Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Page 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR21. JÚNI1983. Menning Menning Menning Menning ÞAÐSEMEKKI MATTISEGJA Hannibal Valdimarsson: Bannfœrð sjónarmið öm og örlygur 1983 Aö líkindum hefur aldrei verið meiri einhugur um nokkurt mál á Is- landi en þegar ákveðið var að slíta sambandinu við Dani og stofna hér lýðveldi árið 1944. Rúmlega 98% „Sjaldan eða aldrei hygg ég, að orðið hafi þrengra um skoðanafrelsi á Íslandi, en meðan skilnaðarmálið við Dani vará dagskrá" eru upp- hafsorð bókar Hannibals Valdimarssonar, Bannfærð sjónarmið. þjóöarinnar tóku þá þátt í þjóðarat- kvæðagreiðslu og samþykktu 97,4% að fella niður sambandslagasamn- inginn frá 1918 og 95% samþykktu stjómarskrá lýðveldisins. En það gekk ekki átakalaust fyrir sig að kalla fram þessa niöurstöðu. Þótt fullyrða megi aö nær öll þjóðin hafi veriö sammála um að stofna lýð- veldi hér á landi þegar gildistíma sambandslagasamningsins lauk árið 1943 voru það ár sérstakar aöstæður í heiminum. Heimsstyrjöldin var í al- gleymingi, Danmörkhernuminogls- land hersetið. Islendingar höfðu þurft að færa konungsvaldið inn í landið í hendur ríkisstjóra árið 1940. Þá þegar voru uppi hugmyndir um að stofna lýðveldi strax. Röksemdir þess fólust í svonefndri vanefnda- kenningu, en samkvæmt henni var sambandslagasamningurinn úr gildi fallinn þar sem Danir gátu ekki efnt sinn hluta samningsins vegna her- námsins. Aðrir töldu það ódrengilegt að setja konunginn af á meðan hann var fangi Þjóðverja í eigin landi og vildu bíða þar til samningaviðræður gætu farið fram við Dani að stríðinu loknu. Hinir fyrrnefndu voru nefndir hraðskilnaðarmenn en hinir síðar- nefndu lögskilnaðarmenn. Þröngt um skoðanafrelsið Átök þessara hópa er viðfangsefni bókar Hannibals Valdimarssonar, Bannfærð sjónarmið. Bókin er gefin út að frumkvæði Alþýðusambands Islands í tilefni af áttræðisafmæli Hannibals á þessu ári. Flestum hefði vafalaust komið í hug að í slíka bók veldust greinar og ræöur um verka- lýðsmál. En það segir sína sögu að hin bannfærðu sjónarmið, sem urðu undir í deilunum um lýðveldis- stofnunina, skyldu vera þessum aldna baráttumanni enn svo ofarlega ihuga. Bókin er aö mestu leyti þannig uppbyggð að endurprentaðar eru greinar úr Isafjarðarblaðinu Skutli sem gefið var út af Alþýðusambandi Vestfjarða undir ritstjórn Hannibals sem þá var forseti þess. Hannibal var eindreginn lögskilnaöarmaöur í samræmi við stefnu Alþýðuflokksins á þeim tíma. Réð þar mestu tengsl flokksins viö danska sósíaldemó- krata. Hannibal hélt þó við sína af- stöðu eftir að Alþýðuflokkurinn hafði fallist á samkomulag við hina flokkana um lýðveldisstofnun. Hann var einnig eindregið á móti lýðveldis- stjórnarskránni og hvatti kjósendur til aö hafna henni i þjóðaratkvæða- greiðslunni. Það vekur nokkra undrun hversu hatrömm þessi deila hefur verið þau ár sem hún stóö yfir. I upphafsorðum bókarinnar segir Hannibai: „Sjaldan eða aldrei hygg ég, að orðið hafi þrengra um skoðanafrelsi á Is- landi, en meðan skilnaðarmálið við —s “S Gamalmennabókmenntir — Síðari grein— Frásögn er sagnaskemmtun Ritlist íslenzku þjóöarinnar á öllum öldum er fyrst og fremst sagna- skemmtun. Undirstöðuatriði ritaðrar sögu er munnleg frásögn samofin feg- urð máls og stíls. Þetta kemur skýr- lega fram í Islendingasögum, riddara- sögum og þjóðsögum. Frásagnargleði höfundarins er samofin efni og stíl- brögðum. Fremstu rithöfundar okkar á öllum öldum eru leiknir og fimir í leik- andi orðlist tungunnar og frásagnar- lipurð. Islenzk ritmenning er glögg í fagur- legum gripum um strengi og ljóðræna kynngi máls og forms. Fegurö og leikni ritlistarinnar er föst og ljóðræn í formi málsins, jafnt í einfaldri stöku eöa mansöngsvísu til skáldgyðjunnar. Or- ustuvísa úr rímum við Svoldur eða Hlaðir eru kynngimagnaðar, hrifnæm- ur fagurkeraskáldskapur eins og best veröur á kosið. Orðkynngi skáldsins grípur leiknum og fimum hugtökum um streng boga ljóðagyðjunnar svo að ekki verður betur á kosið. Orðkynngi, frásagnagleði í fomsögum, frásögnum af miklum atburöum eöa stílhreinum ævisögum er hvergi til lýta. Þar er allt fært í bönd formsins, meitlað og fest eftir f östustu f ormum hörpunnar. Islenzk þjóðaréinkenni eru glögg og fóst í fagurbókmenntum alþýðunnar á liönum öldum. Þar eru mörg stórbrotin verk, rituð og bókfest við erfiðar að- stæður, ljósleysi, kulda og bókfells- skort. Þúsund ára þrautir íslenzkrar alþýðu eru festar og skilgreindar á bókfell aldanna. Á stundum var málið mótað um of af erlendum áhrifum en átti alltaf hin snjöllu einkenni íslenzkr- ar tungu, án ambaga og skripiyrða. En munum endurnýjun aldamóta- kynslóðarinnar Á síðustu öld reis í landinu meðvit- und um betra og hreinna mál. Dönsk- um slettum og lélegu máli var reynt aö útrýma. Árangurinn varð mikill. Alda- mótakynslóðin lyfti grettistaki í þess- um efnum. Með tilkomu skóla, blaða og útvarps var þessu verki haldiö áfram af miklum þrótti. Margir ómenntaöir alþýðuhöfundar lögöu hér hönd á plóginn og sýndu i verki að liðveizla þeirra var mikils virði. Þeir kunnu alþýðumálið, mál sagnaskemmtunarinnar, eins og það var best í íslenzkum baðstofum á kvöldvökum og í verbúðum og ver- stöðvum í landlegum og á ferð úr og í ver. Islenzkar þjóösögur eru hér bezta og skýrasta dæmiö. Lífið er starf í strjálbýlu landi, það er feát og mótað í sagnageymd og sagnfestu. Það sem ungur nemur sér gamaU temur. En á síöustu áratugum hefur verið fariö skakkt að í þessum efnum og verður að því vikið. aö gamlir menn, komnir jafnvel á sjö- tugsaldur eöa áttræðis, hefja rithöf- undarferU, gefa út bækur um marg- slungin efni. Það er augljóst mál að svo gamlir menn ná aldrei leikni í máU, stíl né ritleikni. Þar eru dæmi skýr í slíkum ritum og eru furðuleg og hörmuleg á aUa lund. Þetta er þvi ber- ara að hinir öldnu höfundar rita um margbreytUeg efni sem sum eru lítt á valdi þeirra aö þekkingu né skipan. Ritleikni þeirra er bjöguð, mál þeirra slæmt og sanngUdi frásagna þeirra langt af vegi raunveruleikans. Aöalviðfangsefni þeirra eru endur- minningar þeirra sjálfra eða minning- ar ritaðar eftir frásögn annarra. Þeir Bókmenntir Jón Gíslason AJdnir vilja verða ungir áný Á síðustu árum hefur það farið í vöxt rita þetta auövitaö í þeim tUgangi aö greina rétt og sannferðuglega frá. En staðreyndimar eru allt aðrar. Fræði þeirra verður afkáraleg og fuU af smekkleysum, rangminni og skekkj- um. Söguefni þeirra verður ófrjótt og endurminningar merla mýrartýru óraunveruleikans. Þeir kunna ekki að nota ritaðar heimUdir tU að sanna mál sitt og því síður að leita að samanburði frá öðrum eftir munnlegum leiöum. Af þessum sökum veröur saga þeirra og frásögn afskræmi. I einni shkri ævi- sögu greinir höfundur af ferð sinni um stuttan spöl sem vel er þekktur og margir þekkja. Hann er einn á ferð og í góðu færi. Venjulegur maöur gengur þennan spöl á þremur timum án kapps. En sögu- maður segist hafa verið þessa leið sex tíma og orðið mjög þreyttur. Hér eru órar öldrunarinnar að verki. Hann skynjar ekki lengur staðreyndimar sem voru honum ljósar í æsku. Karl- mennska og æskufjör er aö hniga að viði og ljómi þess liðna verður að undr- um vitundar gamals manns. Fleira verður afskræmilegt hjá öldn- um rithöfundi. Hann reynir að gera al- gild sannindi að þokuprýddum djásn- um vanskynjunar. Hann segir frá landamerkjum á eignarjörð föður síns og kann ekki lengur skilgreininguna sem hann vissi ungur. Hann brestur minni, kunnáttu og víðsýni æsku sinnar. Vanmegna órar sækja að hon- um og færa hann sjálfan nær því óskynjanlega. Slík sagnaskemmtun eða frásögn er ekki í þeim anda sem er íslenzkrar alþýðu frá öndverðri tilurð hennar ílandinu. Það hrífst af vel unnu dagsverki. En hjá sumum gamalmennarithöfundum skekkist þetta í því að fara í gegnum ritvélina, og stráist gliti grárrar elli. Afrek í athafnalifi verður að smámun- um en smáframkvæmdir að stórum. Þetta eru undur, langt af vegi þess rétta. Oft skiptir umlitoglag Búskapur og búraunir eru viðfangsefni Flestir gamalmennarithöfundar undanfarinna ára, eru aldamótamenn í þeim eina og rétta skilningi. Þeir hafa því fylgst með breytingum og hlut- hvörfum atvinnubyltingarinnar miklu er oröið hefur á þessari öld. Þeir hafa séð í raun tekin í notkun ný tæki, nýjar vinnuaðferðir, breyttar sam- göngur og jafnframt orðið þátttakend- ur í betra og ánægjulegu mannlífi. Hjá venjulegu öldruðu fólki verður þetta í endurminningum til gleði og ánægju. Oft er svo í gamalmennabókmennt- um að það sem var grænt á líðandi stund verður á þeirri næstu grátt. Breytingin verður án venjulegra raka. Harmleikur meðferðar hinna svörtu tákna prentlistarinnar verður ekki samkvæmt venju til ánægju og fróð- leiks heldur kaldhamraðar skynvillur rangrar sögu. Svört skíma nætur breiðist yfir sögusvið er átti að verða ljóst og skýrt. Þeir hafa náttúruna á valdi sínu, breyta gömlum og þekktum örnefnum, bæjamöfnum og sveita-. Flest verður rangt sem hægt er að rugla. Veður verður að afkáralegum skyn- villum, yrsjandi muldur slævandi regns að austrænum flatvindum er- lendra stefna. Hvergi örlarfyrir fagur- list þjóðsögunnar, hvergi gætir orð- heppni né fleygra setninga. Flatneskj- an er ráðandi í veldi sínu fullu. Stundin erhröð Islenzka þjóðin er fundvís á smekk- leg örnefni og eru þaö einkenni frá fyrstu sögu hennar. Landið er prýtt fögrum nöfnum og lýsa oft miklum andstæðum í landslagi og veöurfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.