Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 21. JULI1983.
13
Kjallari
á fimmtudegi
Magnús Bjamf reðsson
viö aö spurningarnar veröi áleitn-
ar um það hvort skólar hafi verið
hannaöir af skynsemi. Getur til aö
mynda verið að þök sumra skólanna
séu næstum dæmd til aö hrynja yfir
nemendur ef haröur jarðskjálfti
kemur? Hverju ætla hönnuöir, eftir-
litsmenn og byggingameistarar að
svara? Ætli það væri ekki ráö að fara
aö hugsa fyrir svari og láta þaö
koma fram í þeim byggingum sem
reistar verða í framtíöinni?
Ég nefndi höfuöborgarsvæðiö ein-
ungis vegna þess aö þar er mann-
mergðin mest en ekki vegna þess að-
mannslífin séu þar neitt dýrmætari
en annars staöar. Vissulega er höfuö-
borgarsvæöiö ekki í mestri hættu
vegna náttúruhamfara enda þótt
ósköpin gætu eins dunið yfir þar og
annars staðar.
Hræðsla hættuleg?
Þeir sem af ýmsum ástæðum vilja
ekki ræöa þessi mál halda því gjarna
fram að það sé ljótt að vera aö hræða
fólk meö því að taka þau til umræðu.
Líkumar séu svo litlar aö vert sé að
taka áhættu og ótti geti ruglað dóm-
greind fólks.
Sjálfsagt kann aö leynast einhver
sannleiksneisti í slíkum máiflutningi
en vist er aö þessir hinir sömu menn
munu veröa enn fámálli en þeir eru
núna ef þeir þurfa aö standa frammi
fyrir þjóðardómi vegna andvara-
leysis síns. Þaö ættu þeir að hafa í
huga.
Umræða um þessi mál hefur verið
undarlega lítil. Sú þögn sem um þau
hefur rikt á sér sínar skýringar. Þaö
eru nefnilega miklir hagsmunir i
húfi, hagsmunir sem meta má í pen-
ingum til skamms tima og aldrei er
þögnin dýpri en þegar komiö er viö
buddunnar lífæð.
Eg held að þessi mál þurf i aö koma
upp á yfirboröiö. Eg held aö almenn-
ingur i þessu landi eigi heimtingu á
því að fá aö líta á þau dæmi sem for-
ráöamenn hafa reiknaö svo hann geti
á lýðræöislegan hátt mótaö afstöðu í
þessum málum. Sjálfur er ég sann-
færður um þaö að opinská umræða
um þessi mál yröi til þess aö miklu
meira tillit yrði í f ramtíöinni tekiö til
aðstæöna okkar við hönnun mann-
virkja, einkum þeirra sem hýsa eiga
marga menn.
Eg sagöi hér aö framan aö það
væri eðlilegt að þeirri spumingu
skyti upp nú er við minnumst móöu-
harðinda, hvernig hin kröfuharöa
kynslóð nútímans brygöist við
slíkum hamförum. Það færi auðvitað
aö einhverju leyti eftir því hvar þær
yrðu. Vafalítiö myndu einhverjir
þeir sem halda aö landið endi við
Eiliöaár telja lítinn skaða þótt ein og
ein blómleg sveit færi undir hraun og
sauöfé og kýr hryndu niöur í einum
landsfjóröungi. En þeir hinir sömu
þættust hart leiknir ef þeirra eigin
hús skemmdust, já, jafnvel ef garö-
urinn þeirra skemmdist vegna ösku-
falls frá eldgosi í f jarlægum sveitum.
Þó held ég að okkur sé ekki enn svo
illa í ætt skotið að við myndum ekki
reyna aö axla byröar okkar sam-
eiginiega. Við myndum enn eiga
okkar stóru stundir ef náttúruöflin
ógnuöu tilveru okkar. En þaö breytir
engu um það að við eigum aö vera
viðbúin átökum viö þau — eins vel
viðbúin og viö framast getum.
Magnús Bjarnfreðsson.
Þad er ekki húS’
næðislánakerfíð
sem ber sökina
— Svör við staðhæf ingum um húsnæðislánakerf ið
I blööum undanfama mánuöi hefur
boriö nokkuö á rangfærslum um hús-
næðismál og sérstaklega forystu
Alþýðubandalagsins i þeim mála-
flokki á liðnum árum. Ekki hefur
unnist tími til þess aö svara þessum
óhróöri sem skyldi og hefur margur
lítt vandaöur blekbullarinn látið frá
sér fara texta í þessum efnum sem
ekki verða Qokkaöir til hinna æðri
vísinda. Fremstir í flokki eru þeir
nafnlausu slúðurdálkahöfundar sem
birta afuröir sínar daglega i Morgun-
blaðinu. Þeir dálkar eru gefnir út í 40
þúsund eintökum þannig aö hugsan-
legt er aö einhverjir, vonandi fáir,
trúi orðið endurtekningunum um
stjórn Alþýöubandalagsins í hús-
næðismálum. Þó hér kunni aö vera
um fáa menn aö ræða er vafalaust
engu aö síður nauösynlegt að gera
grein fyrir þessum málaflokki ekki
sist þar sem nýlega kom út tilefni:
Ársskýrsla Húsnæðisstofnunar rikis-
ins fyrir árið 1981. Þar kemur glöggt
fram bæði í texta og töflum hvaö
gerðist á þessu ári — fyrsta árinu eft-
ir aö húsnæðislögin nýju tóku gildi.
Verður nú drepið á nokkur atriði til
glöggvunar.
Heildarlánin hafa hœkkað
— verkamannabústaðir
sjöfaldast
I skýrslunni segir meðal annars í
töflu á bls. 10 að heildarútlán hús-
næðislánakerfisins hafi aukist um
15,1% aö raungildi á árinu 1981 frá
árinu 1977 en um 12,3% frá fyrra ári.
Þar liggur ennfremur fyrir að lán
Byggingarsjóös verkamanna 1982
höfðu nærri sjöfaldast 1981 frá 1977,
en 4,2 faldast frá árinu 1980. Hér er
að sjálfsögðu alstaðar um að ræða
raunverulegar stærðir, ekki verð-
bólgutölur. I skýrslunni segir einnig
aö lán til eldra húsnæðis hafi verið
25% útlána Byggingarsjóðs rikisins
1981, en þetta hlutfall var aðeins 6%
að jafnaöi á árunum 1975 og 1976.
Ennfremur fjölgaði lánaflokkum
1981 samkvæmt nýju lögunum er upp
voru tekin lán til orkusparnaðar-
aögerða og endurbóta á eldra
húsnæði. Hins vegar fækkaði lánum
til nýbygginga á þessu ári frá fyrra
ári. Það liggur hins vegar fyrir að á
móti hækkun heildarlána Byggingar-
sjóðs rikisins um liðlega 10% geröist
þetta:
— Lán Byggingarsjóðs verka-
manna hækkuöu um 324% 1981 frá
fyrra ári.
— Stórfelld aukning hefur á liðn-
um árum orðið á fjármögnun eldra
húsnæðis.
— Nýir lánaflokkar hafa verið
teknirupp.
Þannig er ljóst að á móti sam-
drætti í nýbyggingum kom verulega
bætt notkun eldra húsnæðis og í ann-
an staö margfalt áta!c í húsnæðismál-
um þeirra sem lægst hafa launin í
þjóðfélaginu.
Engum neitað um lán
I skýrslu Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins kemur fram að engum hefur
verið neitað um lán 1981 — allir hafa
fengið þá afgreiðslu sem þeir eiga
lögum samkvæmt. Það er því eftir-
spurnin úti í þjóðfélaginu sem hefur
dregist saman eða eins og það er orð-
að í skýrslu Húsnæöisstofnunar: ,,Sú
skýring er nærtækust, að eftirspum
eftir nýbyggingarlánum hafi
minnkað því ekkl er um að ræða að
umsskjendum sem uppfyllt hafa
skilyrði fyrir lánveitingu, hafi verið
synjaðumlán.”
En hvemig stendur þá á því að
eftirspum eftir húsnæðislánum hefur
dregist saman? I skýrslu Húsnæðis-
stofnunar er einnig fjallaö um þessa
skýringu sérstaklega, en áður en
komið er að skýringunum verður
vikið frekar að fullyrðingum íhalds-
blaðanna um húsnæðislánakerfið
eftir að þaö hefur veriö hrakiö sem
oftast hefur verið hampað að fólki
hafi verið neitað um húsnæðislán,
auk þess sem sýnt hefur verið fram á
að heildarlán opinbera kerfisins hafa
hækkað frá því sem áður var um að
ræða og nýir lánaflokkar hafa verið
teknir upp.
Geirsstjórnin
skipti lánunum
Ihaldið heldur því fram að siðasta
ríkisstjóm hafi stuðlað að þvi að lán-
in urðu gagnslítil í verðbólgunni
vegna þess að þau eru skipt. Hvernig
stendur á þvi að lánin era þrískipt?
Svar við þeirri spumingu er að finna
í skýrslunni, en þar segir orðrétt:
, ^Allt frá árinu 1975 eru nýbyggingar-
lánin borguð út i þremur jöfnum
hlutum í stað tvískiptingar áður.”
Það var með öðrum orðum ríkis-
stjóm Geirs Hallgrímssonar sem tók
þá ákvörðun að skipta lánunum í
þrennt. Þegar ihaldsblööin ráðast
gegn þrískiptingu lánanna era þau
að kasta grjóti úr glerhúsi eins og
tilvitnun í skýrslu Húsnæðisstofnun-
arbermeðsér.
Lánin hafa ekki lækkað
Hvað ætii því hafi oft verið haldið
fram aö lán til húsbyggjenda hafi
lækkað í valdatíö Alþýðubandalags-
ins í félagsmálaráðuneytinu? Mörg
hundrað sinnum og i flestöllum blöð-
um. I skýrslu Húsnæðisstofnunar er
þessi áróöur hrakinn rækilega. Þar
segirm.a.:
„Sú viðmiðun sem lengst af hefur
veriö notuö viö samanburð lána milli
ára, er svokölluð vísitöluíbúð.
Kostnaðarreikningur visitöluíbúðar
er miðaður við íbúð í 10 ibúða fjöl-
býlishúsi, sem er 96 fermetrar
(brúttó) meö sameign. Af þessum
samanburöi má ráöa, aö lánshlutfall
þetta tímabil hefur verið mjög
svipað frá ári til árs. Meðal-
byggingarlán 1981 er kr. 129.000,-
kostnaðarverð vísitöluibúðar 1. júli
sama ár var kr. 394.000. Lánshlut-
falliðerþvítæp33%...”
Hér þarf ekki frekari vitna við.
Kjallarinn
SvavarGestsson
Áróðurinn um lækkuð lánshlutföll
Húsnæðisstof nunar hefur verið hrak-
inn.
Heildarlán hafa
einnig aukist
I skýrslu stofnunarinnar kemur
einnig fram að heildarlán — þ.e. líf-
eyrissjóða og banka — til húsnæðis-
kerfisins hafa einnig aukist vera-
lega. Eins og áður segir hafa opinber
lán hækkað að raungildi frá 1977—
1981 um 15,1%. I skýrslunni sést að
lífeyrissjóðslán hafa einnig hækkaö
að raungildi um 19,6% og lán banka
og sparisjóða til íbúða hafa hækkað
um 125,4% Heildarlánin hafa hskkað
um 36,7%. Hér eru bomar fram tölur
opinberrar stofnunar sem vissulega
hefur ekki hagsmuni af því að fegra
ástandið frá því sem það er í raun
heldur þvertámóti.
Af hverju samdráttur?
Af hverju hefur þá orðið samdrátt-
ur í íbúðabyggingum á árinu 1981 eða
þvi ári sem skýrslan nær yfir? I
skýrslunni er einnig gerð tilraun til
þess að svara þeirri spurningu:
„Það er engu að síður ljóst að sam-
dráttur i fjármunamyndun skýrist
ekki af minna fjárstreymi lána-
kerflsins til ibúðafjárfestinga en
undangengin ár.”
Hvað er það þá? Era það lægri
tekjur en áður? Um það vitnar
Þjóðhagsstofnun:
„Kaupmáttur ráöstöfunartekna er
talinn hafa aukist um 3% á mann á
árinu 1981 eftir rösklega 1% sam-
drátt 1980 og 1% aukningu 1979. Því
virðist óliklegt að tekjuþróunin hafi
dregið að marki úr íbúöabyggingum
í fyrra, þótt ekki hafi hún ýtt undir
þær. A hinn bóginn má vera, aö sú
breyting sem orðið hefur á fjár-
magnsmarkaði nokkur undanfarin
ár, hafi dregið úr ibúöabyggingum.
Kjörum bankalána og lífeyrissjóðs-
lána hefur verið gjörbreytt og þessi
lán eru nú fullverðtryggð og bera já-
kvæða raunvexti. Jafnframt hefur
reglum um greiðslu vaxta og afborg-
ana verið breytt, þannig að greiðslu-
byrði hefur verið jöfnuð yfir lánstím-
ann, en það hefur aftur á móti valdið
því, að menn geta í mun minna mæli
en áður nýtt sér vaxtafrádrátt til að
draga úr skattabyrði sinni.” (Or
Þjóðarbúskapnum, nr. 13, mars 1982,
Þ jóðhagsstofnun, Rvík, bls. 30).
Niðurstaða þessara hugleiöinga
sem byggjast á skýrslu Húsnæðis-
stofnunar er því þessi:
1. Heildarlán opinbera kerfisins
hafa hækkaö um 15,1% frá 1977 til
1981 en um 12,3% frá 1980.
2. Lán Byggingarsjóðs verka-
manna hækkuðu um 324% frá
1980 til 1981.
3. 25% lána Byggingarsjóðs rikisins
fóru til kaupa á eldra húsnæði
1981, en 6% af útlánagetu sjóðs-
ins fóru í þessi lán árin 1975 og
1976.
4. Fjölmargir nýir lánaflokkar hafa
veriö teknir upp.
5. Engum hefur verið neitað um lán
á árinu 1981 né síðar og stafar
samdrátturinn í nýbyggingalán-
um af því að eftirspumin hefur
minnkað.
6. Það var ekki siðasta rikisstjórn
sem tók ákvörðun um að þrí-
skipta nýbyggingalánunum. Sú
ákvörðun var tekin í tíð ríkis-
stjómar Geirs Hallgrímssonar,
1975.
7. Ibúöalán sem hlutfall af
byggingarkostnaði hafa ekki
lækkaö heldur haldist svipuð og
áður.
8. Heildarlán til íbúöabygginga
hafa aukist og er þá átt við lán
banka, sparisjóöa og lífeyris-
sjóða auk lána Húsnæðis-
stofnunar.
9. Samdráttinn i ibúðabyggingum
er ekki hægt að skýra með tekju-
lækkun á árinu 1981 að mati Þjóð-
hagsstofnunar.
10. Skýringuna er að finna i há-
vaxtastefnunni og framkvæmd
hennar. Það er kjarni málsins.
Það eru engin rök til þess að
finna sökudólginn i húsnæðis-
lánakerfinu.
Að lokum skal á það minnst að
Framsóknarflokkurinn fór með
bankamál í síðustu rikisstjórn. Hann
var með öllu ófáanlegur til þess að
tryggja aukið fé frá bönkunum til
húsnæðislánakerfisins meö lagaboði.
Hann stóð gegn endurbótum á hús-
næöislánakerfinu að flestu leyti, en
neyddist til þess að samþykkja þær
nýjungar sem lögboðnar voru 1980
vegna þess að þær voru skráðar í
stjórnarsáttmálann lið fyrir lið. Það
er athyglisvert að þessi flokkur skuli
nú fara með húsnæðismálin. Þegar
Sjálfstæðisflokkurinn gat fengið öll
ráðuneyti að vild þá neitaði hann að
taka við félagsmálaráðuneytinu
þrátt fyrir áróðurinn í kosningabar-
áttunni. Það með öðru sýnir að kosn-
ingaáróðurinn var skrumið eitt og
yfirboð — nú er það Framsóknar-
flokkurinn skilningslaus og áhuga-
laus um húsnæðismál um áratuga-
skeið sem fer með þennan mála-
flokk. Það lofar ekki góðu.
Svavar Gestsson
alþingismaður.
„— nú er það Framsóknarflokkurinn
^ skilningslaus og áhugalaus um húsnæðis-
mál sem fer með þennan málaflokk.”