Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Side 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. AGUST1983.
Vaxtarsproti
Noröurlands
—ber forl jótt naf n en fögur fyrirheit
Erfiðleikar tilverunnar hafa komið
harkalega niður á Akureyri eins og
mörgum öörum byggöarlögum lands-
ins á seinni tíð, og hafa sumir þaö á
orði að þessari virðulegu menningar-
borg Norðurlands sé dálítið brugðiö.
Þó er það nú svo, að þrátt fyrir alla
þá neyð sem steðjar aö og sviptir suma
störfum en rýrir tekjur annarra, þá
má víða líta þrifalega vaxtarsprota
terra sig djarflega við sólargeislum
sumarsins, og einn slíkur vaxtarsproti
er RÚVAK — hið h'tilþæga útvirki hins
volduga Ríkisútvarps, sem stofnsett
var í húshjalli nokkrum á Akureyri
fyrir réttu ári.
Og hvaö er þá um afmælisbamið að
segja? 1 rauninni flestallt harla gott
nema auðvitað nafnið, sem er ljótleik-
inn sjálfur lifandi kominn í búningi
bókstafanna og er ef til vill ljótara en
svo að kvörtunum taki.
Hvað hefðu hugvitssamir forvígis-
menn frjálsrar útvarpsstöðvar gert í
sporum RUV-manna, þegar gefa þurfti
króganum nafn við hæfi? Þeir hefðu
áreiðanlega reynt að finna fallegt nafn
og aðlaðandi handa óskabarninu sínu,
vitandi vel aö gott nafn býr í haginn
hjá hlustendum en ljótt nafn er öllum
til leiðinda.
En RUVAK var króginn látinn heita
og þar við situr. Eg læddi þar býfu
milli stafs og hurðar fyrir skemmstu
til þess aö skoöa vaxtarsprotann nipra.
Þetta var einn af þessum regnþungu
laugardagsmorgnum sumarsins þegar
loft er þrungið annarlegri spennu og
tæpar sálir gneista af rafurmagni, en
þeir þremenningarnir Þórir Stein-
grímsson, Olafur H. Torfason og örn
Ingi voru þarna önnum hlaðnir og
leiddu hjá sér af snilld og háttvísi þá
ókyrrð og æsing sem geisaði allt í
kringum þá. Þeir voru aö taka upp
efni í þáttinn „Sporbrautin”, sem er
útvarpað á sunnudögum aö aflíðandi
hádegi.
Hugarfar
fjallabflstjóranna
Þórir Steingrímsson var dálítið
svartur á svipinn og er hann þó glað-
vær geöprýðismaður í eðli sínu, en það
stafaði af ásigkomulagi tækjabúnaðar-
ins sem oft er heldur bágborið. Þórir
starfar alls ekki að jafnaði við útvirkiö
á Akureyri, heldur leggur hann gjörva
hönd á marga hluti heima á höfuðból-
inu við Skúlagötu í Reykjavík og var
þarna aðeins í afleysingum þegar mig
bar að garði.
Það er með Þóri eins og gömlu
f jallabílstjórana íslensku sem voru allt
í senn: ökuþórar, hugvitsmenn, við-
gerðasnillingar, og heimsmeistarar í
þolinmæði. Tækjabúnaður útvarps og
sjónvarps á Islandi hefur löngum
verið þannig á sig kominn að þeir sem
um hann fjalla verða að tileinka sér í
ríkum mæli vinnubrögð og hugarfar
gömlu fjallabílstjóranna því að
helmingur starfsorkunnar fer til þess
að halda tækjunum gangandi hvað sem
á bjátar.
örn Ingi er kunnur myndlistar-
maður og hagur á ýmsa hluti. Akur-
eyringur er hann í húð og hár, svo
stappar nærri öfgum. Þannig hefur
hann lengstveriö3 vikur f jarri móður-
hjarta átthaganna.
Olafur H. Torfason er Vestfirðingur
að ætt og uppruna, rekur föðurætt til
Barðastrandar og móðurætt til
Súgandafjaröar. Fæddur er hann í
Reykjavík, dvaldi lengi erlendis og
vann um árabil við kennslu og ýmis
menningarstörf í Stykkishólmi áður en
forlögin leiddu hann við hönd sér
noröur yfir heiðar.
Olafur er nú allt í öllu hjá tímaritinu
Heima er best, auk þess sem hann set-
ur saman fræðandi þætti og skemmti-
lega fyrir vaxtarsprotann góöa,
RtJVAK.
Hrifning
aökomumannsins
„Það er ákaflega mikilvægt atriði í
sambandi við fréttaöflun og fjölmiðlun
almennt,” sagði Olafur,” að heima-
menn á hverjum stað þekkja jafnan
miklu betur til á sínum vettvangi og
hafa næmari tilfinningu fyrir því hvað
raunverulega skiptir máli fyrir fólkið
þar, heldur en aðkomumaðurinn sem
kemur þar í fréttaleit og hefur oft og
tíðum afar takmarkaðan tíma til þess
að kynnast mönnum og málefnum.”
„Aðkomumaðurinn sem kemur þar
sem snöggvast rekur oft augun í þaö
sem er sérstætt, gamalt, úrelt eða af-
bakað. En þar fer hann oft villur veg-
ar. Tökum til dæmis graskögglaverk-
smiðjuna í Skagafirði. Hún er pólitísk
ráðstöfun sem tæplega getur staðið
undir sér. En aðkomumaðurinn hrífst
af þessum framkvæmdum og framför-
um, tekur fullt af ljósmyndum og hæl-
,ist yfir því sem fyrir augun ber.
Heimamanninum er hins vegar vel
kunnugt að þessi verksmiðja er blekk-
ing og pólitísk brella og þess vegna tek-
ur hann allt ööruvísi á þessu máli.”
„Þetta er eitt meö ööru, sem gerir
það svo nauösynlegt að hafa útvarps-
stöðvar á víð og dreif um landiö —
þær virkja þá þekkingu sem fyrir
hendi er á hverjum stað. Hvað eftir
annað gerist það, að blaðamenn sem
komnir eru langt að og þekkja illa til á
staðnum gera skil einhverju efni sem
aðrir hafa fjallað um nýlega —
stundum hver á fætur öðrum. Þeir
koma, sjást og hrífast af einhverju ný-
næmi og vita ekki aö útvarp, sjónvarp,
dagblöð og jafnvel tímarit hafa einmitt
nýlega gert ítarlega grein fyrir þessu
máli. Hins vegar brestur þá kunnug-
leika til þess að leita uppi þau mál, sem
oft eru afarmikilvæg en liggja þó
engan veginn í augum uppi,” sagði
Olafur H. Torfason, setti upp heymar-
tólin og veifaði naskur fram í tækjasal-
inn til Þóris, sem fyrir sitt leyti gaf til
kynna að tækin væru komin í lag og
upptaka gæti hafist.
Fullt sjálfræði
Um röksemdir Olafs fyrir útvirkj-
um f jölmiðlunar á víð og dreif um land-
ið er þaö eitt að segja, að þær eru
fram bomar af hyggjudýpt og tölu-
verðri reynslu. Hins er ekki síður vert
að gæta, að slíkar stöðvar njóti fulls
sjálfræðis og hvers kyns einokun verði
af létt þegar í stað, því ekki gefast
aðrar leiðir betri til þess að glæða fjöl-
breytni mannh'fsins og virkja oss öll-
um til nytsemda og skemmtunar þær
gáfur og þekkingu sem ails staðar
blómstra á landsbyggðinni en fá ekki
að njótasín.
-BH
Texti og myndir:
Baldur
Hermannsson
Voru þeir örn Ingi og Ólafur H. Torfason að rœða um duiarfuil fyrirbæri þegar þessi Ijósmynd var tekin í hljóðkompu RÚVAK á Akureyri? Ekki
verður annað sóð en oinhver annarieg vera komi fram á myndinni og vilji gjarnan ieggja orð ibeig, og voruþó aðeins þeir tveir ikompunni er myndin
var tekin.
Svo mælir Svarthöfði » Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Þegar íslendingar urðu rúm 230 þús. á ný
Lengi vel hafa mál staðið þannig,
að engu líkara hefur verið en hér
byggju a.m.k. þrjár milljónir
manna. Hvenær sem minnst er á
aukningu þá er hún mæld í prósent-
um og hið sama gildir um samdrátt.
í raun gefa slíkar tölur ekki upplýs-
ingar um eitt eða annað nema ef
vera skyldi, að með þeim væri haldið
leyndum staðreyndum um vissar
stærðargráður, sem enginn virðist
láta sig varða nema þegar kemur að
skuldadögum erlendis. Þá verður
allt í einu ljóst að viö erum ekki
nema rúm tvö hundruö og þrjátíu
þúsund, og stöndum ekki undir miklu
ef á bjátar. Þjóðarauður okkar ligg-
ur í stopulum fiskafla, en það er nú
svo með fiskínn að hann syndir í
sjónum án markaðra sporbrauta, og
því geta komið ár þegar fiskifræðing-
ar finna nánast rýra stofna. En
skuldadagar okkar hreyfast ekki
með sama hætti og þorskurinn og
þess vegna getur þetta tvennt farist
á mis með uggvænlegum afleiðing-
um.
Fámenn þjóð á auðvitað auð sinn í
börnum, en nú eru fimmtán manna
f jölskyldur að mestu aflagðar eins og
alvanaiegt var á tímum fátæktar og
takmarkaðra skulda. Nú þykir
óhentugt að eiga börn, enda er alveg
eins og samanlagður f jölmiðlakostur
landsins að viðbættum öllum kjafta-
kerlingum og óbyrjum hafi það sér
helst til dundurs að tala um hið mikla
ólán sem fylgi barneignum, af því
ríki eða bæjarfélög byggja ekki yfir
þau uppeldishallir. Skiptir engu þótt
börn hefji skólagöngu frá sex ára
aldri. Þau eru orðin fyrir í skulda-
baslinu og lífsgæðakapphlaupinu, og
fyrst þau njóta ekki ríkis- eða sveitar-
forsjár frá fæðingu er alveg eins gott
að eiga þau ekki. Hins vegar skiptlr
miklu að stunda ferðalög til útlanda
og eiga tvo bíla en það tekst varla
með tíu börn á framfæri.
Það fjölmenna lið sem vafstrar nú
í því að telja fólki trú um að börn séu
til óþæginda, er að hjálpa til við að
koma hér upp hallærum vegna
mannfæöar. Stærðargráðan er nú
ekki meiri en það, að fari mannfjöldi
niður fyrir ákveðin mörk, sem gæti
gerst á svona fimmtíu árum, verður
ekkert fyrir hendi annað en breyta
þjóðfélaginu í verstöð norður í haf-
inu, en til landsgæða munu menn
sækja hingað eins og nú er sótt norð-
ur á Strandir til að eyöa þar sumar-
dögum í hlunnindunum.
Eftir mikla drauma og stórfelldar
hugsjónir, sem iátnar hafa verið rst-
ast fyrir erlent lánsfé, stöndum við
allt í einu frammi fyrir þeirri stað-
reynd að við erum fámenn og fátæk
eins og fyrrum og eigum ekki í stórar
uppsprettur að sækja um aðföng.
Alveg eins og börn eru nú talin til
óþæginda, sem best sé að hýsa á dag-
heimilum, er það einnig orðið til
óþæginda ef sólin skín ekki ákveðna
mánuði á ári. Fólk sem hér býr ætlar
vitlaust að verða ef rignir, af því það
hefur síðustu áratugi fundið á eigin
skrokk hvað þægilegt er að liggja
suður við Miðjarðarhaf, eins og
milijónamæringar fyrrum. öðruvísi
brást Hannes Hafstein við, þegar
hann bað um „ærlegt regn” á Kalda-
dal.
Mitt í þessu niðurlagi, þar sem tU-
kynnt er að efnahagslegt sjálfstæði
okkar sé í voða eftir áratuga lántökur
erlendis til að viðhalda hér lifsskU-
yrðum, sem gætu verið afrakstur
þriggja mUljóna þjóðar, kemur svo á
daginn að sjávarútvegurinn, sem
hingað tU hefur verið talinn standa
undir innfiutningi á kexi og fleiru.
étur aUt upp sjálfur sem hann aflar
og meira tU. Þá er svo komiö að
lengur er ekki um að tala að við séum
sjáifbjarga. Viðureignin við verð-
bólguna núna er síðasta þrautatakið
é þeim vanda sem blasir við hinni
„skoplitlu” þjóð, sem um sinn hefur
hagað sér eins og hún gengi á guUi.
Og gott dæmi um þrekleysi falskrar
velsældar er jarmurinn út af
veðrinu, sem fylgir fæðingarrétti
okkar. Dýr sem festast í gUdru hafa
stundum nagað af sér fót eða skott tU
að losna. Nú er keppst við að naga í
sundur vitundina um að við séum ts-
lendingar.
Svarthöfði.
I