Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Page 34
34
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNÍ1983.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Klúbburinn EINHERJI er lík
lega þægilegustu féla;' isamtök á
öllu landinu. Þar eru aldrei neinir
fundir, engin valdabarátta, eng-
inn forsmáöur metnaður, engin of-
f jölgun og engin skrif finnska.
„Einherji” er klúbbur þeirra
lánsömu kylfinga sem létu draum
allra kylfinga rætast og slógu holu
í höggi.
Og hvaö er svo eftirsóknarvert
viö það að slá holu í höggi? Þaö er
að minnsta kosti örugg vísbending
um aö hamingjudísinni hefur
fundist það ómaksins vert að
brosa fallega við þessum lánsama
kylfingi, því að íþróttin felst
einmitt í því að koma kúlu í holu
og það tekur ávallt nokkur högg á
hverri braut, og þar heyrir til fá-
dæma þegar einhverjum tekst að
hæfa holuna á nærri tvö hundruð
metra færi eða gott betur.
Golf
o
Baldur Hermannsson
„Iss, þetta er bara heppni og á
ekkert skylt víð raunverulega
leikni í golfi,” sagði mér miðaldra
kylfingur sem öðlast hefur nokk-
um frama á vellinum græna en
aldrei þann að slá holu í höggi og
verður honum þó grunsamlega oft
tíðrætt um slíka viðburði.
— Þetta minnir mig nú meir en
ítið á einn hershöfðingja Napóle-
)ns, sagði ég. Hann var sigursæll í
irrustum, en óvildarmenn hans
við hirðina sögðu að hann væri
ekkert góður hershöfðingi, hann
væri bara svona heppinn. Já, vel
má það vera, sagði Napóleon, en
heppinn hershöfðingi er góður
hershöfðingi. Og ætli það gegni
ekki svipuðu máli með golfið?
En kylfingurinn, félagi minn,
dæsti bara þunglega og fitlaði ann-
ars hugar við kylfuna sína.
Þegar fyrstu kylfingarnir á Is-
landi slógu holu í höggi taldist það
til stórtíðinda og það svo mjög að
Sveinn Björnsson í Saab-umboð-
inu hét hverjum slíkum afreks-
manni gullúri í verðlaun. Þegar
golfíþróttinni óx fiskur um hrygg
fjölgaði „einherjum” svo ört að
Sveinn varð að slá af og nú munu
hátt í hundrað kylfingar eiga rétt
áþátttöku.
Við skulum taka nokkra þeirra
tali: Björgvin Elvar Björgvins-
son, kylfinginn unga sem síðastur
vann þetta sjaldgæfa afrek; Olöfu
Geirsdóttur, sem lengi hefur verið
í fremstu röð íslenskra golfkvenna
og sú fyrsta sem sló holu í höggi;
og þá er ekki síður vert aö hnippa í
sjálfan höfuðpaurinn, hann Kjart-
an L. Pálsson, sem er formaður
klúbbsins og hefur oftar en nokkur
annar Islendingur unnið sér til
frægðar með einu höggi vel úti
látnu.
FYRSTA KONAN í KLÚBBNUM
Völlurinn í Grafarholti hefur tekið
stórfelldum breytingum frá árinu
1966. Holunum hefur fjölgað úr tólf í
átján, tjömin er minni um sig en þá
var og gróðurfar ailt á þessum
slóðum er heldur ríkulegra. Þar sem
ellefti teigur var þá er núna órækt og
þýfi, en Olöf Geirsdóttir hefur samt
gilda ástæðu til þess að muna þennan
stað því að einmitt þarna sló hún
holu í höggi 30. maí fyrir sautján
árum.
Teigurinn, ef teig skyldi kalla, var
þá ekki mikið annað en dálítil motta_
lögð ofan á tréfleka, en ekki var þó
þessum búnaði alls varnað, því
fallega flaug hún, kúlan, þennan dag
rakleiðis yfir litlu tjömina og beint
ofan í holuna sem beið hennar í 180
metra fjarlægð.
„Auðvitað fannst mér þetta dálítið
sérstakt,” segir Olöf, ,,en það var
samt ekki fyrr en f rá leið að ég fór að
skynja hvaö raunverulega hafði
skeð. Það er óskaplega gaman aö
eiga þessa reynslu að baki og virki-
lega gamanaðminnast hennar.”
Einn af þeim fyrstu til þess aö óska
Olöfu til hamingju var Páll Ásgeir
Tryggvason, sem þarna var að spila
í grenndinni. Hann rak Olöfu remb-
ingskoss og sýnilega kunnu ham-
ingjudísimar vel að meta svo ridd-
aralega framkomu, því að fáum
dögum síöar leyfðu þær honum náð-
arsamlegast að slá einnig holu í
höggi!
Ölöf Geirsdóttir varð fyrst ís-
lenskra kvenna til þess aö vinna
þetta skemmtilega afrek og hún var
iengi vel í fararbroddi íslenskra golf-
kvenna.
„Það er í rauninni furðulegt hvað
fáar stúlkur gefa sig að golfinu,”
segir hún, „því að þessi íþrótt hent-
ar jafnt konum sem körlum og
reyndar allri f jölskyldunni. Þarfyrir
utan er þetta dásamleg líkamsæfing
að ganga hringinn og fátt er það sem
jafnast á við aö skreppa á völlinn á
sunnudagsmorgnum með fjölskyld-
unni í staö þess að sofa frameftir eða
hanga heima við. Ég leik flesta daga
níu holur ásamt manninum mínum,
og þó að sumir mæti heldur pattara-
legir til leiks að vori þá hverfurmag-
inn algerlega þegar líður á sum-
arið.”
— Hefurðu nokkum tíma verið ná-
lægt því að slá holu í höggi í annað
sinn?
„Já, einu sinni. Það var úti á Nes-
velli. Kúlan staönæmdist alveg á
holubarminum. Það munaði svo litlu
— en þa ð m unaði því! ”
Ölöf Geirsdóttir mundar kylfuna. Myndín er tekin skömmu eftir að hún sló hoiu í höggi á þessum stað fyrir 17 árum.
Þessi mynd er tekin á nákvæmlega sama stað, 17 árum síðar. Staðhættir hafa
breyst mikið en tjörnin er enn á sínum stað. Mynd BH.