Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Síða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR21. JUNl 1983. DAGBLAÐÍÐ-VfSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjérnarformaóurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verö í lausasölu 20 kr. Helgarblaö 22 kr. Snjöll peósfóm Jón Helgason landbúnaöarráöherra leit í síöustu viku yfir skákborð landbúnaðarkerfisins og sá ýmsar hættur leynast í taflinu. Eins og góðum skákmanni sæmir létti hann á stööunni meö því að fórna peði, svo aö einokunar- kerfið mætti standa. Þegar Jón komst til valda, hafði einokunarkerfi land- búnaðarins nýlega rofið langt þrátefli og blásiö til sóknar á tveimur stöðum í senn. Annars vegar átti að koma upp einokun á eggjum og hins vegar efla svæðiseinokun á jógúrt. Athyglisvert var, að í umræðum um þetta mál tók eng- inn stjómmálaflokkur upp hanzkann fyrir neytendur, hvorki í jógúrtinni né eggjunum, — ekki frekar en í öðrum tilraunum einokunarkerfis landbúnaðarins til að níðast á neytendum. Eggjaeinokunin heitir úthlutun heildsöluleyfa. Hún miðar að samdrætti verksmiðjubúskapar í þágu heimilis- búskapar í stíl hins hefðbundna landbúnaðar. Þetta á að venju að gera á kostnað neytenda, — mynd hækkaðs eggjaverðs. Svæðiseinokunin á jógúrtsölu átti að leggja seljanda þá skyldu á herðar að koma í veg fyrir, að kaupendur færa með jógúrt út fyrir einokunarsvæðið, — með því að neita að selja slíkum kaupendum jógúrtina. Hvort tveggja olli töluverðri reiði neytenda og efldi þá til dáða í vöminni. Einkum áttu menn erfitt með að kyngja hliðstæðunni við Hólmfast á Brunnastöðum, sem hýddur var fyrir að selja þrettán fiska utan ein- okunarsvæðisins. Neytendur vildu ekki láta hýða Harald Gíslason, mjólkurbússtjóra á Húsavík, fyrir að leyfa jógúrtsölu til Hagkaups, sem flutti hana suður yfir heiðar og seldi þar á lægra verði en einokunarkaupmaður svæðisins, Mjólkur- samsalan. I þessu máli eiga neytendur erfitt með að kyngja því, að við dreifingu landbúnaðarafurða sé árið 1983 beitt sömu svæðiseinokuninni og danska einokunarverzlunin beitti árið 1698, fyrir tæplega þr júhundruð árum. Um leið mættu menn muna, að jógúrt er aðeins lítill þáttur búvörusölunnar. Hún komst í sviðsljósið, af því að hún er ódýrari á Húsavík en í Reykjavík. Ef svo væri ekki, hefði svæöiseinokunin ekki vakið jafnmikla athygli. öll verzlun með hefðbundnar landbúnaðarafurðir sauð- f jár og nautgripa er ófrjáls eins og öll verzlun yfirleitt var fyrir þremur öldum. Sérhver framleiðandi hefur einka- rétt á þeim neytendum, sem teljast innan hans svæðis. Þetta týnist í skákinni, þegar verðið er hið sama alls staðar. Þá taka menn hvorki eftir svæðiseinokuninni, né eftir því, að hún er aðeins hluti einokunarinnar sjálfrar, innflutningsbannsins á hliðstæðum afurðum. Með innflutningsbanni er komið í veg fyrir, að neytend- ur hafi til samanburðar ódýrari afurðir frá útlöndum, þaðan sem til dæmis er hægt að fá smjör, er kostar aðeins einn tíunda hluta af því, sem það kostar hér í einokuninni. Þannig er nauðsynlegt, að neytendur átti sig á, að hin afturkallaða svæðiseinokun á jógúrt var bara hluti svæðiseinokunar landbúnaðarafurða, sem svo aftur á móti er ekki nema hluti alls einokunardæmis land- búnaðarins. Þetta veit Jón Helgason. Sem góður skákmaður stöðv- aði hann umsvifalaust sókn jógúrteinokunarinnar. Hann fórnaði því peði í von um, að neytendur legðust aftur í dvala og gleymdu afganginum af allri einokuninni. Jónas Kristjánsson ...Okkar mál Þetta var löng helgi, þjóðhátíðar- daginn, 17., bar upp á föstudag að þessu sinni, þannig að vinnuvikan hjá daglaunamönnum var aðeins f jórir dagar. Að sögn lögreglunnar tókst það allvel að þessu sinni að halda upp á afmæli Jóns Sigurðssonar og lýð- veldisins, en þessi dagur hefur einatt verið örðugur, því okkur hefur ekki tekist að finna honum hentugt form, ef frá er talin athöfn stjómvalda fyrir hádegi, en í henni lifir enn ein- hver bamaleg einlægni og fertug fomeskja, er minnir okkur á stofnun lýðveldisins á Þingvöllum í úrhellis- rigningu árið 1944. Og má með nokkrum rétti halda því fram að það hafi aldrei þomað alminnilega síðan. I heimildum segir að fyrir 39 ámm, er þjóðveldið var endurreist á Þing- völlum, en þá bar 17. júní upp á laugardag, hafi fólk byrjað að streyma til Þingvalla þegar á fimmtudagskvöld. A föstudagskvöld töldu greinargóðir menn 2500 tjöld á Þingvöllum, en þá um nóttina var versta veður, rigning og hvassviðri. Á laugardagsmorgun hélt áfram að rigna, svo við lá að fresta yrði ýms- um liðum hátíðarinnar, öðram en þingfundinum. Forseti þingsins hringdi síðan bjöllu og mælti: ..Samkvæmt þvi, sem nú hefur greint verið, lýsi ég yfir því aö stjórnarskrá lýðveldisins Islands er gengin í gildi.” Og hann hélt áfram að rigna. Það rigndi yfir fulltrúa erlendra ríkja er fluttu ávörp, yfir þjóðkórinn, yfir fánahyllinguna og glímumennina. Og loks leysti regnið þjóðina upp í vatni, en ég held að þrátt fyrir allt, hafi eitthvað undur- samlegt skeð þama, sem ekki skol- aöi burt með regninu, og varð því eft- ir, þegar rann af fólki sú ölvun, án áfengis, er því fylgdi, að losna undan þjáningu einveldisins, eins þó tök Dana á landinu hefðu verið dálítið mildariseinustuáratugina. Allavega hygg ég að flestir muni það úr ræðu Sveins heitins Björnssonar, forseta, er hann vitnaði í Þorgeir Ljósvetn- ingagoða: „Efsundurerskiptlögun- um, þá mun sundur skipt friðinum.” Og síðan hefur þetta regnbarða þjóðveldi siglt um eilífðina og átt góða daga og vonda. Einnig höfum við eignast nýja þjóð, því mikill meirihluti Islendinga mun nú vera yngri en þetta þjakaða lýðveldi, frá 1944, er þjáist af verðbólgu, hroða og öðrum innanmeinum. Af landinu er líka svo dregið, að varla fæst fisk- ur úr sjó og það tekst naumast að koma hér upp alminnilegu vori, hvað þá sumri, seinustu árin. Um helgina ræddu menn mest um kreppuna, sem verður einhvernveg- inn svo sjálfsagt umræöuefni í úr- synningi. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, talaði líka um kreppu og minntist æskuáranna. Þá tíma vildi forsætisráðherra ekki endurlifa sjálfur og lái honum það enginn. Heimskreppan hitti Islendinga illa, ef til vill verr en flestar aðrar þjóðir, því af engum sjóðum var þá að taka, framleiðslan var einhæf og afurðir landsins vora nánast óseljan- Iegar. Ekki veit ég fyrir víst, á hvem hátt forsætisráðherra upplifði sína heimskreppu, en varnaðarorð hans hittu okkur fomíslendinga rétt. Og í hugann kemur það sem i kvæðinu segir: Orsögutogaraútgerðarinnar: Kjallarinn lónas Guðmundsson Vift vomm ung og þá gátu menn ekki elskað þeir sultu og togarar gátu ekki sokkið þeir ultu. Enn erum við ung og við getum ekki elskað þó erum við södd togaraútgerðin er líka illa stödd. Þjóðhátíöardagurinn opnaði augun að þessu sinni, regndrukkinn að vanda, og hin rennvota þjóö gekk út í suddann til að halda til móts við þá hamingju er fólgin er í þvi að ráða eigin gjaldþroti og þrautum. I raun og veru er 17. júní þó ekki sem heppilegastur fyrir þjóðhátíðar- dag, veðurfræðilega, þótt að öðru leyti sé hann rétt valinn. Ekki er 1. desember þó neitt skárri, en þá er þjóðhátíð þeirra er hafa lært latínu og blak. En sem verra er, að mjög sjaldgæft er að eins eða jafngott veð- ur sé á öllu Islandi sama daginn, þannig að gott veður á samlagssvæð- inu hér, þýðir að illviðri er fyrir norö- an, og öfugt. Helst virðist þó almætt- inu takast að láta rigna á öllu landinu svotil jafnt. Ekki þurftu Reykjavíkingar þó að kvarta neitt sérstaklega að þessu sinni, því himnarnir héldu í sér yfir hádaginn og það rigndi ekki neitt aö ráði fyrr en undir það, að byrjað var að dansa á malbikinu. En malbiks- dans er liklega frumlegasti munaöur Islendinga á þjóðhátíðardaginn, ef frá eru talin blöðrukaup, en blaðra kostar nú 80 krónur, eöa átta þúsund krónur gamlar. En hvaö um það. Þúsundimar söfnuðust saman í mið- borginni 17. júní. Ungt fólk; háfættir guðir, bömin, sem erfa eiga ríkis- skuldimar og loðnuna, og svo fom- islendingar á peysufötum og í dauna- legum sparifötum, sem gjöra lífið að- eins ennþá dapurlegra en það þó er. öllu ægði saman, og smám saman komst veðurguðinn í betra skap og sólin brosti daufu brosi. Það er án efa auðveldara að gagn- rýna þjóðhátíð í landi, sem enga sigra hefur unnið, en að benda á nýj- ar leiðir til fagnaðar og við báramst aðeins með flaumnum, hlustuðum á lögreglukórinn, og virtum fyrir okk- ur allt þetta fallega fólk, sem lifir á erf iðum tímum, en lætur ekki á neinu bera. Maðurinn, sem ég vann með á eyr- inni, lét heldur ekki á neinu bera, þótt hann notaði tækifærið til þess að segja álit sitt á stjóminni. — Fólkið veit, að það þarf ráð- stafanir núna, sagði hann. Líka kauplækkun, en við viljum fá eitt- hvað á móti, sagði hann og gerði sig alvarlegan í framan. Eitthvað fast. Ekki bara ráðstafanir, sem lækka kaupið, og einhverjar mildunarað- gerðir, sem eiga að koma, þegar guð lofar. Sjáðu bara búvörurnar, hélt hann áfram. Hækkuöu um 31 prósent, eins og ekkert hefði í skorist. Líka við- haldsliöurinn sem nemur 30 prósent- um af grandvellinum. Já, nema jógúrtin á Selfossi, sem ekki hækkaði nema um 19 prósent, af því að hægt er að kaupa hana ódýrt á Húsavík. Og hvað sagði Samlagsstjórinn fyrir austan. Það er okkar mál. Það er sumsé prívatmál manna í Arnes- sýslu, hvað eitt og annaö kostar í Reykjavík og á Húsavík. Og í hvert skipti, sem við drekkum mjólkurglas, borgum við í Undan- rennumusterið í Artúnshöfða. Hefði nú ekki verið nær að bíða eitthvað með það? — Hefuröu komið í grunninn? spurði hann eftir nokkra þögn — Hvaða grunn? spurði ég. — Nú, í nýju samsölunni, sagöi hann. Hann er á stærð við Reykjavík- urtjörn. Er svona hérambil jafnstór °g verðlagsgrundvöllurinn, bætti hann við og hvarf í mannþröngina, þar sem fólkiö hélt áfram í þungum straumi í mannlíf shafinu. Og í hugann kom, aö nú er svo kom- ið, að vort eina lán er vaxtaaukalán og það eina sem vantar, era nýjar kynslóðir til þess að standa undir vel- sæld og munaði dagsins í dag. Og maður lyktaði innvortis eins og fisk- búð í sólskini. Alveg sama þótt verðið á jógúrt sé þeirra mál, en ekki mitt. Jónas Guðmundsson, rithöfundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.