Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAG UR 23. JUli 1983. 5 Fullkomlega eðlileg vioskipti — segir íathugasemd frá Bððvari S. Bjamasyni og Bððvari Bððvarssyni Vegna skrifa Helgarpóstsins þ. 21. 7. sl. viljum við undirritaðir taka það fram, að þau blaðaskrif eru okkur algerlega óviðkomandi og við hörmum slikar dylgjur og rógburð, sem beint er að okkur og þeim Jóni Magnússyni hdl. og Sigurði Sigurjónssyni hdl. Biaðamaður Helgarpóstsins hafði aldrei samband við okkur vegna málsins og skrif blaösins komu okkur algerlega á óvart. Raunar er furðulegt að sifk skrif skuli sett fram án þess að haft sé samband við aðila málsins. Staðhæfingar blaðsins eru algerlega úr lausu lofti gripnar og alrangar. Lög- mennirnir Jón Magnússon hdL og Sigurður Sigurjónsson hdl. keyptu af okkur hluta lóðarinnar Pósthússtræti 13—15, alls 45%, og var það gert með 3 kaupsamningum. Verð lóðarhlutanna var ákveðið miðað við upphaflegt kaupverð framreiknað til kaupdaga. Um þvinganir, undirboð eða hótanir varaldreiaðræða. Þeir Jón og Sigurður lánuðu okkur aldrei fé eða keyptu af okkur vixla eða verðbréf. Eftir beiðni minni, Böðvars Böðvarssonar, aðstoðaði Jón mig við sölu víxla á þeim kjörum sem ég vildi fá og taldi möguleg. Vandamál þau sem upp komu vegna lóðarinnar Pósthússtræti 13—15 voru fyrst og fremst tilkomin vegna skipu- lagsástæðna, þar sem afgreiðsla málsins dróst og gerði það að verkum að fjárhagslegir erfiðleikar mynduðust og ollu því að eigendur hættu við fyrirhugaðar byggingar- framkvæmdir. Það hefur aldrei verið farið fram á það við okkur að við kærðum þá Jón og Sigurð enda viðskipti okkar ekki með þeim hætti að nokkur ástæða eða tilefni gæfist til slíks. Hitt er annað að við höfum deilt um uppgjör vegna framkvæmda á lóðinni, en það kemur kaupunum og öðrum viðskiptum okkar ekki við. Við teljum einnig ómaklega að okkur vegið í þessari blaðagrein og hún sé til þess fallin að valda okkur erfiðleikum. Við ítrekum, að við hörmum þessi rugluðu og ómaklegu blaðaskrif Helgarpóstsins, sem eru okkur óvið- komandi og í fullkominni óþökk okkar. Viðskipti okkar feöga viö þá Jón og Sigurð voru að öllu leyti með eðli- legum hætti og algerlega er fráleitt að halda því fram að þeir hafi haft af okkur fé eða misnotaö aðstööu sína. Það er sannarlega umhugsunarefni hvað fær blaöamenn til að semja slíkan róg sem fram kemur í Helgar- póstinum. Reykjavík 22.7.1983. Böðvar S. Bjarnason Böðvar Böðvarsson. Ami Baldursson og Viðar Egilsson með góða veiði úr ánni nýlega, 9—14 punda laxa. D V-myndir G. Bender. Stóra-Laxá: VÆNN LAX SLAPP EFTIR MIKLA BARÁTTU Þær fréttir sem berast úr Stóru- Laxá í Hreppum lofa góðu. Þeir stangveiðimenn sem hafa farið í ána hafa a.m.k. orðið varir og sumir fengið hann. A öllum svæðunum hef- ur töluvert veiðst af laxi og einn 20 punda veiddist á svæði tvö nýlega. A svæði fjögur fréttum við af tveimur sem veiddu 7 laxa og voru þeir 9—14 punda og skömmu seinna fengu þeir á svæði þrjú 4 góða laxa. En menn missa hann eins og gengur og gerist. Stangveiöikona ein missti lax á svæði fjögur eftir um tveggja tíma baráttu og var laxinn víst vel vænn. Sleit hann allt að lokum. Nýliöi í lax- veiðinni veiddi á svæðum eitt og tvö um daginn tvo laxa og þykir það gott. Sem sagt, allt virðist benda til góðs sumars í Stóru-Laxá í Hreppum. Töluvert hefur sést af laxi í ánni og á öllum svæðum. Næstu veiðimenn ættu því eflaust að fá lax og kannski ná þeir þeim stóra sem slapp. Vegna svæðaskiptingar gengur erfiðlega að fá heildarveiðina í ánni. Væri gaman að frétta af veiöimönnum sem eru nýlega komnir úr ánni. Áreiðanlegar heimildir segja að um 230 laxar muni vera komnir úr ánni. Er það frábært. Þær eru margar árnar sem lítiö fréttist af og er Fróðá á norðanverðu Snæfellsnesi þar engin undantekn- ing. En nú ætlum við að bæta úr því. En það gerðist fyrir nokkrum árum að nokkrir áhugasamir fiskiræktar- menn keyptu jörðina Fróðá skammt frá Olafsvík og hófu ræktun mikla í Fróðá. Hefur hún með tíð og tíma skilað töluveröum árangri. Meðal- veiðin í Fróöá hefur verið um 150 lax- ar, sem má telja gott, áin er ekki nema 5—6 km löng. En hvernig hefur veiðin gengið þaö sem af er? Við höfðum samband við veiðihúsiö seint á fimmtudags- kvöldið. „Allt meinhægt að frétta héðan, við höfðum veitt 9 laxa í dag, 3—9 punda,” sagði Jakob Hafstein. „Við gátum ekkert veitt á miðviku- daginn og helming þriðjudagsins, veðurfarið var svo slæmt. En núna er komið skínandi veður og kominn lax vítt og breitt um ána. Mest er veitt á maðk en ég veiddi einn lax á Fransis græna en missti annan. Þaö eru komnir á land um 30 laxar sem er ágætt. Við höfum það gott hér og væsir ekki um okkur núna,” sagði Jakob Hafstein að lokum. -G. Bender. FERÐAÚRVALIÐ ER HJÁ ÚTSÝN í SUMARLEYFINU BEINT LEIGUFLUG Á BESTU STAÐINA TOPPFERÐ MEÐ TOPPAFSLÆTTI COSTA DEL SOL Vinsælasti og fjölsóttasti ferðamannastaöur Evrópu; sindrandi sólskin, frábærir gististaðir, fjölbreyttar kynn- isferðir, úrval veitinga- og skemmtistaða. VIKUFERÐ 28. JÚLÍ - verð frá kr. 12.000. MALLORCA Hinn rómaði gististaður Vista Sol á miðri Magaluf ströndinni. Brottför: 26. júlí — 3 vikur, örfá sæti laus. 16. ágúst — uppselt. 6. september — laus sæti. Brottfarardagar — 2, 3 eða 4 vikur: 4., 11., 18. og 25. ágúst, 1., 8., 15. og 29. september. LIGNANO SABBIADORO Hin gullna strönd Ítalíu. Sumarleyfisstaður í sórflokki — kostimir eru ótvírœðir. Gististaðirnir alveg við Ijósa, mjúka ströndina — frábær fjöiskyldustaður, skemmti- garðurinn Luna Park er fjölsóttur, frábeerar verslanir sem selja itölsku hátískuna, úrval veitinga- og skemmtistaða, frábserar kynnisferðir m.a. til Rómar, Flórens, Feneyja, Austurrikis/Júgóslavíu, dagssigling á Adríahafinu og fleira. VIKUFERÐ 2. ÁGÚST - verð frá 15.000. (gengi 27/5/83) BROTTFARARDAGAR — 2 eða 3 vikur: 2., 9., 16., 23. og 30. ágúst, uppselt 26. júlí. PORTUGAL - ALGARVE Einn sólríkasti staður Evrópu með heillandi þjóðlíf, hreinar, ljósar strendur og hagstætt verðlag. Brottför: 10. og 31. ágúst — uppselt. 21. september — laus sæti. REYKJAVÍK: AUSTURSTRÆT117. SÍMAR 26611,20100 og 27209 AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI98, SÍMI22911

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.