Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Qupperneq 8
8
DV. FIMMTUDAGUR 21. JUli 1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Fulltrúadeildin sant-
þykkir fé til MX-flauga
— umræður um málið í öldungadeildinni hafa verið takmarkaðar við 100 klukkustundir
Fulltrúadeild bandaríska þingsins leiðslu á MX-flugskeytunum og er
samþykkti í gær að veita fé til fram- það talið auka likurnar á að fjárveit-
ÞÓRSEÐLA FINNST
Þannig eru fyrirbugaðir ikotpallar MX-flugskeytauna gem grafnlr verða í
jörð. Stjórn Reagans leggur mikla óherslu á að 100 slfkar flaugar verði til-
búnar fyrir árið 1986 og kostnaðurinn er 2,6 milljarðar dollara.
í BRETLANDI
Breskir náttúrufræðingar eru nú
himnum ofar vegna tröllaukinnar risa-
eðlu sem þeir hafa grafið úr jörðu og
telja margir að hún sé merkasti fundur
aldarinnar sinnar tegundar.
Þaö var áhugamaður um náttúru-
fræði og steingervingasöfnun sem
rakst á klóbein skepnunnar í leirgryfju
nokkurri suður af Lundúnum síðast-
liðinn vetur. Flokkur manna frá Nátt-
úrugripasafni Lundúna fór þegar á
vettvang og gróf fram afganginn af
skepnunni, sem hefur veriö um þrír
metrar á hæð, lagöi sér aðrar risaeölur
til munns og gekk hér um garða fyrir
einum litlum 125 milljón árum.
Erlent heiti þessarar skepnu er
„dinosaur”, sem stundum er útlagt
þórseðla á íslensku. Það mun heyra til
undantekninga að þórseðlur snæði kjöt
og hefur aðeins ein önnur þeirrar gerð-
ar fundist í Bretlandi til þessa.
Klóbeinið sem steingervingasafnar-
inn fann er rúmlega 30 sentimetrar að
lengd og þó smærra en klóbein ráneðl-
unnar svonefndu sem grimmust þótti
af hinu volduga kyni risaeölanna.
ingin veröi einnig samþykkt viö at-
kvæöagreiðslu i öldungadeildinni.
samkvæmt áætlun eiga 100 flug-
skeyti af þessari gerð, með 10
kjamahleðslum hvert, að vera til-
búináárinul986.
Fulltrúadeildin samþykkti fjár-
veitinguna með 220 atkvæöum gegn
207, að undangengnum miklum
deilum um hvort spara ætti þessa 2,6
milljarða dollara af 188 milljarða
dollara heildarfjárveitingu til varn-
armála.
Reagan Bandaríkjaforseti lagöi
hart aö þingmönnum aö samþykkja
f járveitinguna. I bréfi sem hann rit-
aði til þingmanna sagði hann aö ef
málið næði ekki fram að ganga
myndi það veikja stöðu bandarísku
samningamannanna i afvopnunar-
viðræðunum við Sovétrikin. „Sovét-
menn eru famir að breyta afstöðu
sinni í samningaviðræðunum, sagði
forsetinn í bréfinu og benti á að nú
væri tækifæri til aö ná varanlegum
stöðugleika i kjarnorkuvopnajafn-
væginu. En andstæðingar flugskeyt-
anna í fuUtrúadeildinni segja þetta
fjársóun og telja þau muni auka
hættuna á k jamorkustríði með því að
herða á vígbúnaðarkapphlaupi stór-
veldanna.
Andstæðingar flugskeytanna i
öldungadeildinni hafa reynt að fresta
atkvæðagreiðslu um máliö en í gær
gátu republikanar knúið fram tak-
markanir á umræðutíma, sem verð-
ur 100 klukkustundir. Andstæðingar
flugskeytanna í öldungadeildinni
hafa lagt fram 500 breytingatillögur
við frumvarpið sem sýnir að þeir
ætla að nota allan timann sem er til
ráðstöfunar.
Reagan harður í orðum
Reagan Bandaríkjaforseti kvaðst
einráðinn í því aö halda áf ram aö mæla
harðlega gegn kommúnisma, þrátt
fyrir ásakanir um að harðmæli þau
kunni að spilla fyrir sambúðinni við
Sovétríkin.
„Friðurinn er rofinn af gjörðum en
ekki orðum og vér munum segja það
sem satt er,” sagði Reagan viö starfs-
menn utanríkisþjónustunnar og ríkis-
stjórnarinnar á sérstakri árlegri sam-
komu, sem haldin er til að minnast
þess er Sovétríkin tóku
Eystrasaltsiöndin herskildi árið 1940.
„Eg mun persónulega fagna sér-
hverju skrefi er Sovétríkin munu stiga
í friðarátt,” sagði Reagan og lét vel
yfir samvinnu við Sovétmenn um leiðir
til þess að ná samkomulagi um örygg-
ismál Evrópu. En hann bætti því við að
Sovétríkin hefðu gerst sek um yfirgang
í Afganistan og væru ógnun við heims-
friðinn ásamt öðrum kommúnista-
ríkjum Austur-Evrópu.
Franz Jósef Strauss, hinn skeleggi
fyrirliði hægri manna í Bæheimi,
liggur undir þungu ámæli sinna eigin
flokksmanna þessa stundina. Hann
gaf til kynna nýlega að hann heföi
haft milligöngu um iánveitingu til
Austur-Þýskalands aö upphæð 10
mOljarða króna en hafði rétt áöur
brýnt fyrir ríkisstjórninní að beita
kommúnistaríki þetta harðari
tökum.
Flokkur Strauss hélt þing sitt um
síðustu heigi og var þá Strauss
endurkjörinn forraaður en meö sýnu
færri atkvæðum en nokkru sinni fyrr.
Strauss hefur gegnt formennsku í
flokknum í 22 ár en þessi óvænta lln-
kind hefur þegar varpað dimmum
skugga á pólitíska framtíð hans.
Vestur-þýska dagblaðið Augsburg-
er Allgemeine hefur upplýst að
Strauss muni hitta að máli Erich
Honecker, leiðtoga Austur-Þýska-
lands, á laugardaginn kemur.
Thatcher eykur sölu-
lista ríkisfyrirtækja
— Heathrow er nú til sölu ásamt stærstu f lugvöllum
Margrét Thatcher herðir nú róður-
inn ákaft að þvi stefhumarki sínu aö
koma fjölmörgum fyrirtækjum sem
snarast af höndum ríkisins og verð-
ur ekki annað séð en hún hafi færst
öll í aukana eftir kosningasigurinn
mikla á dögunum.
Frumvarp um sölu á „telecom”,
simaþjónustu hins opinbera er á leið-
inni í gegnum þingið en jafnframt er á
döfinni að selja jámbrautarkerfi
hins opinbera, British Leyland,
skipasmíöastöövar, stálsmiðjur,
flugvelli Rolls-Royce og enn fleiri
fyrirtæki af ýmsum stærðum og
gerðum hyggst járnfrúin selja í
hendur einkaaöilum.
Mörg þeirra fyrirtækja sem
Thatcher hefur sett á sölulistann
hafa skilað einhverjum hagnaði og
önnur láta í veðri vaka að þau muni
bera sig bærilega innan tíöar þótt
rekin hafi verið með stóru tapi árum
saman.
Rikisstjórn ihaldsflokksins er
Bretlands
mjög svo fjár þurfi um þessar
mundir og gerir sér vonir um að ná
inn nærri 25 milljörðum króna á
næsta ári með fyrirtækjasölunni.
Sósíalistum Bretlands blöskrar
mjög þetta framferði en þeir eru til
sem fýsir að halda enn lengra en
Margrét hefur boðað. Þar eru að
vonum frjálshyggjumenn framar-
lega í fiokki en einnig nokkrir nafn-
togaðir hagfræðingar.
Tveir hagfræðingar, Michael Bees-
ley og Stephen Littlechild.sem báöir
eru prófessorar að starfi, ollu nokkru
uppnámi er þeir settu fram kröfur
um að ríkið seldi meir en 80 af hundr-
aði sinna fyrirtækja, þar á meðal
kolanámur, orkufyrirtæki og járn-
brautarlínur.
Þá hafa aðrir hægrimenn hvatt til
þess að póstþjónustan verði seld í
hendur einkaaðilum.
Ríkisstjórn Margrétar hefur þegar
selt hlutabréf ríkisins í olíulindum
Norðursjávarins, sósíalistum til
mikillar hrellingar.
Það sem einkum hefur komið
mönnum á óvart á sölulista forsætis-
ráðherrans eru hinir sjö stærstu flug-
vellir landsins, þar á meðal Heath-
row sem er einn af voldugustu flug-
völlum heimsins og fara þar um 27
milljón farþegar árlega.
Að margra dómi myndi þessi fyrir-
hugaða sala flugvallanna skipa Mar-
gréti Thatcher á innstu bekki einka-
framtaksins fyrr og síðar því yfir-
leitt er sá háttur haföur meöal þjóð-
anna að hið opinbera hefur þessar
mikilvægu umferðarmiðstöðvar á
sinni könnu.
Talið er að bresku stjóminni sé nú
mjög í mun að afla fjármuna hið
bráðasta og draga úr umsvifum
ríkisins samtímis án þess að skerða
hag þeirra sem minna mega sín í
þjóðfélaginu eða ganga beinlínis í
berhögg við verkalýðshreyfinguna.