Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Síða 14
14 DV. MIÐVKUDAGUR 24. ÁGUST1983. Rafsuðuvélar og vír Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. HÚSB YGGJENDUR - FYLUNGA REFNi Höfum hvers konar fyllingarefni i húsgrunna og plön, einnig uppúrtekt og ioftpressur. Hagstætt verö. JVJHF. Upplýsingar í símum 54016 og 52688. AÐ LOSA GEYMSLUIUA EÐA BÍLSKÚRINN SMÁAUGLÝSING í LEYSIR VANDANN Það má vel vera að þér finnist ekki taka því að auglýsa allt það, sem safnast hefur i kringum þig. En það getur líka vel verið að einhver annar sé að leita að því sem þú hefur falið i geymslunni eða bíl- skúrnum. OPIÐ: Mánudaga — föstudaga kl. 9—22. Laugardaga kl. 9—14. Sunnudaga kl. 18—22. Þetta verður allt í lagi, við fáum bjór. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Eg veit að meirihluti Islendinga er með mér í þessu máli. Þótt nokkrir skarfar séu á móti þá látum við það ekkert á okkur fá. Það eru alltaf einhverjir á móti nýjungum. Við stöndum af okkur mótvindinn. Þessiþögfí meiríhluti Ég vil þakka konunni sem skrifaði lesendabréf í DV og tók undir þessa skoðun. Menn virðast hræddir við að ræða þetta mál opinberlega. Enginn ætti að vera smeykur við að segja hvað honum býr í brjósti. Hvar sem ég kem, hvort sem það er á Oðal, Borgina, eða í Sundlaug Vesturbæjar, þá er ailtaf einhver sem tekur í hönd mína og seg- ist algjörlega aldeilis sammála. Að það sé fyrir neðan allar hellur aö fulloröið fólk skuli ekki fá að ákveða hvort það drekkur bjór eða ekki. Spyrja mig hvort Islendingar séu öðruvísi fólk en menn í öðrum löndum, hvort við séum einhverjir óvitar. A Lækjartorgi þar sem ég í mannþvögunni, og í hitanum, sel bók eftir sjálfan mig, lendi ég iðu- lega á kjaftatöm við fólk sem þarf að tjá sig í sambandi við þetta mál. Þetta er þessi þögli meirihluti. Eg veit að hann stendur með mér. Það er ósk þjóöar- innar að fá bjór. Þegar Danir voru hér við völd fluttu þeir með skipum sínum danskt brennivín í staðinn fyrir kom. Nú er Islendingum selt íslenskt brenni- vín en bannaö aö drekka alþjóölegan alþýðudrykk sem bruggaður er úr korni. Bjórinn fer betur í maga en ís- lenskt brennivín. Undirstaöa allra framfara er að menn geti sagt skoöun sína. Síðan DV tók til starfa hefur ýmislegt skánaö í þessu þjóöfélagi. I því blaði geta menn sagt meiningu sína, óháð pólitík eða klíkustarfsemi. Hvernig hefði jógurt- málið farið án DV? Og nú er það bjór- málið. Morgunblaðið vildi ekki birta fyrstu bjórgreinina mína. Ef DV heföi neitað hefðu þessar greinar aldrei komið fyrir almenningssjónir; þetta mál hefði ekki verið vakið til lífsins. Þarna sjáið þið hvað ritfrelsið er mikils virði fyrir þegnana í landinu, okkur sjálf. öllum er nú ljóst að þetta með bjórinn er ekkert annað en þröng- sýni og kredda. I þessum greinum mínum segi ég bara eins og er. Því sannleikurinn mun sigra. Viijinn sigrar A Islandi er veröbólga, enginn bjór, en slæmt veðurfar. Þessu með bjórinn og verðbólguna er hægt að breyta. Sverð máttarins er viljinn. Með viljan- um kemst maður í gegnum ólgusjó mannlifsins, gegnum fátækt og sorgir, í gegnum þröngsýni. Með viljann í hjartastað getur maður barist við drekann stóra. Eg vil vekja Islendinga upp til vitundar. Það þarf að opna augu manna. Sjáið ranglætið, þröngsýnina og hrokann. Við verðum að berjast fyrir frelsinu. Vaknið upp af svefnin- um, Islendingar, skriðið út úr moldar- kofamenningunni og byrjið að lifa. Margir strunsa þvert yfir Lækjar- torg þegar ég, fátækt skáldið, er að bjóða ódýra, uppvekjandi bók. Margir eru sofandi, vilja ekki kynnast nýjung- um. Þeir lifa fyrir handan múrinn, aleinir í eggi sínu. Okkur var gefið líf til að lifa. Það er svo margt sem heimurinn hefur upp á að bjóða í dag. hugsaö sjálfstætt og höfum skoðanir. Við þurfum enga ráðríka karla eða fanatískar kerlingar til að segja okkur hvað er okkur fyrir bestu. Þeir sem stjórna þessu landi verða að líta á Islendinga eins og annaö fólk, hafa trú á mannskepnunni, treysta þegnunum. Þaö er máliö. Viö erum fólk, ekki sand- korn í fjörunni. Ef okkur er ekki treyst fyrir frelsinu, til hvers vorum við þá að flýja hingað út frá Haraldi hárfagra sem kúgaöi okkur? Stöndum saman og gerum þetta mál að veruleika. Við þurfum að fá ungan, jákvæðan og góðan mann til aö leggja fram nýtt bjórfrumvarp á Alþingi. Frumvarp þar sem lagt er til að bjór verði seidur í ríkinu og á veitingastööum og að málið komi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingismennirnir geta ekki ráðið Ásgeir Þórhallsson Video, stereotæki, brauöristar, svif- drekar, flugvélar, tunglferjur, vatns- rúm, tölvuspil, ljósaperur, allt mögu- legt sem fólk í torfkofum gat ekki ímyndað sér að ætti eftir að veröa til. Allar þessar uppfinningar hafa verið gerðar með vilja og frjálsri hugsun, alltaf verið ljón á veginum og harður mótbyr. Samt sigraöi viljinn. Allar þessar uppfinningar voru gerðar fyrir okkur. Til þess aö við, bæði leiðinleg og skemmtileg, gætum notiö lifsins betur. Þess vegna er rangt að banna einni þjóðaðdrekkabjór. Geimskutlan sem við sáum svífa yfir Reykjavík, var hún ekki falleg, var það ekki stórkostleg sjón? Þessi flaug sendi okkur 20 ár fram í tímann á einni kvöldstund. Þessa litlu þjóð á hrikalegri eyju í miðju, ísköldu hafi, sem ekki er til i skólabókum úti í heimi. I minum aug- um var þetta dásamlega, risavaxna apparat, minnismerki um frelsi og vilja. Þar sem ég stóð við hjólið mitt úti á Eiðsgranda i stilltu kvöldveðri og horfði á þetta ferlíki lækka flugið og nálgast, fylltist ég unaði til lífsins. Eg varð staðfastari í trú minni á mann- skepnuna. Tunglferjan og risaþotan höföu oröið til af samstarfi margra manna með jákvætt hugarfar. En i mannfélaginu eru alltaf maurar sem vinna á móti. Það verður bara að berja þá frá. Hugsið ykkur ef nokkrir smá- höfða karlar hefðu nú bannað aö smíöaðar væru geimferjur vegna hættu á sjúkdómum í heila einstakl- ingsins. En þaö eru slíkir menn sem hafa bannað okkur að drekka bjór. Það er alveg eins hægt að banna hrærivélar vegna slysahættu. Aö treysta þegnunum Við eigum ekki að láta banna okkur sjálfsagðan hlut sem allir menn i þróuðum löndum fá. Gerum eitthvað í málinu. Eg legg til að við byrjum á því að veifa þokunni burt, stiga fram og verða fullþroskað fólk. Við erum ekk- ert lakari en fólk í öðrum löndum. Við erum einstaklingar sem hægt er að treysta fyrir eigin gerðum. Við getum þessu fyrir okkur. Við verðum að fá að kjósa um þetta sjálf. Þetta er skrefið sem þarf að stíga. Nú er Vilmundur fallinn frá. Hann sem var jákvæður og hefði hjálpað í þessu máli. Góðir drengir liggja aldrei á lausu. Þeim er valin leiðin. En þó hefur yngst á Alþingi og vonandi hefur kvenþjóðin jákvæðan hugsunarhátt. En aöeins með viljanum er þetta hægt. Og hann er fjTÍr hendi. Nýtt bjórfrumvarp kemur. Hundruð Islendinga fara utan á hverju ári. Þeir drekka bjór. Þeim virðist ekkert verða meint af því, Margir eru í mörg ár við nám, ekki koma þeir heim með lifrarskemmdir og alkóhólisma í vasanum, eða leggjast í strætið. Nú, sjómenn fá að taka einn kassa með sér inn í landið, ekki hefur þaö splundrað heimilum. Margir brugga sinn eigin bjór og ekki hefur kirkjusókn minnkað. Á Oðali hefur lengi verið seldur bjór, pilsner sem kláravíni er bætt út í, bjórstofa er nú í Klúbbnum og á Hótel Sögu. Ekki hefur orðið nein drepsótt enn. Ekki hafa menn verið fullir í vinnunni neitt frekar, eða þetta breytt drykkjusið- um Islendinga til hins verra. Því að drykkjusiðir i okkar landi geta ekki orðiöverri. Barátta Ýmsu þarf að kippa í lag. Það vantar athafnafrelsi á ýmsum sviðum. Til dæmis er ekki ritfrelsi í þessu landi. Ég fæ leikrit mín ekki flutt hjá ríkis- leikhúsunum. Get þar með ekki tjáö mig frjáls. Ég skrifa fíeira en bab'l um bjór, það er annað og þýðingarmeira sem ég vil segja. Þetta leikrit mitt sem var hafnað af Iðnó og Þjóðleikhúsinu fjallaöi um uppfinningamann sem á í útistöðum við yfirvöld. Hann fær ekki að finna upp þaö sem hann sjálfur vill. En leikhúsin höfnuöu þessu skemmti- lega leikriti. Eg held aö þeim hafi skjátlast. Þetta leikrit á eftir að verða vinsælasta leikrit á öllum Norðuriönd- um. Það er blindni og þröngsýni á fleiri sviðum en í bjórmálinu. Til hvers elur þjóöin með sér rithöfund sem fær svo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.