Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Blaðsíða 33
DV. MIÐVKUDAGUR 24. ÁGUST1983. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið arftaki koo Aðalefni Sviðsljóssins í gegnum tíðina hefur verið gamlir skandalar frægs fólks og ýmislegt annað, en aldrei hefur verið farið út á þá braut að spá um framtíðina og greina frá hugsanlegum skandölum en hér verður riðið á vaöið. Eins og kunnugt er mun sambandi Andrésar prins og Kú Stark með öllu lokið og er þegar farið að spá um hver muni verða hans næsta heitt- elskaða. Blað nokkurt í Bretlandi tók sig til og tók saman hverjar þættu líklegastar og gaf þeim einkunnir, frá einum og upp í tíu, allt eftir því hvað þær töldust gott prinsessuefni. 1. Katy Braine fékk 4 í einkunna- gjöfinni sem er nokkuð lélegt. Það stóð þessari 19 ára stúlku helst fyrir þrifum að hún er af lágum stigum. 2. Sophie Birdwood er einnig nítián ára, ljóshærð, falleg og gáfuö og fékk hún heila sjö í einkunn. Talið er að hún komi varla til greina, því prinsinn hrífst aðallega af dökkhærðu kvenfólki. 3. Henrietta Neville er 18 ára gömul og æskuvinkona Andrésar. Þótt hún sé af háaðlinum fær hún bara 6 í einkunn vegna þess að hún þykir ekki nógu h'fleg fyrir prinsinn. 4. Charlotte Legge er 20 ára, einnig af háaðlinum, og fær hún bara 4 í einkunn því að sérfræðingar telja að prinsinn vilji hafa þær grennri. 5. Louise Huntington-Whiteley er 22 ára og barna-bama-barna-bama- bam Victoriu drottningar. Þó að hún sé vel ættuð þá fær hún lægstu ein- kunnina, eða 2 því að sérfræöingar töldu aö útlitið stæði henni fyrir þrifum. 6. Elisabet Bright heitir hún þessi og er 18 ára. Hún dúxaði með 8 í einkunn og er tahn hafa allt til að bera til að vera hæfilegt kvonfang. Nú er því um að gera að fylgjast náið með fréttum og sjá hvort prófdómararnir hafi haft rétt fyrir sér. Henrietta Nav/fla. Katy Braine. Chariotta Legge. Louise Huntíngton-Whfteley. Eiisabet Bright. Koo, en enginn Andrés. Góðverk dagsins Það orð hefur lengi farið af Paul McCartney að allt sem hann snerti breytist í peninga. Jafnvel þegar hann ferðast streyma peningamir til hans eins og eftirfárandi saga sannar. Einu sinni sem oftar þurfti Paul að ferðast með lest og þegar hann var að stíga af lestinni þá sér hann gamla konu klöngrast með erfiðismunum úr lestinni og rogast hún með heljarmikla ferðatösku. Paul, sem alla tíð hefur mikið prúðmenni, snarast á vettvang og hjálpar gömlu konunni frá lestinni með töskuna. Konan hélt að hann væri einn af þurfalingum þeim sem reyna að vinna sér inn pening á brautarstöðv- um og ætlaði hún að launa honum góðverkið meö því að rétta honum eitt pund. Prúðmennið Paul afþakkaði hins vegar kurteislega, enda sterkrikur, og sú gamla arkaði burt glöð í bragði yfir að hafa sloppið svona vel frá þessu. Málsháttur dagsins Trautt mun ég trúaþór, tröll, kvaö Höskoiiur. Einu sinni var kona í Brasilíu sem hafði, eins og svo margar aðrar, gaman af aö baka smákökur. Dag einn komst hún yfir sérdeilis skemmtilega uppskrift og tók þegar til óspilltra málanna. Brátt lagði yndislegan ilminn úr eldhúsinu og slefandi þyrptust fjölskyldu- meðlimimir inn í eldhúsið til þess að gæða sér á nýbökuðum smákökun- um. Konan hafði vart undan að baka ofan í hákana, en þegar átveisla þessi stóð sem hæst tóku nokkrir fjöl- skyldumeðlimir að fölna og grípa um kviö sér. Skömmu síðar lágu allir á gólfinu og emjuðu hástöfum svo að hringja varð í sjúkrabil til þess að koma öllum á sjúkrahús. Þar kvöddu svo fjórir þennan heim og varð skiljanlega mikil sorg á þeim bæ. Lögreglan tók máhð í sínar hendur og var baksturshráefnið rannsakað af mikilh nákvæmni. Niðurstaða hennar var sú að mjölið sem notað var hefði verið skemmt. Þegar svo átti að jarða vesalings fólkiö streymdu fjölskyldumeðlimir hvaðanæva að. Hátt á annað hundr- að manns var viðstatt athöfnina og erfidrykkju sem haldin var á eftir. Vinkona vor sá fram á það að þama þyrfti að metta marga svo að hún tók sig til og bakaði heilt f jaU af smákökum. Eins og fyrri daginn vom kökumar hið mesta lostæti og frændumh- og frænkurnar hökkuðu þær í sig af bestu lyst. Þegar svo erfið stendur sem hæst og menn orðnir vel saddir taka nokkrir fjöl- skyldumeöUmir að fötoa og grípa hver sem betur getur um kvið sér. Stuttu seinna lá allur frænd- garðurinn og yfirgnæfðu kvala- stunumar sírenurnar í sjúkrabílun- um. Þegar upp var staðiö höföu 64 látist eftir smákökuát þetta og lög- reglan var aftur kölluð tU. Málið var rannsakað af sömu nákvæmntoni og áður og olh niöurstaðan nokkrum úlfaþyt. MáUð var nefnUega það að konan sem reyndar féll einnig í valinn hafði notað sömu hráefni og í fyrra skiptið að undanskUdu mjöltou, sem henni hafði verið tjáö að væri eitrað. Broddurton i þessari litlu sögu er sá að það var aUt í lagi með mjölið, en hins vegar var það lyftiduftið sem var baneitraö og bráðdrepandi andskoti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.