Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Síða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. AGOST1983.
5
Ólafur H. Torfason or ekki uppnæmur fyrir hrifningu aðkomumanna en
treystir meira á þekkingu heimafólksins.
MyndirBH.
Eins og aðrir sem fara höndum um tmkjabúnað Rikisútvarpsins hefur
Þórir Steingrímsson smám saman tileinkað sér hugarfar fjaiiabiistjóranna
gömlu.
Listamaðurinn Om Ingl er Akureyringur i húð og hár og hefúr lengst dvalið
3 vikur samfíeytt fjarri móðurhjarta átthagenna.
Með yfir200hand-
slökkvitæki og
eigið slökkvilið
Rætt við Birgi Björnsson,
öryggisfulltrúa
Slippstöðvarinnar
á Akureyri
„Þaö hafa orðið hér óhöpp,
sprengingar, íkveikjur og annaö, en
það hafa orðið lágmarkstjón af þeim
sem betur fer,” sagði Birgir Bjöms-
son, öryggisfulltrúi Slippstöövarinnar
á Akureyri er við hittum hann að máli i
Slippstöðinni á dögunum.
Birgir var ráðinn sem öryggisfull-
trúi hjá Slippstöðinni fyrir fimm árum.
Þá höfðu þar orðið tilfinnanleg tjón á
stuttum tíma, en þegar togarinn Breki
brann þar í slippnum þótti mönnum
mælirinn fullur og ráðist var í að fá
öryggisfulltrúa á staðinn.
Birgir hefur unniö mjög gott starf í
Slippstöðinni eins og sjá má af tjóna-
skýrslum. Þar eru strangar reglur og
jaðrar við að menn fari með slökkvi-
tækin um borð í skip sem verið er að
gera við á undan verkfærunum. Starfs-
mennirnir treysta aldrei á slökkvitæki
skipanna og fara jafnan með slökkvi-
tæki stöðvarinnar meö sér um borð.
I Slippstöðinni eru yfir 200
handslökkvitæki og hún á sitt eigið
slökkvilið. Er þaö 18 manna hópur
starfsmanna sem sérhæft hefur sig í að
slökkva eld, reykköfun, hjálp í
viðlögum og öðru sem slökkviliðsmenn
þurfa að kunna. Sækja þeir reglulega
námskeið og hvergi er slegiö slöku við í
öryggiseftirliti.
„Við reynum að hafa þetta i góðu
horfi án þess þó að fara út í öfgar,”
sagði Birgir. Starfsmennirnir segja að
hann fari um stöðina eins og vofa á
Birgir Björnsson, öryggisfulltrúi Slippstöðvarinnar á Akureyri.
hverjum degi og finni að því sem betur
má fara og bendi á hættur. „Eg reyni
að fá mennina til að vera jákvæða með
mér í þessu. Það hefur gengið ljómandi
vel — allir eru með á nótunum og sam-
starfi viö verkstjórana er mjög
gott,”sagðihann.
Birgir sagði að hættumar væru
margar í Slippstöðinni eins og við
mætti búast á vinnustað sem væri
þetta stór. Þar væri oft fjöldi skipa í
viðgerð fyrir utan nýsmíði. Menn væru
að vinna í olíudrullu og öðru og tugir
gastækja væru i gangi i einu á hverjum
degi. Þyrfti því ekki nema einn lítinn
neista til að þar yrði sprenging og
eldur. Væriþvímargtaövarast.
Birgir fékk heiðurslaun Bmnabóta-
félagsins fyrr á þessu ári og notaöi
hann þau til að fara utan til Þýska-
lands til að kynna sér eldvarnir og
öryggiseftirlit i stórum skipasmíða-
stöðvum þar.
„Þetta var mjög fróðleg ferð,”
sagði hann. „Maður sá ýmislegt nýtt
en það sem ég var þó ánægðastur með
var að þeir vinna að þessum málum
mjög líkt og við gerum hér í Slippstöð-
inni,” sagði Birgir öryggisfulitrúi að
lokum. -kln-
• Nú er tækifæri til að tryggja sér nýjan Ford Fiesta á ótrúlega hag-
stæðu verði.
• Hafið samband við sölumenn okkar eða söluumboð strax því aðeins
fáeinir bílar eru í boði.
30.000 kr.
verðlækkun á Ford Fiesta
ódýr og vönduð heimilistæki
lUIMIO■ 111 ii i
ARMULA8 S:19294