Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Síða 11
11 DV. LAUGARDAGUR 23. JULl 1983. Ævar Petersen fuglafræðingur með teistuunga nýskriðinn úr eggi. alls staöar meö ströndinni. Á árunum 1930 til 1940 fækkaöi þeim hins vegar mjög mikið. Astæðan fyrir því er lík- lega rotturnar sem þá voru vaöandi um allar sveitir. Síöan eru þar örf á pör fram til 1966, þá f er aftur að fjölga. Þetta var þó ef svo má segja ábót við þaö sem ég haföi áformaö. Markmiðið var fyrst og fremst aö athuga lifnaöarhætti tegundarinnar og fæöu. En inn í þetta spinnst mjög margt. I fyrsta lagi er mjög erfitt aö telja teistur vegna þess að þær verpa í þolum og mjög erfitt er að finna öll nreiðrin. Ég þurfti að finna út hver vært. besti tími ásins og besti tími sólarhringsins til að telja fuglana. Teistur byrja aö safnast saman í varpið í'tnars eöa níu til tíu vikum fyrir varptím^ Þetta fer líklega nokkuð eftir veörÁttu. Varpið hefst í þriöju viku maí og> um helmingur allra para fuilorpin uni mánaöamótin maí/júní. Teistur finnast ekki á varpstað frá há- degi og fram til klukkan sex aö kvöldi því á þeim tíma eru þær úti á sjó. Besti tíminn til aö teJja teistur er því snemma á morgpana og seint á kvöldin. Þessar sveiflur þurfti að finna út því þaö haf öi ekid. verið gert áður. Varphættir teistunnar voru eitt atriöið sem ég tók til rannsóknar. Spumingin var hvaða þættir valda því hversu margir ungar komast á sjó. Hvaö eggin varðar er þeim hættast við að sjórinn skoli þeim burt úr hreiðr- unum, að pörin yfirgefi hreiðrin eða að ungarnir drepist í egginu vegna of mikillar kælingar. Ungunum er hættast við að drepast úr kulda eöa að sjávarföllin skoli þeim úr hreiðrinu vegna þess að sumir fuglartiir verpa «svo neðarlega á ströndinni. ' Ur um það bil 80% af öllum eggjum sem er verpt kemst ungi. Hins vegar komast um 85% af þeim ungum á sjó. Þetta þýðir að um 70% af þeim eggjum sem er verpt skila ungum á s jó. Ungamir eru um fimm vikur í hreiðri frá því þeir koma úr eggi. A þeim tíma ala foreldramir þá einkum á fiski og á þessum vikum vaxa þeir um þaö bil í fullorðins stærð. Síðan yfirgefa þeir holurnar og eru algerlega óháðir foreldrunum eftir það. Síðan reyndi ég að gera mér grein fyrir fæðu teistunnar. Þar er annars vegar um að ræða fæðu fullorðinna fugla og hins vegar fæðu unga og inn í þetta fléttast hvert fullorðnu fuglamir faratUaönáífæðu. Ég samdi við grásleppuveiðimenn í Flatey um að fá þá fugla til kmfningar sem kæmu í grásleppunetin. Netin vom á þeim svæðum sem teistan aflar sér fæðu. Margir fuglanna sem drápust í netunum voru merktir þannig að ég vissi úr hvaða hreiðrum þeirvom. Bastkistur ialgjörum sérflokki, við- arklœddar að innan og á allan hátt mjög vandaðar, hentugar sem borð, til geymslu á ýmislegu, svo sem sœngurfatnaði o.fl. Fást í þremur stœrðum á ótrúlega góðu verði, frá kr. 2695,— Vantar þig vegg- eða gluggaskraut? Kíktu þá inn í Gjafahúsið, þar getur þú fengið sólir, blóm, fiðrildi og margt annað til að lífga upp á rign- ingarsumarið. Teistan verpir yfirieitt einu mðm tvalmur eggjum. Eggin eru skolhvít og oft með daufum blágrænum blæ og með blágráum og dökkbrúnum blettum. Blettirnir eru stærstir og mynda oft krans i kringum giidari hluta eggsins, eins og sjá má á egginu sem Ævar Petersen heidur á. Finnur Guðmundsson fuglafræð- ingur sagði í grein í Náttúrufræðingn- um árið 1953 að teistan væri alger stað- fugl. En þú sagðir að íslenskar teistur hefðu fundist á Grænlandi. ,,Á þeim tíma er Finnur ritaði grein sína höfðu engar teistur verið merktar hér við land. En fyrir lágu þær upplýs- ingar að teistur verpa hér við land og þær sjást einnig hér á vetrum. En nú hafa íslenskar teistur verið merktar í stórum stíl. Niðurstöður sýna að um 25% af ungum teistum fara yfir til Grænlands en eldri teistur eru stað- bundnari. Það er algengt meðal fugla að ungfuglar fari miklu víðar en þeir fuHorðnu.” Hefur íslenska teistan ekki fundist víðar en á Grænlandi ? „Nei, og ég efast um að hún hafi farið víðar. Fugl eins og teista sem lifir á botnfæðu þarf að halda sig á svæðum þar sem hann getur kafað tH botns. Teistan getur kafað 40 tU 60 metra. Fuglinn þarf mikinn tíma á hverjum sólarhring til að afla sér fæðu. Þaö er þvíólOdegt aðhannfljúgilangarvega- lengdir yfir hafsvæði þar sem litla eöa enga fæðu er að hafa. Teistan getur flogið með 70 kíló- metra hraöa á klukkustund. Það gæti því tekið hana 4 til 5 klukkustundir að komast yfir til Grænlands ef hún færi það í einum rykk, — sem ég veit að vísu ekkert um. En stysta leiðin til Færeyja er um 450 kílómetrar og það er því minnst 6 til 7 tíma flug. Þar er yfir hafsvæði að fara sem er dýpra en svo að þær geti kafað tU botns. Af þeim sökum er ólíklegt að teistan fari tU Færeyja í stórum stíl. ” Hvert hefur síöan verið framhaldið á þessum rannsóknum eftir að doktors- ritgerðinnilauk? „Ég hef verið að vinna að ákveðnum þáttum í framhaldi af þessu. Ég hef fylgst með hvemig stofninn þróast, það er að segja, hvað mörg hreiður eru í Flatey frá ári tU árs. Þá hef ég haldið áfram merkingum á fuUorðnum fuglum og einnig reynt að finna þá fugla sem merktir hafa verið sem ungar til að sjá hvað þeir em gamlir þegar þeir fara að verpa. Einnig hef ég reynt að finna þá fugla sem ég hef Utmerkt tU að geta séö hversu stór hluti fuglanna lifir á miUi ára. Ég hef haldið áfram merkingum á ungum tU að fá meiri upplýsingar um ferðir þeirra aö vetrinum og talið unga í hreiðrum til að sjá hvað margir ungar komast á sjó.” Arið 1982 voru 450 teistuhreiður í Flatey. Það er töluverð fjölgun frá árinu 1981 en þá voru hreiðrin 420 og höföu verið það fjögur árin á undan. ,,Ég hef ekki hugmynd um hver ástæðan er fyrir þessari fjölgun. En hver þróunin verður á þessu ári kemur í Ijós þegar ég kem í annaö sinn á þessu ári í Flatey, sem verður síðar í sumar,” segir Ævar Petersen sem nú hefur unnið í 9 ár við rannsóknir á íslensku teistunni”. .. og það er langt frá því að ég viti allt um hana enda myndi ég þá ekki halda áfram.” -ÖEF. Sendum í póstkröfu um land allt. Skólavörðustíg 8, sími 18525 Við að athuga í magann kom í ljós að fuUorflnu fuglamir átu mikið ýmiss konar krabbadýr, rækjur og aðra hryggleysingja, en einnig fiska, einkum sandsíU, marhnút og svo- kaUaðan sprettfisk. Ut frá þeim upplýsingum sem ég fékk um hvar merktir fuglar komu í netin gat ég séð að teistan úr Flatey veiddi 2 tU 11 kíló- metra frá eynni. Athugun á fæðu unganna fólst í því að sitja viö hreiðrin og sjá hvað fugl- amir komu með. Eg gerði Utla kofa og fylgdist með fuglunum í kíki. Þar þurfti ég oft að sitja dágóða stund, allt upp í 15 klukkustundir í einu. Þótt ég hafi greint 14 fisktegundir, þá voru það aöallega þrjár fyrrnefndar teg- undir sem ungarnir átu. Ungamir fá engin krabbadýr sem er ósköp skiljan- legt. FuUorðnu fuglarnir fljúga langar leiðir í fæðuleit, 2 tU 11 kílómetra, og þurfa að gera það 15 sinnum á sólar- hring. Þeir eru því ekki að draga örsmáar rækjur heim í bú, heldur matarmeiri fiska. Síðan hef ég merkt eins mikið af fugli og ég mögulega gat, tU damis reynt að ná fuUorðnum fuglum á hreiðrunum. Marga hef ég merkt með litmerkjum sem gerir það að verkum að ég get þekkt síðar hvaða einstakUngar þetta eru án þess að þurfa aö ná þeim. Einnig hef ég merkt unga. Fram tU dagsins í dag hef ég merkt um 500 fullorðnar teistur og um 4 þúsund unga. A hverju ári frá 1975 hef ég getað merkt um 80% af þeim ungum sem aUst hafa upp í Flatey. Auk þess hef ég farið í um 20 smáeyjar þar í kring til að merkja unga. * Hvaða niðurstöður hafa þessar merkingar gefið? „Einn tilgangurinn með þessum merkingum er að sjá hvar fuglamir koma fram síðar. Fuglar sem merktir hafa verið í Flatey hafa f undist allt frá Húnaflóa og suður á Kjalames, meðal annars víða við Breiðaf jörð. Fuglamir hafa aðallega fundist er þeú hafa drepist í grásleppunetum. Að auki hafa nokkrú fuglar fundist við austur- og vesturstrendur Grænlands. Með því að merkja unga er vonast eftú að sjá þá aftur í Flatey en þá er hægt að sjá hvenær þeú fara að verpa. Það er ekki hægt að aldursgreina fugla á annan hátt en að merkja þá sem unga. Af þessum merkingum má líka sjá að frá þeim tíma sem ungar fara frá eyjunni og koma þangað aftur til að verpa verða mikU afföU. Það er ekki nema fjórðungur tU fimmtungur sem kemur aftur tU baka. Um 14% af fuU- orðnu fuglunum fellur á mUU ára.” Hvar heldur teistan sig utan varp- tímans? „Eftir varptímann fara fuglamú frá eyjunni og dreifast um stórt svæði, ungfuglamú líklega yfú mikið stærra svæði en þeir fullorðnu. En ég hef aldrei fengiö fugl sem merktur hefur verið fullorðinn tU baka aö vetrarlagi þannig að ég veit ekki hvert þeir fara. Ég tel að þeir dreifist um aUan Breiöa- f jörðinn en þeir halda sig ekki eins stíft við eyjuna eins og að sumarlagi.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.