Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 21. JOLl 1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Lög um bann við ofbeldismyndum sem sett voru í vetur: Listrænt ofbeldi má sýna ungmennum — margar myndir bannaðar erlendis sem fást hér til leigu Á síöasta þingi voru sett tvenn log sem miöa aö því aö stemma stigu viö leigu og sýningu á ofbeldismyndum, en böm og unglingar eiga greiöan aðgang að kvikmyndum af þessu tagi á mynd- bandaleigum. Er skemmst að minnast þess er kvikmyndin Cannibal holo- caust var gerð upptæk í einni mynd- bandaleigunni í vetur. Hvortveggja lögin voru samþykkt í byrjun mars og eru hin fyrri breyting- ar á lögum nr. 53 frá 1966 um vernd bama og ungmenna. Síðari lögin voru afgreidd 14. mars og fjalla þau um bann við ofbeldiskvikmyndum. I síöamefndu lögunum segir aö bannað sé aö framleiða eöa flytja til landsins ofbeldiskvikmyndir. Þá seg- ir: „ „Ofbeldiskvikmynd” merkir í lögum þessum kvikmynd, þar sem sér- staklega er sóst eftir aö sýna hvers kyns misþyrmingar á mönnum og dýr- um eða hrottalegar drápsaöferðir. Bannið tekur ekki til kvikmynda, þar sem sýning ofbeldis telst eiga rétt á sér vegna upplýsingagildis kvikmyndar- innar eöa vegna listræns gildis hennar. Ekki tekur bann heldur til kvikmynda, sem hlotiö hafa viöurkenningu skoðunarmanna.” 1 lögunum er kveöiö á um aö skoðunarmenn Kvikmyndaeftirlits ríkisins eigi aö leggja mat á sýningar- hæfni kvikmjmda. Er skylt aö kveöja skoðunarmenn til áður en kvikmynd er sýnd. Bamaverndarnefndir og lög- gæslumenn eiga síöan aö s já til þess aö farið sé aö lögum. Þá er tekið fram i lögunum aö brot á þeim varöi sektum eða gæsluvarðhaldi allt aö 12 mánuö- um. Lögin tóku þegar gildi og gilda til ársloka 1987. Bannað öllum innan 16 Hin lögin eru svipaös eðlis en í þeim kemur fram að bömum innan 16 ára aldurs má ekki sýna kvikmynd, sem ætla má aö geti haft skaðleg áhrif á siö- feröi eöa sálarlif barna eöa á annan hátt. Þá er skýrt tekið fram í lögunum að börnum innan ákveðins aldurs sé ekki heimill aögangur að kvik- myndahúsi þar sem sýnd er mynd sem bönnuö er bömum á þessum aldri, þótt bamið sé í fylgd með fullorðnum eða eldri krökkum. Síðastnef nda ák væðiö var mjög þarft aö færa í lög því komiö hefur fyrir aö foreldrar hafi lent í stappi við dyra- verði út af rétti barna til að horfa á bannaðar k vikmyndir. Við umræöu á Alþingi kom fram aö grófar klámkvikmyndir falla innan ramma laganna um bann við ofbeldis- kvikmyndum, en hins vegar var þaö ekki tilgangur lagasetningarinnar aö banna allt ofbeldi í kvikmyndum. Kom þaö glögglega fram í máli þáverandi menntamálaráðherra, Ingvars Gisla- sonar, en hann sagði við framsögu málsins: „Tilgangurinn með þessu frumvarpi er því alls ekki aö banna spennandi kvikmyndir sem menn vilja sjá, hvaö þá listrænar hrollvekjur f anda Hitchcocks eöa slikra manna, og ekki ameríska „vestra” almennt talaö, eöa stríðsmyndir og jafnvel slagsmálamyndir eða listrænar kvik- myndir sem byggöar eru á efni úr ís- lenskum fomsögum. Ekkert af þessu er haft í huga í sambandi viö þetta mál, sem hér liggur fýrir, þannig að þetta frumvarp, eins og ég legg þaö fram og eins og ég vil túlka þaö, stefnir ekki aö neinni dauöhreinsun á kvik- myndum þó aö þær segi frá morðum eða manndrápum eöa fjalli að ein- hverju leyti um hrottaskap af ýmsu tagi. Hins vegar er þessu frumvarpi ætlaö aö tryggja aö mannskemmandi og menningarsnauöar ofbeldismyndir séu ekki tiltækar á Islandi og þá er þaö gert í þeim megintilgangi að koma í veg fyrir aö böm og unglingar eigi greiðan aðgang að slíkum myndum.” Læra af sjónvarpinu I umræöu á Alþingi I vetur kom fram að kannanir sem vísindamenn, t.d. í Bandaríkjunum, hafa gert sýna greini- leg tengsl milli ofbeldis í myndum í sjónvarpi og glæpa úti í lífinu. Ahrif þess eru þó missterk, en gláp á of- beldismyndir getur losaö vemlega um hömlur hjá fólki með sálræna galla. Þá versnar oft námsárangur í skólum hjá ungmennum er mikið horfa á ofbeldis- myndir. Að vísu er mjög mismunandi hver áhrif myndirnar hafa á ungmennin en Úr kvikmyndinni Deer Hunter. Mörg ungmenni v/ð* vegar um helm Utu iifið erþau Uku rússneska rúllettu að hættí einnar söguhetju myndarinnar. þó mun augljóst aö raunverulegar kvikmyndir hafi skaövænlegust áhrif. Eru ofbeldismyndir þessar stundum mjög nákvæmar og hefur stundum verið álitamál hvort morð hafi jafnvel ekki veriö framin fyrir framan kvik- myndatökuvélina. Á Norðurlöndum hafa undanfarin ár verið sett lög og lagaákvæði um of- beldiskvikmyndir. I Noregi er það t.d. refsivert athæfi aö gefa út eöa bjóða til sölu eöa leigu kvikmyndir, sem hafa aö geyma grófar ofbeldislýsingar. Svipuö lög gilda í Svíþjóð en þar er einnig bannaö aö afhenda yngri bömum en 15 ára ofbeldiskvikmyndir sem og að sýna þeim þær. Loks má nefna aö i Finnlandi var stefnt að afgreiöslu svipaöra laga í vet- ur en máliö er styttra á veg komið í Danmörku. Þar er þaö í nefnd og virð- ast Danir fara sér mun hægar en hinar Noröurlandaþjóðirnar. Hérlendis má víða á myndbandaleig- um finna myndir sem bannaöar eru í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Hafa sumar þeirra veriö sýndar í kvik- myndahúsum hér en aðrar ekki. Tekið skai fram aö listi þessi fylgdi sem fylgiskjal meö frumvarpinu um of- beldismyndir og nær hann eingöngu tii kvikmynda sem bannaðar voru 1980— 1982. -SA Á Snuðin verða að vera örugg — hérfást tegundir sem taldar eru ósöluhæfar Norska neytendafélagið geröi nýlega viðamikla rannsókn á þeim snuðum eða túttum sem á markaði voru í Nor- egi. I ijós kom að af 16 snuðum sem prófuð voru reyndust aöeins tvö vera nógu góð að mati félagsins. Þetta voru snuö frá Johnson og Bebs (skífa með gati á). Nokkur snuð önnur voru talin fast að því nógu góð. En tvær tegundir voru taidar svo slæmar að þær bæri að taka af markaði. Þetta voru Chicco normal og Chicco dentaL Innflytjand- anum var tilkynnt um þetta. I rannsókninni voru snuðin fyrst skoöuð. Síðan voru þau soöin í tvo klukkutíma og skoðuð aftur. önnur voru geymd í hitaskáp í eina viku og athuguð að þvi loknu. Styrkleiki snuð- anna var einnig reyndur. Togþolið var mælt með átaki sem er heldur meira en það sem er talið vera þegar barn bítur í túttuna sína og togar í með hend- inni. Litlar málmtennur voru einnig látnar naga túttumar, 100 sinnum á mínútu. Aðeins tútturnar frá Bebs og Johnson, sem fyrr eru nefndar, stóöust öll prófin. önnur snuð stóðust sum prófin en ekki önnur. Chicco dental túttan stóðst aðeins bitprófið. Að ööru leyti féllu Chicco túttumar á öllum prófunum. A Islandi eru nokkuð aðrar gerðir af túttum á markaði en í Noregi. Þannig fást hér túttur sem ekki em inni í hinu norska prófi en aðrar sem prófaðar era í Noregi fást ekki hér. En Chicco túttumar fást hér og er ástæöa til að hvetja fólk til varúðar við notkun þeirra. Norska neytendablaðið, sem segir frá könnun þessarí, mælir með að fólk athugi áöur en það kaupir snuð handa bömum sinum hvort þau séu nægilega sterk. Islenskir foreldrar ættu ekki síðuraðgeraþetta. Hvernig á gott snuð að vera? Sænska neytendafélagið hefur sett fram ákveðnar gæðakröfur sem það telur snuö veröa aö standast. Þær eru: — snuöiö skal vera það sterkt að það valdi ekki slysum við langvarandi notkun, — snuð skulu vera þannig upp byggð aö barnið geti ekki losað úr því hluti sem era nógu stórir til að kæfa það, — snuðið á að vera þannig i laginu aö barniö komi því ekki öllu upp i sig, — snuðiö veröur að vera þannig í laginu að ekki sé hægt aö ríf a sig á því, — snuöiö verður að þola aö bitið sé í þaö án þess að þaö slitni um of, STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið IUMFERÐAF 'RÁÐ w> Haldlð I hringktn og togið fmst I gúmmKð. AiHr gallar / þvl koma þá glögg- lega fram. — sá hlutinn sem soginn er má ekki vera svo langur að hann valdi flökur- leikatilfinningu, — snuðið verður að vera þannig hannað að það safni ekki auöveldlega skít og óhreinindum. Efniö i túttunni á að vera þannig að það geti ekki gefið frá sér efni sem hættuieg era fyrir munn og háls. Túttur verða að þola meira en aðeins það aö böm s júgi þær. Snuðið verður til dæmis að þola aö því sé slegið við, á það sé stigið, bitið i það og snúiö upp á það um leið og fleira sem eigendunum þóknast aö gera viö það. Gúmmíiö sem er í túttunum er vara sem ekki endist von úr viti. Það fer illa af sólskini og hita og af munnvatni bamanna. Sé gúmmíið orðið klístrað og lint viðkomu er kominn tími tii að henda túttunni. Tíður þrifnaður er einnig nauðsynleg- ur. Fiestir láta sér ugglaust nægja aö stinga túttunni smástund undir renn- andi heitt vatn. Aðrir dýfa henni andartak í sjóðandi vatn. Þetta verða snuðin að þola. En til þess að vera aiveg viss um aö í lagi sé meö snuöið er best að gera á þvi einfalt próf öðra hverju. Haldið i plaststykkið og takið með hinni hendinni fremst í gúmmi- hlutann. Togið fast í hann, eins langt og hægt er. Allar rifur, sprungur eða aðrir gallar á gúmmíinu sjást þá glögglega. Hendið túttunni strax ef vart verður við galla. Helst ætti að gera þetta einfalda próf á hverjum degi. Ef foreldrar muna ekki eftir þvi er best að gera það svo oft sem kostur er. Dagstimplun ? Svíar hafa gert þær kröfur að snuð séu seld í umbúðum sem á stendur hvemig best sé að hreinsa þau, hversu lengi gert sé ráð fyrir að þau endist og dagsetning síöasta söludags. Snuðin fara illa á þvi aö liggja lengi á lager svo ef til vill er þessi kröfuharka nauösynleg. Einnig er leyfilegt að merkja á umbúðir aö sænska neytendafélagiö hafi lagt blessun sina yfir vörana, það er að segja ef það er satt. DS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.