Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Side 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR21. JUNI1983. 15 Menning Menning íning Dani var á dagskrá.” (bls. 11) Hann rökstyður þetta með dæmum síðar í bókinni og bera þau því vitni aö ýmsir aðilar hafa ekki sést fyrir í ákafa sínum við að sameina þjóðina um að stofna lýðveldi á Islandi 17. júní 1944 og ekki síðar. Dæmi eru nefnd um að Áma Páls- syni prófessor og Tómasi Guðmunds- syni skáldi hafi verið meinað að halda fyrirlestra fyrir stúdenta í Há- skólanum, þar sem þeir ætluðu að reifa skoðanir sínar á skilnaðarmál- inu. Dagblöðin fluttu aðeins einhliöa áróður fyrir hraðskilnaði og útvarpiö einnig, en þegar það brá eitt sinn út af þeirri braut var það átalið á Al- þingi. Sigurði Nordal var ekki leyft að halda útvarpserindi um málið á sama tima og hraðskilnaðarmenn áttu þar greiðan aðgang. Svo langt gekk ritskoðunin að svohljóðandi til- kynningu frá Alþýðusambandi Vest- f jarða var neitað um birtingu í Ríkis- útvarpinu: „Vestfirsk alþýða. Vertu trú — vertu sterk. Hlýddu engu nema samvisku þinni viö þjóðaratkvæða- greiösluna.” „Gestapo" beitir „terror" Og skoöanakúgunin gekk lengra. Alþýðusamband Islands lýsti því yfir að Skutull væri ASI og verkalýðs- hreyfingunni óviðkomandi vegna þess að með skrif um sínum hafi blað- ið brotið algjörlega gegn stefnu þessara aðila í lýðveldismálinu. Skoraði ASI á Alþýðusamband Vest- fjaröa aö stööva útkomu blaösins undir sínu nafni. ASV svaraði þessu með því að endurk jósa Hannibal sem forseta sinn og afhenda honum Skutul til eignar. Bréf Olafs Björnssonar síðar prófessors til Hannibals, sem birt er í bókinni, gefur einnig athyglisverða mynd. Þar segir: ... hraöskilnaöar- liðið (hefur) hvergi beitt öðrum eins „terror” og hér í Reykjavík gegn andstæðingum sínum. Nafnkunnari lögskilnaðarmenn hafa t.d. mátt eiga von á því að vera hringdir upp um miöjar nætur af „Gestapo” hrað- skilnaðarliðsins, og hefir þá verið ausið yfir þá ókvæðisorðum — kall- aöir kvislingar, landráðamenn o.þv.u.l.” (bls. 150) Þessar lýsingar eru sjálfsagt mörgum nokkurt ný- næmi, enda er þeim ekki haldið á lofti í frásögnum af aödraganda lýð- veldisstofnunar. Það rýrir gildi þessarar bókar ákaflega mikið aö í henni skuli einungis vera endurprentaðar greinar meö það eitt í huga að endur- segja allt sem ritað var í Skutul um skilnaðarmáliö. Bókin hefði orðið mun markvissari ef greinar hefðu verið endursagðar að hluta en aðeins birtir orðréttir þeir kaflar sem nauð- synlegir væru til að skýra sjónarmið greinarhöfundar. Innskot milli greinanna eru mjög takmörkuð og gefa lesandanum varla nægilega yfirsýn yfir málstað andstæðinganna og atburðarásina verður að fella saman úr þeim brotum sem koma fram í greinunum. I raun virðist gert ráð fyrir að lesandinn hafi þekkingu Bókmenntir Ólafur E. Friðriksson á baksviðinu og aödraganda að lýð- veldisstofnuninni. Síðan þessar greinar voru skrifað- ar hafa verið unnar margíir sagn- fræðilegar rannsóknir um þetta tímabil. Varpað hefur verið nýju ljósi á þátt Bretlands og Banda- ríkjanna í lýðveldisstofnuninni og í ævisögum og endurminningum stjórnmálamanna hafa komið fram upplýsingar sem ástæða hefði verið að taka afstöðu til. Þess í stað hefði mátt sleppa að endurprenta langar útskýringar sem byggðar eru á mis- skilningi. Þannig segir í grein í maí 1944 að einungis liggi fyrir viður- kenning Sovétríkjanna á lýðveldinu og spurt er: „Hver vill stofna lýð- veldi með virðingu Sovét-Rússlands eins i bakhöndínni.” (bls. 131—132). Sovétríkin voru þegar hér var komið sögu ekki búin að viðurkenna lýðveldið, en það voru hins vegar Unaðsdalur á Snæfjallaströnd. Slit- vindstaðir í Staðarsveit og Svalvogar. En í sumum gamalmennabókmennt- um síðustu ára duga þessi nöfn skammt. Nöfnin eru rangfærð og af- bökuð. Þetta er hættuleg ritaðferð óg verður að stemma stigu fyrir áfram- hald hennar. I riti einu er kom út á síð- astliðnu ári eftir slíkan höfund er mikill fjöldi jarðanafna afskræmdur og afbakaöur. Islenzk jarða- og bæja- nöfn varðveita eldfoma málmenningu þjóðarinnar. I framburði þeirra er fegurð og hljómfagur kliður, merking þeirra er hvort tveggja í senn tengd atvinnu- og menningarsögu þjóðarinnar á liðnum öldum. Eignarréttur jarða í vissum hluta landsins tengist þessu og á sér- stæöa og merkilega sögu, tengda fomri löggjöf og skipulagi bænda, endur- nýjaður og efldur af breyttum háttum í atvinnusögu landsins. En þrátt fyrir þetta em til menn á líöandi öld sem ekki skilja þetta og hafa sett fram skilning sinn sem er andstæður hags- munum bænda. Slíkt hefur jafnvel komist á prent í bókum gamalmenna- rithöfunda. Og í beinu framhaldi af þessu má minnast þess að gamalmennahöf undur hefur sett fram einkennilega f jarstæðu um landamerki á eignarjörð föður síns, þvert ofan í fornar skjallegar heimildir og munnlega geymd. Þannig leitar kölkunin á þennan mann og er í fullu samræmi við annaö í minningum hans. Fleira mætti telja upp af slíku, en einhvers staðar verður aö nema staðar. Mikið ermargt íbiáma sögunnar Flestir gamalmennarithöfundar líð- andi ára eru aldamótamenn og hafa því lifað mikið framfara- og breytinga- skeið í sögu þjóðarinnar. Framfarir fyrstu áratugi líðandi aldar voru oft á tíðum misheppnaðar og stóðust ekki próf reynslunnar né urðu til nota sem þeim var ætlaö. Sumar af þessum framkvæmdum voru reistar af stórhug og eru leifar þeirra enn til sjónar í landinu og má lesa út úr þeim sögu mistaka og skammsýni. Mér er ofarlega í huga frásögn gamalmennis í riti þess í nýútkominni bók. Þar er lýst kostnaðarsamri fram- kvæmd er byggð var á röngum grunni og misheppnaðist því gjörsamlega. Bændumir sem að henni stóðu voru illa í stakk búnir að greiða kostnaðinn en urðu svo heppnir að önnur framkvæmd líks eðlis var hafin í héraðinu og var hún látin bera baggann. Höfundurinn varpar miklum ljóma á framkvæmdina en minnist lítt á þá sem að gagni varð og má jafhvel skilja frásögn hans svo að hún hafi oröiö að litlu gagni. Hér er um annað af tvennu aö ræða aö hann hefur fengið rangar upplýsingar hjá sögumönnum sínum- eöa hitt að hann gerist sekur um sögu- fölsun. Misminni er ekki um að ræða því að hann var ekki kunnugur þessu af raun. En hitt er alveg augljóst að hann leitar sér ekki upplýsinga af heimildum um þessi efni, sem lá þó beinast fyrir. Efniviðurinn ergóður en smíðin klambur Það er greinilegt að sumir þeirra manna er rita endurminningar sínar og annað efni, þegar þeir eru komnir á gamalsaldur, búa yfir miklu og nýtu efni til frásagna fengju þeir aðstoð hjá kunnáttumönnum. En þeim bregst bogalistin þegar þeir fara sjálfir að gerast rithöfundar á elliárum, án þess að kunna til verka, án þess að hafa vald á tungunni, stíl hennar né almenn- um formsatriðum. Reynsluleysi þeirra verður þeim f jötur um fót og þá skortir gagnrýni á sjálfa sig. Verk þeirra eru því fyrirfram dæmd til að verða ónýt ogmisheppnuö. A Islandi er prentfrelsi og er það vel. Hér fá allir að gefa út bækur og rit hafi þeir á annað borð áhuga á því. Þeir eru frjálsir aö gefa út slíkt hafi þeir efni á því. En hitt er annað mál þegar útgáfu- fyrirtæki eiga i hlut. Þau ættu aö vera bæði Bretland og Bandaríkin. Fleiri dæmi af þessu tagi má finna. Hvað hefði Kristján 10. gert? Hins vegar heföi veriö ástæða til aö ræða önnur atriði sem fram koma í bókinni nánar. Þannig er eftsinnis vikið að því að gögnum hafi verið haidið frá þjóöinni, án þess að það sé skýrt frekar. Þá er nefnt að ýmsir vafasamir hagsmunir ráði ákefð sumra manna að skiljast við Dani. Olafur Björnsson víkur að þessu í fyrrnefndu bréfi og segir: „Eg er heldur ekki viss um það að einlæg sjálfstæðisþrá hafi vakað fyrir þeim aðilum er staðið hafa í fylkingar- brjósti hraðskilnaðarliðsins, en það eru kommúnistar og klíka þeirra manna í Sjálfstæöisflokknum, er undanfarið hafa matað mest krókinn á Ameríkuviö'skiptum. Gæti ekki verið, að ákefö þessara aðila í það, að slíta tengsl Danmerkur og Is- lands, stafaöi af löngun til þess að komast undirverndarvæng annarra stærri ríkja?” (bls. 160—161) Fleiri lágu undir þessum ásökunum, þar á meðal Hriflu-Jónas og Vilhjálmur Þór. Þá hefði einnig verið forvitnilegt ef Hannibal hefði gert upp við tönn tímans. Hvernig standast röksemdir lögskilnaöarmanna ef hafðir eru til hliðsjónar þeir fjórir áratugir sem liðnir eru frá lýðveldisstofnun? I málflutningi þeirra kom fram að skilnaður án undangenginna samn- ingaviðræðna við Dani væri ekki einungis ódrengilegur heldur og hættulegur. I veði var norræn sam- vinna, traust íslensku þjóðarinnar við gerð milliríkjasamninga og ekki síst endurheimt handritanna. Þá hefði mátt reyna aö ráða í þá gátu hvað hefði gerst ef beðið hefði verið fram yfir stríö og Kristján 10. hefði endurheimt konungsvald sitt yfir Is- landi úr höndum ríkisstjóra. Hefði hann þá lagt niður konungdóm af fúsum og frjálsum vilja, eins og Hannibal spáir í einni greininni, eða hefði þá verið auðveldara aö setja hann af? Þetta er auðvitað lykil- spumingin. það sómakær að greina illt frá nýtilegu. Islenzkri menningu, islenzkri sögu og íslenzku máli er gerður mikill ógreiði með útgáfu slíkra rita. Slæmar bækur á röngu og illu máli eru hættu- legar, og sérstaklega skaðlegar æsku landsins. Utgefendur í landinu þurfa að taka upp nýja stefnu í þessum málum, vanda val sitt betur á bókum tilútgáfu. Þetta er því verra að það stingur mjög í stúf við fyrri bókmenntir í þessum greinum, því þar er um að ræða reglulega góðar bækur. Nefni ég þar ævisögur frá fyrri tímum eins og Jóns Indíafara, Áma Magnússonar frá Geitastekk, Jóns Steingrímssonar eld- klerks og Indriða Einarssonar. Jafnframt þessu hafa margir þekkt- ir og frægir rithöfundar þjóðarinnar ritað ævisögur eftir merku fólki, og tekizt það með afbrigðum vel. Vil ég þar nefna: Þórberg Þórðarson, Guðmund G. Hagalín og Jóhannes Helga. Þeir hafa allir haldið uppi hinni fornu sagnaskemmtun þjóöarinnar með snjöilum frásögnum á fögru og lit- ríku máli. Enginn rhhöfundur verður án gagnrýni Ef til vill finnst þér, lesandi minn, að ég deiii of fast á aldna rithöfunda. En það er misskilningur. Ég er vinur gam- als fólks og ég kýs ekkert f rekar en þaö fái verkefni við sitt hæfi. En verði við- fangsefnin þannig að það valdi því ekki get ég ekki annað en gagnrýnt það. Og fyrst og fremst þegar það ritar bækur sem em skaðlegar máli og sögu. Eg ber engan kul til gamalmenna al- mennt. Eg ber virðingu fyrir ellinni sé hún eðiileg í venjulegri kölkun. En þegar kalkað gamalmenni fer að reyna að inna af hendi löngunarverk sín frá æskuárunum, án æfingar og þekking- ar, er ég andvígur sliku. En ég virði lífsstarf þeir ra eins og það var á mann- dómsárunum og þjóðfélaginu ber aö meta það og virða þeim til ánægju og lífsfyllingar. Endir. tiUHU rt AMC tlLL VILHJÁLMSSON HF SMIÐJUVEGI 4, KÓPAVOGI Símar 77200 - 77202. | Dodge Royal Monaco I Brougham Árg. 1976 til sölu, 8 cyl., sjálfskiptur, afl- stýri, aflbremsur, klassabíll, ekinn 41.000 km. Einn eigandi, skipti möguleg. Upplýsingar í síma 40254. síaukinna vinsælda hjá ungum sem öldnum. Einnig framleiðum við 5 tonna fiskibáta sem reynst hafa mjög vel við íslenskar aðstæður. Hringið í síma okkar, 77588, og þið fáið nánari upplýsingar. n J)lasigcrðin 3ÉP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.