Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR19. SEPTEMBER1983. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Fórustá Matter- horn Þrír Bandaríkjamenn fundust látnir uppi á Matterhom, hinum fræga 4500 metra háa tindi hjá Zer- matt í Sviss, en þess fjórða er sakn- aö. Haföi þeirra veriö saknaö frá því á fimmtudag en þyrlur gátu ekki hafiö leit fyrr en í gær vegna veöurs, því aö á laugardaginn kyngdi niður sn jó. Svissneskur fjallgöngugarpur fórst og átján aörir slösuöust þegar snjóskriöa bar þá meö sér 300 metra leið niöur Krönten í Uri- kantónunni í Sviss. Þeir höföu verið í tveim flokkum f jallaklifrara. Aeroflot fær að fljúga til Finn- lands Hlaðmenn á flugvöllum í Finnlandi hafa beygt sig fyrir þrýstingi Helsinki- stjórnarinnar. Lýstu þeir því yfir í gær að þeir mundu ekki neita aö afgreiöa flugvélar sovéska félagsins Aeroflot vegna árásarinnar á kóresku farþega- þotuna. Finnska stjómin hafði skorað á samtök flugafgreiðslumanna að hafa í huga aö þjóöaröryggi væri undir því komiö að þeir tækju ekki þátt í af- greiðslubanni á sovéskar flugvélar. Areoflot heldur áfram sínu fasta áætlunarflugi til Iielsinki, sex beinar ferðir frá Moskvu í viku hverri. Finnskir flugumferöarstjórar sögðu í síðustu viku aö þeir mundu eiga þátt í því aö sniðganga Aeroflotvélar. Finnair heldur áfram flugi milli Helsinki og Leningrad en ferðir til Moskvu falla niöur í tvo mánuöi fyrir tilstuðlan finnskra flugmanna. 38 struku úr fangels- inu í einu Af 38 föngum sem sluppu úr belgísku fangelsi á föstudaginn, á meö- an fangaverðirnir vom í verkfalli, ganga 25 ennþá lausir. Er þetta fjöl- mennasti flótti úr belgísku fangelsi sem sögur fara af og er nú hafin opin- ber rannsókn á því hvemig þetta gat komið fyrir. Þeir þrettán fangar sem náöst hafa vora dreifðir um allt land en þó flestir í noðurhluta landsins. — Fangarnir (þar af 17 útlendingar) höföu sloppiö út úr fangelsinu meö þvi að skríða út úr svefnálmunni í gegnum gat og síðan notað reipi úr geymslu fangelsisins til þess aö klif ra y fir múrana. Ekkert þykir benda til að fangamir haf i notiö aðstoöar utan frá. Lögreglan bar ábyrgð á vörslu fang- anna þessa daga, þar sem fangaverðir höfðu lagt niður störf í skæraverkföll- um opinberra starfsmanna. Fanga- verðimir hófu aftur störf í gærmorgun. Toumai-fangelsið hýsir aðallega sí- bortamenn og meðal strokufanganna sem enn ganga lausir era sjö eða átta ofbeldismenn. SEGJA SÝRLENDINGA UNDIR- RÓT VANDRÆÐA í LÍBANON Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við tímaritið Newsweek um helgina að hann væri reiðubúinn að beita fyllstu hörku til þess að verja bandarísku friðargæslusveitirnar í Líbanon, ef frekar yrði á þær ráöist. Fyrir helgina höfðu bandarísk her- skip skotiö á stöðvar á valdi Sýrlend- inga, eftir að þaöan hafði verið haldið uppi stórskotahríð á aðsetur banda- ríska sendiráðsfólksins í Beirút., Amin Gemayel, forseti Líbanon, lýsti því yfir í gær að Sýrlendingar væru meginþröskuldurinn fyrir því að semja mætti við drúsa og leiötoga þeirra. Sagði hann ljóst að Sýrlending- ar væru aö baki öllu vopnabraki og bræöravígum i Libanon. Moshe Arens, vamarmálaráðherra Israels, sagði í gær að áður en Israels- her hefði verið kvaddur burt úr Shouf- fjöllunum hefðu erindrekar Líbanon- stjómar gert Israel tilboö. Höfðu þeir boðiö Israelsmönnum fullkomna friðarsamninga við Líbanon ef þeir hrektu fyrst Sýrlendinga burt úr Líbanon. Hann sagði að Israelstjórn væri ekki reiðubúin að leggja út í nýja styrjöld fyrir friðarsamninga við Líbanon. r NYTT STEREO , LITSJONVARP NOTAÐ r r__ UPPI NYTT á markaðsverði sem hluta afgreiðslu upp í nýtt litsjónvarpstæki Þetta erþjónusta sem lengi hefur vantað og margir hafa beðið eftir enda öðlast nú gamla sjónvarpið verðgildi. Við bjóðum, eins og allir vita, eitt mesta úrval litsjónvarpstækja á landinu—tæki frá heimsþekktum framleiðendum eins og Nordmende ogBang& Olufsen. Verð oggæði við allra hæfi. Erhægt aðbjóða betur? NORDMENDE BANG&OLUFSEN Verslið ísérverslunmeð litsjónvörp oghljómtæki ATH. Það ermjög erfítt að verðleggja tæki igegnum síma. Best er að koma með tækið. ATH > Þúkemurogsemur. TILBOÐ ÞETTA STENDUR AÐEINS í NOKKRA DAGA. Skipholti 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.