Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Side 8
8
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. AGUST1983.
Útlönd
Útlönd
Utlönd
Útlönd
Bolla-
lögðu
heróín-
smygl
Átta manns verða dregnir fyrir
rétt í New York ákærðir fyrir hlut-
deild í heróínsmyglhring sem náði
frá Asíu til Bandarikjanna. Fimm
annarra er leitað úr smyglsamtök-
um þessum.
Ákærurnar eru studdar
upplýsingum sem fengust með því
að lögreglan hleraði samtöl á
heimili Angelo Ruggiero á Long
Island. Hann er talinn tilheyra
mafíufjöiskyldu Carlo Gambino.
Náöist að hljóðrita samræður þar
sem lagt var á ráðin um kaup á 100
kílóum af heróíni. — Áttundi
maöurinn í hópnum er lögmaður
sem tekur að sér vamir fyrir
mafíumenn, en hann er ákærður
fyrir samstarf viö glæpamenn.
Nixon
fékk
hjarta-
áfall
Pat Nixon, eiginkona Richard M.
Nixon fyrrum Bandaríkjaforseta,
fékk vægt hjartaáfaU í síðustu viku
og lá fimm daga á spítala í rann-
sókn. Læknir frúarinnar sagði
blaöamönnum, aö bati hennar heföi
veriðgóður.
Ritari Nixons sagöi að frú Nixon
væri nú komin tU heimUis síns í
New Jersey. Hún fékk slæmt
hjartaáfaU 1976 en náöi sér aö fullu
af því.
Nýtt vopn
Hergagnaframleiðendur í Israel
hafa kynnt nýtt vopn. Það er faU-
byssa sem beita skal gegn skrið-
drekum og þyrlum.
Fallbyssunni er komið fyrir á
brynvörðum liðsflutningabifreið-
um. Henni má snúa í hálfhring og
getur hún sprengt í loft upp T-72
skriðdreka þá sem Sýrlendingar
hafa fengiö frá Sovétmönnum en
>eir skriðdrekar þykja öörum
drekum ógnvænlegri.
V-Þýskaland:
GENSCHER SKAMMAR BRANDT
Hans-Dietrich Genscher, utanríkis-
ráöherra V-Þýskalands, hefur
harðlega gagnrýnt WiUy Brandt
fyrrum kanslara fyrir stuðning hans
við hugmyndir grískra stjórnvalda
þess efnis að fresta beri uppsetningu
nýrra kjarnaflauga í V-Evrópu. I
ræðu, sem hann hélt á stjórnarfundi
flokks frjálsra demókrata, sakaði
Genscher Brandt um að hafa með
afstöðu sinni grafiö undan samninga-
viðræöum í Genf miUi Sovétmanna og
Bandarík jamanna.
V-þýska ríkisstjómin hefur þegar
hafnað hugmyndum Grikkja um sex
mánaöa frestun á uppsetningu flaug-
anna. Genscher sagði að frestun myndi
gera raunhæfa niðurstööu úr Genfar-
við'ræðunum óhugsandi. Brandt hafði
lýst því yfir að hann heföi fyllsta skiln-
ing á tiUögum Grikkja. Talsmaður
Jafnaðarmannaflokksins í V-Þýska-
landi staðfesti síöar að yfirlýsing
Brandts væri í samræmi við stefnu
flokksins í afvopnunarmálum.
Sýndi ráðherra
„tilræði” í afmæli
litlu hafmeyjunnar
Það var mikið um dýrðir á
Löngulínu í Kaupmannahöfn í gær
er Utla hafmeyjan heimskunna hélt
upp á sjötíu ára afmæli sitt. TU
fagnaðarins voru mættir gestir frá
24 löndum og flutti Arne Melchior,
umhverfismálaráðherra Dana,
hátíðarræðuna.
öflugur lögregluvörður var í gær
við hafmeyjuna, sem myndhöggv-
arinn Edward Eriksen lauk viö 23.
ágúst 1913. Hins vegar naut danski
ráöherrann ekki jafnöflugrar lög-
regluvemdar. Skyndilega réðst aö
honum úr mannþrönginni ungur
maður meö byssu á lofti, skaut einu
„skoti” að ráðherranum en við-
stöddum til mikils léttis reyndist
vopnið aðeins vera vatnsbyssa.
Fékk ráðherrann væna vatns-
gusu í andlitið en eftir að hafa
þurrkaö af gleraugunum hélt hann
ræðunni áfram. „Tilræðismaður-
inn”komst undan.
-GAJíLundi.
Litla hafmeyjan í afmælisskrúða.
Kanada:
Nýr ráðherra
segir af sér
Roger Simmons, sem nýlega var
skipaöur ráðherra námumála, sagði af
sér í gær og bar við persónulegum
ástæðum. Simmons, sem situr á þingi
fyrir Nýfundnaland og var kennari
áður, tók við embætti fyrir tíu dögum,
þegar Pierre Trudeau forsætisráð-
herra endurskipulagði ráðuneyti sitt.
mennra þingkosninga á næsta ári og
standa frjálslyndir, sem nú eru í ríkis-
stjórn, höllum fæti í skoðanakönnunum
meðan Ihaldsflokkurinn hefur mikinn
meðbyr.
Chile:
Simmons hefur haft sig mjög í
frammi vegna deilna milli Brian
Peckford, forsætisráöherra fylkis-
stjórnarinnar á Nýfundnalandi.
Peckford hefur haldið fram réttindum
Nýfundnalands yfir olíulindum undan
ströndum fylkisins og hefur Simmons
gagnrýnt þá afstöðu.
Búist er við að efnt verði til al-
Mótmæla yfirgangi
Argentínumanna
Tveir Þjóðverjar
framseldir
Tveir Þjóðverjar, sem sakaöir eru
um að vera félagar í þýskum fasista-
samtökum og að hafa átt þátt í morötil-
ræðum við bandaríska hermenn í
Þýskalandi, verða framseldir til
Þýskalands þar sem þeir verða færðir
fyrir dóm. Mennirnir tveir, Walter
Kexel og Ullrich Tillman, sem báðir
eru 21 árs að aldri, fundust í Dorset
héraði í S-Englandi eftir að v-þýsk lög-
regluyfirvöld gáfu út handtökuskipun
á hendur þeim.
Þegar heim kemur munu þeir verða
kærðir fyrir morðtilræði, líkamsmeið-
ingar, sprengjutilræði og vopnað rán.
Þeir hafa nú 15 daga til þess að áfrýja
úrskurði undirréttar í London áður en
innanríkisráðherra Bretlands, Leon
Brittan, staðfestir f ramsal þeirra.
Patricio Carvajal aðmíráll, land-
varnaráðherra Chile, ásakaöi
Argentínumenn fyrir að virða ekki
landamæri Chile í og viö Beagle-sund
við suðurodda S-Ameríku. „Viö vitum
þaðogþað er velþekkt og stað-
reynd að herskip og flugvélar frá
Argentínu hafa hvað eftir annaö brotið
gegn loft- og landhelgi Chile og viö
höfum kært þetta atferli til sátta-
semjara,” sagðiaðmírállinn.
Vatíkaniö hef ur tekið að sér að miðla
málum í deilu ríkjanna tveggja um
þrjár litlar eyjar í Beagle-sundi sem
Chilemenn stjórna nú. I síðustu viku
gengu nokkrir argentínskir sjóliðar á
land á eyju skammt undan eyjunum
þrem, sem tilheyrir Chile, en þeir yfir-
gáfu eyjuna eftir tuttugu mínútur.
Stjómvöld í Chile hafa þegar mótmælt
landgöngunni.
Borgarfulltrúar
banna kjamorku
vopn með lögum
Borgarstjómin í Florennes hefur
samþykkt lög sem banna uppsetningu
eða flutning kjarnorkuvopna um
borgarlandið. Talsmaður borgar-
stjórnarinnar sagði að lögin heföu ver-
ið samþykkt til þess að gera öllum ljóst
hvaða skoðun borgaryfirvöld hefðu á
fyrirætlunum stjómvalda. Hin sam-
þykktu lög borgarstjómarinnar gera
ráð fyrir að viðurlög við brotum verði
fangelsi og sektir en samkvæmt lögun-
um er einnig bannaö að flytja um eöa
geyma á borgarlandi geislavirk efni
sem gætu valdið dýmm, gróðri eða
fólki skaða, nema það sé í lækninga-
skyni.
Talsmaður belgísku ríkisstjómar-
innar sagði að lögin hefðu ekkert gildi
og ríkisstjórnin gæti farið sínu fram
engu að síður. Enn hafa belgísk
stjómvöld ekki tekiö endanlega
ákvörðun um uppsetningu flauganna,
en borgin Florennes er talinn líklegasti
staðurinn fyrir þær ef af verður.