Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 23
23 stjómarinnar er afar góð samstaða um að fara þessa leið. Við ætlum einfald- lega að gera meira fyrir minna. Og það máttu gjarnan hafa sem fyrirsögn. Ég ó von á því að námsmenn skilji þetta eins og annað fólk og að þeir taki á sig sinn hluta þeirrar kjaraskerðing- ar sem allir verða að bera að einhverju marki. Um orðsendingu kvennanna get ég sagt þetta: Ég býst við og er raunar viss um að þessar elskur vilja vel og ég á von á góðu samstarfi við þær á þingi þegar þar að kemur. Þær taka skerðingu námslánanna þó full- hátíðlega. Sögðust þær ekki heldur vilja spara teppalagningu hjá ríkinu? Ég gæti best trúaö að þær hefðu parket undir teppunum hjá sér.” Ný fjárlög á teikniborðinu Hvernig er staöiö að gerð f járlagatil- lögu vegna næsta árs? Nú er engin f járveitinganefnd Alþingis til. „Hagsýslan hér í ráðuneytinu er þegar byrjuð að undirbúa fjárlögin, ásamt aðstoðarmanni mínum og öðr- um starfsmönnum. Jafnframt vinna þeir Lárus Jónsson og Guðmundur Bjarnason að undirbúningnum sem fulltrúar stjórnarflokkanna, báðir þaulvanir. Við erum núna að fá óska- lista ráðuneytanna og yfirfara þá. Síð- an kemur að þessari heildarmótun eft- ir að ríkisstjórnin hefur sett sér mark- mið fyrir næsta ár eins og ég gat um áðan. Á þessu stigi er ekki komiö að vinnu fjórveitinganefndar Alþingis og hún verður ekki kosin fyrr en eftir að þing kemur saman, væntanlega 10. október. Það væri þó æskilegt að fá fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna til starfa fyrr ef þvi verður við komiö. Þar eru einnig færir menn sem akkur er í að komi að fjárlagagerðinni með líkum hætti og ef fjárveitinganefnd væri starfandi. En það er vitanlega mitt og ríkisstjórnarinnar að móta f járlagatil- lögunasjálfa.” Einkennileg áramót Ætlarðu að bylta fjárlögunum? „Fjárlagadæmið verður skoðað nið- ur í kjölinn. Ég hef þá sérstaklega í huga að finna flöt á því að stöðva alla sjálfvirkni í útþenslu ríkiskerfisins í tengslum við þann niðurskurð og þó hagræðingu sem nú er unnið að. Mér finnst sú tilhneiging ákaflega einkennileg að gera áramót að ein- hverjum sérstökum vendipunkti í þjón- ustu ríkisins hverju sinni. I þeim fyrir- tækjum sem ég hef stjórnað, og eru sum býsna stór, er unnið í samræmi við verkefnin sem fyrir liggja á hverj- um tíma, hvort sem þau eru til 24 eða 12 mánaða eða einhvers annars tíma- bils. Áramót geta ekki sjólfkrafa þýtt það að ríkið færi út kvíarnar, helst alls staðar. Með gerð næstu fjárlaga skapast fyrsta alvörutækifærið til þess að koma fram þeim sjónarmiðum sem ég berst fyrir. Á bak við þau stendur það einfaldlega að ég er hér í vinnu hjá fólkinu í landinu. Eg legg mig allan í þetta, sem slíkur. Ef ég næ ekki ár- angri þá er það ekki vegna þess að hér sé ekki gott starfsfólk, því það er aldeilis frábært; þá er eitthvað að mér sjálfum.” Erfiðara en ég bjóst við En er þetta ekki strembið starf ? „Jú, ég gerði mér grein fyrir því að það yrði erfitt. En mér finnst það erfið- ara en ég bjóst viö. Ég er hér allan daginn að heita má og oft frameftir. Þetta tekur hugann bókstaflega. Eg ætlaði mér sem dæmi að halda áfram aö aka bilnum mínum mest sjálfur en hef staðið mig að því að vera allt að því hættulegur í umferðinni, utangátta með hugann við starfið. Og það gengur vitanlega ekki.” Nú hefur það trúlega komið þér á óvart að lenda hér. „Já, svo sannarlega. Þetta æxlaðist svona á síðasta augnabliki þegar þing- flokkurinn hafði valið ráðherraefni. Eg ótti þá frekar von á að fara í embætti viðskipta- og bankamálaráðherra. En svona geta örlögin verið. ” Dyrnar standa öllum opnar Þú hefur sagt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að þú værir fyrir- greiðslupólitíkus. „Já, égerþað.” Er það ekki erfitt hlutskipti fyrir slíkan pólitíkus að styðja annarri hend- inni á ríkissjóð og heilsa þurfandi fólki með hinni hendinni? „Nei, síður en svo. Það hefur ekkert breyst í þessu efni. Hingaö kemur fólk með sín persónulegu vandamál alveg eins og áður og ég geri mitt besta til að hjálpa því. Eg hef ekkert breyst þótt ég settist hér aö störfum um sinn. Og vandamál fólksins eru áfram mín vandamál. Aðallega kemur fólk hingaö í viðtals- tímum á miðvikudögum en ég hef sagt starfsfólkinu hér að vísa öllum til mín sem vilja tala við mig hvenær sem er og þegar ég er ekki upptekinn. Dyrnar hérna standa öllum opnar,”,segir ráð- herrann Albert. „Eg er hins vegar ekki í því að leysa sjálfur vandamál fólks almennt. Ef ég veit að fólk er þurfandi og stendur við sitt get ég einungis beint því á færar leiðir. Oftast dugir það, sembeturfer.” „FASTAMAÐUR í STJÖRNULIÐI ÚMARS" Er gamli knattspyrnukappinn búinn aö leggja skóna endanlega á hilluna meö ráðherradómnum? Albert; Nei, ertu frá þér. Ég er fastamaöur í stjörnuliði Ómars Ragnarssonar. Þaö hefur ekkert breyst. Veistu aö ég var spuröur aö þessu í forseta- kosningunum. Ég svaraöi auðvitað neitandi, enda á það ekki að breyta neinni persónu, þótt hún skipti um starf. Þessi spurning var lögö fyrir mig, þegar ég mætti útataöur á framboðsfund. Ég hafði gleymt mér f leik við nokkra skemmtilega stráka f plássinu. „VINDLARNIR HAFA STÆKKAÐ" Risastórir vindlar eru í augum margra orönir að einkennismerki fyrir þig. Hvers vegna veluröu svona grfðarstóra vindla? Albert: Ég hafði aldrei reykt þegar ég hætti í fót- boltanum, 36 eöa 37 ára. Þá fór ég aö fikta viö aö púa einn og einn vindil. Og vinir mfnir erlendis og hér- lendis hafa fundið upp á þvf að gefa mér vindla viö hin og þessi tækifæri. Einhvern veginn hafa þeir svo alltaf verið að stækka. Þeir duga líka betur. Sjáöu þennan (hann bendir á vænan stubb í öskubakkan- um), ég hef kveikt í honum af og til alveg síðan í morgun og nú er komiö alveg fram aö kvöldmat. Já, þeir endast þessir stóru. BERGSTAÐASTRÆTI 10A - SlMI 16995 SILVER ÍBTAt pú ^Iö * PjfÍr *ð * Greiöslukjor EINAR FARESTVEIT & CO. HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.