Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Qupperneq 12
I
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÚRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Sími 86611. Auglýsingar: Síöumúla 33. Sími 27022.
Afgroiðsla, áskriftir, smáauglýsíngar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. S(MI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Sotning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19.
Áskriftarvcrð á mánuði 230 kr. Vcrð t lausasölu 20 kr.
Helgarblaö22 kr.
Vandi á lánamarkaöi
Mikill fjöldi landsmanna á nú við meiri örðugleika að
etja en jafnan áður við greiðslur á lánum, sem tekin hafa
verið vegna húsbygginga. Kaupið hækkar lítið, en greiðsl-
ur af lánunum mikið. Að óbreyttu kerfi versnar þetta
hlutfall enn á næstunni. Næsta kauphækkun verður aðeins
4 prósent hinn 1. október. Þangað til munu verðhækkanir
verða margfalt meiri, þótt úr þeim dragi.
Flest hin nýrri lán eru bundin við lánskjaravísitölu. Sú|
vísitala samanstendur af vísitölu framfærslukostnaðar
og vísitölu byggingarkostnaðar. Lánskjaravísitalan
hækkaði um 84,5 prósent síðustu tólf mánuði, meðan al-
mennt kaup hækkaði um 51,6 prósent. Þarna hefur mynd-
azt gífurleg gjá.
Almenningi var löngum talin trú um, að greiðslur af
lánum mundu haldast í svipuðu horfi og launin. Vissulega
spáðu allir mikilli verðbólgu, þó fæstir eins mikilli og
raunin varð. En ráðamenn sögðu fólkinu, að það fengist
bætt með kauphækkunum, þótt greiðslur hækkuðu með
verðlagi. Nú er allt annaö uppi á teningnum. Jafnframt
því sem að kreppir og almenningur hefur æ minna úr að
spila til annarra þarfa, rjúka lánin upp.
Lánin, sem almenningur hefur tekið til húsbygginga,
eru að miklu til skamms tíma. Hámarkslán Húsnæðis-
stofnunar til nýbygginga eru nú 322 þúsund. Þau eru til
langs tíma, svo og lán lífeyrissjóða. Auðvitað er misjafnt,
í hve mikið fólk getur náð með lífeyrissjóðalánum, eftir
því hvort bæði hjóna eiga þess kost eða bara annað, eftir
starfsaldri þeirra og fleira. En varla getur fólk almennt
náð með lánum til langs tíma nema svo sem 40—50 pró-
sentum upp í byggingarkostnað 3ja herbergja íbúðar í fjöl-j
býlishúsi. Um afganginn hefur fólk orðið aö leita til bank-l
anna. Þar hefur verið lögð áherzla á lán til skamms tíma.
Húsbyggjendur strita við aö borga mörg hundruö þúsund
krónur á örfáum árum.
Slíkt kerfi er fráleitt, þegar byggð eru hús, sem eiga að;
standa í mannsaldra. Meðal annars vegna skammtíma-1
lánanna verða greiðslur nú svo háar, að fjöldi heimila
lendir í vandkvæðum, sem hætt er við, að verði oft óleys-
anleg.
Góðra gjalda er vert, þegar ríkisstjórnin beitir sér núj
fyrir frestun greiðslna og lengingu lánstíma. Slíkt þarf að;
geta gengið greiðlega án verulegs kostnaðar og vafsturs. j
Miklu skiptir, að sú stefna komist í framkvæmd, að fólk
,eigi kost á 80 prósentum af byggingarkostnaði í lánum til
lengri tíma, eins og nú er ræit.
Einnig er fjallað um að breyta lánskjaravísitölunni,
þannig að hún hækki minna á næstunni, til dæmis með því
að miða hana í einhver ju við kaupið.
Verði úr lánskjaravísitölunni dregið, skapast á hinn
veginn vandi fyrir sparifjáreigendur, sem eiga fé á reikn-
ingum, sem verðtryggja það samkvæmt þeirri vísitölu.
Meirihluti sparifjáreigenda verður enn að þola, að vextir
af fé þeirra séu mjög neikvæðir miðað við verðbólgu.
Þessu hafa þeir losnað undan, sem hafa fé ávaxtað sam-
kvæmt lánskjaravísitölu. Stjórnvöldum er því mikill
vandi á höndum að finna leið, sem yrði sem flestum
þolanleg. Framvegis verður að byggja upp kerfi húsnæð-
islána, sem leiðir ekki í slíkar ógöngur. Það verður fyrst
og fremst gert með því að fólk eigi kost á lánum til langs
tíma fyrir miklu stærri hluta byggingarkostnaðar en ver-
ið hefur.
Haukur Helgason.
DV. FÖSTUDAGUR 8. JULI1983.
Deilumar um sumarþing hafa enn
á ný sýnt hve veikburða íslenska
þingræðið er í reynd. Ráöherrar hafa
ríka tilhneigingu til að gera Alþingi
að ómerkilegri afgreiöslustofnun.
Þingræðið er í huga þeirra einungis
formskilyrði um meirihlutastuðn-
ing alþingismanna. Ríkisstjómir
vilja umfram allt forðast að þingið
verði vettvangur blómstrandi um-
ræðu þar sem heilbrigð gagnrýni, að-
hald og nýsköpun málefna eru ríkj-
andi einkenni.
I Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs-
ins sunnudaginn 19. júní og leiðara
DV mánudaginn 4. júlí er réttilega
fjallaö um nauðsyn þess að þingræð-
ið sé lifandi veruleiki í stjóm lands-
ins. Ritstjóramir vara við sífelldri
tilhneigingu ríkisstjóma að snið-
ganga Alþingi og gera
framkvæmdarvaldið að afdráttar-
lausum drottnara á flestum sviðum.
Almennar kvartanir duga þó
skammt í þessu efni. Hnignun þing-
ræðisins er orðin svo skýr að víö-
tækra aögerða er þörf til að endur-
reisa viröingarsess Alþingis. Allir
velunnarar þingræöis á Islandi þurfa
því að taka höndum saman. Fast-
binda verður með lögum víðtækar
breytingar. Lýðræði og þingræði
verður að festa í sessi meö afdráttar-
lausri uppstokkun á kerfinu.
Fjögur meginsvið breytinga
Efling þingræðisins verður ekki
tryggð meö einfaldri aðgerð. Drottn-
unn framkvæmdarvaldsins er orðin
svo víðtækur sjúkdómur í stjómkerf-
inu aö grípa verður til víötækra
breytinga. I grófum dráttum þurfa
þær að beinast að fjórum meginsvið-
um.
I fyrsta lagi er lenging þingtímans
sem gera myndi Alþingi að starf-
rænni og lifandi stjómstofnun megin-
hluta ársins. I samræmi við slíkar
breytingar væri eðlilegt að afnema
vald ríkisstjórna til að setja bráða-
birgðalög.
Annað meginsvið breytinga felst í
því að gera nefndir þingsins að sjálf-
stæðum starfsvettvangi sem veitt
getur ríkisstjórn og ráðuneytum
vemlegt aðhald.
I þriöja lagi er afnám þess ríkis-
stjórnarforræðis sem sett hefur svip
sinn á stjórn þingsins á undanförn-
um áratugum. Þingflokkamir allir
taki í sameiningu þátt í stýringu
þingstarfa.
Fjórða meginsviðið beinist að því
að gera starfsaðstöðu þingmanna
mun öflugri en nú er og skapa þeim
möguleika til sjálfstæðrar gagnrýni
á kerfisafurðir ráöuneytanna.
Lenging þingtímans — Af-
nám bráðabirgðalaga
A 19. öld kom Alþingi einungis
saman annað hvert ár og sat aðeins f
4—6 vikur í senn. A fyrri hluta þess-
arar aldar var þingtíminn smátt og
smátt að lengjast uns hann festist í
núverandi skorðum. Venjan er að Al-
þingi sitji rúma tvo mánuði fyrir jól,
komi síðan saman seinni hluta janú-
armánaðar og starfi fram í maL
Þessi skammi timi setur þingstörf-
um margvíslegar skorður. Þrýsting-
ur ríkisstjórna á að veita stjómar-
frumvörpum forgang viö afgreiðslu
mála ýtir flestu öðru til hliðar.
Ríkjandi venja um setutima Al-
þingis samrýmis hvorki starfshátt-
um á öðrum sviöum stjómkerfisins
né heldur veitir hún möguleika til að
efla sjálfstæða starfsemi þingsins.
Frumforsenda breytinga felst þvi í
lengingu þingtimans. I samræmi við
venjur sem tíðkast í nágrannalönd-
um okkar og með hliðsjón af íslensk-
um aöstæðum væri eftirfarandi skip-
un eðlilegust:
Alþingi kæmi saman 1. september
og sæti til jóla. Þá yrði tekiö hlé i tæp-
an mánuð til að veita þingmönnum
tækifæri til að heimsækja kjördæmi
sín og sinna margvíslegum sam-
skiptum viö fólk og félagasamtök. 1
lok janúar hæfist síöan næsta lota og
stæði hún allt til páska. Þá væri að
nýju tekiö hlé í 3—4 vikur í sama
skyni og fundarhlé um jól. Síðan
kæmi þingið saman á nýjan leik og
sæti til loka júnimánaöar. Eiginlegt
sumarleyfi Alþingis væri því ein-
göngumánuðimir júli og ágúst.
A þennan hátt skapaöist eölileg
samfelia í störfum þingsins og þing-
mönnum yrðu veitt tækifæri til fund-
arhalda í kjördæmum og samskipta
viö kjósendur utan þingtímans.
r
Olaf ur Ragnar Grímsson
Þegar setutími Alþingis heföi
breyst í þetta horf væri á margan
hátt eðlilegt að afnema vald ríkis-
stjóma til setningar bráðabirgöa-
laga. Væri nauðsyn á slíkri lagasetn-
ingu mætti kalla Alþingi saman með
skömmum fyrirvara. Þó gæti komið
til greina að hafa i stjórnarskrá mjög
takmarkaða heimild til aö gefa út
bráðabirgðalög ef neyðarástand
skapast á ákveðnum sviðum, enda
kæmu sh'k lög til formlegrar af-
greiðslu á Alþingi innan mánaðar frá
setningu þeirra.
Sjálfstæð starfsemi nefnda
Rannsóknir á stjómkerfum í ná-
grannalöndum hafa sýnt að forsend-
an fyrir sterkri stöðu löggjafarþings-
ins felst fyrst og fremst í því að
skapa nefndunum sjálfstæðan sess
til starfa. A Islandi hafa þingnefndir
hins vegar í ríkum mæli verið fyrst
og fremst þjónustustofnanir við rík-
isvaldiö. Þær hafa flestar engan
möguleika til að starfa stóran hluta
ársins né heldur taka á sjálfstæðan
hátt þátt í nýsköpun mála meðan Al-
A „Þaö er útbreiddur misskilningur að
w starfskjör þingmanna séu með miklum
ágætum, kaupið stórfenglegt, bitlingarnir fjöl-
margir og ástæðulaust sé fyrir þingheim að
kvarta yfir aðbúnaði!! Veruleikinn er hins
vegar sá að starfsskilyrði eru áratugi á eftir
tímanum.”