Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Qupperneq 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1983. legt hvað margar leiöimar voru með líku yfirborði og íslenskir vegir og landslagið oft likt, sérstaklega í há- löndunum.” — Kom eitthvert óhapp fyrir ykkur í keppninni, sprungið dekk, útafakstur eða annað? „Nei, en við skiptum um girkassa til öryggis, þar sem við þóttumst heyra aukahljóð i kassanum. Það kostaði okkur reyndar minútu í mínus en að öðru leyti kom ekki rispa á bílinn og hann er þess vegna til- búinn i næstu keppni. ” — Nú lentuð þið í 10. sæti og unnuö til nokkurra verðlauna. Bjuggust þið við þetta góðum árangri? „Þetta var draumurinn,” sagði Birgir Viðar, „en viö gerðum ráö fyrir að hámark 15. væri raunhæft og hefðum sætt okkur við það, svo þetta var f ramar vonum.” — Þaðhefurveriðsagtaðatvinnu- ökumenn liti svolítiö stórt á sig, eins og reyndar afreksfólk í öðrum íþróttum. Urðuð þið varir viö þetta í Skoska rallinu? , ,Það bar aðeins á þvi í Mintex rall- inu, en var þveröfugt i þvi skoska, og það voru engin merkilegheit í nein- um þeirra ökumanna sem við hittum í þessari keppni. Samneyti milli toppökumannanna var mikið og alltaf verið aö ræða tima hver annars og annað sem upp kom i keppninni.” — Nú fréttist að Hafsteinn hefði meitt sig i úlnliðnum i keppninni. Var það eitthvað til trafala ? „Astæðan fyrir því er sú,” sagöi Hafsteinn, ,,að stýrismaskínan í bíln- um er ekki dobluð eins og i venju- legum bilum og á einni leiðinni snerti hægra framhjólið trjádrumb sem lá út á veginn. Við það sló stýrið mig hastarlega og ég hef sennilega tognað smávegis. Eftir það ók ég' með vafinn úlnlið og þaö jafnaði sig strax. Annars eru átökin við stýrið í svona keppni mikil og sumir öku- menn kvörtuðu undan eymslum af svipuðum ástæðum.” — Eitthvað skemmtilegt hlýtur að hafa gerst í keppninni sem þið getið sagt okkur frá? „Jú, eitt og annað gerðist,” heldur Hafsteinn áfram. „Ég get t.d. nefnt smáuppákomu sem varð á einni tímavarðstöðinni. Erwin Weber og Gunter Wagner óku á Opel Manta 400 en þeir eru frá Þýskalandi. Þessi bíll er mikið úr plasti til aö hafa hann sem léttastan. Þeir voru búnir að dingla honum dálitið utan i, og í öðrum áfanga lentu þeir í árekstri á ferjuleið. Þeir héldu þó áfram en bíll- inn var meira og minna plástraöur saman og ekki hægt að opna nema aðra hurðina. Þegar við vorum aö bíða við sérleið 46 vorum við Per Eklund, Russel Brookes, Stig Blomqvist og ég að tala við Þjóð- verjana þegar Skotinn Jimmy McRae kom askvaöandi og rykkti upp heilu hurðinni á bílnum áður en Weber náði að stöðva hann. Hurðin, sem er að mestu úr plasti, slitnaði af og Jimmy hélt á henni i hendinni og vakti þetta mikinn hlátur við- staddra. Eftir þetta fóru Þjóð- verjamir ekki út úr bfinum fyrr en að keppni lokinni því að nú voru báðar hurðirnar limdar á bfiinn með límbandi.” — Hverjir studdu ykkur í þessari ferö, Birgir? „Það voru ESSO, Amarflug, Haf- skip, Bandag og Taitel Electronics ásamt Ford umboöinu Sveini Egils- syni, en allir þessir aðilar auglýstu á bilnum og kunnum viö þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina. Einnig fengum við frábæra aðstoð hjá Graham Walker, Alan Wilkinson og Alan Benson en þeir voru í þjónustu- liðinu okkar.” — Var mikill áhugi hjá Bretum á íslenskum röllum? )rIá, maður varð var við mikinn áhuga hjá keppendum og blaða- mönnum, bæði á islenskum röllum. og Islandi almennt, og mikinn áhuga á að koma til Islands og keppa.” — Ætliðþiðaðfaraafturaðkeppa erlendis? . „Já, við höfum fullan hug á því,” segir Hafsteinn, „og þá er Skoska rallið ofarlega á blaði enda töluvert líkt okkar keppnum. Annars verða næstu keppnir okkar hér heima fyrst á Húsavík í júli og síöan Ljómarallið í ágúst.” „Við förum aftur að keppa erlendis,” bætir Birgir við, „spumingin er bara hvenær. ” —Ólafur Guðmundsson Hér eru þeir félagar að renna i gegnum endamarkið og að vonum ánægðir eftir vel heppnaða keppni og góðan árangur, en þeir lentu í 10. sæti yfir heildina. MyndirÓG Sigurvegaramir í Skoska rallinu, þeir Stig Blomqvist og Bjöm Cederberg, í sam- ræðum við borgarstjórann i Glasgow. Að vonum hvildinni fegnir og gæða sér á kók og marz í einu af viðgerðastoppunum ikeppninni. Hér taka þeir Hafsteinn og Birgir við White Horse verðlaununum sem sigurvegar- ar einkaaðila í Skoska rallinu. 19 Allar vörur fyrirtækisins með 50% afslætti Við breytum rekstrinum og seljum því allar vörur verslunarinnar i dag og næstu daga með helmingsafslætti. Missið ekki af útsölu ársins. Tjöld og viðlegubúnaður í miklu úrvali Sérstaklega bendum við á: Tjaldborgartjöldin sem eru sérhönnuð fyrir íslenskt veðurfar. GÚÐ GREIÐSLUKJÖR TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF Laugauegi 164-Reiitiauit $=21901

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.