Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR19. SEPTEMBER1983. 3 Reykmökkur í mannlausri íbúð við Langholtsveg: Glóandi heitt strau- járn var orsökin Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að húsinu númer 26 við Langholtsveg um klukkan 20 á föstudagskvöld. Lagði mjög mikinn reyk út úr neðri hæð húss- ins, sem er tvílyft, forskalað timbur- hús. Tveir reykkafarar voru sendir inn í íbúðina, sem var mannlaus, og fundu þeir glóandi heitt straujám í þvotta- húsi sem orsakaöi reykjarmökkinn. Oldruð hj ón búa á ef ri hæð hússins að Langholtsvegi 26 og hafði ailmikinn' reyk lagt frá neðri hæðinni upp i íbúð þeirra. Þau voru bæði flutt á slysadeild Borgarspítalans vegna vanlíðunar af völdum reyksins. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum reykjarmökksins. Tók það hina áður- nefndu reykkafara liölega þrjátíu min- útur. - SER. DV-mynd S. Veiðiþjófar eltir uppi á þyrlum? — þegar hreindýraveiðitímabilið rennur út Ymsar sögur af ólöglegum hrein- dýraveiðum heyrast af og til. Fullyrða sumir Austfirðingar að þar sé skotið mikið af hreindýrum á haustin. Þarna séu á ferðinni skotmenn bæði af Austfjörðum og af Stór-Reykja- víkursvæðinu, sem ekki hafi leyfi til að skjóta hreindýr. Því er meira að segja haldið fram að stóru veitingahúsin í Reykjavík geri út menn til að skjóta hreindýr fyrir sig enda er það herra- mannsmatur og einn dýrasti réttur sem fæst á veitingahúsum. Sagt er aö menn fái um 20 þúsund krónur fyrir tarfinn í Reykjavík og eitthvað minna fyrir kýr og kálfa. Þarna er því dágóðan pening að hafa fyrir veiðiþjófa en þeir geta hæglega skotið og flutt nokkurdýrieinu. „Maður heyrir oft sögur af slíku en það hefur ekkert borið á þessu hér hjá okkur,” sagði Gunnar Guðmundsson, bóndi og hreppstjóri í Lindarbrekku, er við spurðum hann um þetta., ,Það er erfitt að henda reiður á hvað hæft er í þessu og það er langt siðan að upp hefur komist um svona veiðiþjófnað,” sagðihann. Hjalti Zóphóníasson hjá dómsmála- ráðuneytinu sagði að sögur um veiði- þjófnað á hreindýraslóðum væru alltaf að heyrast. Erfitt væri að koma í veg fyrir slíkt því svæðið væri stórt og erfitt yfirferðar. Hjalti sagði einnig að oft hefði heyrst að menn væru að skjóta hreindýr eftir að veiðitíminn væri útrunninn. „Eftirlit meö því verður hert núna,” sagöi hann. „Veiðitíminn rennur út þann 20. september og það verður fylgst með því að engin veiði fari fram eftir þann tíma. Hefur komið til tals að nota þyrlu við eftirlitsstörf á hrein- dýraslóðunum eftir að veiöitimabilinu lýkur núna og er verið að kanna möguleikana á því nánar,” sagði hann. -klp- Félag íslenskra iðnrekenda um húsgagnakaup SÁÁ: „Eðlilegir viðskiptahættir ekki íheiðri hafðir...” I fréttatilkynningu sem DV hefur borist frá Félagi íslenskra iðnrekenda kemur m.a. fram að félagið átelur þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við inn- réttingakaup í sjúkrastöð SAA við Stórhöfða. Aldrei var látið á það reyna í heiðarlegri samkeppni hver hag- kvæmasta lausn þessara mála væri fyrir SAA enda fór ekkert formlegt út- boð fram. Innlendir framleiðendur gera ekki kröfu um að framleiðsla þeirra sé keypt einvörðungu vegna þess aö hún sé íslensk, en þeir gera þá kröfu að fá að keppa á jafnréttisgrund- velli í samkeppni við innfluttar vörur. Hér hafa eðlilegir viðskiptahættir ekki verið í heiðri hafðir, segir í lok frétta- tilkynningarinnar. -EIR. Vísnavinir af stað á ný I kvöld, 19. september, verður fyrsta vísnakvöld á vegum Vísnavina. Verður það í Þjóöleikhúskjallaranum eins og verið hefur og hefst kl. 20.30. Ohætt er að segja að starfsemi Vísnavina fari af stað með glæsibrag, því að meðal gesta á fyrsta visnakvöld- inu verður norskur músik-leikhópur, SYMRE að nafni. Hópur þessi, sem í eru tveir piltar og tvær stúlkur, hefur getið sér gott orð í Noregi og kemur hingaö á vegum Vísnavina og annarra. Auk hans koma fram á fyrsta kvöldinu Hjalti Jón Sveinsson, Pjetur Hafstein Lárusson og Guðrún Hólmgeirsdóttir. Vísnakvöldin verða mánaðarlega eins og verið hefur og verður næst þann 10. október, en gestir þess kvölds verður sönghópurinn Aldrei aftur. Þar næsta kvöld verður 14. nóvember en gestir þess kvölds verða Hálft í hvoru. Siðasta kvöld ársins 1983 verður 19. desember en sérstakur gestur þess kvölds verður Magnús Eiríksson. Fri sfysstað i Laugavegi aðfaranótt sunnudags. Utíu munaði að stórsiys hlytíst af þessu óvenjulega óhappi. DV-myndS. Ökumaður fékk krampa undir stýri á Laugavegi: ÓK Á ÞRJÁ VEGFARENDUR OG SLASAÐIEINN MIKIÐ Nærri lá viö stórslysi á Laugavegi bifreið var ekið niður Laugaveginn og við bankann þar sem hann skemmdist um hálftvöleytið aöfaranótt sunnu- er hún var komin á móts við húsiö verulega.svoogsúlan. -dags, þegar bifreiö ók á þrjá gangandi númer sjö, sem er Vegamótaútibú Astæða þessa óvenjulega óhapps vegfarendur á gangstétt. Landsbankans, missti ökumaður mun vera sú að ökumaðurinn, sem er Einn vegfarendanna siasaðist alvar-- stjórn á bíl sínum með þeim afleiðing- flogaveikisjúklingur, fékk krampa lega en hinir tveir hlutu minniháttar umaðhannsveigðiuppágangstéttþar undir stýri. Við það mun hann hafa meiðsli. Auk ökumanns var einn sem hinir þrír vegfarendur voru fyrir. stífnað í ökumannssæti sínu, kippt í farþegi í bílnum og slösuðust þeir tals- Tveir þeirra gátu kastað sér með stýrið og stigið fast á bensíngjöfina. vert. Þessir fimm voru allir fluttir á naumindum frá bílnum en sá þriðji Þar með sveigði bíllinn af fyrirhugaðri slysadeild Borgarspítalans. varð fyrir honum. leiðmeðáðurnefndumafleiðingum. Tildrög slyssins voru þau að Subaru- Bíllinn hafnaöi að siðustu á steinsúlu' . SER. Vetur nálgast... Nú þegar haustar og allra veöra er von vill Hafskip hf. benda viðskiptavinum sínum á eftirfarandi: 1. 2. 3. Að þeir séu á verði um hagsmuni sína t.d. með því að tryggja vörum sínum viðeigandi umbúðir og gera allar þær ráð- stafanir fyrir sitt leyti, til að auka flutningsöryggi vörunnar á komandi árstíma. Bent er einnig á ótvírætt öryggi þess fyrir farmeigendur, að vátryggja á frjálsum markaði farm sinn í flutningi og geymslu, þar sem ábyrgð farmflytjenda er á margan hátl takmörkuð, t.d. vegna veðurfars og ófullnægjandi umbúða. Sérstaklega skal gæta þess að frostlögur sé á kælikerfum véla og tækja og huga þarf að öryggi farms í vöruskemmum eða á útisvæðum sem kynni að vera hættvegnafrosts,foks eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Með kveðjum. HAFSKIP HF. HAFSNP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.