Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Síða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. AGOST1983.
17
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Einn afbásunum 6 Iðnsýningunni i smíðum.
Aðgangseyri á Iðn-
sýninguna mótmælt
6830—6418 skrifar:
Svo viröist sem viö Islendingar ætlum
að láta draga okkur á asnaeyrunum
alla tíö. Þar á ég viö Iðnsýninguna sem
nú stendur yfir. Það hefur tíðkast aö
láta fólk borga sig inn á þessháttar
sýningar til að sk'oða og jafnvel kaupa
eitthvað. Eg skil ekki af hverju allar
verslanir og fyrirtæki láta ekki fólkið
borga aðgangseyri til að fá að versla!
Þetta er ekkert öðruvísi.
Sýningin á að kynna íslenskan iðnaö
og efla hann. Því væri ráðlegt að hafa
ókeypis aðgang að henni í stað þess að
láta iðnrekendur leika sér að almanna-
fé. Ef þeir hafa ekki fjárhagslegt bol-
magn til að standa undir sýningunni
sjálfir og með virðingu þá ættu þeir að
sleppa henni. Svona plokk þekkist
hvergi í heiminum á neinum sýning-
um.
Segjum því stopp og förum ekki,
góðir Islendingar, meðan við þurfum
að borga fyrir þessa svokölluöu sýn-
ingu.
Bjami Þór, framkvæmdastjóri Iðn-
sýningar, svarar:
Það er rétt að aðgangseyrir er kr. 100
fyrir fulloröna, og kr. 40 fyrir böm 6—
12 ára. Kostnaður við sýninguna er
áætlaður um kr. 7 milljónir og greiða
sýnendur þriðjunginn. Verði hagnaður
rennur hann í einu lagi til Félags
íslenskra iðnrekenda sem síðan ráð-
stafar honum í þágu heildarinnar.
Það er hagsmunamál okkar allra að
styðja íslenskan iðnað og margir sýn-
endur hafa á orði aö gestir séu mun
jákvæðari en oft áður og láti ánægju
sína í ljósi. Ég vona að bréfritari sjái
sér fært að skoöa sýninguna, þrátt
fyrir aðgangseyrinn, og kynni þá svo
aö fara að hann endurskoðaði afstööu
sína.
Queen á listahátíð
3870—9585 skrifar.
Ég tek innilega undir orð 3075—3565 í
DV og Morgunblaðinu um daginn að
hljómsveitin Queen hafi til að bera list-
hæfileika á heimsmælikvarða og er ég
á þeirri skoðun að engin hljómsveit
myndi sóma sér betur á listahátíð en
hún.
Sem sviðshljómsveit er hún með
þeim bestu í heiminum í dag. Þeir
flytja vandaða tónlist og halda uppi
frábærum móral á hljómleikum.
Það líkist meira draumi en veru-
leika að okkur gefist ef til vill kostur á
að fá Queen til landsins og ég trúi því
ekki að Islendingar hafni þessu tæki-
færi því það er öruggt mál aö hvergi
fær maður meira fyrir peningana en á
hljómleikum með Queen.
Kæru Islendingar, endurtökum ekki
Human League mistökin heldur fáum
gömlu góöu Queen á listahátíð.
TILBOD
15.190 kr.
Vegna magninnkaupa getum við
boðið 310 It. kæliskáp á tæki-
færisverði (staðgr.): 15.190.- kr.
Sérstaklega sparneytinn með
polyurethane einangrun. Málm-
klæðning að innan. Hljóðlátur,
öruggur, stilhreinn. Möguleiki á
vinstri og hægri opnun. Gott
fernupláss. Algjörlega sjálfvirk
afþýðing. Hæð 159 cm.
Breidd 55 cm. Dýpt 60 cm.
Góðir greiðsluskilmálar.
ARMULA 8 S:19294