Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Side 12
12
DV. MIÐVDCUDAGUR 24. ÁGUST1983.
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
I Úfgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
S»j(5marformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
[ Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
I AöstoOarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjérar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
| Ritstiórn: SIÐUMULA 12—14. SÍMI 8MU. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
j Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
f Sími ritstjómar: 84611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
| Árvakurhf., Skeifunnil».
j Áksriftarverðá mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr.
I Helgarblaö22kr.
j __
f '
Fulltrúi „fagmannastéttar”
Ráðning Þrastar ölafssonar í stöðu framkvæmda-
stjóra Verkamannafélagsins Dagsbrúnar vekur ýmsar
spurningar. Er fram komin „stétt fagmanna” í kjara-
samningum, þar sem sami maður situr öðrum megin
borðsins í dag og hinum megin á morgun? Má búast viö,
aö helztu samningamenn verkalýösfélaga nú séu væntan-
legir samningamenn vinnuveitenda á næstunni — og öf-
ugt.
Menn minnast Þrastar Olafssonar helzt frá síðustu
árum sem aðstoðarmanns Ragnars Arnalds f jármálaráö-
herra. Þar mætti Þröstur galvaskur til að „berja á”
hjúkrunarkonum meðal annarra, þegar þær sóttu kjara-
deilu. Þótt Þröstur vilji sem minnst við slíkt kannast að
sinni, birtist hann oft í fjölmiðlum, svo í sjónvarpi, sem
dæmigerður fulltrúi vinnuveitanda síns, það er ríkisins,
gegn opinberum starfsmönnum og hamaðist gegn kjara-
bótum launþega.
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar,
knúði ráðningu Þrastar svo hart fram, að stjórn félagsins
klofnaði. Einn stjórnarmanna, Garöar Steingrímsson,
hefur gengið úr stjórn. Halldór Björnsson, varaformaður
félagsins, segir í viðtali við Tímann: „Það er ljóst, að
Þröstur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri meö al-
ræðisvald yfir kosnum starfsmönnum félagsins.” Annars
staðar sagði Halldór, að hann teldi sérstaklega að sér
vegið með ráðningunni, þar sem hann hefði gegnt sumum
þeirra starfa, sem Þresti yrðu nú falin.
Stjórnin veitti heimild til ráðningar Þrastar með fimm
atkvæðum gegn þremur, svo að mjótt var á munum.
Þessi klofningur gæti valdið Dagsbrún vanda. Mikil-
vægir samningar standa fyrir dyrum.
Guðmundur J. Guðmundsson taldi sig greinilega ekki
mega af tækifærinu missa. Að honum ec vegið innan her-
búða Alþýðubandalagsins. Með Þröst sér við hlið mun
Guðmundur standa mun sterkar í slíkri baráttu. Annað
mál er, hvort almennir félagsmenn verða ýkja sáttir við
skipan mála. I Dagsbrún hefur síðustu ár orðið til and-
staða vinstra megin við stjórnendur félagsins. Sú and-
staða kann að harðna.
Enda segir Þjóðviljinn í grein eftir ritstjóra blaðsins,
Einar Karl Haraldsson: „Innan Dagsbrúnar er því tekið
með misjöfnu geði að „skriffinni” á borð við Þröst ölafs-
son taki þar við forsögn og endurskipulagningu á starfi
félagsins, sem fæstir telja, að sé vanþörf á út af fyrir
sig.”
En þaö skiptir miklu, að maðurinn er „fagmaður”.
Þjóðviljinn hafði eftir Guðmundi J. Guðmundssyni, að
reynsla Þrastar sem samningamanns fyrir Dagsbrún,
BSRB „og síðan hinum megin víglínunnar hjá fjármála-
ráðuneytinu myndi koma í góðar þarfir. ’ ’
„Það er trúa mín, að Dagsbrún hafi fengið góðan sér-
fræðing, sem stendur sérfræðingum viðsemjenda okkar
fyllilega á sporði,” sagði Guðmundur við Þjóðviljann.
Alþýðubandalagið hefur lengi verið klofið, og talað um
„menntamannaklíku” eða „gáfnaljósaklíku” sem and-
stæðu við raunverulega fulltrúa verkafólks.
Margir hafa talið Guðmund J. Guðmundsson í and-
stöðu við klíkur gáfnaljósanna. En nú hafa kaupin gerzt
þannig á eyrinni, að hann telur nauðsynlegt að treysta
stöðu sína með því að fá eitt „helzta gáfnaljósið” og
„fagmann í kjarasamningum báðum megin borðs” sér
við hlið.
Framhaldið verður ekki síður athyglisvert.
Haukur Helgason.
Stjóm hinna
talandi stétta
Á þessu ári er öld liöin frá láti Karls
Marx, sem boðaöi stéttabaráttu af
miklum móö. En Marx gamla mis-
sýndist. Stéttabarátta er að vísu háö á
Vesturlöndum, en hún er ekki barátta
borgara og öreiga, fjármagns og
vinnuafls, heldur barátta hinna talandi
stétta og hinna vinnandi. Hinar talandi
stéttir stjóma okkur og þær aröræna
okkur — stundum án þess aö við tökum
eftir því.
Hverjar eru hinar talandi stéttir?
Þetta eru blaðamenn og kennarar og
aðrir sölumenn notaöra hugmynda, fé-
lagsmálafrömuöir, skriffinnar, at-
vinnustjórnmálamenn og verkalýös-
leiötogar. Þeir hafa framfæri sitt af
því aö framleiða orð, orð og aftur orð.
En hinar vinnandi stéttir eru þær, sem
framleiða vörur eöa þjónustu, útgerð-
armenn, sjómenn, bændur, iðnrek-
endur, kaupmenn og verkamenn.
Margir háskólamenn teljast til hinna
talandi stétta, en ekki allir: verk-
fræöingar, læknar og stærðfræðingar
teljast til hinna vinnandi stétta, nor-
rænufræðingar, heimspekingar, hag-
fræðingar og lögfræöingar til hinna tal-
andi.
Menn mega ekki misskilja mig.
Þessi greinarmunur á hinum talandi
og vinnandi stéttum er ekki gerður til
þess að sýna, aö hinar talandi stéttir
séu með öllu gagnslausar. Framleiðsla
orða er stundum nauösynleg. Sumir
kennarar (en ekki allir), blaðamenn
leikarar, lögfræöingar og jafnvel
sumir skriffinnar vinna fyrir sér með
því að fullnægja þörfum annarra, eftir
Ótímabærar
athugasemdir
Hannes H. Gissurarson
þeim er eftirspum á markaðnum, ef
svomásegja.
En spumingin er, hva'ð er nauðsyn-
legt og hvað ekki? Hver ræður því?
Ekkert er við því aö segja, ef mark-
aðurinn ræður því, enda er hann ekkert
annað en val einstaklinganna. Maður,
sem hefur f ramfæri sitt af því að fram-
leiöa og selja fréttablaö, er ekki að
neyða neinn til neins. En stundum er
svo ekki. Stundum eru það mennirnir
úr hinum talandi stéttum, sem ráða
þessu og neyða aðra til þess að bera
kostnaðinn. Við það hefst arðrán.
Þetta skýrist með dæmum úr dag-
lega lífinu. Hafnarverkamaður hættir í
skóla seytján ára og byrjar þá að
greiöa skatta. Norrænufræðingur
hættir í skóla tíu árum eldri og byrjar
þá að greiða skatta. Hann er þannig
skattfrjáls tíu árum lengur en hafnar-
verkamaöurinn. Miklu fátíðara er
síðan, að börn hafnarverkamanna
gangi í framhaldsskóla en börn
norrænufræðinga. En framhaldsskól-
amir em kostaöir af skattgreiðendum.
Hvaða ályktun drögum við af þessum
forsendum? Blasir ekki við öllum, aö
fé er flutt frá fjölskyldu hafnarverka-
mannsins til fjöiskyldu norrænu-
fræðingsins, því að það er notaö til þess
að fullnægja þörf, sem önnur f jölskyld-
an hefur, en ekki hin? Eru menn úr
hinum talandi stéttum ekki að arðræna
menn úr hinum vinnandi stéttum?
Dæmin um þetta arörán eru
mýmörg. I Reykjavík starfa Sinfóníu-
hljómsveit og Þjóðleikhús, og nýtur
hvort tveggja hárra styrkja, sem
teknir eru af skattgreiðendum. Þeir,
sem sækja hljómleika og leiksýningar,
Menn deiia um hvort aukning
peningamagns sé orsök eða afleiðing
verðbólgunnar. Það verður þó varla
um það deilt að sé ekki tekið tillit til
peningamála þegar reynt er að ráða
niðurlögum verðbólgunnar þá verður
árangurinn skammvinnur, hvert sem
meðaliðer.
Eftirspurnar- og kostnaðarút-
skýringar á verðbólgunni eru meira í
því fólgnar að kenna ýmsum afmörk-
uðum þáttum um verðbólguna, svo
sem víxihækkun verðlags og launa,
sveiflum í sjávarafla, alhliða útþenslu
ríkisbáknsins, togstreitu á milli stétta,
erlendri verðbólgu, gengisfellingum og
síðast en ekki síst offjárfestingu í fiski-
skipastól sem ekki leiðir til aukinnar
veiöi eðaafkasta.
Að dómi peningamagnshagfræðinga
(monetarismans) er best að hafa hag-
stjórnun eins einfalda og hægt er svo
aö stjórnendur sem koma inn í þingsali
með mismunandi þekkingu á efna-
hagsmálum ráði við hagstjórnina.
Peningamagnsstjórnun er einfalt og
heppilegt stjórntæki. Þess vegna er
heillavænlegt að leggja meiri áherslu á
stjóm peningamála þótt önnur hag-
stjórnartæki séu notuð með.
Því miður bendir reynsla okkar
Islendinga til þess aö önnurhagstjórn-
artæki, svo sem sjóðakerfi sjávarút-
vegsins, virki alls ekki hvort sem um
er að kenna ófullkomleika mannsins
eða einhverju öðru. En til að peninga-
málastjóm komi að gagni þarf
auðvitað að gera Seölabankann sjálf-
stæðari og um leið ábyrgari fyrir
peningamálastjórninni.
Peningar
I hagfræðinámi í Chicago er eitt það
fyrsta sem maður lærir um peninga aö
þeir eru ávísun á framleiðsluna sem
hver vinnandi maður gefur af sér.
Islenskur gjaldmiðill er því ávisun ó
þjóðarframleiðslu okkar og berum við
úr býtum lífskjör eftir því hve arð-
samlega við getum nýtt afkastagetu
okkar í gegnum hagkvæmni í störfum
ogvélavinnslu.
Það er því grundvallarmis-
skilningur aö einhver auður felist í
Sigurbergur Bjömsson
kvæmda er að mínum dómi að leita
alfarið á erlenda lánsfjármarkaöi við
fjármögnunþeirra.
Það er í sjálfu sér í lagi að slá lán að
hluta til erlendis, t.d. sem nemur þeim
gjaldeyriskostnaði sem fer í að greiöa
fyrir túrbínur orkuvera, vír og staura í
raflínubyggingu, jafnt sem önnur inn-
flutt aðföng.
En að slá lán fyrir öllum fram-
kvæmdunum er ekkert annað en að
blása upp peningamagn þjóðfélagsins,
að því tilskildu að Seðlabankinn geri
ekki mótvirkandi ráðstaf anir.
Með öðrum orðum þá hefur erlend-
um gjaldmiðli verið breytt í krónur.
Fleiri krónur í umferð þenja fyrr eða
síöar út vöruverð, þar sem undirstaða
þeirra er ekki samsvarandi aukning
framleiðslu, heldur lán sem ést upp.
Hægt er að slá verðhækkunum á frest
A „Liklega hefur stærsta arðrán íslands-
sögunnar farið fram á síðustu tveimur
áratugum, mest undir merkjum vinstri
stjórna, en þó ekki af ásettu ráði.”
peningum sem slíkum. (Ætli
hundraðkallinn kosti Seðlabankann
nema 10—20 aura?) Peningar eru ekk-
ert nema ávísun á vörur þær er þjóð-
félagið framleiðir þótt framleiðslu-
kostnaður sé ekki eini þátturinn í
endanlegu verði vörunnar. (Einnig
getur þessum þjóöarauöi verið mis-
skipt en það er nú önnur saga.)
Hér á Islandi hafa veriö meiri
peningar um hverja framleidda
einingu en eðlilegt getur talist. —
Hvers vegna?
Ójafnvægi vegna
erlendra lántaka
Miklar framkvæmdir hafa einkennt
íslenskt efnahagslif síðustu áratugi,
sérstaklega þá tvo síðustu. Eitt af
grundvallarmistökum þessara fram-
með því aö sló annað lán, síðan annaö
lán og svo koll af kolli. Gengið verður
því of hátt og fyrr eða síðar kemst
jafnvel allra helgasta kýrin í vand-
ræöi. (En hún er sjávarútvegurinn.)
Lántökur geta heldur ekki
endalaust staöið undir of háu gengi.
Hvort sem á undan kemur þá verður
bæði gengisfelling og verðlagshækkun.
Að sjálfsögðu er allri annarri fram-
leiöslu á meðan búin versta aöstaöa
sem hugsast getur vegna óhagstæðs
gengis, en hvað um það.
Heppilegast er að mínum dómi að fjár-
magna innlenda þætti allra opinberra
framkvæmda með innlendu fjármagni
(þ.e. ailt nema erlend aðföng). Þannig
er okkar framleiðslugreinum ekki gert
óþarflega erfitt fyrir, auk þess sem
neyslulánum er þá ekki velt yfir á