Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 23. JULI1983. DV. LAUGARDAGUR 23. JUU1983. 25 DV kyiinir f élögin í 1. deild í knattspyrnuDV kynn ir f élögin í 1. deild í knattspyrnuDV kynnir f élög 1 .■= 4) tpg 4) = cj: :$ 5 .k s Llð Víklngs keppnistimabilið 1983. Vii f yrst reynir á karakterinn í liöinu" — segir Jén Ólafsson lidsstjóri hjá Víkingi „Það er ekki hægt að segja að það liggi vel á manni þegar ekki gengur betur. Ég get ekki gefið þér né öðrum neina skýringu á því af hverju Vík- ingsliðið hefur ekki náð betri árangri í sumar en raun ber vitni,” sagði liðsstjóri liðsins, Jón Ólafsson, er við áttum við hann tal. Jón man tím- ana tvenna í knattspymunni. Hann var um árabil einn traustasti mið- vörður í íslenskri knattspymu, ákaflega sterkur leikmaður og ósérhlíf- inn. „Mjög óhress" „Aðalástæðuna fyrir slakri frammistöðu liðsins í sumar tel ég þó vera þá að við nýtum ekki þau marktækifæri sem við fáum í leikjunum. Sóknin er bitlaus og breytir miklu hjá okkur að til dæmis Heimir Karlsson er ekki svipur hjá sjón frá því sem hann var í fyrra. Ég held að leikmönn- um liðsins sé óhætt að gera sér grein fyrir því að ekkert annað en botnbarátta er framundan. Því fyrr þvíbetra.” Nú hafa ýmsir viljað halda því fram að þjálfarinn eigi nokkra sök á ósköpum þeim sem dunið hafa yfir liðið í sumar. Hvað vUt þú segja um það? „Ég persónulega er ánægður með þennan þjálfara. Strákarnir geta sjálfum sér um kennt hvernig komið er. Þessi belgíski þjálfari er að vísu nokkuð mikið öðruvísi en þeir Rússar sem þjálfað hafa Víking. Þeir lögðu meira upp úr æfingum með bolta en þessi þrek- æfingum. En það má ekki gleyma því að Jean Paul þjálfari kom allt of seint til okkar í sumar, og ég tel það mjög slæmt aö hann skuli ekki ná að kynnast leikmönnum fyrr en keppnistímabilið er hálfnað.” Og svo er það þessi klassíska spuming: Hverjir verða íslands- meistarar? „Ég tel að Skaginn hafi þetta í lokin en það eru þrjú lið nokkuð jöfn á toppinum, Breiðablik, Akra- nes og Vestmannaeyjar. Það má þó enginn skilja orð mín svo að við Víkingar séum búnir að gefast upp. Nú fyrst reynir á samtaka- mátt okkar. Nú reynir á karakter- inn í leikmönnum liðsins, stjórnar- mönnum og áhorfendum sem styðja liðið. Ef enginn þessara ein- staklinga gefst upp efast ég ekki um að við munum ná á skrið á nýj- an leik,” sagði Jón Olafsson. -SK. Kemur hann af tur til Víkings? Guðgeir leikið f lesta landsleiki flestra Víkinga Jean Paul Coloaval. Þrátt fyrir að þjálfari Vikinga, Belgíumaðurinn Jean Paul Colon- val, hafi náð góðum árangri sem þjálfari i Belgíu er ekki hægt að segja að hann hafi náð góðum árangri með lið Víkings. Nokkrar óánægjuraddir hafa heyrst meðal Viklnga og nú er það stóra spurning- in hvort Colonval, sem um þessar mundir er staddur í Belgíu, kemur aftni- til landsins. Fróðir menn segja að svo verði ekki. -SK Hinn gamalkunni knattspyruu- maður, Guðgeir Leifsson, hefur leikið alls 39 landsleiki fyrir Is- lands hönd á löngum ferli sínum sem knattspyrnumaður í áhuga- og atvinnumennsku. Næstur Guðgeiri, af núverandi leikmönnum liðsins, kemur Ómar Torfason, en hann hefur leikið 10 landsleiki. Óskar Tómasson hefur leikið 4, Diðrik Ólafsson og Heimir Karlsson 3 og þeir Aðalsteinn Aðalsteinsson og Magnús Þor- valdsson 2 hvor. Magnús hefur leikið flesta leiki með meistara- flokki og eru þeir orðnir á fjórða hundrað. Innan raða Víkinga eru margir ungir knattspyrnumenn sem eiga örugglega eftir að ná langt í fram- tíðinni. Má þar nefna nöfn eins og Ólaf Ólafsson og Andra Marteins- son en báðir eru þessir leikmenn efnilegir og eiga framtíðina fyrir sér. -SK „Reyni ad f ara á völlinn þegar Víkingarnfr spila” — segir próf essor Bjarni Guönason, fyrrv. leikmaður meö Vfkingf og landsliöinu „Það liggur alveg ljóst fyrir að Víkingar standa sig ekki vel í knattspymunni. Þetta er alvar- legt ástand og marga aðalþætti knattspyraunnar vantar í leik liðs- ins,” sagði Bjarai Guðnason, fyrr- verandi alþingismaður, núverandi prófessor og mikill Víkings- aðdáandi og leikmaður með lið- inu í gamla daga. Bjarai þótti mjög frambærilegur knattspyrau- maður í „den tid” og lék fjóra landsleiki fyrir íslands hönd, fyrsta leikinn 1951. „Það er mikil vöntun í Víkingsliðinu. Leikmenn spila of þétt á vellinum og sóknin er alveg bitlaus. En flestir leik- menn liðsins hafa yfir aö ráða góðri knattmeðferð og fara vel með knöttinn en lið sem ekki skorar mörk vinnur ekki einn einasta leik.” Þú varst upp á þitt besta á árunum ’48 til ’53. Hver er helsti munurinn áj DV kynnir lldin í 1. cfteild í knatl - ! spyrnu Frammistaöa Is- landsmeistara Víkin^s hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir í sumar og margir eru þeir sem spáöu liöinu góðu gengi er lagt var í'ann í vor. En í dag er liöið á botni I. deildar og erfið barátta er framundan hjá leik- miinnum liösins. Viö skýröum frá því í síöasta Helgarblaöi aö Isfiröingar myndu kvnntir að þessu sinni en af því gat því miöur ekki orðið. Að fenginni reynslu munum viö því geyma allar spár um næstu fórnarliimb DV-kynningarinnar. -Sk knattspyrnunni sem leikin var þá og þeirri sem leikin er í dag? „Ég er ekki í nokkrum vafa um að knattspymumenn í dag æfa mun meira og oftar en við gerðum í gamla daga. Leikmenn liöanna eru mun betur á sig komnir líkamlega. En engu að síður er leiöinlegur svipur yfir knattspymunni í dag. Leikmenn eins og einn allsherjar stormsveipur á vellinum og allir í kringum knöttinn. Það vantar að opna leikinn. Nota kantmenn betur en gert er og fá fleiri góðar fyrirgjafir fyrir mörkin. Þetta var gert í gamla daga og þá komu oftast milli tvö og þrjú þúsund áhorfendur til að horfa á liðin leika en í dag þykir gott aö fá fimm hundmö áhorfendur. Þetta er alvarlegur hlutur Bjarni Guðnason. og það eina sem getur bætt hér úr er betri knattspyrna.” Nú fylgist þú nokkuö mikið með knattspymunni. Hvaða lið telur þú vera sigurstranglegast í dag? „Eg fer oftast á völlinn þegar gott er veður og þá sérstaklega þegar Víking- ur er að spila. En ég get ekki og treysti mér ekki til að spá fyrir um sigurveg- ara. Það geta allir unnið alla og liðin em mjög misjöfn, það er, öll liöin geta leikið vel í dag en afleitlega á morgun. Eg vona bara að Víkingarnir mínir fari aö taka sig saman í andlitinu og hætta þessum þvættingi sem þrönga spiliö er. Og svo auðvitaö að skora mörk,” sagði prófessor Bjami Guðnason. -SK „Trili ekki ad Vík- ingur falli í ár99 r — segir Olafur Björnsson, fyrirliði Breiðabliks „Víkingsliðið hefur að mestu sumar era mörkin. Þau hafa lát- andi keppnistímabil hafi haft slæm | Ieyti spilað sama bolta og það ið á sér standa,” sagði Ólafur áhrif á liðið. Belgíski þjálfarinn kom Björasson, fyrirliði Breiðabliks, er við ræddum við hann Víkingsliðið. um I I ekki fyrr en í apríl og það er alltof seint. Hann er ekki farinn að þekkja liðið fyrr en á miðju sumri. En þrátt fyrir þessa erfiðleika held ég aö það komi ekki til að Víkingar falli. Eg trúi því ekki að óreyndu. En ég held líka að þeir geti gleymt því að hugsa um sigurmöguleika sína í Islands- mótinu.” Igerði í fyrra með þeim árangri að liðið varð íslandsmeistari. | Það sem á vantar hins vegar í ® T „Víkingar hafa fengið mörg góð ■ marktækifæri í sumar en þó held ég I að leikurinn gegn Akranesi hafi verið ^ I I sá versti hjá þeim hvað nýtingu “ varðar. Það var ljóst eftir þann leik # # # 1 % D | að miklir erfiðleikar em framundan II I 1 1 „ hjá Uöinuog Víkingar verðaaösækja Hverjir munu standa uppi sem ft ^ ft | g § I í sig veöriö ef ekki á illa aö fara. I liö- sigurvegarar ílokin? Iinu eru sterkir leikmenn eins og Om- „Það er ljóst að við Blikar verðum ar Torfason og Þórður Marelsson í einu af efstu sætunum. Eg er hæfi- \ M I sem ég tel þó að hafi verið misnotað- lega bjartsýnn á næstu leiki en veit H Æ • ur sem sóknarbakvöröur í sumar, þó að þeir verða erfiðir. Við verðum Æ I sérstaklega fyrri part sumars. Þá tel bara að gera okkar besta og taka jT > ég að vandræði þau sem voru við einn leik fyrir í einu,” sagði Olafur I ráðningu þjálfara fyrir yfirstand- Björnsson. -SK Vantar mörk hjáVíkmgi Friðrik Víkinga sumar. Þorbjörnsson: Frammistaða hefnr komið mér ú óvart í ,JÉg get ekki neitað því að frammi- staða Víkings í 1. deildinni I sumar hef- ur komið mér þó nokkuö mikið á óvart,” sagði Friðrik Þorbjömsson, fyrirliði KR-liðsins í handknattleik, er við leituðum álits hans á Víkingsliðinu. Friðrik er mikill áhugamaður um flest- ar greinar íþrótta og sjaldan lætur hann sig vanta á völlinn. „Liðið hefur oft leikið þokkalega en það liggur alveg ljóst fyrir að lið sem ætlar að ná langt í þessu Islandsmóti sem öðrum verður að geta skorað mörk. Það hafa Víkingar ekki gert og því eru þeir á botninum. En ef Víking- ar reima á sig skotskóna þá er voðinn vís fyrir hin félögin.” — Hverjir verða tslandsmeistarar? „Þetta er erfiö spurning. Það eru mörg liö sem geta hlotiö titilinn í ár og raunar er hægt að spá velflestum lið- um Islandsmeistaratitli. Eg vona nú samt sem KR-ingur að mínir menn verði meistarar. Þeir hafa þó ekki ver- ið nægilega heppnir í leikjum sinum og of oft hefur uppskeran orðið eitt stig í stað tveggja. Það er ljóst að mörg lið koma til greina sem meistarar og eins og staðan er í mótinu i dag þá er ekki nokkur vegur aö spá fyrir um úrslit,” sagðiFriðrik Þorbjörnsson. -SK. Hverja telur þú sigurmöguleika Vík- ings vera í 1. deild í knattspyrnu? Bergur Garöarsson prentarl: „Frekar litla og þeir mega þakka fyrir að faUa ekki. En ögmundar vinnufélaga míns vegna vona ég ekki. (En hann mætti taka fleiri aukavaktir og komast oftar inná hvfldina.)” Svava Oiadótttr, i handboIU i Vfkingl: ,J>vi nritar eru möguleikar þetrra ekU mtklir. En samt falla þeir ekki, það er örnggt, en þeir verða neðariega.” Garðar Bergendal bflstjóri: „Ég held að Vfldngar verðl mjög ofarlega. Þó get ég ekki sagt með vissu hvort þeir sigra i mótlnu.” GkU Brynjólfsson sendlbflstjóri: „Verður maður ekki að segja að Víkingur verði IslandsmeisUri. Þelr eru með ágætisUð i dag.” Jón Úlafsson bilstjóri: „Eg tei möguleika Vikinga Utla. Síðustu leikir Uðsins valda þvi öðru fremur. Það er eittbvað að hjéliðina.” HaUdór Bragason prentari: „Kanntn annan? Þeir eru akkúrat engir. Lið sem ekki skor- ar mörk vinnur aldrei mót í knattspyrnu.” DV k> nnir félögin í 1. deild í knattspyrnu DV kynt lir félögin í 1. deild í knattspyrnu DV kynnir félöj DV kynnir f élögin í 1. deiftd í laiattspyrnn PV kynnir félögin í l.deiid

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.