Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 23. JULI1983. 7 Færeyjaflug tuttugu ára Færeyingar minnast þess í dag, 23. júlí, aö tuttugu ár eru liðin frá því reglulegar flugsamgöngur hófust við Færeyjar. Áætlunarflugið milli Islands og Færeyja á einnig tuttugu ára af- mæli því það var Flugfélag Islands sem hóf þetta flug með DC-3 vélum. Flugfélagsþristurinn hóf sig frá Reykjarvíkurflugvelli klukkan 8.30 um morguninn með tuttugu farþega um borð og lenti í Færeyjum skömmu fyrir hádegi. Flugstjóri var Jón E. Steindórsson en aðstoðarflugmaðiu' Frosti Bjamason. Það var snemma á s jötta áratugnum sem Flugfélagsmenn fóru að sýna Færeyjaflugi áhuga. Öm 0. Johnson og Sigurður Jónsson sigldu þá til eyj- anna til að kanna ástand flugvallarins í Vogum, sem Bretar höfðu byggt á stríðsárunum. Flugvöllurinn reyndist ekki verri en það að öm og Sigurður sendu eftir flugvél frá Islandi til aö sækja sig. Samt varð nokkur bið á að reglulegt flug hæfist til eyjanna. Það var ekki fyrr en árið 1962 sem boltinn fór að rúlla og í ársbyrjun 1963 fékk Flug- félag Islands leyfi danskra stjómvalda til flugsins. Áður en flugiö hófst voru gerðar töluverðar endurbætur á flug- vellinum og flugturn og flugstöö byggð. Flugleiðir fljúga nú tvisvar í viku til Færeyja á Fokker Friendship. Fyrir nokkmm árum hófu dönsk flugfélög einnig flug til ey janna. -KMU. Sauðárkrókur: MIKIÐUMAÐ VERA A SUMAR- SÆLUVIKUNNI — Leikfélagið með útimarkað í dag Frá Gunnari Guðjónssyni, fréttaritara DV á Sauðárkróki: Sumarsæluvika stendur nú sem hæst á Sauðárkróki. I fyrrakvöld, fimmtu- dag, var jasskvöld í Bifröst á vegum Jassklúbbs Sauðárkróks. Þar komu fram jassleikarar frá Akureyri, Ingimar Eydal og félagar úr jass- klúbbnum þar, einnig félagar úr Jass- klúbbi Sauðárkróks. Þar var sann- kölluð sumarsælusveifla. I dag, laugardag, munu félagar úr leikhópnum Svart og sykurlaust leika á aðalgötunni. Einnig verður Leikfélag Sauðárkróks með útimarkað í portinu vestan við Leikborg. Þar verður köku- basar, plöntusala, lukkumiðar og úti- grillaðar pylsur og gos. Hljómsveitim- ar Medium, Brot og Bad Boys koma í heimsókn og leika á útipalli. I Leikborg verður sýning á ljós- myndum úr gömlum og nýjum leik- ritum og selt kakó og vöfflur með rjóma um leiö og gamlir leikfélagar geta rifjað upp minningar um leiksigra liðinna ára. Dansleikur verður svo i Bifröst í kvöld. Þar leikur Alfa Beta meðsumarsælubrosá vör. JBH. Leigjendasamtökin álykta: HÚSALEIGUHÆKKANIR FYLGIVÍSITÖLU HAGSTOFUNNAR Aöalfundur Leigjendasamtakanna, sem haldinn var fyrir nokkru, hefur skorað á ríkisstjórnina að gera ráð- stafanir vegna leigjenda, í framhaldi af frestun greiðslu á lánum til hús- byggjenda og húskaupenda. Fundur- inn ályktar að leigjendur hafi jafnan verið afskiptir þegar húsnæðiskjör eru ákveðin og krefst breytinga á því. Einnig skorar fundurinn á ríkis- stjómina að tryggja að húsaleigu- hækkarúr fylgi vísitölu Hagstofunnar og að ákveðaað húsaleiga fari ekki yfir 15% tekna láglaunafólks. Bent er á að bætur til láglaunafólks skuli greiddar í formi húsaleigustyrks. Ennfremur er skorað á rikisstjómina að samþykkja lög sem heimila opinber lán til bygg- ingarleiguíbúða. A aðalf undinum var stofnuð nefnd til þess aö vinna að stofnun húsnæðissam- vinnufélags til að byggja og reka íbúð- ir með búseturétti. I nefndinni eiga sæti Jón Rúnar Sveinsson, Jón Ásgeir Sigurðsson og Reynir Ingibjartsson. Jón frá Pálmholti var endurkjörinn formaöur Leigjendasamtakanna. Aðalstjórn samtakanna skipa að ööru leyti Birna Þórðardóttir, Bjarney Guðmundsdóttir, Birgir Guömunds- son, Jón Rúnar Sveinsson, Jón Ásgeir Sigurðsson og Reynir Ingibjartsson. -PA. Afgreiðum stimpla með stuttum fyrirvara. Stimplagerð Félagsprentsmiðjunnar hf. Spítalastíg 10 — Simi 11640 $ KODAK'vb UMBOÐSMENN OKKAR SÝNA. ÞÉR MUNINN A GLANS- EÐA MATTÁFERÐINNI MIÐBÆR: Bankastrœti 4 H.P. h/í Filmur og Vélar ótóhúsið Týli Gevafótó Fókus Amatörverslunin Ljósmyndast. Þóris Bókabúð Bragg, Hlemmi AUSTURBÆR: Glœsibœr H.P. h/f Austurver H.P. h/f Ljósmyndaþjónustan Bókav. Safamýrar Bókaverslunin Flatey Hamrakjör Ljósm.st. Gunnars Ingimarss. Bókabúðin Grímsbœ_______ BREIÐHOLT: Bókab. Braga Embla Rgma____________________ ÁRBÆR: Bókav. Jónasar Eggertssonar MOSFELLSSVEIT: Snerra s/í VESTURBÆR: Bókav. Úlíarsfell JL-húsið KÓPAVOGUR: Bókav. Veda Versl. Hlíð______________ GARÐABÆR: Bókav. Gríma Garðaborg Bitabœr HAFNARFJORÐUR: Versl. V. Long Biðsk. Hvaleyrarholti Myndahúsið Bókav. Olivers Steins Versl. Örk KEFLAVIK: Hljómval________________ GRINDAVIK: Víkumesti Versl. Báran SANDGERÐI: AKRANES: Bókav. A. Níelssonar BORGARNES: Kaupf. Borgíirðinga BORGARFJÖRÐUR: Versl. Laugaland_________ STYKKISHÓLMUR: Apótek Stykkishólms______ GRUNDARFJÖRÐUR: Versl. Gmnd ÓLAFSVÍK: Maris Gilsíjörð Lyfjaútibúið HELLISSANDUR: Söluskálinn Tröð PATREKSFJORÐUR: Versl. Lauíeyjar Böðvarsd. FLATEYRI: Versl. Greips Guðbjartssonar BILDUDALUR: Versl. Jóns Bjarnasonar SUÐUREYRI: Versl. Lilju Bernódusd. ISAFJÖRÐUR: Bókav. Jónasar Tómassonar BOLUNGARVÍK: Dómhildur Klemensdóttir HOLMAVIK: Kaupf. Steingrímsfjarðar HVAMMSTANGI: Kaupf. V-Húnvetninga Versl. Sigurðar Pálmasonar BLÖNDUÓS: Versl. Gimli_____________ VARMAHLÍÐ: Kaupf. Skagíirðinga SAUÐÁRKRÓKUR: Bókav. Brynjars Stefán Pedersen Kaupf. Skagíirðinga SIGLUFJORÐUR: Aðalbúðin ÓLAFSFJ ÖRÐUR: Versl. Valberg DALVÍK: Apótek Dalvíkur AKUREYRI: Filmuhúsið Pedrómyndir Versl. Jóns Bjamasonar Sigtryggur & Pétur HUSAVIK: Bókav. Þórarins Stefánssonar Kaupf. Þingeyinga RAUFARHOFN: Margrét Egilsdóttir VOPNAFJÖRÐUR: Shellskálinn SEYÐISFJÖRÐUR: Apótek Austurlands NESKAUPSTAÐUR: Kaupí. Fram Bjöm Bjömsson ESKIFJORÐUR: Elís Guðnason REYÐARFJÖRÐUR: Versl. Gunnars Hjaltasonar DJUPIVOGUR: Versl. Djúpið HÖFN: Kaupf. A-Skaítíellinga KIRKJUBÆJARKLAUSTUR: Kaupf. Skaftfellinga VÍK: Kaupf. Skaftfellinga VESTMANNAEYJAR: Blaðatuminn Apótek Vestmannaeyja HVOLSVOLLUR: Kaupf. Rangœinga HELLA Versl. Mosfell SELFOSS: Kaupf. Ámesinga Höín h/f Radió & Sjónvarpsstofan STOKKSEYRI: Kaupf, Ámesinga_________ HVERAGERÐI: Blómaborg ÞORLAKSHOFN: Skálinn Kaupí. Ámesinga Versl. Aldan TRYGGÐU GÆÐIN -TAKT'Á KODAK Értu hættulegur í UMFERÐINNI án þess að vita það? Mörg lyf hafa svipuð áhrif og áfengi. Kynntu þér vel lyfió sem þú notar. SÖLUDEILD 24220 AFGREIÐSLA 33533 ÞAKPAPPI Veitum faglegar ráöleggingar um val og meöferö AQUASEAL-efna. - Gerum verötilboö 91.32

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.