Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Page 2
2 iðrsÉ'pTÉifiötóft m. Strætó meðDV Strætisvagnar Reykjavíkur aka um þessar mundir með DV-auglýs- ingu á hliðunum. Minnt er á tvo þætti í þjónustu blaðsins, fréttir og smá- auglýsingar. I engu öðru íslensku blaði gefst fólki kostur á að lesa um atburö svo skömmu eftir að hann gerist sem í1 DV. Viðburður að morgni birtist semj frétt í DV í hádeginu. önnur blöð, segja fréttir gærdagsins. Smáauglýsingarnar eru einn stærsti viðskiptamarkaður landsins. I gegnum þær gera margir góð kaup. I síma smáauglýsinganna, 27022, er svarað milli klukkan 9 og 22 mánu- daga til föstudaga, á laugardögum milli klukkan 9 og 14 og á sunnudög- um milli klukkan 18 og 22. - KMU. <-------------------m. Nœstu tvær vikur mun DV verða á hliðum strætisvagnanna. Af tíiviijun var örn Guðmundsson, ballettdansarinn kunni, i vagnin- um þegar DV-ljósmyndarinn var að mynda augiýsinguna. DV-mynd: Heigi. w*í&í-'s-í-’Ww VIÐ ÞEKKJUM OG MÆLUM MEÐ VITRETEX INNAN- OG UTANHÚSS MUNIÐ JL-AFSLATTINN OG GREIÐSLUKJÖRIN rHRINGBRAUT 120: Símar: Timburdeild................. 28-604 Byggingavörur 26-600 Málningarvörur og verkfæri . 28-605 ^ Golfteppadeild 28-603 Flisar og hreinlætistæki.....28-430 HRINGBRAUT 120 (Aökeyrsla frá Sólvallagötu) Eldur í kjallaraíbúð við Haðarstíg: íbúi mjög hætt kominn Maður í kjallaraíbúð hússins númer 22 á Haðarstíg í Reykjavík var mjög hætt kominn í eldi sem þar kom upp um tíuleytið í gærmorgun. Hafði kviknað í sængurfatnaði og rúmi hans og lá hann ósjálfbjarga og meiðvitundarlaus á gólfinu við hlið þess þegar að var komið. Ibúi í sama húsi varð eldsins var. Reyndi hann aö brjótast inn í íbúðina þegar hann heyrði óp og köll i mannin- um inni fyrir, en þegar það gekk ekki, hringdi hann á slökkviliðið sem kom innan nokkurra mínútna. Sem fyrr segir lá maðurinn méiðvitundarlaus á gólfinu þegar að var komið. Var hann þegar fluttur upp á slysadeild Borgarspítalans þar sem hann liggur enn, en er nú óðum að jafna sig eftir þessa miður þægilegu lífsreynslu. Ágætlega gekk að ráða niðurlögum eldsins í íbúð hans en eins og einn slökkviliðsmanna sagði mátti ekki tæpara standa meö íbúann sjálfan. Ekki er enn vitað um eldsupptök. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins. Líklegt þykir þó aö eldurinn hafi kviknað út frá logandi vindlingi. -SER. Dómprófastur skorar á ökumenn: Takið tillit til líkfylgtla Dómprófasturinn í Reykjavík, séra Olafur Skúlason, hefur sent frá sér til- kynningu þar sem vegfarendur eru hvattir til að sýna líkfylgdum meiri tillitssemi á ferð þeirra gegnum borg- ina. Bendir hann á að nú sé meiri þörf en áður á að ökumenn sýni líkfylgdum tillitssemi í umferðinni þar sem kirkju- garðurinn í Gufunesi hafi nú verið tekinn í notkun og fleiri útfarir fari nú fram f rá sóknarkirkjum en áður var. I bréfi dómprófasts segir: „Það heyrir til algjörra undantekninga ef ökumenn sýna líkvagni þá tillitssemi að hleypa honum í gegn þegar akleiðir skerast. Og ef einhver er þó það hugs- unarsamur, þá á hann það engu að síður til að aka af stað áður en þeir sem líkvagni fylgja geta fyígt honum eftir í eðlilegri röð, þar sem nánustu aðstand- endur koma næstir. ” Dómprófastur hvetur ökumenn til að hliðra til þegar líkvagn og líkfylgd beygir inn i þá götu sem þeir aka og telur ökumenn auðveldlega geta numið staðar og vottað þannig samúö og virð- Frá Róbert Jörgeusen, fréttaritera DV i Stykkishólmi. Kristinn Sigmundsson baritonsöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari héldu tónleika i félagsheimili Stykkishólms 14. september sl. Efnisskráin var mjög vönduð og kemmtileg. Kristinn söng lög eftir þekkt tónskáld, s.s. Wagner, Schubert, Schönberg o. fl. Listamönnunum var óspart klappaö lof í lófa og var þeim ekki sleppt fyrr en þeir höfðu flutt sjö aukalög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.