Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Síða 40
r. FLYTUR FJÖLBREYTT EFINII VIÐ ALLRA HÆFI. 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983. Forsetinn á Vestf jörðum Veöur var heldur dumbungslegt í morgun er Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, lagði af staö í opinbera heimsókn til Vestf jaröa. Vel hefði þó átt að viöra til feröarinnar, þvi i dag eru einmitt sumarsólstöður og sólargangur lengstur á ár- inu. En vonandi veröur veöriö betra í hinni opinberu heimsókn forseta, er lýkur á laugardagskvöld. Ljósmyndari DV tók þessa mynd er forsetinn gekk út úr stjórnarráðinu um átta- leytið í morgun, ásamt dóttur sinni. Er gert ráð fyrir aö sýslumaður A.-Baröa- strandarsýslu taki á móti forsetanum á sýslumörkunum í Gilsf jaröarbotni á há- degi í dag. Síðan veröur borðhald í Bjarkarlundi í boöi sýslunefndarinnar. Heim- sókn Forseta Islands til Vcstfjarða lýkur á sunnudag. -JSS/DV-mynd Þó. G. Stefán Benediktsson tekur sæti á Alþingi Viðskiptaráðherra: vioskipti til allra spari- sjóða og banka paglH I bréfi sem Matthías A. Mathiesen viö- skiptaráðherra ritaöi til Seölabanka Islands í gær lýsir hann yfir þeim vilja ráöuneytisins að öörum bönkum en þeim sem nú hafa leyfi til gjaldeyris- viðskipta veröi veitt heimild til ákveö- inna gjaldeyrisviðskipta, svo sem af- greiðslu ferðagjaldeyris og opnun g jaldey risreikninga, óski þeir eftir því. Þá er það einnig vilji ráðuneytisins að sparisjóðum verði veittar sömu heimildir og bönkum og mun ráðuneyt- ið beita sér fyrir lagaheimildum þar að lútandi sé þeirra þörf. Þeir bankar sem nú hafa leyfi til gjaldeyrisviðskipta eru auk Seðla- banka Islands: Landsbanki Islands og Otvegsbanki Islands. Þessi viljayfirlýsing frá viöskipta- ráðherra kemur í beinu framhaldi af stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að frjálsræði í gjaldeyrisviðskiptum verði aukið. sþS Minnstu bfíar án innflutn- ingsgjalda? „Nú er í athugun hvort ríkissjóður þolir að lækkuö verði innflutningsgjöld á ýmsum nauðsynjavörum, svo og bif- reiðum,” sagöi Albert Guðmundsson fjármálaráðherra viö DV í morgun. Innflutningsgjöld á bifreiðum eru nú á bilinu 7—37%. Atiiuganir ráðherra beinast að því að lækka þau um 8% sem myndi þýða að minnstu bifreið- amar, sem fluttar eru inn, yrðu án inn- flutningsgjalda. Albert sagði að auk ofangreinds væri verið að athuga með lækkun innflutn- ingsgjalda á nauðsynjavörum ýmis- konar, svo sem tækjum til heimilis- halds og hreinlætistaekjum sem væm mjög hátt tolluð. Málið hefði þegar verið kynnt í ríkisstjóm en enn ætti eftir að afla ýmissa upplýsinga sem lagðar yrðu fyrir stjómina. „Þetta er gert í beinu framhaldi af samkomulagi ríkisstjórnarinnar og þarna er aðeins verið að framfylgja stefnu hennar,” sagði Albert Guömundsson. JSS Viðskiptaráðuneytið: BANKAKERFIÐ ENDURSKOÐAÐ FYRIRHAUSTIÐ Viðskiptaráðherra Matthías A. Mathiesen skipaði í gær þá Bjöm Líndal lögfræðing og Þorstein Pálsson alþingismann í nefiid sem ætlað er að endurskoða allt banka- kerfið. Þeir Bjöm og Þorsteinn koma í staö þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Matthíasar A. Mathiesen sem óskuðu eftir því að verða leystir frá störfum i nefnd- inni. Viðskiptaráðuneytið hefur jafnframt óskað eftir því að nefndin ljúki þeim verkefiium sem henni vom faUn og skiU tiUögum tU ráðuneytisins fyrir 15. september næstkomandi. I nefndinni eiga fyrir sæti þeir Lúðvík Jósefsson, Kjartan Jóhannsson og Jón G. Sólnes. For- maður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson. SþS. Dalvík: Þurttu aö fíýja hús vegna maura —maurinn er talinn hafa komist inn íhúsiö meðfram skólplögn Nýr þingmaður, Stefán Benediktsson arkitekt, mun taka sæti á Alþingi er það kemur saman í haust. Stefán skipaöi þriöja sæti á lista Bandalags jafnaöarmanna í Reykja- vík í kosningunum í vor. Annað sætið skipaði Krístín Kvaran og er hún landskjörin. Stefán mun taka sæti Vil- mundar heitins Gylfasonar á Alþingi. LOKI Nú geta ráðherrarnir kinn- roðalaust keypt sór bíl án aðflutningsgjaldanna. F jölskylda á Dalvík þurfti að flýja úr húsi sínu í mai síðastUðnum vegna maurafaraldurs. Maur þessi heitir Ponera Punctatissima Roger og hefur hans aUoft orðiö vart hér á landi, einkum í Reykjavík. I nóvember 1983 þurftu ung hjón þar að flýja íbúö sina vegna þessa maurs. Aö sögn heUbrigðisf ulltrúans á Akur- eyri, Valdimars Brynjólfssonar, var haft samband við hann vegna þessa 16. mai siðastliðinn og var þá fariö í að eitra. Eldhúsinnréttingin var rifin niður og þá kom í ljós gífurlega mikið magn maura þar, einnig bak við aUa lista og undir gólfdúknum á baðinu. Reyndist maurinn vera á baðherberg- inu, í þvottahúsinu, eldhúsinu og í geymslunni. Sama og ekkert var í svefnherberginu og stofunni vegna lag- færinga sem þar höfðu verið gerðar. Valdimar sagðist ekki þora að segja um hvort drottningin er dauð. Búið hefði ekki fundist og þess vegna vilji heUbrigðiseftirhtiö láta rífa alla skólp- lögnina undir húsinu. „Maurinn virðist oftast þrífast í sambandi við skólplagnir. Eg tel að þetta hafi komið meðfram henni inn í húsið,” sagði Valdimar. „Þarna er bú, uppistaöan er mauradrottning sem virkar eins og út- ungunarvél og getur orðið ótrúlegt magn á stuttum tíma.” Það voru ung hjón á Dalvík sem keyptu þetta rúmlega 30 ára gamla hús fyrir ári. Húsið er byggt úr holsteini og einangrað með reiðingi. Þegar í fyrra- sumar varð vart við einhver skorkvik- indi í húsinu en hvergi nærri í þeim mæU sem reyndist nú í vor. Efnið sem notaö var við eitrunina var duft sem fer niður í veggi og rör. Valdimar sagöi aö það sem vantaði væri eitur sem fer einnig upp á við. Væri þá hægt að bora í veggi og dæla því þar inn. Síðan væri nauðsynlegt að þétta húsið og skipta um skólplögnina. Með þessu væri hægt að koma í veg fýrir faraldurinn. -JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.