Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 4
DV. LAUGARDAGUR 23. JULI1983. * “”VIDEO"“ OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 Kvikm yndamarkaðurinn Skólavörðustig 19. Videokiúbburinn Stórholtí 1. Simi 35450. .ViDEO. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 11., 14. og 18. tölublaði Lögbirtmgablaðsins 1983 á eigumni Krókahrauni 12, n.h.t.h., Hafnarfirði, tal. eign Sigurðar Þórðai sonar, fer fram eftir kröfu Guöjóns Ármanns Jónssonar hdl., Jóns Finnssonar hrl., Gísla B. Garðarssonar hdl., Baldurs Guðlaugssonar hrl., Jóns Þóroddssonar hrl., Jóhanns H. Níelssonar hrl., Útvegsbanka íslands, Sigurðar G. Guðjónssonar hdl. og Björgvins Þorsteinssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. júlí 1983 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. AUGNLÆKNINGASTOFA Hef opnað augnlækningastofu að Marargötu 2 (vestan Landspítala). Tekið er á móti tímapöntunum í síma 26133 frá kl. 9—17 alla virka daga. ÓLAFUR G. GUÐMUNDSSON, augnlæknir. KVARTMÍLUKEPPNI! önnur kvartmíiukeppni sumarsins, sem gefur stig tii ís- lan dsmeistara titils, verður haidin á morgun, laugardaginn 23. júlí, og hefst keppnin ki. 14.00. Keppendur þurfa að vera mættir með biiana í skoðun kl. 11.00. Keppt verðurí öiium fiokkum Mikill fjöidi skemmtilegra og kraftmikilla bíia. Komið og sjáið spennandi keppni. KVARTMÍLUKLÚBBURINN Langar þig til ad lœra ad fljúga? Veistu hvað flugnám kostar, t.d. sólópróf. 15—20 tímar? Kynntu þér málið hjá starfsmönnum okkar. Allirgeta lœrt að fljúga. Kennsluflug Leiguflug Utsynisflug FLUGSKÓLINN H.F. REYKJAVÍKURFLUGVELLI (Skerjafjarðarmegin) - Sími: 28970 Ásakanir um fjármálabrot I Helgarpóstinum fimmtudaginn 21. júlí eru lögmennirnir Jón Magnússon og Sigurður Sigur jónsson bornir þungum sökum, m.a. ásakað- ir um „okurlán, hagræðingu skjala” o.fl., að því er segir í grein Þrastar Haraldssonar. Greinin fjallar um viöskipti þeirra Jóns og Siguröar við fyrirtækið Böðvar S. Bjarnason sf. sem fyrir nokkrum árum átti hús- eignir í borginni og lóð aö Pósthús- stræti 13-15. 1 greininni er frá því greint, aöárið 1980 hafi Böðvar Böðvarsson, erfingi fyrirtækisins, selt þeim Páli H. Páls- syni, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Happdrættis Háskóla Islands, og Hafsteini Garðarssyni, tengda- syni hans, hlut sinn í byggingarfélag- inu Rauðará. Fyrir þennan hlut sinn er Böðvar sagður hafa fengið við- skiptavíxla að upphæð 31.951.752 gamlarkrónur. Lögfræðingar fjölskyldufyrir- tækisins, Jón Magnússon og Sigurður Sigurjónsson, samþykktu að sögn Helgarpóstsins aö kaupa víxlana sem falla áttu í gjalddaga á tímabil- inu 15. apríl—15. desember 1980. Því er haldið fram í greininni að Jón og Sigurður hafi tekiö hærri vexti af víxlunum en leyfilegt var, 73% í stað 32% og að víxlaviðskiptunum lokn- um hafi Böðvar skuldað þeim Jóni og Sigurði rúmar 4 milljónir gkr. I greininni er einnig sagt frá því að 35% í lóðinni Pósthússtræti 13—15 hafi verið seld Jóni og Sigurði í árslok 1978 vegna skulda Böðvars Böðvars- sonar. Síðan segir að tæpu ári seinna hafi eignarhlutföllum verið breytt á þann veg að lögfræðingamir hafi þá eignast 40% eignarinnar. Eignarað- ild lögfræðinganna er svo enn sögð hafa aukist í 45% en fullyrt er, að sú breyting sé ekki skráð í bókhaldi fyr- irtækisins eða staðfest að öðru leyti. 1 grein Helgarpóstsins er og sagt að er gengið var frá sölu eignarinnar Pósthússtræti 13—15 hafi Jón og Sigurður sent borginni kröfu um hlut hennar í hönnunarkostnaði en vilyrði hafði fengist hjá borginni fyrir þátt- töku í honum. Fullyrt er að lögfræð- ingamir hafi ekki lagt neitt fram til hönnunarkostnaðarins, hann hafi verið á ábyrgð fyrirtækisins og hafi ekki komiö viö sögu er eignin var seld ekki alls fyrir löngu. Hvorki lánað þeim fé né keypt af þeim víxla eða verðbréf — segir í athugasemd f rá Jóni Magnússyni og Sigurði Sigurjónssyni Vegna rætinna skrifa í Helgarpóstin- um þ. 21.7. sl. undir fyrirsögninni „Stöndugt fyrirtæki sett á hausinn”, viljum við undirritaðir benda á stað- reyndir málsins, þó e.t.v. megi segja að slíkum skrifum eigi fyrst og fremst að svara á öðrum vettvangi. 1 blaðagreininni erum viö bomir þungum og alvarlegum ásökunum, svo sem þeim að hafa sölsað undir okkur eignarhluta í Pósthússtræti 13—15 og stundaö okurviðskipti. Staðreyndir málsins í stuttu máli em þær, að Sigurður Sigurjónsson hdl. annaöist um ýmis mál fyrir Böövar S. Bjama- son og Böðvar Böðvarsson á ámnum 1978—1980 m.a. milligöngu um kaup þeirra á lóðinni, en danskur lögmaður, K.L. Nemeth, og Pétur heitinn Sæmundsen bankastjóri önnuðust um málin f.h. seljenda og hafði ég, Sigurð- ur, milligöngu um þaö að gengiö var frá kaupsamningi á milli aðiia eftir til- boði þeirra feðga og gagntilboöi K.L. Nemeth, sem þeir féllust á. Vegna erfiðleika sem upp komu, m.a. vegna þess að byggingarleyfi fékkst ekki á umræddri lóð, lá fyrir að kaupendur mundu lenda í vandræðum með greiðslur skv. kaupsamningnum. Leitað var eftir skuldbreytingum viö hinn danska lögmann, en því var hafnað. Kaupendur lýstu þá yfir vilja sínum að selja hluta af lóöinni. Við undirritaðir keyptum þann hluta, 35% lóðarinnar, skv. kaupsamningi dags. 28.12. 1978 og var kaupverðiö gkr. 21.873.590,00. Við ákvörðun kaupverðs var miðað við upphaflegt kaupverð framreiknað til kaupdags. Aframhald- andi tafir framkvæmda mögnuöu síöan erfiðleika upphaflegu kaupend- anna og ollu því að við keyptum 10% lóðarhluta við viðbótar af þeim skv. beiðni þeirra, en jafnan var ljóst að þeir vildu vera meirihlutaeigendur og við höfðum ekki áhuga eða getu til frekari kaupa. Við höfum hvorki lánað Böðvari S. Bjarnasyni eða Böðvari Böðvarssyni fé né keypt af þeim víxla eða verðbréf. Böðvar Böðvarsson bað um aðstoð við sölu víxla og aðstoðuðum við hann í samræmi við þær hugmyndir, sem hann setti sjálfur fram og skrifaðar voru niður eftir honum. Hins vegar þurftum við að inna af hendi greiöslur á sameigin- legum veöskuldum á lóöinni vegna greiðsluerfiðleika sameigenda okkar, til þess að öll lóöin færi ekki á nauðungaruppboð og samþykktu þeir 2 víxla pr. 1.12. 1979 og 6. 12 1979 vegna þeirra greiðslna, en þegar til kom greiddust víxlamir ekki fyrr en síðar. Af framangreindum víxlum vom reiknaðir dráttarvextir eins og þeir vom á þeim tíma frá gjalddögum tU greiðsludags. Uppgjör eigenda lóðarinnar liggur fyrir dags. 28.10 1980, undirritað af Sigurði Sigurjónssyni hdl. og Gunnari Birgissjuii, þáverandi skrifstofustjóra Böðvars S. Bjamasonar s.f. Aödrótt- anir Helgarpóstsins þess efnis að uppgjör hafi ekki fengist eru því úr lausu lofti gripnar og gjörsamlega tilefnislausar. Umrædd lóöarkaup oUu okkur kaup- endum ýmsum erfiðleikum og freistuð- um við þess að selja lóöina og tókst það í ársbyrjun 1983. Salan fór fram í fuUu samráði allra eigenda. Að framan em rakin meginatriöi og staðreyndir varðandi viöskipti okkar við Böðvar S. Bjarnason og Böðvar Böðvarsson. Ágreiningur hefur verið með okkur um uppgjör vegna þeirra byrjunarframkvæmda, sem Böðvar Böðvarsson innti af hendi við lóðina að Pósthússtræti 13—15 en önnur viðskipti aöila em uppgerð með fullu samkomu- lagi. I grein Helgarpóstsins er látið að því liggja að viö höfum haft uppi hótanir gagnvart Böðvari Böðvarssyni. Böðvari hefur aldrei verið hótað af okkur. Hitt er annað mál að hótunum um blaðaskrif hefur iðulega verið komið á framfæri við okkur þó ekki af þeim Böðvari S. Bjamasyni eða Böðvari Böðvarssyni, heldur af manni þeim ótengdum sem átt hefur í úti- stöðum við ýmsa lögmenn hér í borg vegna vanskila, þ.á.m. Jón Magnússon hdl. Sú blaðamennska, sem birtist í tilvitnaðri grein í Helgarpóstinum er gjörsamlega óafsakanleg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta blaö birtir greinar sem þessa. Um sann- leiksgildi annarra slíkra greina dæmum viö ekki, en þaö er fráleit blaðamennska að kynna sér ekki málin áöur en mergjuð níðskrif em fest á blað. Við höfum staðfestingu fyrir því að ekki var haft samband við lög- fræðing Böðvars S. Bjarnasonar s.f., Othar öm Petersen hdl., eða aöstand- endur fyrirtækisins áður en greinin var skrifuð. Ekki var haft samband viö okkur. Svona blaðamennska dæmir sig í raun sjálf, en þrátt fyrir það getur hún valdið í tilvikum sem þessu, ærumissi, f járhagslegu tjóni og valdiö erfiðleikum hjá ættingjum og vinum þeirra, sem verða fyrir rógnum. Oft vill brenna við að þegar einstaklingar fá á sig slíkar óvirðingar að þeim gangi illa aö hreinsa sig af þeim. Þessar skýringar okkar, sem settar em fram hér að framan, em til þess að benda áeinfaldar staöreyndirmálsins. Viö munum hins vegar ekki láta þar við sitja og eitt er víst: Helgarpóstur- inn skal standa ábyrgur orða sinna að þessu sinni. Reykjavík 22.7.1983. Jón Magnússon hdl. Sigurður Sigurjónsson hdl. Veitum faglegar ráöleggingar um val og meðferð AQUASEAL-efna. - Gerum verðtilboð SÖLUDEILD 24220 AFGREIÐSLA 33533 11 LEYSIR LEKAVANDAMÁLIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.