Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Síða 8
8
DV. FÖSTUDAGUR 8. JULI1983.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Sænsk-íslensk __ ■■ ■ ■
ss. Byggingavorur almennt
lítið dýrari hér en í Svíþjóð
„Þaö er einkum tvennt sem kom
okkur á óvart í þessari könnun. Annars
vegar hversu miklu dýrara ópakkað
sement er á Islandi en í Svíþjóö og hins
vegar hversu byggingavörur almennt
eru lítið dýrari hérlendis en þar,”
sagöi Georg Olafsson verðlagsstjóri er
niöurstöður sænsk-íslenskrar verö-
könnunar á nokkrum byggingavörum
voru kynntar í vikunni.
Könnunin var gerö í Reykjavík og
Sviþjóð í júníbyrjun, eftir gengisfell-
inguna, og sáu Verðlagsstofnun og
Statens Pris och Kartellnamnd i Sví-
þjóð um gerð hennar. Hún náði til 33
vörutegunda, þar af eru 22 framleidd-
ar í Svíþjóð og fluttar hingað til lands,
en 11 eru framleiddar í hvoru landi fyr-
irsig.
I Reykjavík var kannað söluverð í
byggingavöruverslunum eða hjá öðr-
um selj endum og er birt meöalverð á
viðkomandi byggingavörum. I Sviþjóð
var kannaö verð skv. leiðbeinandi
verðlistum seljenda og samtaka
þeirra. Oft er veittur 5-15% afsláttur
f rá verðinu í listum, en ekki er tekið til-
lit til þess við birtingu könnunarinnar
og sýnir hún því hæsta mögulega verð í
Svíþjóð en raunverð í Reykjavík. Sölu-
skattur, 23,5%, er innifalinn i veröinu í
Reykjavik og virðisaukaskattur
(moms), 23,46%, í vöruverðinu í Sví-
þjóð.
Af þeim 33 vörutegundum sem at-
hugaðar voru reyndust 26 vera dýrari í
Reykjavík en verð á sjö vera hærra í
Svíþjóð. Mest áberandi er að ópakkaö
sement er mun dýrara á Islandi og
munar þar 58%, en pakkaö sement er
heldur dýrara í Svíþjóð. Stafar þetta af
því að í Svíþjóð er veittur mikill af-
sláttur á sementi sé það keypt ósekkj-
að, en hérlendis er afsláttur þessi að-
eins4—9%.
Eftirtektarvert er að bæöi hérlendis
og í Svíþjóð er það einungis einn aðili
sem er ráðandi í sementsframleiöslu,
þannig aö ekki er hægt aö kenna mis-
munandi markaðskerfi um verðmun-
inn. Þó ber aö hafa i huga að örlítið er
flutt inn af sementi í Svíþjóð. Sements-
innflutningur er einnig frjáls á Islandi
og myndi borga sig aö flytja inn ópakk-
að sement frá Svíþjóð og selja hér. Það
yrði ódýrara en hið islenska.
Annað sem vekur athygli er að ein-
angrunargler er mun ódýrara í
Reykjavík en í Svíþjóð þrátt fyrir
sömu gæði, skv. upplýsingum frá
Rannsóknastofnun byggingariönaðar-
ins. Samkeppnin er mikil á glermark-
aði hérlendis og hvetur hún vafalaust
til hagstæðra innkaupa og hagkvæmni
'í rekstri.
Hagstæð innkaup innflytjenda í
Reykjavík koma einnig glöggt i ljós ef
verð á gleruU, hreinlætistækjum, vegg-
flísum og fleiri vörum er borið saman.
Munar yfirleitt tiltölulega Utlu á verði
þrátt fyrir að greiöa þurfi flutnings-
kostnað og vörukostnaö af innfluttu
vörunum.
Vöruverð á Islandi er yfirleitt háð
ströngu eftirliti og einungis gler og eld-
húsinnréttmgar eru undanþegnar þvi.
I Svíþjóð er verölagnmg hins vegar yf-
irleitt frjáls, þótt svo fyrirtæki í bygg-
ingariðnaðinum reyni oft að halda
vöruverði háu. Kemur þaö til af því aö
í Svíþjóð er á sumum sviðum minni
samkeppni en hér og meiri hætta á
hringamyndun á byggingavörumark-
aöinum, að þvi er ke Hallman, aðalfor-
stjóri sænska verðlagseftirUtsins
sagöi.
-sa.
Laun Svía
hærri en
Islendinga
t tengglum við verðkönnunlna
voru athuguð laun starfsmanna í
byggingavöruframleiðslu og í
byggingavöruverslunum í Sviþjóð
og á Islandi. A tBÍandi böfðu starf s-
menn i verslunum 64,33 kr. i meðal-
timakaup (þegar tekið hefur verið
tilllt tU vinnutíma) að frádregnum
belnum sköttum, en í Sviþjóð 87,71
kr. Er kaup Svianna 36,3% hærra.
Laun starf smanna i byggingavöru-
framleiðslu voru einnig hærri i Svi-
þjóð og munaði þar 31,4%. Laun
Svianna voru 91,17 kr. en tslend-
inga 89,40 kr.
Kaupmáttur Svíanna er því
meiri og er þvi byggingarkostn-
aður meiri bérlendis fyrir þessar
starfsstéttir en beinn verðsaman-
burður gefur tii kynna.
•aa.
Sement, steypa, steypustyrktarjárn Reykjavík Svfþjóð Mismunur
Portlandsement ópakkað án flutningsgjalds og söluskatts verð á tonni 2.378 1.501 58%
Steypa S-200 verð á m3 2.149 1.543 39%
Steypustyrktarjárn KS 40,10 mm 0, verð á kg ... 15 11 36%
Portlandsement kostar 161-198 kr. hver50 kg pokitil kaupenda i Svíþjóðeftirþví hvemikiðmagn er keypt. Á Islandi
kostar hver 50 kg poki 162 kr. óháö því hve mikið er keypt. Hór á landi er greitt flutningsgjald aö upphæö 245 kr. á
hvert tonn alls staðar á landinu. í Svíþjóö er flutningsgjald mishátt eftir fjarlægö frá verksmiðju, t.d. 65 kr. á hvert tonn
af lausu sementi í Stokkhólmi. Afsláttur á sementsverði er aö jafnaði 4-5% til steypustöðva í Svíþjóð en 9% í Reykja-
vík og 4% annars staðar á landinu. Dæmi um sementsverð (á tonn) til steypustöðva.Reykjavík: 2.387, Stokkhólmur:
1.488 (mismunur 60%).
Mismunur á steypuverði skýrist að mestu með misháu sementsverði.
Steypustyrktarjárn það sem kannað var í Reykjavík er sænskt og norskt. Skýringin á verðmismuninum í Reykjaviko^
Svíþjóð er m.a. fólgin í flutningsgjaldi (8% af cif-verði) og vöru- og jöfnunargjaldi (26%ofan á cif-verð). Þess mágeta
að verðbreytingar á járni eru örar.
(Cif-verð er innkaupsverð vörunnar ásamt flutnings- og vátryggingarkostnaði.)
Timburog naglar
Mótatimbur 25x150 mm verð á m ....
Þurrkuðfura i glugga 63x125 mm verð á m
Sponaplata 12 mm verð á m2 .......
Mótasaumur 2V4“ verð á 2 kg ......
Galvaniseraður saumur 2VS>“ verð á 2 kg .
Reykjavfk Svíþjoð Mismunur
28 23 22%
90 83 8%
93 113 - 18%
77 66 17%
99 94 5%
Mótatimbur er flutt til islands frá Skandinavíu, Kanada, Rússlandi og Póllandi. Verðmismunur í Reykjavík og Svíþjóð
skýrist fyrst og fremst með háum flutningskostnaði (dæmi 38% af cif-verði). Þurrkuð fura er keypt m.a. frá Rússlandi.
Dæmi er um flutningskostnað sem er 25% af cif-verði. Ef flutningskostnaðurinn er dreginn frá verður verð vörunnar
nokkru lægra i Reykjavíken í Svíþjóð. Spónaplöturerueinkumfluttar innfráSkandinaviu. Flutningskostnaðurerallt
að 33% af cif-verði.
Saumur er framleiddur á íslandi úr innfluttum málmteinum. Er hann 3,6 mm lengri en sambærilegur sænskur saumur
og 0,5 mm gildari.
Þak- og einangrunarefni Álplata á þak, Gringers, 0,5 mm þykk, 4 m löng og Reykjavík Svíþjóð Mismunur
1,12 m breið, verð á plötu 1.207 845 43%
Glerull, Gullfiber 4“ þykk, verð á m2 101 110 - 8%
Einangrunarplast 3“ þykkt, verð á m2 141 152 - 7%
Álplatan er sænsk. Flutningskostnaður, vörugjald og jöfnunargjald er um 17% af smásöluverði í Reykjavík og skýrir
þvi verðmismun í Svíþjóð og Reykjavík ekki nema að hluta.
Glerullin er sænsk. Flutningskostnaður hennar er 42% af cif-verði en vörugjald er 24% ofan á cif-verð. Þrátt fyrir það
er verð glerullarinnar lægra í Reykjavík en i Svíþjóð.
Einangrunarplast er innlend framleiðsla í hvoru landi. Á íslandi er hráefniskostnaður um 30% af smásöluverði.
Málning og fúavarnarefni Reykjavík Sviþjóð Mismunur
Beckers þakmálning, rauð, verð á 10 Iftra dós ... 1.706 1.422 20%
Beckers utanhússmálning, hvft, verð á 12 Iftra dós . 1.852 1.467 26%
Beckers innanhússmálning, hvft, verð á 4 iftra dós . 493 573 -14%
Beckers fúavörn, brún, verð á 4 Iftra dós 607 565 7%
Nordsjö þakmálning, rauð, verð á 12 lítra dós ... Nordsjö sendin utanhússmálning, hvít, 1.677 1.663 1%
verð á 12 lítra dós 1.324 1.067 24%
Nordsjö innanhússmálning, hvit, verð á 4 lítra dós . 462 476 - 3%
Nordsjö fúavörn, brún, verð á 4 lítra dós 537 431 25%
Málningin sem hér um ræðir er framleidd í Svíþjóð. Það vekur athygli að sumar gerðir málningar eru ódýrari í
verslunum í Reykjavík en í Svíþjóð. Er skýringin einkum fólgin í misháu innkaupsverði með hliðsjón af söluverði í Svíþjóð.
Hreinlætistæki Reykjavík Svíþjóð Mismunur
Gustavsberg baðkar, hvítt 6.306 5.379 17%
Gustavsberg handlaug með fæti, hvft 4.579 4.365 5%
Gustavsberg salerni, hvítt 6.406 5.601 14%
Ifö Cascade baðkar, tópaslitt 8.547 6.712 27%
Ifö Cascade salerni, hvítt 7.626 7.335 4%
Á cif-verð hreinlætistækja leggjast 138% i tolla og vörugjald (80% tollur á cif-verð, 32% vörugjald á cif-verð og toll).
Auk þess má nefna að flutningskostnaður er um 12% af cif-verði. Þrátt fyrir þessi háu gjöld er verðmunur ekki meiri en raun ber vitni. Virðist því Ijóst að innkaupsverð til islands sé lægra en innkaupsverð seljenda í Sviþjóð.
Veggflísar og gólfefni Reykjavík Svíþjóð Mismunur
Höganás gólfflísar, verð á m2 925 822 13%
Parket (teg.: Tarket) 14 mm, eik, verð á m2 793 745 6%
Höganás veggflisar, verð á m2 460 342 35%
Á cif-verð flísanna leggst 67% gjald í formi tolla og vörugjalds (35% tollur, 24% vörugjald ofan á cif-verð og toll). Flutningskostnaður flísanna er gllhár eöa um 20% af cif-verði. Á cif-verð parkets leggst jöfnunargjald og jöfnunarálag alls 15%.
Eldavéiar
Husquarna, Regina popular
Husquarna með blástursofni
Reykjavfk
12.585
18.664
Svfþjóð
12.242
18.003
Mismunur
3%
4%
Aðeins er greitt 3% jöfnunargjald ofan á cif-verð vörunnar. Flutningskostnaður er um 7% af cif-verði.
Gler
Tvöfalt einangrunargler 4 mm þykkt,
110x132 cm, verð á stk. .......
Einfalt gler, 4 mm þykkt, verð á m2
Reykjavik
1.741
382
Sviþjóð
3.014
453
Mismunur
- 42%
-16%
Gler er sett saman á Islandi úr innfluttu flotgleri og öðrum efnum sem eru um 60% af söluverði án söluskatts. Glerið
í Sviþjóð er unnið úr sams konar hráefnum. Ekki er Ijóst hvað veldur hinu lága verði á islandi í samanburði við Svíþjóð
en mikil samkeppni og lægri launakostnaður ræður þar sennilega mestu.
Innréttingar
Eldhúsinnrétting frá Kalmar úr eik
Baðinnrétting frá Kalmar úr eik
Reykjavfk
46.099
11.430
Svfþjóð
37.700
8.273
Mismunur
22%
38%
Engín toliur né vörugjald leggst á innflutningsverð innróttinga, hins vegar leggst 3% jöfnunargjald á þær. Verðlagning
á íslandi er frjáls en er í samkeppni við innlenda framleiðslu. Allmikill flutningskostnaður er á innréttingum eða um
20% af innkaupsverði