Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Síða 8
8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUN! 1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
manna í Líbanon, sjást hér viö einar sprengjurústirnar í Beirút.
RÓSTUR OG SPRENGJU-
TILRÆÐI í LÍBANON
Sjö sýrlenskir hermenn eru sagöir
hafa verið drepnir í launsátri í Libanon
í gær á sömu slóðum og skæruliöar
hafa veitt ísraelska hernámsliöinu
þyngstar búsif jar aö undanfömu.
Tveir ofurstar munu hafa veriö
meðal hinna drepnu. Þeir voru á ferö í
herbíl þegar launsátursmenn skutu af
byssum sínum á kyrrstæðan bíl sem
þeir viröast hafa komið fyrir, hlöönum
sprengiefni.
Sprengjutilræöi hafa verið tíö aö
undanfömu í höfuöborginni Beirút en
aöalskotmörkin hafa verið verslanir
í eigu Palestínuaraba.
Þó ber hærra í fréttum líbanskra
fjölmiöla umræður vegna skýrslu h'b-
anskra yfirvalda um fjöldamoröin í
Sabra og Chitila í fyrrasumar, þegar
Beirút var umsetin af Israelsher,
reiðubúnum til innrásar. Rannsóknar-
aðilar þess opinbera tel ja að 460 manns
hafi látið lífið í flóttamannabúöunum í
blóðsútheliingunum.
I skýrslunni er ábyrgöinni varpað á
Israelsmenn, sem höfðu svæðiö á valdi
sínu, en hleyptu herskáum hægrisinna
Libönum inn í búöirnar til leitar að
skæruliðum Palestínuaraba, sem áttu
að hafa yfirgefiö Beirút undangengna
daga. I skýrslunni er ekki tilgreint
hvaða bardagasveitir hægrimanna
hafi verið þama að verki. En tekið er
fram, að friðargæslusveitir Itala,
Bandaríkjamanna og Frakka gæti nú
öryggis búðanna.
Verkalýösfélög, sem telja sig spanna
þriðjung vinnuafls í Chile, hafa nú boð-
að til allsherjarverkfalls frá fimmtu-
deginum að telja og viröast nú reiðu-
búin til þess aö láta skeika að sköpuöu
við herforing jast jórnina.
Verkfallið var boðað skömmu eftir
að dómari úrskuröaði sex af verka-
lýðsforingjum kopamámumanna í
fangelsi og þar á meöal forseta námu-
manna, Hugo Estivales. — Kopar-
námumenn hafa veriö í verkfalli að
undanförnu til þess aö fylgja eftir
kröfum um að einn forvígismanna
þeirra, sem verið hefur í haldi að
undanförnu, verði látinn laus.
Koparnámumenn höföu leitað lið-
sinnis hjá öörum verkalýðssamtökum
og óskað samúðarverkfalls en stjórnir
þeirra tregðuðust við í fyrstu.
Fangelsisúrskurðimir í gær virðast
hafa riðið baggamuninn.
Engin viðbrögð við þessari nýju
verkfallsboðun vom komin fram í
morgun af hálfu stjórnvalda. Pinochet
forseti hefur áður lýst því yfir aö hann
muni brjóta á bak aftur sérhverja and-
stööu við st jórn hans.
Þaö eru samtök vörubístjóra sem
riðið hafa núna á vaðiö með kopar-
námumönnum, en þessar tvær stéttir
hafa verið í fylkingarbrjósti verkalýðs-
baráttunnar í Chile. Kopamámumenn
og vörubílstjórar stóðu fyrir verkfalls-
aögerðum, sem voru undanfari þess aö
Saivador Allende forseta var velt úr
stóli 1973.
Háskólastúdent í Santiago reynir að kæfa táragassprengju lögreglunnar undir fótum sér í óeirðum á stúdentagörð-
unum núna í vikunni, en glæður óánægju hafa safnast að höfði herforingjastjórnarinnar og stefnir í allsherjarverk-
fall.
Allsherjarverkfall í
vændum í Chile
FÍNIR MENN
í GULL-
INNKAUPI
Lundúnalögreglan heldur úti um- ávísununum með því að hringja í
fangsmikilli leit að svindlurum sem bankana sem vísað var þar á. En við
fyrir helgina sviku út Krugerrand því höföu þjófamir séð. Dulklæddir
guilmynt að verðmæti um 780 þúsund sem símvirkjar höfðu tveir þeirra
steriingspund og rufu til þess síma- rofið símalögnina í götunni og annar
lagnirtilgullsalans. sést við tæki sem hann setti í sam-
band viðtengiboxgullsalans.
En jafnvel laganna verðir geta Svöruðu þeir símahringingunum
ekki að sér gert og dást að fram- og þóttust svaramenn viðkomandi
kvæmd þessa þjófnaðar, sem fór banka. Fullvissuðu þeir gullsalann
fram um hábjartan dag og var fram- umaðávísanirnar værugulls ígildi.
inn af fínum mönnum meö skjala- Lögreglan hefur ekkert spor til
töskur. þess að rekja í leitinni að þjófunum
Tveir bófanna klæddir að hætti en þeir höfðu verið svo bíræfnir aö
virðulegra kaupsýslumanna og með ráða öryggisfyrirtæki til þess að
hinar ómissandi skjalatöskur, sem flytja gulipeningana, 2.400 talsins,
slíkum fylgir gjaman, keyptu gull- frá guilsalanum til skrifstofu sem
peningana, sem ganga á alþjóða- þeir höfðu sett á svið gagngert til
mörkuðum kaupum og sölum sem svindlsins, aðeins viku fyrr. Flutn-
gull, en þeir eru annars slegnir í ingsaöilar höfðu vart fyrr skilað
Suður-Afríku. En gullið greiddu þeir sendingunni en þjófamir höfðu sig
meðtveimfölskumávísunum. sjálfir á burt af „skrifstofunni” á
Að sjálfsögöu gekk gullsalinn úr hælum þeirra með ránsfenginn og
skugga um aö innistæður væru fyrir hefur ekkert til þeirra spurst síðan.
Rósrauð mótmæli
Lögreglan i Stokkhólmi handtók
um helgina 50 friðarboðbera sem
reyndu að planta rósarunnumog
korai á lóðum bandarisku og
sovésku sendiráðanna. Fólkið
sagðist gera þetta sem tákn mót-
mæia þeirra við stefnu þessara
ríkja í vígbúnaðarmálum. öllum
var sleppt aftur samdægurs úr
haldi.
Vilja ekki geisla-
virkefniísjóinn
Þrjú bresk stéttarfélög á flutn-
ingasviði lýstu því yfir um helgina
að þau mundu beita sér gegn því að
frá Bretlandi yrði varpað geisla-
virku úrgangsefni í Atlantshafiö en
það hafði einmitt verið fyrirhugað í
næsta mánuði.
Þetta eru samtök farmanna,
vörubílstjóra og lestarstjóra sem
neita að eiga hlut aö því að flytja
slíkan úrgang. Hvetja þau bresk
stjóravöld til þess að leggja bann
við þessari losun úrgangsefna um
tveggja ára bii á meðan sérfræð-
ingar og vísindamenn gangi úr
skugga um hvort þaðséhættulegt.
Bretar ætluðu að byrja í júlí að
losa sig við nær 4 þúsund smálestir
af geislavirkum úrgangi um 500
mílur út af Suðvestur-Englandi.
Þar er sjórinn þriggja mílna
djúpur. Var þar varpað í fyrra
2.500 tonnum af slíku efni sem
komið haföi verið fyrir í stáltunn-
umog steinsteypukerjum.
Áttuaöleggja
grunninnaö eit-
urlyfjamarkaöi?
Fíkniefnalögregla Filippseyja
kom höndum yfir 3,7 kg af hreinu
heróini og handtók þrjá Pakistana í
Manila um helgina. Sex aðrir hafa
verið teknlr til yfirheyrslu.
Pakistanarair eiga yfir höfði sér
ákærur sem geta varðað dauða-
refsingu en þeir eru taldir úr al-
þjóðlegum eiturlyfjasmyglhring
sem starfar á Indlandsskaga, 1
Bandarikjunum og i Evrópu.
Gruntir leikur á því að þrimenn-
ingarair, sem komu til Filippseyja
fyrir tvcim mánuðum, hafi átt að
koma á fót eiturlyfjamarkaði í
Manila og dreifingarmiðstöð til
framhaldssmygls til Bandarikj-
anna og Japan. Höfðu þeir þegar
selt 11/2 kg af beróinl.
Lefebvre vfkur
afbiskupsstóli
Marcel Lefebvre erkibiskup í
Sviss, sem reynst hefur páfagarði
óstýrilátur og óhlýðinn uppreistar-
kennimaður, hyggst setjast í helg-
an stein í mánaðariokin en hann er
78 ára gamall orðinn.
Páfagarður skipaði honum 1976
að láta af öllum prestskap þegar
hann neitaði að verða við fyrirmæl-
um páfabréfa þar sem honum þótti
leiðtogar kaþólsku kirkjunnar
sveigjast tii of mikils frjálslyndis
og undanlátssemi við lauslyndi og
léttúðtíðarandans.
Hann hefur samt stýrt söfnuði
sínum sem hann kennir við heiiag-
anPíus X.
Eftirmaður hans hefur þegar
verið valinn og verður Franz
Schmidberger ábóti frá Göttingen i
V-Þýskalandi.
Rikidæmi kirkj-
unnar skattlagt
áMöltu
Stjóra Möitu lagði fram um helg-
ina framvarp sem felur i sér að
kirkjan verði að láta fé af höndum
rakna til menntamála af ágóða
sem hún hefur af elgnum sínum og
jarðarsölum.
Rómversk-kaþólska kirkjan er
auðug vel á Möltu og á að skatt-
leggja tekjur hennar af kirkjueign-
um en sá skattur skal standa
straum af ókeypis skólagöngu.
Dómur
fyrir pyntingar
Það hefur mælst vel fyrir meöal
almennlngs í Suður-Kóreu að lög-
reglumaður , sem fundinn var sek-
ur um að hafa valdið gæsiufanga
líkamsmeiðingum er leiddu hann
til dauða, hefur verið fangelsaður.
Þeir bjartsýnustu vonast til þess
að þetta tákni tímamót þar sem
pyndingar á föngum lögreglunnar
legglst af. Þær munu hafa verið
hversdagslegur viöburður í tíð fyrr-
verandi forseta Park Chung-Hee.
Núverandl stjóra Chun Doo
Hwan forseta virðist mjög annt um
að bæta álit S-Kóreu út á við sem
réttarríki og dómurinn yfir lög-
reglumanninum þykir bera því
vitnl. Flestra hald er að hann hefði
slopplð án refsingar í tíð Parks.