Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR 23. JULl 1983. Það oí smntkur greifi som á oyno Moinau, som iiggur i Uboriingor-vatni i Mið-Evrópu. Myndin sýnir hallargorð groifans, som or skrýddur blóm- skrúöi oins og reyndar hver einasti smáreitur eyjunnar. Undraeyjan Mainau — skyggnst um í einum sérkennilegasta blémagarði heims Þýska eyjan Mainau er frægur lysti- garöur, einn sá frægasti í Evrópu stóö í feröamannapésanum mínum. Og þar sem ég fróðleiksþyrstur Islendingur- inn var á ferö syöst í Þýskalandi gat ég ekki með nokkru móti sleppt því aö berja augum þennan lystigarö. I vatn- inu Uberlinger sem aö liggja þrjú lönd (Þýskaland, Sviss og Austurríki) stendur þessi alþjóðlega eyja. Hún er kirfilega tengd viö Þýskaiand meö brú einni mikilli og er því engum vafa und- irorpiö að eyjan tilheyrir Þýska sam- bandslýðveldinu. En þó að heimamenn séu ekkert aö flíka því er eigandinn sænskur og greifi í þokkabót. Greifafrú Sonja og greifi Lennart Bemadotte, stóð í fyrmefndum pésa og var ekkert nánar fjallað um ætt þeirra né upp- runa. Ekki er alit þýska Á eyjunni sjálfri eru öll skilti leiö- beiningar og matseðlar á þrem tungu- málum svo aö allan þann tíma sem ég dvaldi á þessari blómaeyju var ég ekki viss í hvaða landi ég væri nú staddur. Tók þessi óvissa nokkuö á taugarnar því alltaf var veriö aö ávarpa mann á nýju tungumáli og loks var ég farinn að tala einhvers konar sambland af þýsku, frönsku og ensku. Gekk þessi ruglingur svo langt aö ég fór aö tala frönsku viö samferðamann minn sem þó er alíslensk. Og segir ekki meira af mínum persónulegu tungumálaerfið- leikum. Við komum akandi á sólariausum degi í júní. Eftir að hafa lagt á flenni- stóru bílastæði og greitt fýrir þaö f jór- um sinnum meira en venja er til í Þýskalandi héldum viö af stað gang- andi út i eyjuna góðu. Ég haföi viðaðað mér nokkrum fróöleik um eyjuna og hóf nú að þylja yfir samferöamanni mínum ýmis gullkorn. Viðskipti, að venju Saga eyjunnar verður rakin allt aft- ur til tíma Rómverja, en sagan frá þeim tíma og fram til 1500 er keimlík allri sögu Suöur-Evrópu. Illa siðaöir stríösglæpamenn skiptust á aö stela eyjunni hvor frá öörum. Sjálfum sér til skemmtunar, en alþýðu eflaust til mik- illar hrellingar. Núverandi eigandi greifinni Lennart fékk hana í arf frá sænsku drottningunni Viktoríu, en f jöl- skylda hennar haföi þá átt eyjuna frá Sæhári. Páfugi. sextándu öld. Undir stjóm greifans Lennart er svo þessi eyja orðin heljarmikiö fýrirtæki. 420 manns í vinnu viö eyju sem er 45 hektarar aö stærð. Rétt eins og hvert annaö stórfyrirtæki með garöyrkju- menn, fjármálastjóra, byggingar- menn, þjónustufólk, verði og jafnvel blaðafulltrúa. Velta fyrirtækisins var ekki gefin upp, né hagnaöur af því. En í kringum hvað snýst þetta allt saman. Jú, garöinn fræga, 45 hektara unaðsreit. Yfir milljón túlipanar og enn fleiri rósir, auk sýnishoma af svo til öllum blómategundum sem vaxa á þessarijörö. Sem sagt, hingað vomm viö komin. Þaö fyrsta sem mætti okkur voru stærðardýrastyttur, litskrúðugar mjög. Fyrst var þar ugla, þá fiskar óþekktrar tegundar syndandi í blóma- hafi og loks páfuglinn. Var hann stærstur af þeim öllum. Einir 3 metrar á hæð og stéliö feiknalangt. Var þetta hiö undarlegasta blómahaf á aö líta. Við nánarí aögæslu komumst viö að því hvemig þetta er hægt. Þaö er búin til grind úr sterku vímeti sem er svo fyllt af mold. Síðan er blómunum plantaö í þetta. En ekkert skal ég um þaö segja hvernig blómunum sumum líkar vistin með rótina upp í loft og krónuna niöur. Allt var þama ákaflega snyrtilegt aö sjá, rennisléttar grasflatir, hávaxin tré og svo stöku blómarunnar. Rómantískir dýragarðar Rétt hjá þessum blómadýrum rák- umst viö á önnur dýr. Þau reyndust vera spreUlifandi enda ekki úr blóm- um gerð. Þar vom dverghestar, kanin- ur og fleira. Ekki skildi ég nú þennan ragling alveg. Var kannski blómagarö- urinn orðinn að dýragarði? Sennilegra finnst mér þó aö þetta hafi verið gert meö ungviöið í huga. Börnin gætu horft á dýrin meðan foreldramir dáðust að blómaskrúöinu. Kom þaö og í ljós er við héldum göngunni áfram aö hvar- vetna þar sem merkileg fyrirbæri var aö finna á eyjunni þar fundust lika lif- andi dýr. Á einum staö apakettir, öðr- um stórir páfagaukar, þriöja fuglar, bæði stórir og litlir. Áfram héldum við og gengum meö- fram vatninu. Var það bæði friösælt og fallegt. Eldgömul tré beggja vegna gangstigarins. Nóg var af haganlega smíðuðum bekkjum svo við fengum okkur sæti og horfðum á vatnið stóra. Ég verö að játa að ég er haldinn ein- hverri ónáttúru sem lýsir sér m.a. í því að þegar ég sit á fögrum vatnsbakka í meira lagi rómantískur í hugsun, fara fljótandi plastpokar, dauöir fuglar, spýtnarusl og brúnleit drullufroöa af- skaplega í taugarnar á mér. Þannig aö þaö varö aö ráöi aö hætta snarlega öllu vatnaglápi, snúa upp á eyju aftur og geyma rómantíkina til betri tíma. Vegur hinna villtu rósa Ekki höfðum viö lengi gengiö þegar ég kom auga á feiknastóra flugdreka og vöktu þeir furöu mína hér á þessum stað. Þegar viö komum nær sáum viö að þeir vora kirfilega festir viö jörö og ætlaöir sem sólskýli fyrir þreytta göngumenn. Við höföum veitt því at- hygli aö á leiö frá vatninu upp aö drek- unum smækkuöu grasslétturnar og aö sama skapi jukust rósarunnarnir. Ekki höfðum viö lengi gengið þegar viö komumst aö því að viö vorum kom- in á þann merkisveg. Veg hinna viUtu rósa. Gengum viö nú með hæfilegri lotningu framhjá hverjum rósarann- anum á fætur öörum. Gular, rauðar, hvítar og bleikar rósir í þúsundavís. Var eins og þessir rósarannar væru í keppni um hver gæti nú orðið stærstur og skartaö flestum og fegurstum rós- unum. Eg staðnæmdist oft og einu sinni ætlaöi ég aö telja rósirnar á ein- um slíkum runnanum. Nær ég haföi talið 140 rósir og sá að aðeins lítill hluti var talinn, gafst ég upp. Er mér næst aö halda aö þær hafi ekki veriö færri en 500 og allt að 1.000 á sumum rannun- um. Var ekki laust viö að manni fynd- ist þetta svolítið óréttlátt. Allar þessar rósir hér við eina götu, miklu fleiri en til eru á öllu íslandi. En eins og oft vill veröa í keppnum eins og þessari, sem þessir rósarunnar háöu innbyrðis, var hugsaö meir um magn en gæði. Voru rósimar yfirleitt fölar og ræfilslegar ásýndum. Og áfram gengum viö. Virt- ist þessi villirósavegur engan endi hafa og svei mér ef ekki skaut upp smá óttatilfinningu. Nú væri maður lentur inni i martröð og yröi að ganga rósa- veginn til eilíföamóns. En viö sluppum út úr rósarunnunum ómeidd en nokkuö móö. Skal ég ekki draga í efa sann- leiksgildi þess að rósirnar séu vel yfir milljón á þessari eyju, gott ef ekki tvær milljónir. Vorum viö sammála um aö nú værum viö búin að sjá allar þær rósategundir sem til væru og þyrftum þvi ekki oftar aö eltast við örfáar rósir á okurveröi í blómabúöum uppi á Is- landi. Afrískur himnastigi En viö voram ekki lengi búin aö ganga þegar nýtt undur mætti okkur. Undarlegur stigi, á annað hundrað tröppur. Eftir honum miöjum rann lítil vatnsspræna og báöum megin viö hana voru allskonar blóm, burknar, kaktus- ar og villigróður sem ég hef ekki áður séð. Ekki sá ég aö stigi þessi heföi neinn tilgang annan en aö á hann væri horft. Fyrst niöri og horft uppeftir hon- um, og svo rölta upp og horfa niðureft- ir honum. Minnti þetta fyrirbæri mig á einhverja draumsýn sem mér vitraðist í æsku, þá er mig dreymdi afríska konungshöll. En þetta var mjög snot- urt á að líta og höfðu börnin gaman af að sulla í litlu vatnskeri sem var neöst við stiga þennan. Þarna munduðum viö myndavélina aö hætti alvöru túr- hesta. Sá ég engan ganga þarna framhjá án þess aö nota myndavélina sína, ýmist .mikiö eða mjög mikið. Væri fróðlegt að vita hvað margar myndir era til af þessum stiga, dreifð- ar víðsvegar um heiminn. Undanhald samkvæmt áætlun En áfram héldum við þessari för okkar um ævintýraeyjuna. Næst varð fyrir okkur stígur einn lítill og hlykkj- óttur með trjágróöri miklum á báðar hliðar. Sýndist hann liggja uppávið og fórum við því í þá áttina. Ekki var hann nefndur neitt svo ég viti en eftir að ég var kominn upp á hæðina ákvað ég meö sjálfum mér að kalia hann kvikindisstíg. Annað eins safn af maurum, vespum og allrahanda skor- kvikindum hef ég sjaldan séð. Þótt- umst við góð aö sleppa óbitin í gegn, og er sennilega því að þakka aö við vorum alltaf dugleg aö úða í okkur B vítamíni. Er upp var komið höfðum við allgott útsýni yfir það svæði sem við höfðum áöur rölt um Þegar við höfðum gapaö nægju okkar út í loftið, svo sem sönn- um klifurköppum sæmir, héldum viö lengra inn í eyland þetta. Fyrr en varði vorum viö stödd í litlum en ógurlegum garöi. Þar voru kaktusar allt að mann- hæðarháir, meö hárbeittar nálar. Hér var betra að fara varlega og hrasa ekki í beðin. Heföi mér skrikaö fótur væri ég varla til frásagnar nú. En minnug þess aö sá vægir sem vitiö hef- ur meira hörfuðum við út úr þessum eyöimerkurgarði. Vorum við þá komin inn í sjálfan hallargaröinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.