Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 43
DV. LAUGARDAGUR 23. JUU1983. 43 Útvarp Sjónvarp í kvöld kl. 22.30: Einsöngvara- keppnin í Cardiff 1983 Undanúrslit einsöngvarakeppninnar í Cardiff 1983 eru á dagskrá sjónvarps í kvöldkl. 22.30. Eins og flesta rekur eflaust minni til réöust úrslit íSöngkeppni sjónvarpsins 30. apríl síðastliðinn. Þá var Sigriður Gröndal valin til að taka þátt í sam- keppni ungra einsöngvara á vegum BBC í Wales. Keppendum er skipt í riðla og ásamt Sigríði Gröndal, full- trúa Islands, koma fram söngvarar frá Englandi, Kanada og Vestur-Þýska- landi, en keppnin fór fram síöastliðinn mánudag. Það spillir vonandi ekki fyrir áhorf- endum að upplýsa að þýska stúlkan Andrea Trauboth bar sigur úr býtum í þessum riðli og tekur því þátt í úrslita- keppninni sem verður á dagskrá sjón- varpsinslaugardaginn30. júlí. -EA. Slgríður Gröndal. Vegir liggja til ailra átta og vist er að margir munu leggja upp í ferðaiag um land- ið nú um þessa helgi. Þeir hinir sömu ættu þá jafnframt að hlýða á þáttinn Á ferð og flugi í útvarpi í dag þar sem ferðalöngum verða veittar ýmsar haldgóðar upp- lýsingar. Á ferð og flugi í útvarpi í dag kl. 14.00: Upplýsingar fyrir ferðamenn Á ferð og flugi — þáttur um málefni líðandi stundar í umsjá Ragnheiðar Davíðsdóttur og Tryggva Jakobsson- ar, er á dagskrá útvarps í dag kl. 14.00. „Þetta verður án efa ein mesta ferðahelgi sumarsins og tekur þáttur- inn nokkuð mið af því,” sagði Tryggvi. „Við reiknum með að umferð verði síst minni en um verslunarmannahelg- ina og veröum því með fréttir og upp- lýsingar fyrir ferðamenn um ástand vega, veðurfar og fleira. Þá verður farið af stað með umf jöll- un um skyndihjálp sem verður á dag- skrá hjá okkur í næstu þrem þáttum. Ætlunin er að greina frá helstu undir- stöðuþáttum í skyndihjálp á skýran og einfaldan hátt og hvernig bregðast skuli viö þegar komið er á slysstað. Við hvetjum fólk til að hafa sjúkrakassa ávallt í bílnum og veitum ráðleggingar um hvemig megi útbúa þá. Sagt verð- ur m.a. frá mjög merkum sjúkrapúð- um sem Rauði krossinn hefur nýlega sett á markað, en Rauði krossinn hefur veitt okkur mikla aðstoð við að semja þessa pistla um skyndihjálp. Aö lokum mætti nefna að nú þegar ferðalög eru einna algengust meðal landsmanna verður skrifstofa Um- ferðarráös opin á laugardögum og eftir hádegi á sunnudögum næstu þrjár helgar. Þar verður starfrækt eins kon- ar upplýsingamiðstöð sem mun sjá um að koma nauðsynlegum fréttum og upplýsingum til ferðamanna og veg- farenda,” sagði Tryggvi. -EA. Útvarp Laugardagur 23.JÚIÍ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð — Málfríður Jóhannsdóttirtalar. 8.20 Morguntónleikar. Wilhelm Kempff leikur á pianó „Draum- sjónir” eftir Robert Schumann / Mstislav Rostropovitsj og Martha Argerich leika á selló og píanó „Adagio og allegro” eftir Robert Schumann og „Polonaise brill- ante” í C-dúr op. 3 eftir Frédéric Chopin / Itzhak Perlman og Kon- unglega fílharmóníusveitin í Lundúnum leika „Carmen-fanta- síu" op. 25 fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Pablo de Sarasate; Lawrence Foster stj. / Vitya Vronsky og Victor Babin leika „Jeux d’en- fants” píanósvítu eftir Georges Bizet. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.25 Ferðagaman. Þáttur Rafns Jónssonar um útreiðar. 9.45 Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Oskalög sjúkllnga. Lóa Guð- jónsdóttir kynnir. 11.20 Sumarsnældan. Helgarþáttur fyrir krakka. Umsjón: Vemharð- ur Linnet. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttnr. Umsjón: Her- mannGunnarsson. 14.00 A ferð og flugi. Þáttur um mál- efni líöandi stundar í umsjá Ragnheiðar Davíðsdóttur og Tryggva Jakobssonar. 15.00 Um nónbil í garðlnum meö Hafsteini Hafliðasyni. 15.10 Listapopp. — Gunnar Salvars- son (Þátturinn endurtekinn kl. 01.10). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Staldrað við á Laugarbakka. Umsjón: Jónas Jónsson (RUV- AK). 17.15 Síðdegistónleikar í útvarpssal. a. HUf Sigurjónsdóttir og Susanne Hasier leika Dúó í B-dúr fyrir fiðlu og pianó K. 424 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. b. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur lög eftir Ame, Schumann, Brahms, Bellini og Rossini. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 „Allt er ömurlegt í útvarpinu”. Umsjón: Loftur Bylgjan Jónsson. 19.50 Tónleikar. 20.00 Harmonlkuþáttur. Umsjón: Sigurður Alfonsson. 20.30 Sumarvaka. a. Hetjusaga frá átjándu öld. Sigurður Sigurmunds- son í Hvítárholti les fyrri hluta rit- gerðar Kristins E. Andréssonar, um eldklerkinn sr. Jón Steingríms- son. b. Draumamaður Péturs Steinssonar. OlfarK. Þorsteinsson les frásögn úr Gráskinnu hinni meiri. c. „Góður fengur”. María Siguröardóttir leikari, les smá- sögu eftir Jóhann Sigurjónsson. 21.30 Á sveitalínunni. Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum í Reykjadal (RUVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Sögur frá Skaftáreidi” eftir Jón Trausta. Heigi Þorláksson fyrrv. skólastjóri les (22). 23.00 Danslög. 24.00 Kópareykjaspjall. Jónas Ama- son við hljóönemann um miönætt- ið. 00.30 Næturtónleikar. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Listapopp. Endurtekinn þáttur Gunnars Salvarssonar. 02.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 24. júlí 8.00 Morgunandakt. Séra Sigmar Torfason prófastur á Skeggjastöð- um flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dag- bi. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög. Sinfóníu- hljómsveitBerlínarleikur; Robert Stolz stj. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. a. Ciaconna í f-moll eftir Johann Pachelbel og „Ach, wie nichtig”, sálmpartita eftir Georg Böhm. Martin Gunther Förstemann leikur á orgel. b. „Jesu, meine Freude”, mótetta eftir Johann Sebastian Bach. Lur- up-kórinn í Hamborg syngur. Jurgen Hanschen leíkur á orgel; Ekkehardt Richter stj. c. Pre- lúdía, fúga og tilbrigði op. 18 eftir Cesar Franck og „Benedictus” op. 59 eftir Max Reger. Gerhardt Dickel leikur á orgei. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Ut og suður. Þáttur Friðriks Páis Jónssonar. 11.00 Messa í Akureyrarkirkju, Prestur. Séra Þórhallur Höskulds- son. Organleikari: Jakob B. Tryggvason. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Sporbrautin. Umsjónarmenn: Olafur H. Torfason og öm Ingi (RUVAK). 15.15 Söngvaseiður. Þættir um ís- lenska sönglagahöfunda. Eliefti þáttur: Þorvaldur Biöndal. Um- sjón: Ásgeir Sigurgestsson, Hall- grímur Magnússon og Trausti Jónsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. Heim á leið. Margrét Sæmunds- dóttir spjallar við vegfarendur. 16.25 „öðru vísi mér áður brá”. Lít- ill, sætur þáttur fyrir konur á öil- um aldri og kvenholla karla. Um- sjón: Helga Ágústsdóttir. 17.05 Síðdegistónleikar. I. Frá tón- leikum Musica Nova að Kjarvals- stöðum 8. mai sl. 18.00 Það var og... Ut um hvippinn og hvappinn með Þráni Bertels- syni. 18.20 Tónleikar. Tiikynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Kvöldfréttir.Tilkynningar. 19.35 Samtal á sunnudegi. Umsjón: Aslaug Ragnars. 19.50 Ljóð og leikur. Jónas Guð- mundsson rithöfundur les frum- saminljóð. 20.00 Utvarp unga fólkslns. Umsjón: Eðvarð Ingólfsson og Guðrún Birgisdóttir. 21.00 Eitt og annað um sumar og sól. Þáttur í umsjá Þórdísar Móses- dóttur og Símonar Jóns Jóhanns- sonar. 21.40 Gömul tónlist. a. Emma Kirk- by syngur lög eftir Danyel Dow- land og Pilkington. Anthony- Rooiey leikur með á lútu. b. „The Consort of Musicke” flytja tónlist eftir JohnWard. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Sögur frá Skaftáreldi” eftir Jón Trausta. Helgi Þorláksson fyrrv. skólastjóri les (23). 23.00 Djass: Blús — 5. þáttur. — Jón Múli Ámason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp, Laugardagur 23. júlí 17.00 tþróttir. Umsjónarmaður Ingólfur Hannesson. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttirogveður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 I bUðu og stríðu. Sjötti þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokk- ur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Áfram Hinrik. (Carry On Henry). Bresk gamanmynd sem styðst afar frjálslega við sögu- legar heimildir. Leikstjóri: Gerald Thomas. Aðalhiutverk: Sidney James, Joan Sims, Kenneth Wiliiams, Terry Scott, Barbara Windsor og Charles Hawtrey. Hinrik konungur áttundi hefur ekki heppnina með sér í kvenna- málum. Hann hefur nýlosað sig við síðustu drottningu til að ganga að eiga Mariu af Normandy og eign- ast með henni langþráðan ríkis- arfa. Ekki nýtur konungur þó mikillar sælu í hjónabandinu og veldur því taumlaust hvítlauksát drottningar. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 22.30 Einsöngvarakeppnln í Cardiff 1983 — Undanúrslit. 30. apríl síöastliðinn réðust úrslit í Söng- keppni Sjónvarpsins. Sigríður Gröndal var valin til að taka þátt í samkeppni ungra einsöngvara á vegum BBC í Wales. Keppendum er skipt í riðla og ásamt Sigríði Gröndal, fulltrúa tslands, koma fram söngvarar frá Englandi, Kanada og Vestur-Þýskalandi þetta kvöld. Urslitakeppnin verður síðan á dagskrá Sjónvarps- ins laugardaginn 30. júlí. 00.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 24. júlí 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Sig- urður Arngrímsson flytur. 18.10 Magga í Heiðarbæ. 4. Fjár- sjóðurinn. Breskur myndaflokkur í sjö þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. Þulur Sigríður Eyþórsdóttir. 18.35 Börn í Sovétrikjunum. 3. Araik frá Armeníu. Finnskur mynda- flokkur í þremur þáttum. Þýöandi Trausti Júlíusson. Þulir: Gunnar Hallgrímsson, Guðrún Jörunds- dóttir og Hallmar Sigurðsson. (Nordvision — Finnska sjón- varpið). 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáU. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Réttur er settur. Raunir gras- ekkjunnar. Þáttur í umsjá laga- nema við Háskóla Islands. Ungu hjónín, Davíð og Aldís, eru svo ián- söm að fá íbúö á leigu. Davíð er í millilandasiglingum og er þá stundum gestkvæmt hjá grasekkj- unni i fjarveru hans og glatt á hjalla í leiguíbúðinni. Þetta veldur sundrungu með þeim h jónum og til að bæta gráu ofan á svart krefst húsráðandi riftunar á leigusamn- ingi. Það mái kemur til kasta dóm- stólanna. Höfundar handrits: Guðmundur Agústsson, Marteinn Másson og fleiri. Leikendur: Aldís Baldvinsdóttir, Davíð Bjamason, Guðmundur Agústsson, Lárus Bjarnason, Þórólfur Halldórsson, Friðjón öm Friðjónsson og fleiri. Leik og upptöku stjómaði öm Haröarson. 21.50 Biómaskeið Jean Brodie. Fjórðl þáttur. Skoskur mynda- flokkur í sjö þáttum gerður eftir samnefndri sögu eftir Muriel Spark. Aðalhiutverk Geraidine McEwan. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 22.50 Dagskrárlok. Veðrið Veðrið: Hægviðrasamt verður um allt land um helgina. Helst er hætta á súld og úrkomu á Suðausturlandi en norðan-og vestanlands verður úrkomulítið og sólarlaust. Veðrið hér og þar KI. 12áföstudag: Akureyri alskýjað 11 stig, Reykjavík 8 skýjað, Egilsstaðir skýjað 13 stig, Isafjörður 7 alskýj- að, Amsterdam léttskýjað 25 stig, Aþena léttskýjað 28 stig, Chicago léttskýjað 26 stig, Feneyjar heið- skírt 27 stig, Frankfurt léttskýjað 25 stig, Kaupmannahöfn skýjað 19, Nuuk alskýjað 8, London hálfskýj- að 27, Lúxemborg léttskýjað 27, Las Palmas léttskýjað 24, Mallorca heiðskírt 35, Motreal léttskýjað 18, New York heiðskírt 18, París skýj- að 24, Róm heiðskírt 31, Malaga heiðskirt 32, Vín léttskýjað 25, Stokkhólmur skýjað 20, Osló létt- skýjað 22, Helsinki skýjað 15. Tungan Heyrst hefur: Þeirl þekkja hvom annan. Rétt væri: Þeir þekkja| hvor annan. Oft færi best: þekkjast. Þeir Gengiö GENGISSKRÁNINU NR. 134 - 22. JÚU1983 KL. 09.15 einingkl. 12.00 Kaup Sala Forða | fljakl- eyrir Sala 1 Bandarikjadollar 1 Sterlingspund 1 Kanadadollar Dönsk króna 1 Norsk króna Sænsk króna 1 Finnskt mark 1 Franskur franki 1 Belgískur franki 1 Svissn. franki 1 Hollensk florina 1 V-Þýskt mark ítölsk líra 1 Austurr. Sch. Portug. Escudó Spánskur peseti 1 Japanskt yen 1 írskt pund Belgtskur franki SDR (sérstök dráttarréttindi) 27,620 42,045 22,391 2,9655 3,7670 3,5917 4,9472 3,5533 0,5337 13,1806 9,5505 10,6897 0,01807 1,5213 0,2321 0,1872 0,11520 33,779 29,4130 0,5317 27,700 42,166 22,456 2,9741 3,7780 3,6021 4,9615 3,5636 0,5353 13,2188 9,5781 10,7206 0,01812 1,5258 0,2328 0,1877 0,11554 33,877 29,4983 0,5332 30,470 46,382 24,701 3,2715 4,1558 3,9623 5,4576 3,9199 0,5888 14,5406 10,5359 11,7926 0,01993 | 1,6783 0,2560 0,2064 0,1270 37,2647 0,5865 Símsvari vegna gengisskróningar 22190. Tollgengi fyrir júlí 1983 i Bandaríkjadollar USD 27,530 Sterlingspund GBP 42,038 Kanadadollar CAD 22,368 Dönsk króna DKK 3,0003 Norsk króna NOK 3,7674 Sænsk króna SEK 3,6039 Finnskt mark FIM 4,9559 Franskur franki FRF 3,5969 Belgtskur franki BEC 0,5406 Svissneskur franki CHF 13,0872 Holl. gyllini NLG 9,8377 Vestur-þýxkt mark DEM 10,8120 ítölsk l(ra ITL 0,01823 Austurr. sch ATS 1,5341 Portúg. escudo PTE 0,2383 Spánskur peseti ESP 0,1899 Japansktyen JPY 0,11474 írsk pund IEP 34,037 SDR. (Sérstök dráttarréttindi)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.