Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Side 32
32
DV. ÞÍUÐJUDAGUR21. JUNI1983.
Andlát
Jón E. Ragnarsson lést 10. júní. Hann
fæddist 24. desember 1936 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Ragnar H.B.
Kristinsson (kjörfaðir) og Matthildur
Eövaldina Edwald. Jón lauk stúdents-
prófi árið 1957 og lögfræðiprófi frá Há-
skóla Islands 1966. Ritstjóri Vöku
1958—59 og Ulfljóts 1960—61. For-
maður Stúdentaráðs 1962—63 og full-
trúi stúdenta í háskólaráði 1963—64.
Blaðamaður við morgunblaðið 1960—
65. Framkvæmdastjóri Heimdallar
1957—58 og sat í stjórn félagsins 1958—
60. I stjóm og varaformaður SUS
1962—69 og í flokksráði Sjálfstæðis-
flokksins 1964—70. Setti á stofn lög-
mannsskrifstofu í Reykjavík 1969 og
hefur starfað sem lögmaöur síðan. Jón
var kvæntur Sigríði Ingvarsdóttur en
þau slitu samvistum. Utför hans
verður gert frá Dómkirkjunni í dag kL
13.30.
Rannveig Ásgeirsdóttir lést 13. júni.
Hún fæddist að Hóli í Bolungarvík 4.
júlí 1893. Hún giftist Friðrik Magnús-
syni útvegsbónda að Látrum í Aðalvík,
hann lést fyrir alllöngu. Þau eignuöust
einn son. Síðustu æviárin dvaldist
Rannveig að Hrafnistu. Utför hennar
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 15.
Elísabet Borg, Espigeröi 4, verður
jarösett frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 23. júní kl. 15.
Þórir Einarsson Long, trésmíöameist-
ari, Safamýri 52, lést 18. þ.m.
Jakobína Pálmadóttir lést af slysför-
um laugardaginn 18. júní.
Kjartan Baldvinsson, Grundargerði
10, er lést 16. júní, verður jarösunginn
fimmtudaginn 23. júní kl. 15 frá
Bústaðakirkju.
Gestur Sigurjónsson, Tunguheiði 14
Kópavogi, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. júní
kl. 15
Hjörtur Ólafsson Theodórs húsgagna-
smiðameistari, Safamýri 65, verður
jarðsunginn frá Safnaöarheimili
Grensáskirkju miövikudaginn 22. júní
kl. 15
Ólafur R. Einarsson menntaskóla-
kennari, Þverbrekku 2, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 22. júní kl. 13.30.
Vilmundur Gylfason alþingismaöur er
látinn.
Stefanía Marta Guðmundsdóttir
andaðist 16. júni að Hrafnistu, Hf.
Hjörtur Kristmundsson fyrrverandi
skólastjóri andaðist í Landakots-
spítala 17. júní.
Baldur Jónsson frá Mel, rektor Kenn-
araháskóla Islands, andaðist í Landa-
kotsspítala aðfaranótt 19. júní.
Júlíus Einarsson, Skálaheiði 7
Kópavogi, lést í Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhb'ðl7. júní.
Elísa Ólöf Guðmundsdóttir andaöist í
Borgarspítalanum 19. júní.
Agnar G. Breiðfjörð forstjóri.Lauga-
teigi 27, lést í Landspítalanum 19. júní.
Tilkynningar
Lestunaráætlun
Skipadeildar Sambandsins
HULL/GOOLE:
Jan ... 27/6 Hvassafell . 19/7
Jan .. .11/7 Hvassafell ..2/8
Jan ... 25/7 KAUPMHÖFN:
ROTTERDAM: Hvassafell .22/6
Jan ... 28/6 Hvassafell 6/7
Jan ...12/7 Hvassafell .20/7
Jan . ..26/7 Hvassafell 3/8
ANTWERPEN: SVENDBORG:
Jan .. 14/6 Helgafell .17/6
Jan ... 29/6 Hvassafell .23/6
Jan .. 13/7 Dísarfell .27/6
Jan . .27/7 Hvassafell 7/7
HAMBORG: Helgafell .19/7
Jan ...16/6 AARHUS:
Jan .. 1/7 Helgafell .17/6
Jan ..15/7 Hvassafell .23/6
Jan ..29/7 Dísarfell .27/6
HELSINKI: HvassafeU 7/7
Helgafell .. 10/6 Helgafell . 19/7
Helgafell . .15/7 GLOUCESTER,
LARVIK: MASS.:
Hvassafell.... . .20/6 Skaftafell .21/6
Hvassafell ... .. 4/7 Skaftafell .19/7
Hvassafell.... .. 18/7 Jökulfell .28/7
Hvassafell ... .. 1/8 HALIFAX,
GAUTABORG KANADA:
Hvassafell.... ..21/6 SkaftafeU .23/6
Hvassafell ... .. 5/7 ’SkaftafeU .21/7
Vesturbræður syngja í Bú-
staðakirkju í kvöld
Karlakórinn Vesturbræður frá Seattle í
Bandaríkjunum heldur tónleika í Bústaða-
kirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, og hefjast
þeir kl. 20.30. Þetta verða einu tónleikar Vest-
urbræðra í Reykjavík í þessari fyrstu ferð
kórsins til Islands, en þessi kór er skipaður
Vestur-Islendingum svo sem kunnugt er.
Stjórnandi kórsins er Emest Anderson og
meðal einsöngvara eru Dr. Edward Palma-
son, Jon Palmason og Delbert Anderson. Agn-
es Löve er píanóleikari kórsins hér á landi. A
þjóðhátíðardaginn söng kórinn í Elliheimilinu
Grund og í Menntaskólanum í Reykjavík við
mjög góðar undirtektir áheyrenda.
Á verkefnaskrá kórsins eru m.a. lög úr
söngleikjunum Oklahoma, Carousel, South
Uppboð
til sameignarslita á fasteigninni Mávanesi 20, Garðakaupstaö, þingl.
eign Eddu Jóhannsdóttur og Brands Brynjóifssonar, fer fram eftir
beiðni sameigenda á eigninni sjálfri föstudaginn 24. júní 1983 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 19., 24. og 27. tölublaöi Lögbirtingabiaðsins 1983 á
eigninni Daisbyggð 1, Garðakaupstað, þingl. eign Óskars G. Sigurðs-
sonar, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs og Sveins H.
Valdimarssonar hrl. á cigninni sjálfri föstudaginn 24. júní 1983 kl.
14.45.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem augiýst var í 19., 24. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Ægisgrund 12, Garðakaupstað, þingl. eign Örlygs Arnar Odd-
geirssonar, fer fram eftir kröfu Garðakaupstaöar á eigninni sjálfri
föstudaginn 24. júní 1983 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
í gærkvöldi í gærkvöldi
AÐ HAFA VIT Á MÁLUNUM
Þátturinn Ur Ferðabók Sveins
Pálssonar, sem Tómas Einarsson
stýrði í útvarpi í gær, var hinn
áheyrilegasti. Þar fór saman
skemmtileg frásögn og lifandi ferða-
lýsingar. Og mikið gerir það f rásögu-
þætti áheyrilegri ef skotið er hljóm-
list inn á miili frásagnaratriða, eins
og þarna var gert. Fleiri mættu taka
sér það til fyrirmyndar þar sem við
verður komið.
Eg verð að taka undir það með
einum kollega mínum hér á DV að
auglýsingaflóðið í sjónvarpi getur
verið skelfing þreytandi. Það getur
verið beinlínis lýjandi að horfa og
hlusta á sömu þvottaefnis- og súpu-
aríurnar aftur og aftur, þegar fólk
heldur sig í afslökun fyrir framan
varpið. En allir verða að selja sitt og
víst er þetta besta leiðin.
Frændi minn lítill beljar t.d. alltaf
Emmess-ís-lagið af mikilli innlifun
þegar hann heyrir þaö í sjónvarpi.
Undantekningarlítið snýr hann sér
svo að mömmu sinni og segir:
„Mamma, gemmér emmeþþ-íþ”.
Og þar með er tilganginum náð, ekki
satt?
Mánudagsmyndin, Dálitill söngur
og dans, var dæmigerð fyrir fyrsta
vinnudag vikunnar. Hálf-mæðuleg
mynd um unga konu sem missti móð-
ur sína og tók að sér götusöngvara í
staðinn. Vafasamt hvemig þau skipti
komu út þegar upp var staðið.
Danska fréttamyndin Metorð
undir ráðstjóm var mjög athyglis-
verð fyrir margra hluta sakir. Þar
var varpað fram spurningunni:
„Hvemig komast menn til valda
undir ráöstjóm?”. Henni svaraöi
fólk, sem gjörkunnugt var málefnum
Sovétríkjanna. Og spumingunni var
raunar svaraö í upphafi þáttar, þeg-
ar fram kom að í kosningum til borg-
arráða vissu kjósendur almennt ekki
hvaða menn þeir höfðu kosið. Þeir
skiluðu bara sínum kjörseðlum, til
að staðfesta vilja þeirra sem „vit
hafa á málunum”. Og kjörsóknin er
aldrei undir 99% í lýðræðisríkinu því.
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Pacific og My Fair Lady og einnig nokkrir
negrasálmar, enn fremur hiö þekkta lag
Amazing Grace í mjög fallegri útsetningu. Þá
syngja Vesturbræöur nokkur íslensk lög, þar
á meöal eftir Ragnar H. Ragnar á Isafiröi,
sem var söngstjóri nokkurra kórfélaga í
Karlakór Islendinga í Norður Dakota fyrir
mörgum árum, og er Ragnar kominn til
Reykjavíkur til aö hitta sína gömlu vini og
hlýða á söng þeirra.
A morgun, miðvikudag, syngur karlakór-
inn Vesturbræöur í Logalandi í Reykholtsdal
kl. 21. og á laugardaginn í Aratungu kl. 21.30.
Eldri Barðstrend-
ingar
Kvennadeild Baröstrendingafélagsins fer
sína árlegu Jónsmessuferð sunnudaginn 26.
júni frá Umferðarmiðstöðinni að austanverðu
kl. 10.30. Farið verður að Skógum undir Eyja-
fjöllum. Safnið skoðað o.fl. Barðstrendingar,
67 ára og eldri, sérstaklega boðnir. Vinsam-
legast tilkynnið þátttöku fyrir föstudags-
kvöld. Upplýsingar gefur Maria í síma 40417,
Margrét í síma 37751, Helga í síma 72802 og
María í sima 38185.
Jónsmessuvaka við IMor-
ræna húsið.
Samtök vinafélaga Norðurlanda á Islandi
efna til norrænnar hátiöar — Jónsmessuvöku
— fimmtudaginn 23. júní ki. 20. á lóð Norræna
hússins.
Jónsmessuvaka var haldin í fyrra í fyrsta
skipti af sömu aöilum og tókst hún mjög vel.
Ýmislegt verður til gamans gert á þessari
Jónsmessuvöku og meðal þátttakenda verða
margir góðir gestir frá Norðurlöndum sem
munu skemmta með söng, dansi og spili.
Reist verður Jónsmessustöng að sænskum
sið og kveiktur Jónsmessueldur.
Homaflokkur Kópavogs leikur meðan fólk
er að safnast saman, stúlknakór frá Tromsö
syngur, tveir norskir visnasöngvarar syngja,
stiginn verður færeyskur dans, lúðrasveit frá
Levanger í Noregi leikur og dansað verður
kringum jónsmessubálið við undirleik harm-
ónikuleikara úr Harmóníkuklúbbnum.
Visnakver með norrænum söngvum verður
til sölu og grillaðar pylsur og aðrar veitingar
verða til sölu.
Aðgangur að Jónsmessuvökunni er ókeypis
og allir eru velkomnir.
Ferðalög
Orlofsdvöl húsmæðra
í Garðabæ
verður á Laugarvatni vikuna 11.-17. júlí.
Nánari upplýsingar gefur Kolbrún Lorange í
síma 42526 eftir kl. 19.30 á kvöldin.
Útivistarferðir
Símsvari: 14606.
Sumarleyfisferð nr. 1.
Við Djúp og Drangajökul. Jónsmessuferð
23.-26. júní. Fuglaparadisin Æðey. Kaldalón
og Möngufoss. Drangajökulsganga ef vill.
Góð gisting.
Styttri ferðir:
Sumarferð 1983 til Vestmannaeyja: 25.—26.
(iaugard.—sunnud.).
Aætlun: Lagt af stað frá Fríkirkjunni stund-
víslega kl. 11.00 árdegis 25. júní og ekið til
Þorlákshafnar og siglt með Herjólfi kl. 12.30
til Vestmannaeyja.
Þar tekur Páll Helgason á móti þátttak-
endum og annast framhaldið, þ.e.a.s. sér
fyrir gistingu, skoðunarferðum og máltíð.
Heimleiðis verður haldið með Herjólfi kl.
14.00 26. júní og í Þorlákshöfn bíður rúta og
flytur farþega í bæinn.
Innifalið í miðaverði er: farmiði Reykjavík
— Vestmannaeyjar — Reykjavík, gisting,
skoðunarferð, skoðun náttúrugripasafns og
ein máltíð.
Verð miða er kr. 1.450,00 ATH: Miðafjöldi
er takmarkaöur. Kaupið því miða strax.
Nánari upplýsingar í símum 33454, 32872 og
43465.
Breiðfirðingafélagið
í Reykjavík
Sumarferð verður að þessu sinni farin í
Þórsmörk, föstudaginn 8. júlí kl. 20.00. Farið
verður frá Umferðarmiðstöðinni. Allar
nánari upplýsingar gefur stjórn féiagsins.
Frá Húsmæðraoriofi
Kópavogs
Orlofiö verður á Laugarvatni vikuna 27. júní
— 3. júlí. Tekið verður á móti innritun og
greiðslum miðvikudaginn 15. júní milli kl. 16
og 18 í Félagsheimili Kópavogs.
Nánari upplýsingar veittar í síma 40576
Katrín, 40689 Helga og 45568 Friöbjörg.
Rangæingafélagið
í Reykjavík
efnir til skemmtiferðar laugardaginn 25. júní
nk. Brottfór verður frá Umferðarmiðstöðinni
kl. 8.00. Farið verður í Þjórsárdal, um
virkjanasvæöi Búrfells, til Sultartanga og
Hrauneyjafoss. Virkjanirnar verða skoðaðar
með kunnugum leiðsögumanni. Komið verður
að Laugalandi í boði kvenfélaga Asa- Holta-
og Landhreppa. Skráning og upplýsingar í
símum 76238 og 83792.
Stjórnin.
Ferðafélag íslands
Kvöldferðir F.I.
1. Þriðjudag 21. júní, kl. 20.Miönæturganga á
Esjusumarsólstöður. Verð kr. 150. Farþegar
á eigin bilum.velkomnir í hópinn.
2. Fimmtudaginn 23. júní, kl. 20. Jónsmessu-
næturganga. Ekið að Kalmannstjöm (sunnan
Hafna). gengið þaðan gamla þjóðleið í Staðar-
hverfi vestan Grindavíkur. Létt ganga. Verð
kr. 300. Farið frá Umferðarmiðstöðinm, aust-
anmegin. Farmiðar við bíl.
Helgarferðir 24.-26. júní:
1. Hagavatn—Jarlhettur—Geysir. Gist í
sæluhúsi við Hagavatn. Gönguferðir með far-
arstjóra, Tryggva Halldórssyni.
2. Þórsmörk. Gist í sæluhúsi. Gönguferðir
með fararstjóra. ATH.: Miðvikudaginn 29.
júní verður fyrsta ferðin fyrir þá, sem óska að
dvelja milli ferða í Þórsmörk. Leitið upplýs-
inga á skrifstofunni og kaupiö farmiða í ferð-
irnar.
Sumarleyfisferðir í júní og byrjun júlí:
23.-26. júní (4 dagar): Þingvellir—Hlöðu-
vellir—Geysir. Gönguferð með viðleguútbún-
að. Gist í húsum/tjöldum. 1.—10. júlí (10 dag-
ar): Hvítámes—Þverbrekknamúli—Þjófa-
dalir. Gönguferð. Gist í húsum. I þessari ferð
verður farið í Karlsdrátt, gengið á Hrútfell,
Fjallkirkjuna og viðar.
Homstrandir:
2.-9. júlí (8 dagar): Homvík—Hornstrand-
ir. Gist í tjöldum. Gönguferöir frá tjaldstað
meö fararstjóra, Gisla Hjartarsyni.
2.-9. júlí (8 dagar): Aðalvík—Hornvík.
Gönguferð m/viðleguútbúnað. Fararstjóri:
Hjalti Kristgeirsson.
2.-9. júlí (8 dagar): Aðalvík—Hesteyri.
Gist I tjöldum og famar dagsferðir um ná-
grennið.
2.-9. júlí (8 dagar): Borgarfjörður eystri
— Loðmundarfjörður. Flogið til Egilsstaða,
þaðan með bíl til Borgarfjaröar. Gist í húsum.
Fararstjóri: Tryggvi HaUdórsson. Leitiö upp-
lýsinga um nánari tilhögun ferðanna á skrif-
stofunni, Öldugötu3.
Ferðafélag Islands.
Afmæli
Útivistarferðir
Þriðjudagur 21. júní kl. 19.30 og 20. Sólstöðu-
ferð í Vlðey. Leiðsögumaður Lýður Bjömsson
sagnfræðingur. Verð 120 kr., frítt f. böm m.
fuUorðnum. Brottför frá Sundahöfn (kora-
hlaðan).Sjáumst.
Fimmtudagur 23. júní kl. 20. Niunda Jóns-
mcssunæturganga (Jtivistar: Kjalamesfjör-
ur—Torfhringurinn. Torfhringurinn er byggð-
ur samkvæmt gömlum .ileösluaðferðurn.
Byggingin er miðuð við Keili og SnæfeUsjlik-
ul. Varðeldur og súpa. Verð 150 kr., frltt f.
böm. Tryggvi Hansen útskýrir tilurð bygg-
ingarinnar. Brottför frá BSI, bensínsölu. Sjá-
umst.
70 ára er í dag frú Ingibjörg Kristjáns-
dóttir, Tjamarbraut 5 í Hafnarfiröi.
Hún ætlar að taka á móti gestum sín-
um í Góðtemplarahúsinu þar í bænum
eftirkl. 19íkvöld.