Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. AGUST1983.
13
eru langflestir úr hinum talandi stétt-
um, en þeir, sem bera kostnaðinn, eru
langflestir úr hinum vinnandi stéttum.
Með öðrum oröum: Bóndinn í Múla-
sýslu, sjómaöurinn á Isafirði, kaup-
maðurinn á Selfossi og ræstingakonan
í Reykjavík greiða hluta af aðgöngu-
miðum menningarvitanna á höfuð-
borgarsvæðinu án þess að ætla sér það.
Er það ekki óeðlilegt? Ég er ekki á
móti því, að menn séu menningarvitar.
En þeir eiga að vera það á eigin kostn-
aö og ekki annarra.
Menn mega þó ekki einblína á
menntamenn í þessu viöfangi. Hér-
lendis hefur á síðustu árum komið til
sögu fjölmenn stétt atvinnustjóm-
málamanna og verkalýösleiðtoga (eða
verkalýðsrekenda), sem lifir af því að
telja fólki trú um, að hún geti bætt kjör
þess. En líklega hefur Pálmi Jónsson í
Hagkaupi bætt kjör launafólks meira
með því aö selja ódýran vaming en
Dagsbrún hefur áorkaö með áratuga
baráttu!
Hvemig hefur hinum talandi stéttum
tekist að koma þessu arðráni á? Svarið
er einfalt. Fáir sem engir verða til að
koma upp um það. Þessar stéttir ein-
oka, eðli máisins samkvæmt, alia fram-
leiðslu orða, allar umræður um stjóm-
mál og atvinnumál, og þær eru aö
sjálfsögöu ólíklegar til að ráðast á eigin
hagsmuni. Hinar vinnandi stéttir
kunna sjaldan að koma fyrir sig orði og
eru einnig allt of önnum kafnar við að
vinna fyrir sér (og hinum talandi stétt-
um). Ríkisstjómir koma og fara, en
þær stjóma okkur í rauninni ekki,
heldur hinar talandi stéttir, því að þær
ráða, um hvað er talaö og hvernig, þær
móta hugmyndir okkar, skrifa allar
fréttir, skammta allt efni.
Hvernig verður þetta arðrán stöðv-
að? Með því, hygg ég, að ríkið selji
allar sínar menntastofnanir, ekki síst
ríkisútvarpið og framhaldsskólana, og
leyfi hinum talandi stéttum að spreyta
sig á að selja vörur sínar og þjónustu á
markaðnum, svo að þær hætti að senda
hinum vinnandi stéttum reikninginn
fyrir framleiðslu sína í mynd skatt-
seðilsins.
Hannes H. Gissurarson.
Verðbólgan
f ra sjonarholi
npninMnviMic
P%l ■■■ IjtojHI ■ WmmfkM
haofrflpAi
IKIgll OoUI
aðrar kynslóðir. Hitt er svo annað mál
að sparifjármarkaðir em nú allir lurk-
um lamdir eftir meöferðina á hag-
kerfinu síðastliðin ár svo sem ég mun
fjalla umhéráeftir.
Fjármögnun á opinberum fram-
kvæmdum á þann hátt sem gert hefur
verið, er því verðbólguhvetjandi sam-
kvæmt kenningum peningamagnshag-
fræðinnar, auk þess sem þannig
aðfarir afmynda hagkerfið og gera það
afkastaminna.
I raun erum við að einhverju leyti að
súpa seyðið af slíkum stefnum í dag, er
við horfumst í augu við minni
kaupmátt.
Peningamálastjórnun
í Þýskalandi í
kringum 1970
A meðan Brettai — Woods gengis-
skráningarkerfið var við lýði, einkum
á seinni árum þess, myndaðist ójafn-
vægi vegna rangrar gengisskráningar
þýska marksins. Þýska markiö var
skráö of lágt sem orsakaði það að
stöðugur greiðsluafgangur var hjá
Þjóðverjum í viðskiptum við útlönd.
Samkvæmt kenningum peninga-
magnshagfræðinnar átti þetta aðleiða
til verðbólgu þar til jafnvægi mynd-
aöist á viðskiptastöðunni. Þetta er
vegna þess að Þjóðverjar eignuðust á-
vísanir á framleiðslu annarra þjóða
sem þeir vildu ekki nota, heldur frekar
kaupa bara meira af eigin framleiðslu
fyrir peningana. Meiri framleiðsla var
ekki til staðar svo að verð hlaut að
hækka vegna aukinnar eftirspumar.
Sem sagt verðbólga. En verðbólgu
þola Þjóðverjar ekki m.a. vegna
reynslu sinnar á tuttugasta áratugnum
er frímerki kostuðu milljónir í óða-
verðbólgunni miklu, sem þá geisaði.
Til að stýra hjá verðbólgunni gripu
Þjóðverjar til þess ráðs aö kaupa upp
erlenda gjaldmiöilinn sem kom inn í
landið fyrir eigið fé seðlabankans.
Þannig var áfram jafnvægi á milli
peningamagns í umferð og framleiðslu
Þjóöverja en engin verðbólga. Þegar
yfir lauk voru um 90% af eigin fé seðla-
bankans í dollurum. Á sama hátt hefði
Seðlabanki Islands átt að draga úr
áhrifum erlendu lánanna hér á Islandi
og þannig koma í veg fyrir að þau
leiddu til aukinnar veröbólgu hér. (Ef
það er tæknilega hægt hér á Islandi.)
Lánsfjármarkaður —
hvað er nú það?
Líklega hefur stærsta arðrán
Islandssögunnar farið fram á síðustu
tveimur áratugum, mest undir merkj-
um vinstri stjórna, en ekki þó af ásettu
ráði. Þar hagnaðist kynslóð sú sem nú
er á milli þrítugs og fimmtugs á
kostnað eldri kynslóðarinnar og
komandikynslóða.
Á þessum árum fluttist allt sparifé
frá sparendum til lántakenda og spari-
fjáreigendur misstu stórfúlgur á verð-
bólgubálinu. Auk þessa voru slegin
stórfelld lán erlendis fyrir öllum
kostnaði ýmissa framkvæmda, en það
eru neyslulán að mati peningamagns-
hagfræðinnar svo sem lýst var hér á
undan.
Eg held að óhætt sé að segja aö eldri
kynslóðin hafi átt mest af sparifénu
sem millifæröist yfir á lántakendur. Að
sama skapi munu þær kynslóðir sem á
eftir koma borga af sinni eigin fram-
leiðslu a.m.k. vextina af neyslulánum
fyrrnefndrar kynslóðar, burt séð frá
fjárfestingarlánunum sem eiga full-
komlega rétt á sér. Auk þess hafa
þessar komandi kynslóðir minna svig-
rúm til lántöku í framtíðinni.
Neyslulán eru í sjálfu sér réttlæt-
anleg sem skammtímalán til að jafna
út sveiflur, t.d. i sjávarútvegi, eins og
kannski er ástatt í dag. En þau eru alls
ekki réttlætanleg sem neyslulán til
frambúðar. Þeir sem græddu á
verðbólgunni voru því húsbyggjendur,
námsmenn og aðrir lántakendur á
þessum tíma, fyrirtæki eða ein-
staklingar.
Það er í sjálfu sér aðeins ein hlið
málsins að hemema auð þann er
gamla fólkið skrapaði saman með
nýtni, þolgæði og mikilli vinnu viö
verðmætasköpun. Aðrar hliðar
málsins snúa að verðbólguhugsunar-
hættinum og tapi á þeirri þjónustu sem
sparifjármarkaður veitir. Verðbólgu-
hugsunarhátturinn birtist mér m.a. á
þessu sviði þannig aö fólk heldur að
það geti öðlast hluti með frekjunni
einni og að þekkja rétta aðila. Þannig
verður það a.m.k. ef hlutirnir kosta í
raun ekkert eins og lánsfé í verðbólgu.
önnur hlið þessa máls er að fólk lærir
aö eyða hverri krónu því að „glötuð er
geymdkróna”.
Lán í verðbólguþjóðfélögum verða
alltaf að skammtímalánum er fram í
sækir ef ekkert er að gert. Þetta er
vegna þess að eftirsókn eftir ókeypis
lánsfé er svo mikil að bankar verða að
velta fjármagni hraðar og hraðar á-
fram. Það er að sjálfsögðu mikið
þjónustutap í þessu. Ríkið og ein-
staklingar leita á erlenda lánsfjár-
markaði til að fjármagna jafnt
innlenda sem erlenda liði f járfestinga
eins og f jallað var um hér að ofan.
Ríkið hefur reynt að grípa í rassinn
á þessari þróun með því að stofna til
ýmissa sjóða en það er að mínu áliti of
seint í rassinn gripið, enda allt komið i
buxurnar.
Með þessari þróun sparifjár-
markaða ásamt grundvallarmis-
væginu og gengisþróun, sem er lýst hér
á undan, verður iðnaður og þess háttar
framleiðsla nánast að góðgerðarstarf-
semi iðnrekandans í verðbólguþjóðfé-
lagi.
Gagnstætt lögmálum verðbólgu-
hagkerfisins er reynt að stuðla að því í
heilbrigðu hagkerfi að þeir sem leggja
mest á sig með sem mestri forsjá beri
mest úr býtum. Veröbólguþróunin á
Islandi hefur örugglega dregið úr
þróun okkar í þá átt að vera eitthvað
annað og auðugra en veiði- og land-
búnaðarþjóð.
Sigurbergur Björnsson,
Unlverslty of Chicago.