Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 10
DVíMANUÐAGUR 19. SEPTEMBEB1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Evrópa veitir Bandaríkjun- um samkeppni á sviði geimferða — Arianespace, sameignarfyrirtæki 11 Evrópuríkja, hyggst senda jjj 10 eldflaugar á loft áriö 1986 f / / JS Umsjón: Ólafur E. Friðriksson myndi ekki vera hagkvæmt fyrir okkur aö hætta viö evrópska sam- vinnu á þessu sviöi,” segir fyrr- nefndur talsmaöur vestur-þýska iön- aöarráöuneytisins. „Við höfum áhuga á aö halda áfram rekstrí Ari- anespace og vestur-þýska stjómin mun veita til þess fjármagn eftir að fýrirtækið hefur tekiö sjálft yfir stjóm framkvæmdanna, en það gerist eftir að tíunda geimskotinu lýkur.” Ein ástæöan fyrir áhuga vestur- þýsku stjórnarinnar á fyrirtækinu er að það skapar vinnu í Þýskalandi. Vestur-Þýskaland á 20% hlutafjár í fyrirtækinu og þar em framleidd önnur og þriðju þrep flauganna og skotpallamir. Bretland er aöeins með 2,5% eignaraðild en British Aerospace framleiöir flesta þá gervi- hnetti sem sendir veröa á loft með Arianeflaugunum. British Aero- space framleiddi meðal annars evrópska fjarskiptahnöttinn ECS-1 sem skotið var á loft meö ariane L6 i júní síðastliðnum en hann vó um eitt tonn. Hann er nú á braut umhverfis jöröu í 36 þúsund kílómetra hæð yfir miðbaug. Talsmaður British Aerospace hefur sagt að nú þurfi Bandaríkja- menn i fyrsta sinn að fara að lita á Evrópu sem hættulegan keppinaut á þessu sviði. Þýskir tæknimenn á þessu sviði eru jafnvel enn bjart- sýnni og telja að Arianeflaugarnar séu fuilkomlega samkeppnisfærar við það sem Bandaríkjamenn bjóða upp á. Ariane getur farið með 1300 kílóa farm á braut umhverfis jörðu fyrir jafnviröi 1,5 milljarðs íslenskra króna, en 910 kílóa farmur með bandarísku eldflauginni Atlas- Centaur kostar jafnvirði 1,8 millj- arðs íslenskra króna. Bandariska geimskutlan er ekki samkeppnisfær i þessu tilliti þar sem hún nær aðeins 300 kilómetra hæð sem er ekki nægi- legt fyrir flesta fjarskipta- og sjónvarpshnetti. Eldflaugar munu því áfram flytja gervihnetti á braut umhverfis jörðu. Geimferðastofnun Evrópu telur að sameignarfyrirtæki Evrópuríkjanna, Arianespace, muni ávinna sér það traust sem viðskipta- vinimir ætlast til og geti frá árinu 1985 sent á loft 10 eldflaugar á ári sem gæfi fyrirtækinu 10,5 milljarða islenskra króna í tekjur. Þörfin í heiminum fyrir þessa þjónustu virðist nærri ótæmandi þar sem æ fleiri ríki vilja koma sér upp sinum eigin f jarskipta- og sjónvarps- gervihnöttum. Tæpur helmingur þeirra gervihnatta sem fyrirhugað er að koma á loft er á vegum ríkja utan Evrópu. Arianespace mun á næstunni senda á loft gervihnetti fyrir Bandaríkjamenn, Brasilíu- menn og Intelsat, International Tele- communication Satellite Organi- sation, sem hefur aðalstöövar í Washington. Arabaríkin hafa bókaö þrjár Arianeflaugar til aö koma á loft sjónvarps- og fjarskiptakerfi sínu, Arabsat, sem kosta um 350 milljónir Bandarikjadala. Arianespace sækir einnig fast aö fá aö koma á loft alþjóðlegum gervihnöttum, Inmar- sat, sem eiga aö koma á sambandi milli verslunarflota heimsins við f jarskiptastöðvar í landi. Áætlað er að þetta verkefni kosti um 500 milljónir Bandaríkjadala. Eftir að Ariane L5 hrapaði í sjó áður en hún komst á braut umhverfis jörðu sagði bandaríska fyrirtækið Western Union Company upp samn- ingi sínum viö Arianespace sem hljóðaði upp á 22 milljónir dollara. Þetta stafaði fyrst og fremst af því að Arianespace frestaði frekari geimskotum eftir mistökin og gat því ekki fullnægt samningnum innan þeirra tímamarka sem Westem Union krafðist. Smávægileg vanda- mál með Intelsat gervihnöttinn, sem Ariane L7 á að setja á loft, hefur frestað ferö flaugarinnar frá 15. september síðastliðnum til ótiltekins tíma í þessum mánuði. Talsmenn ESA leggja áherslu á að töfin stafi ekki af bilun í flauginni sjálfri, enda skiptir nú miklu að Arianespace verði ekki ábyrgt fyrir neinum mis- tökumá næstunni. Síðar i þessum mánuði verður skotiö á loft frá Suður-Ameríku evrópskri eldflaug sem er afrakstur af vinnu þúsunda manna og kostað hefur tugi milljarða íslenskra króna. Ariane L7 er sjöunda eldflaugin sem evrópska fyrirtækið Ariane- space sendir á loft, en það er nú helsti keppinautur Bandaríkjanna á sviði geimferðatækni utan austur- blokkarinnar. Þaö ríður nú á miklu fyrir fyrirtækið að geimskotið gangi vel til að auka áiit þess eftir mistökin sem urðu við geimskot Ariane L2 og L5. Tilraunaflaugin L2 sprakk i loft upp skömmu eftir að hún komst á loft frá skotpallinum í Kourou í Frönsku Guiana í maí 1980. En enn alvarlegri voru þó mistökin með L5 sem komst ekki á braut umhverfis jörðu eftir að henni hafði verið skotið á loft í september síðastliðnum með tvo gervihnetti innanborðs. Arianespace endurheimti eitthvaö af fyrra trausti sínu eftir velheppnað Qug Ariane L6 i júni siðastliönum en þá hafði verið lagfærður galli sem kom fram í hreyfli þriðja þreps eld- Qaugarinnar. En talsmaöur fyrir- tækisins hef ur sagt að þr jú velheppn- uð eldQaugaskot i röð þurfi til að fyrirtækið skapi sér þann áreiðan- leika sem nauðsynlegur sé fyrir við- skiptavini þess. Velheppnað flug Ariane L6 skilaöi Arianespace f jórum samningum um Qutning á gervihnöttum á braut um- hverfis jörðu. Þar með hefur fyrir- tækiö 24 slíkar pantanir sem saman- lagt munu kosta rúmlega 600 miilj- ónir dollara eða jafiivirði um 17 milljarða íslenskra króna. Að auki hafa borist 9 pantanir sem ekki hafa verið endanlega staðfestar og samn- ingar standa yfir við 10 mögulega viðskiptavini um að koma á loft gervihnöttum á næstu árum. ,,Ef sjöunda geimskotiö heppnast vel mun fyrirtækið vonandi fara að skila hagnaði,” segir talsmaður vestur-þýska iðnaðarráðuneytisins. Hann bendir á að fram til þessa hafa Arianeflaugamar kostað jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna og frekari mistök myndu þvi draga verulega úr möguleikum fyrirtækis- ins og líkunum á að þessari fram- kvæmd yrði haldið áf ram. Möguleikamir í þessum við- skiptum eru miklir, bæði við fram- leiðslu gervihnatta og útbúnaðar á jörðu niðri og einnig við að koma gervihnöttum á braut um jörðu. Talið er að á þessu sviði muni verða notað fjármagn að upphæð 60 til 90 milljarðar íslenskra króna fram tii aldamóta og af því munu um 10 millj- arðar fara til framleiðslu á gervi- hnöttunum. Geimferðastofnun Evrópu, E&A, sem er í eigu 11 ríkja, telur aö fram til ársins 1991 verði skotið á loft 250 gervihnöttum og eru þá undanskildir þeir sem notaðir verða til hemaðar- legra þarfa. ESA vonar að 60 til 70 þessara gervihnatta verði komið á loft með ariane-eldfiaugum sem stofnunin telur vera ódýrari og burð- armeiri en bandarisku flaugarnar. Geimferöastofnun Evrópu var sett á stofn áriö 1975 til að samhæfa áður vanburðugar tilraunir Evrópuríkja til að komast út i geiminn. Innan Geimferðastofnunarinnar eru nú öll riki Efiiahagsbandalags Evrópu, aö Grikklandi og Luxembourg undan- skildum, en auk þess eiga Spánn, Svíþjóð og Sviss aðild að stofiiuninni. Fram til þessa hafa ArianeQaug- amar verið stærsta verkefni stofnun- arinnar. Smíði þeirra hefur hvílt þyngst á Frökkum sem hafa fjár- magnað um 60% af kostnaöi við framkvæmdina. Frönsku flugvéla- verksmiðjumar Aerospatiale sjá að mestu leyti um smiði Qauganna. Þar hefur hönnun og samhæfing alls verksins farið fram og þar hefur fyrsta þrep eldflauganna, sem er 165 tonn að þyngd, verið smiðað í heild. En þrátt fyrir forystu Frakka í þessum framkvæmdum líta allir aðilar Geimferðastofiiunarinn- ar á Ariane-flaugamar sem stærsta afrek sem unnið hefur verið í tækni- samvinnu Evrópuríkja. Þrátt fyrir verulegt forskot Bandaríkjanna á þessu sviöi og kostnaðinn við aö vinna upp geimferðaiðnaöinn í Evrópu, teljá Evrópurikin sig ekki hafa annarra betri kosta völ. ,,Það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.