Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 23. JUU1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. FramkvÆmdastjóriog útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR /VIAGNÚSSON. Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SiÐUMÚLA 12—14. SÍMI 8óóll. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerö: HILMIR HF., SÍOUMÚLA12. P rentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað 22 kr. Huggun fyrir húsbyggjendur Ríkisstjórnin mun ætla sér að veita húsbyggjendum aukinn stuðning til að mæta kjaraskerðingunni og mikilli verðbólgu. Mörg heimili eiga í miklum örðugleikum, vegna þess hve verðbólgan hefur ætt fram úr kaupinu. Þeir erfiðleik- ar munu enn vaxa. Stór þáttur vandans er, að lánskjara- vísitalan, sem flest lán eru nú bundin við, hefur hækkað miklu meira en launin. Greiðslubyrði fólks af lánum hef- ur því vaxið svo, að margir sjá ekki fram úr. Eðlilega eru húsbyggjendur með mestu skuldabyrðarnar á bakinu. Ríkisstjórnin tekur nú þann hóp út úr með aðgerðum í nokkrum efnum. Þetta er oftast ungt fólk. Sérstakur stuðningur er rökréttur. Rætt er um að taka upp tvenns konar vísitölu í stað lánskjaravísitölunnar gömlu. Annars vegar yrði láns- kjaravísitala áfram, en þó með breytingum. Lánskjara- vísitala yrði framvegis mæld mánaðarlega í samræmi við veröbólguna. Hún hefur til þessa verið mæld eftir kerfi, sem miðar við síðasta útreikning verðbólgu og er aö jafnaöi tveggja mánaða gamall. Þessi breyting kemur lántakandum til góða á tímum, þegar verðbólgan minnk- ar eins og á að verða á næstu mánuðum að mati ríkis- stjórnarinnar. Þegar dregur úr verðbólguhraða, kemur það fyrr fram í lánskjaravísitölu með nýju aöferðinni. I öðru lagi er ætlunin að taka upp nýja vísitölu, hús- næðislánavísitölu. Þar verði ekki aðeins tekið tillit til hækkunar framfærslu- og byggingarkostnaðar eins og verið hefur, heldur einnig tillit til kaupbreytinga. Þetta þýðir, að þessi vísitala hækkar minna á næstunni en láns- kjaravísitalan, vegna þess að kaupið hækkar nánast ekk- ert. Ekki er enn útfært, hvernig þessi vísitala veröur notuð. Búast má við, að hún verði látin gilda um lán húsnæðis- lánakerfisins, og þá einnig eldri lán þess kerfis. Væntan- lega yrði húsnæðislánavísitalan notuð um lífeyrissjóðs- lánin, og einnig látin ná til eldri slíkra lána. Þó er full- snemmt að segja til um þetta. Líklegt er þó, að bankakerfið mundi áfram nota láns- kjaravísitöluna einnig um lán vegna íbúðarbygginga. I þessum aðgerðum felst ekki eftirgjöf á lánum. Greiðslum þeirra er í raun frestað. Húsbyggjendur greiða minna á næstunni, meðan þeir komast yfir örðug- asta hjalla kjaraskerðingarinnar. Sá tími kemur að sjálf- sögðu síðar, að kaupið eltir verðlagið uppi. Þegar kaup hækkar um einhvern tíma meira en verðlagið, hækkar hin nýja húsnæðislánavísitala auðvitað meira en venju- lega lánskjaravísitalan, vegna þess að kaupbreytingar koma inn í dæmið við útreikning húsnæðislánavísitölunn- ar. Viö þær aöstæður fara húsbyggjendur að greiða meira, en þeir hafa náð fram frestun á greiðslum sínum og þar með í reynd lengingu lána sinna. Ríkisstjórnin hafði áður gengizt fyrir skuldbreytingu á lánum vegna byggingar eða kaupa á eigin húsnæði í fyrsta sinn undanfarin tvö til þrjú ár. Þetta hefur komizt í gagnið hjá Húsnæðisstofnun og kemst í gagn í bönkum og sparisjóðum og væntanlega hjá lífeyrissjóðum. Þannig hafa ákveðnir hópar verið teknir út úr og hlotið nokkra huggun af hálfu ríkisvaldsins. 1 þessu tilviki er rétt að staðið, enda mun engin ríkisstjórn vilja lenda í því, að skuldabyrðin sligi þúsundir húsbyggjenda, svo að eignir þeirra fari undir hamarinn. Haukur Helgason. Við sem heima siíjunt „Mínir vinir fara fjöld”. Þetta raulaði ég sorgmæddur um leið og ég veifaði á eftir rútunni til Keflavíkur þar sem hún brunaöi burtu, full af náfölum Islendingum. „Þegar þeir koma aftur, verða þeir allir brúnir,” hugsaði ég meö mér og hryggðist enn meir. Síöan hélt ég heim á leið. Það er reyndar merkilegt hvað fólk er tilbúið að leggja á sig í na&ii sumarfría. Sumir staðfastir bílistar, sem ellefu mánuði á ári ganga aldrei lengra en út í bíl, ganga í sumarfrí- inu sínu hundruð kílómetra með þungar byrðar á bakinu. Þeir príla upp og ofan fjöll og þykjast menn aö meiri að hafa gengið Fjallabaks- leiðir, Sprengisand, Leggjarbrjót og Guð veit hvaða óvegi aðra. Til hvers er hringvegurinn? Aðrir ganga ekki heldur klifra. Þeir finna sér fjall, helst hátt, meö þverhníptum björgum, og klifra þar upp og ofan, sveifla sér í ótraustlega festum reipum og láta almennt eins og það sé eftirsóknarvert að liggja á gjörgæsludeild, hálsbrotinn með inn- vortis blæðingar. Þessi tegund sumarfríaafreksmanna er ekki mikið fyrir langa göngutúra, ólikt þeirri gerð sem fyrst var talin upp. Það er vegna þess að hver prílari fyrir sig ber með sér um þaö bil fimmtíu kíló af ýmiss konar stál- nöglum til þess að reka í hamrastál, reipum, öxum, mannbroddum og allskyns brotajámi. Þá má nefna algengustu tegundina af sumarfrísunnendum. Það eru þeir sem fara utan og leggjast í sólböð og sjávarböð. Þar aö auki kaupa þeir mikið af minjagripum, drekka ótæpi- lega og fara í kynnisferðir að skoða merkilegar rústir. Þegar þeir síðan koma heim eru þeir ákaflega sól- brúnir og sællegir og mega helst ekki brosa því tennurnar virðast svo hvítar í andlitinu. Þegar ég veifaði á eftir Kefla- víkurrútunni var ég einmitt að kveöja einn kunningja minn sem ætl- aði nú í fyrsta sinn á ævinni að verða brúnn. Eg vona að honum takist það, blessuðum. Það virtist vera honum metnaðarmál. Það er einnig til sérstök tegund manna, sem að vísu er nú orðin mjög fágæt, en það eru menn sem ekki þola frí. Þeir sem tilheyra þeim hóp eru því sem næst undantekningar- laust miðaldra og hafa fengið mjög svo borgaralegt uppeldi. Þeir trúa því að iðjuleysi sé undirrót alls ills og verða yfirleitt að taka sitt sumarfrí í áföngum, viku í senn og vinna minnst mánuö milli áfanga, svo þeir nái sér að fullu. Þessi hópur er eins og áður sagði fámennur og fækkar Úr ritvélinni ðlafurB. Guðnason óöum í honum. Svo er einn hópur, einnig fá- mennur. Þar í eru menn sem njóta sumarfría að fullu, vildu gjama að þau væru miklu lengri og hafa aðeins eina reglu varöandi framkvæmd þeirra: Að ferðast sem minnst og allrahelst ekki neitt! Þann hóp fylli ég. Það ég best veit erum við ekki nema fjórir, Islendingar sem teljumst til þessa hóps og eðli máls- ins samkvæmt hittumst við sjaldan, og aldrei í sumarfríum. Þetta fámenni hefur reyndar alltaf verið mér óskiljanlegt. Einir allra Is- lendina erum við óháðir veðrinu. Okkur er þaö alveg eitt hvort sólin skín eða ekki! Það eitt, út af fyrir sig, tryggir að við njótum sumar- leyfis okkar í sumar betur en aðrir landsmenn! Þá má nefna efnahagslegu hliðina á málunum. Menn sem fara til sólar- landa taka fyrir því lán og kaupa sér síðan gjaldeyri, hvar sem þeir kom- ast yfir hann. Þetta er auðvitað rán- dýrt og stressandi. Þeir sem ferðast innanlands verða einnig að láta út stórar fjárfúlgur, ef ekki fyrir bensíni og gistingu hér og þar viö hringveginn, þá fyrir tjaldi, svefn- pokum, prímusum, gönguskóm og alls kyns tólum. Við, sem heima sitjum, höfum vart annan kostnað af sumarfríinu okkar en þann að kaupa nýtt áklæði á sófann annað til þriðja hvert ár. Við eyðum okkar sumarfríi að mestu lá- réttir og meöan bókabúðir eru opnar öðru hvoru er okkar sumarfríi borgið. Því er ekki að neita að jafnvel heimaseta er á stundum vand- kvæðum bundin. Þaö fer nokkuð eftir f élagslegri aðstööu manna hvort þeir geta notið hennar til fulls eða ekki. Þannig er þaö til dæmis staðreynd að séu ung börn á heimilinu, á aldrinum 1—3 ára gömul, er það segin saga, að þau líta á hvern fulloröinn einstakl- ing liggjandi í sófa á svipaðan hátt og Hillary leit á Everest. Þaö getur verið mjög þreytandi til lengdar að hafa ungbörn standandi eða jafnvel dansandi á nefi manns. Þannig er það ljóst að sá þjóð- félagshópur sem hvaö besta aðstööu hefur til heimasetu í fríum og getur best notið þeirrar dýrðar að gera alls ekki neitt í heilan mánuð á hverju sumri er miöaidra fólk, sem búiö er að losna við börnin að heiman, með góðu eða illu. Eftir því sem menn eld- ast veröur hrns vegar erfiðara aö njóta aögerðaleysisins, sagði mér aldraður iðjuleysingi um daginn. Hann sagði mér að eftir að hann hefði farið að nálgast sjötugt hefði það farið að verða honum erfitt að leggjast út af i sófanum og nú væri svo komið, aö hann yrði eiginlega að sitja uppréttur þegar hann ætlaði að hvíla sig. „En það er ekki hálf nautn- in maður, blessaður vertu,” sagði þessi aldni brautryðjandi heimaset- unnar við mig og kunni illa við þrælkun Elli kerlingar. Við öldrunarvanda heimasetu- manna, er ekki gott að gera. En það er aftur á móti deginum ljósara hvernig má gera fjölskyldufólki kleift að njóta sumarleyfisins í al- geru iðjuleysi heimavið. Barnaheim- ilum má ekki loka vegna sumar- leyfa og alls ekki má krefjast þess að foreldrar í sumarleyfum taki börnin sínheim! Að vísu myndi þetta auka nokkuð opinber útgjöld vegna bamaheimil- anna. En þá má benda á það, á móti, að ef stjórnvöld rækju duglega áróðursherferð fyrir heimasetu, leti og ómennsku í sumarleyfum og fengju þjóöina alla með sér í því máli, myndi það spara talsverð út- gjöld! I fyrsta lagi hlytist af því gjaldeyrissparnaður, og hann tals- veröur. Þá myndi sparast töluvert bensín vegna þess að fólk sem situr, eöa liggur heima, brennir ekki bensíni á hringveginum. Að auki myndi slit á nefndum hringvegi minnka til muna, auk þess sem slysahætta myndi stórminnka, sem myndi spara í heilbrigðiskerfinu! Þó ekki tækist nema að telja Reyk- víkinga á aö halda sig heima eitt sumar, yrði það til mikils sparnaðar. Til hvers ættu Reykvíkingar enda að ferðast? Reykjavík er nafli alheims- , ins, eins og allir vita, og það sem ekki er þar að finna er ekki þess virði að elst sé við það!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.