Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 37
DV. LAUGARDAGUR 23. JULI1983. 37 akamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — aö búa með „öörum”. Þessi „annar” var reyndar besta vinkona Karenar. Og þetta notfæröi Kerr-McGee sér, þegar harka hljóp í máliö, til aö sverta Karenu í augum almennings. Karen vann á rannsóknastofunni við svokallaöa „hanskakassa”. Þeir voru lofttæmdir og unniö var viö þá utanfrá meö því að stinga höndunum inn í þartilgeröa hanska. I þessum kössum fékkst Karen einkum viö efn- iö plútóníum sem getur verið mjög hættulegt í vissum efnasamböndum. „Miklu hættulegra en bit eitur- slöngu,” lét sérfræðingur hafa eftir sér. Á löngum tíma getur þaö orsak- að erföagalla og krabbamein. Um þetta vissi Karen ekkert þegar hún byr jaöi aö vinna hjá Cimarron. Þegar þetta var vann Drew líka á rannsóknastofunni. Þau Karen voru mikiö saman og fluttu saman þótt sambandið væri á tíöum storma- samt. Þar kom aö Drew hætti hjá Cimarron og flutti burt. Þau Karen héldu þó sambandinu áfram. Þótti kvartsár Ekki haföi Karen lengi unnið hjá Cimarron er hún fékk orð fyrir aö vera uppivöðslusöm. Hún var sí og æ aö mótmæla og kvarta. Nýir starfs- kraftar fengu enga tilsögn; þegar plútóníum slapp út í andrúmsloftið voru skýr ákvæði um þaö í reglum aö loka skyldi rannsóknastofunni þar til hreinsun hefði farið fram. Hjá Cimarron fékk fólkið hins vegar skipanir um að vinna eins og ekkert heföi í skorist, að vísu meö súrefnis- grímur; hanskarnir í lofttæmdu kössunum voru h'ka farnir aö láta sig; og á kaffistofunni haföi hún grun um aö loftið væri ekki eins hreint og þaöættiað vera... . I september 1974 hafði Karen unn- ið tvö ár hjá Cimarron. Þaö var þá sem hún, ásamt formanni stéttar- félags sins, fór til Washington til aö hitta Steve Wodka. Hún lagði fyrir hann lista hvar tíundaðir voru gallar í öryggiskerfi Cimarron. Hún bauðst til aö útvega pottþétt sönnunargögn. Þannig mætti fá Kerr-McGee til að hta hlutina alvarlegri augum. Þetta var auðvitað aht hið mesta leynimakk. Meira aö segja Drew vissi ekkert. Wodka sagöi Karenu aö ef kæmist upp um hana yröi hún ekki aðeins rekin heldur gæti eitthvaö enn verra komið fyrir. Wodka talaöi viö kunningja sinn, blaöamann á New York Times. Sá sýndi mikinn áhuga, þaö er aö segja ef sönnunargögn væru fyrir hendi. .Eyrirtækiö grunar eitthvaö,” skrifaöi Karen í dagbókina sína þessa daga. Hún bauðst til að taka næturvaktir. Þannig kæmist hún auöveldar yfir pappira og skjöl. Hún var alltaugaóstyrk þessa daga, haföi litla matarlyst og keðjureykti. Hún var ákveöin í þvi aö þegar hún hefði komist yfir þaö sem vant- aði segði hún upp hjá fy rirtækinu. En hafði hún verið nógu gætin? Vissu þeir hvað hún var að gera? Þessar spurningar leituðu á hana aftur og aftur. Hún geymdiþau gögn sem hún hafði þegar komist yfir á botninum í fataskápnum sinum. Hún vonaöi aö enginn f yndi þau. Þaö var þó ekki fyrr en 5. nóvem- ber ’74 að verulegur skriöur komst á málið. Hún mætti til vinnu klukkan 13. Hún haföi fataskipti og hvarf til vinnu sinnar. Svo kom kaffi- tíminn. Hún hætti að vinna og eins og venjulega fór hún í gegnum tæki sem sagöi hvort viðkomandi var geislavirkur eöa ekkL Tækið ýlfraði. Karen veinaöi upp, hún var orðin geislavirk! Hún var tekin og hreinsuö eins og kallað er. Þaö sem eftir lifði vinnutíma sýslaði hún við eitt og annaö, kom þó ekki nálægt kössunum. Þegar vinnu lauk fór hún aftur í gegnum tækiö og enn ýlfraði það. Karen var enn orðin geislavirk og aftur þurfti hún í gegnum hreins- unina. Um kvöldiö fék hún Drew í heim- sókn. Næsta dag mætti hún til vinnu eins og venjulega. Þegar hún kom í námunda viö tækið ýlfraöi þaö enn. Hvernig mátti þaö vera? Var ein- hver geislavirkni heima hjá henni? Sérfræðingar fylgdu henni heim. Þaö kom i ljós að síminn, saleniiö og ísskápurinn voru geislavirk, auk fleiri hluta sem Karen haföi snert. Einkum var rúllupylsuendi í ísskápnum hættulega geisiavirkur. Drew var kallaöur til en ekkert fannst aö honum. Ibúö Karenar var tekin I gegn. Þegar þaö loks var yfir- staöiö og Karen fékk að fara þangað inn aö nýju var þaö fyrsta sem hún geröi aö gá í fataskápinn. Henni létti stórum: allir pappírar á sínum stað. En hvemig stóð á þessu með rúliu- pylsuna? Hún hafði borðað af henni síðast 5. nóvember, daginn áöur en íbúðin haföi veriö hreinsuð. Hún varð viti sínu f jær af hræðslu. Hún hringdi tilWodkatilNewYork. „Eg fæ krabbamein, ég dey!” sagöi hún viö Wodka. Hann lofaði aö koma til hennar næsta dag. Hann reyndi aö róa hana og fullvissa hana um að svo hættulegt væri þetta ekki og líf hennar alls ekki í hættu. Karen róaöist en sjálfur var hann ekki sannfærður. . . Hvað var í möppunni? Karen flutti nú aftur inn til Drew. Kerr-McGee sendi þau bæði til ítarlegrar læiknisrannsóknar til Los Angeles. Þar voru þau í tvo daga. Hjá Drew fannst ekkert en örlítið plútóníum fannst í lungum Karenar. Þó ekki hættulegt, fullvissaöi læknir- inn hana um. 12. nóvember flugu þau aftur til Oklahoma City. Þá fyrst sagði Karen Drew viö hvað hún væri aöfást. Sólarhring síðar var hún öll. Daginn sem hún kom frá Los Angeles var hún kölluö f yrir h já yfir- mönnum Cimarron. Hún var sökuö um aö smygla plútóníum út úr fyrir- tækinu. Hvers vegna gæti þaö annars fundist hehna hjá henni? Hún svaraöi engu. Næsta dag ætlaði hún aö hitta Wodka og blaðamanninn og láta þá fá sönnunargögnin. Drew sótti þá út á flugvöll. Sama dag þurfti Karen aö vera á stéttarfélagsfundi. Félagar hennar þar tóku eftir því að hún hélt á möppu undir handleggnum og sleppti henni aldrei. A fundinum trúði hún einum vinnufélaga sínum fyrir því að fylgst væri meö sér og einnig veitt eftirför. En nú skyldi Kerr-McGee fara aö vara sig, þessi mappa ætti eftir að koma honum á kné. Klukkustund síðar var hún öll og mappan horfin. Nú var þaö í valdi einkaspæjarans Pipkin frá Texas aö grafast fyrir um hvort hér væri um morðaðræða. Erfitt viðureignar Pipkin tók eftir rispum á afturstuð- ara bíls Karenar. Þetta voru nýjar rispur og greinilega eftir stuðara annars bíls. Pipkin var viss um aö rispur þessar hefðu komið í siöustu ökuferð Karenar. Pipkin var því sammála Wodka um að bíl Karenar heföi verið þröngvað út i vegarkantinn af öðrum bil með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var samt ekki á því aö mein- ingin hefði verið að stytta ævidaga Karenar heldur aöeins hræða hana eöa fá hana til aö stansa. Þegar viðkomandi heföi svo séð í hvað stefndi heföi hann hraðaö sér á brott en komið svo aftur til að sækj a möpp- una. Lögreglan hins vegar yppti öxlum. Hún hélt fast viö fyrri málalyktir og leit svo á að málið væri til lykta leitt. Hún vildi heldur ekki setja innbrot sem framiö var í ibúö Drew, þar sem ekkert hvarf nema myndavél sem Karen hafði átt, í samband viö dauöa Karenar. Þar sem Cimarron vann fyrir bandariska ríkið fór málið fyrir FBI. Þeir afgreiddu þaö einnig sem slys. Og áburöur Wodka og félaga gegn Kerr-McGee vakti enga athygli. Þeir sem reyndu að vinna aö málinu enduðu ætiö í blindgötu. Fyrrum starfsfélagar Karenar vildu ekkert tjá sig, af ótta viö aö missa vinnuna. Og Kerr-McGee sam- steypan bar út óhróður um Karenu: hvaö var svona eiturlyfjaneytandi og kynvillt kvensa aö færa sig upp á skaftið? Hver trúir slikri konu? Karen hafði nokkrum sinnum átt vingott við kvenfólk á milli þess sem hún hafði verið með Drew. I töskunni hennar fundust nokkrir marihuana- vindlingar. Hún haföi lika stundum tekið taugalyfið metaqualo sem flokkað hefur verið sem eiturlyf. En þetta kom auövitað ekki málinu við. Spurningin var hvort ákærur hennar á hendur Kerr-McGee væru réttar. Og í framhaldi af því, hvaö varö af möppunni sem hvarf úr bílfiakinu? Var dauödagi hennar eðlilegur? Loksins kom málið f yrir rótt I Washington var hvíslaö að blaða- manni nokkrum aö ekki væri allt meö felldu í rekstri Kerr-McGee samsteypunnar. Tuttugu kíló af plú- tónium höfðu horfiö á undarlegan hátt, nóg til að búa til kjamorku- sprengju. Hvað varö af þessum kíló- um? Annar sagöi að Karen Silkwood hefði vitað hvað orðið hefði af þess- um tuttugu kílóum af plútóníum og hver þjófurinn væri. Þess vegna varð aö ryöja henni úr vegi. Sá þriðji sagði aö Kerr-McGee hefði selt þetta plútónium á svörtum markaði til aðila í Tel Aviv. Slíkar voru sögumar sem gengu. 31. desember 1975 var Cimarron verksmiðjunni lokað. Hún hafði ekki skilað þeim hagnaði sem vænst hafði verið. Nokkur bandarísk kvennasamtök héldu við máli Karenar. öll áttu samtökin þaö sameiginlegt aö vera andvig kjamorku. Peningum var safnað til að kynna máistaðinn. Einkaspæjarar voru ráönir til að koma Kerr-McGee á kné. Og nú, eftir að verksmiöjuni hafði veriö lokað, höföu fyrrum starfsmenn ekkert á móti því aö tjá sig. Það kom í ljós aö sími Karenar hafði verið hleraður síðustu daga hennar. Og einnig þeirra sem mest umgengust Karenu af vinnufélögunum. Þekktur stjórn- málamaður, sem ætlaði að láta málið til sín taka, varð skyndilega úthrópaður í f jölmiðlum vegna sam- bands við einhverja léttúðardrós. I nóvember 76 stefndu ættingjar Karenar Silkwood Kerr-McGee sam- steypunni. Var krafist peninga í skaöabætur sem renna áttu til barna Karenar. Stefnendur sökuöu stefnda ásamt FBI og dómsmálaráðuneytinu bandariska um að leyna hættulegri vinnuaðstöðu hjá Cimarron. Þá var samsteypan ábyrg fyrir því að plút- óníum fannst í íbúð Karenar og kraf- ist var að Kerr-McGee borgaði þungarsektir. Eftir mikið japl og jaml og fuður komst málið loksins fyrir rétt. Það var í Oklahoma City í mara 79. Þá hafði Karen veriö látin í fjögur og hálft ár. Rétturinn stóö í tíu vikur. Áður haföi dómarinn tekið loforð af málsaöilum. Það mátti ekki minnast á dauöa Karenar, hvorki slys né morð. Ekki mátti heldur nefna kyn- villu eða eiturlyf janeyslu Karenar. Hálfur sigur Þegar þetta var höfðu andstæðing- ar k jamorkunnar mun meiri meðbyr en 74, máiið vakti því töluverða at- hygli. Fjölmargir komu fyrir réttinn og þar kom að dómurinn var kveöinn upp: Þaö var ekki Karen sjálf sem haföi komið plutóníum inn í íbúö sina heldur einhver annar. Að það skyldi geta geret væri ófyrirgefanlegt kæruleysi frá hendi stjórnenda Cim- arron, þess vegna væri Kerr-McGee sekur. Vegna geislavirkninnar, sem Karen varð fyrir, voru börnum hennar dæmdir 505.000 dollarar. Vegna slælegrar öryggisvörslu var Kerr-McGee dæmdur til að greiða 10 milljónir dollara i sekt. Þetta var sigur en þó ekki nema hálfur. Það var enn á huldu hvernig dauða Karenar bar aö. Það var sannað að sími hennar hafði verið hleraður síöustu daga hennar. Þess vegna var leynifundurinn, sem hún hafði verið á leiö til, enginn leyni- fundur. Nokkrum dögum eftir að dómur féll í málinu hringdi sími eins einka- spæjarans sem meö málið haföi haft aö gera. Á hinum endanum var maður sem ekki vildi láta nafns sins getiö. Sagðist hann hafa komist í leyniskjal FBI þar sem sagt var að dauða Karenar hefði borið nákvæm- lega eins að og Wodka og Pipkin héldu fram: annar bíll hafði þvingað hana út af veginum. Með öðrum orðum: morð að yfirlögðu ráði. Síöan þetta var hefur meöal ann- are Newsweek sæmt Karenu Silk- wood titlinum, ,ein af het jum samtíð- arinnar”. VÆRKSTEDSMASKINER Bedre, brugte vaarkstedsmaskiner for Jem- og trnindustri. Salg og vejladning telef on 90-45-3-86 28 04. Hárgreiðslustofan Safír Nóatúni 17 (2. hæð) S. 25480 LOÐAÚTHLUTUN Mosfellshreppur auglýsir eftir umsóknum í byggingarlóðir við Víðiteig, Mosfellssveit. Annars vegar er um að ræða 14 einbýlishúsalóðir sem einkum er ætlað að úthluta til einstaklinga. Hins vegar 5 sambýlis/raðhúsalóðir sem einkum er ætlað að úthluta til verktaka. Umsóknarfrestur er til 2. ágúst nk. Skilmálar og umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu sveitarsjóðs á skrifstofutíma. Umsóknum sé skilaö til byggingafulltrúa, Hlégarði. Sveitarstjóri. B/ *3/ e3/ ej/ •?/ Ot *J/ eS/ *S/ *3/ *?/•?/ *S/ *S/ *S/ eS/ *S/ *S/ *S/ *S/ /£• /C* /C*/C!^* /t* /£* /{•/{• /t* /t* /C* /C* /f* /C* /C* /C* /C* /C Opið frá kl. 9 til 19, alla daga, einnig í há- deginu, laugardaga 10 — 5. Simar: 84370 - 85255. EINN GLÆSILEGASTI HÚSBÍLAMARKAÐURINN FORD CLUB WAGON ferOabHI. Einn með öllu. árg. 1977. nýinn- fíuttur, með ótrúlegum aukahlutum, t.d. tölvu og tækjum, inn- rótting meö eldavól, ísskáp o.fí. o.fí. Verðkr. 680.000 Einnig: Ford Econoline húsbíll, með upph. toppi, érg. 1980. Verð kr. 600.000,- Volkswagen húsbíll, með lyftitoppi, érg.1976. Verð kr. 165.000,- GMC húsbill érg. 1979. Verðkr. 460.000,- ATH. okkur vantar Ford Taunus og Fiesta bíla, einnig Suzuki Foxjeppa og fólksbíla. Af sérstökum ástæðum bjóðum við MERCEDES BENZ DÍSIL A/T árg. 1980 á 550.000,- og CHEVROLET CAMARO Z-28, svartan, með öllu. Verð kr. 320.000,- Sölumenn: Jónas Ásgeirsson og Þorsteinn Kristjánsson. Aðstoðarm: Kári Eliasson. Framkvstj: Finnbogi Ásgeirsson. BÍLAKJALLARINN F0RD HÚSINU iS/ *3/ 41 *3/ *s/ *S/ *s/ *3/ *S/ *S/ *s/ *S/ *S/ *S/ *S/ *S/ *S/ *3/ *S/ *3/ /C* /C* /c* /c* /c* /C* /C* /C* /C* /c* /c* /C* /C* /C* /C* /C* /C* /C* /C* /C £ / Notaðir Co / bílar BILAKJALLARINN F0RD HÚSINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.