja hafa sjálfstæðismenn verulegar áhyggjur af kosningu formanns síns þingflokks. Hann þarf helst aö vera bæði óháöur mislitum sjónarmiðum innan þingflokksins og sterkur tals- maður út á viö. Olafur G. Einarsson, fyrrverandi formaöur þingflokksins, hefur aö vísu ekki veriö strikaður út. En aö sögn þingmanna Sjálfstæöis- flokksins, sem DV ræddi við, er ekki sátt um hann milli helstu aflanna. Er fremur rætt um frænduma Ellert B. Schram og Gunnar G. Schram svo og Matthías Á. Mathiesen. Af þeim viröist Ellert einna líklegastur en Gunnari hafna ýmsir á þeirri forsendu að hann sé óreyndur þingmaður. Framsóknarmenn hafa sinn Pál Pétursson. Kjör hans var þó ekki af- greitt þegar þetta var skrifaö. Alþýðubandalagsmenn biða átekta, aðsögnSvavars Gestssonar, formanns bandalagsins. Samkvæmt heimildum DV er Ragnar Arnalds h'klegastur þingflokksformaöur veröi bandalagiö í stjórnarandstööu. Sama er aö segja um Alþýðuflokk- inn, Bandalag jafnaöarmanna og Kvennalistana. Þar er beöið. Ef Alþýöuflokkurinn veröur í stjómar- andstööu em þau Jón Baldvin Hanni- balsson og Jóhanna Siguröardóttir talin líklegustu efnin í þingflokksfor- mennsku. I viöræöum DV við allmarga forystu- menn og óbreytta í flestum þingflokk- unum virtist þingflokksformennskan metin sem eftirsóttur starfi, þrátt fyrir útreiö eða erfiðleika þeirra sem gegndu þessu hlutverki síöasta kjör- tímabil. -HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.