Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Side 16
16
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. AGUST1983.
Spurningin'
Telur þú rétt að leyfa
íslandsrallið?
Öskar Friðriksson vélamaður. Já, að
sjálfsögðu, ef þaö er vel að því staðið,
þá ætti það að vera með öllu óhætt.
Guðmundur Hauksson trésmlður. Það
á ekki aö leyfa þaö, þvi að upplýsingar
um þaö hafa ekki verið nógar.
Árnl R. Arnason, rekur bókhaldsskrif-
stofu. Eg er ekki tilbúinn að svara því
vegna þess að ég þekki ekki alla mála-
vöxtu. i
Halldór Gunnarsson neml. Já, það er •
allt í lagi að Ieyfa það, svo framarlega
sem landið skemmist ekki af því.
Jón Jónsson sjómaður (Olafsfirði). Já,
það á að leyfa það. Ég var að koma af j
hálendinu og sýndist að þessir melar
mundu ekki skemmast mikið af því. I
Jón Lárusson húsasmiður. Ég hef ekki!
fylgst með þessu máli því ég er frekar
lítið fyrir bílaíþróttir.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Á rúmu ári þrefaldaðist
verð á heitu vatni
Guðrún hringdi:
Mér krossbrá þegar ég fékk jöfnunar-
reikning fyrir síöasta ár frá hitaveit-
unni nú fyrir helgina. Undanfarið hef
ég greitt fyrir hita á tveggja mánaöa
fresti um kr. 1200. Notkunin hefur
verið svipuö yfir árið. En nú vilja
blessaöir mennirnir allt í einu fá á
sjötta þúsund krónur til viðbótar, að
mér skilst vegna þess að endarnir hafa
ekki náð saman hjá þeim.
Þegar ég skoðaði reikninginn nánar
sá ég ekki betur en gjald fyrir tonnið
hefði meira en þrefaldast á rúmu ári. I
fyrrasumar, til 1. ágúst 1982, kostaöi
tonnið kr. 3,73, en nú er það komið upp í
kr. 12.
Ég bý í Reykjavík og það hefur ekki
fariö fram hjá mér aö hitaveitan er aö
reisa nýja skrifstofubyggingu á horni
Suöurlandsbrautar og Grensásvegar.
Nú spyr ég: verður slík vinnuhag-
ræðing að nýja húsinu aö reikningar
lækki aftur? Eða erum við heitavatns-
notendur að greiða fyrir höll þar sem
fyrirtækið hefur aðstöðu til að féfletta
okkur ennþá rækilegar?
Hitaveituframkvæmdir.
Þrtistur hafur fram ati þassu gart þati sam hann hafur gatati 07 ati halda
nitiri launum varkafóiks, sagir Bjami Guðmundsson.
ÁGREININGUR UNI
ÞRÖST ÓLAFSSON
Bjami Guðmundsson hringdl:
Sá ágreiningur sem komið hefur upp
innan stjórnar Dagsbrúnar vegna
hugsanlegrar ráðningar Þrastar
Olafssonar í stöðu framkvæmdastjóra
Dagsbrúnar er mjög alvarlegur fyrir
verkafólk. Þröstur þessi hefur fram til
þessa verið hinum megin við samn-
ingaborðið og gert allt sem hann hefur
getað til þess aö halda niöri launum
verkafólks. Er þá skemmst aö minnast
kjaradeilu hjúkrunarfræðinga.
Eg er ekki ánægður með framkomu
Guömundar J. Guömundssonar í þessu
máli. Hann reynir eftir mætti að skýla
sér bak við tvo öðlingsmenn sem nú
eru látnir.
Nú vil ég beina þeirri áskorun til
Garðars Steingrímssonar stjórnar-
manns aö hann skýri frá sannleikanum
í þessu máli skýrt og skorinort.
Garðar Steingrímsson svarar:
Sannleikurinn hefur þegar komið
fram í blöðum. Þaö var gengið fram
hjá hæfum starfsmanni, Emilíu Emils-
dóttur, sem sótti formlega um gjald-
kerastöðu, jafnframt því sem starfs-
svið varaformanns var verulega heft.
Að öðru leyti óska ég ekki eftir að tjá
mig frekar um þetta mál í f jölmiðlum.
ihh
Hátt gjald
fyrir skóla-
dagheimili
Guðrún Rós Pálsdóttlr, Hafnarfirðl,
hringdi:
Það eru tvær spurningar sem mig
langar mikið að fá svör við.
1. Af hverju þarf að greiöa jafnhátt
gjald fyrir skóladagheimili í vetur og í
fýrra þó búið sé að lengja skólatímann
'svo börnin verða styttri tíma á heimil-
inu daglega í vetur en í fyrra, aðeins
tvo til fjóra tíma. Væri ekki hægt að
(reka skóladagheimilið meira sem
athvarf og láta börnin aðeins borga
fyrir þá tíma sem þau raunverulega
eru þar? Þá kæmust líka fleiri að.
2. Hvað varð af hækkuninni á bama-
meölögum og mæðralaunum sem nýja
stjómin lofaði? Hún hefur ekki sést
enn. Meðlag er nú um kr. 1550 á mán-
uði, en skóladagheimilisgjaldiö kr.
1800. Fyrir rúmum tveimur árum var
þetta nokkurn veginn jafnt en síðan
hefur bilið farið æ vaxandi.
AHt hmkkar i sambandi við btimin — nama maðiögin.