Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 20
20 DV. MANUDAGUR19. SEPTEMBER1983. Þýskukennsla fyrír böm 7— 13ára Innritun fer fram laugardaginn, 24. sept., kl. 10—12 í Hlíðar- skóla (inngangur frá Hamrahlíð). Innritunargjald300 kr. ÞÝSKA BÖKASAFNIÐ, GERMANIA. SAMKEPPNI UM GERÐ JÓLAMUNA í tilefni 70 ára afmælis Heimilisiðnaðarfélags íslands er efnt til samkeppni um gerð íslenskra jólamuna. Hugmyndin er að mun- irnir séu unnir úr íslensku efni (t.d. ull, steinum, tró o.fl.l, en ann- að kemur einnig til greina. Veitt verða þrenn verðlaun: 1. verðlaun kr. 10.000,— 2. verðlaun kr. 6.000,— 3. verðlaun kr. 3.000,— Félagið áskilur sér forgang að hugmyndunum hvort sem það verður til sölu, birtingar eða kennslu. Mununum skal skilað í verslun Heimilisiðnaðarfélags Íslands, Hafnarstræti 3, fyrir 15. október 1983 undir dulnefni (rétt nafn og heimilisfang í lokuðu umslagi). Nánari upplýsingar i síma 11784 og fyrir hádegi i sima 43019. Nefndin. Ég óska eftír að fá sendan kays pöntunarlistann í póstkröfu á kr. 98.- (að viðbættu póstburðargjaldi). Nafn Heimiii Staður Póstnr. - Að koma i Flatey er eins og að koma ðld aftur í tímann y Dráttarvélar eru elnu farartekln. Fólki og farangri er staflað á kerruna. Þessi farkostur hefur loklð sinu hlut- verki. Þetta iíkneski hefur verið höggvið úr rekaviðardrumb. Það má sjá í smávik austast í Flatey. Flatey á Breiðafirði er orðin vinsæl meðal ferðamanna á sumrin. Flóabáturinn Baldur kemur reglulega við í eynni á leið sinni milli Brjánslækjar á Barða- strönd og Stykkishólms, færandi vistir til heimamanna og forvitna ferðamenn. Að ganga um þorpið á eynni er eins og að vera kominn öld aftur í tímann. Þar virðist ekki margt sem telst tilheyra tækniöld. Ef betur er að gáð kemur annað í ljós. Sjónvarpsloftnet á þökum, nýtískulegir traktorar og jafnvel símaklefi, sem ekki fengi að vera í friði í höfuðborg Islands, segja feröamanninum að tæknin hefur ekki gleymt Flatey. Það hefur að vísu gengið skrykkjótt að koma einu tækni- undrinu, sjálfvirka símanum, til í- búanna. Sjálfvirki síminn ruglaöist eitthvað. Ekki var hægt aö hringja í eyjuna því að símamir gáfu allir són sem þeir væru á tali. A meðan gengu skrefateljaramir á heimamenn. Auðvitað neituðu eyjaskeggjar að borga fyrir ósköpin. Þá voru símamir teknir úr sambandi. Símaklefinn var þá settur upp og átti að leysa vandamálið til bráðabirgða. Én hann virkar ekki frekar en hitt. Eina sambandið er því í gegnum CB-talstöðvar. Pótur og sími fékk afnot af bestu CB-talstöðinni í Flatey þegar verið var að koma upp sjálf- virka símanum. Stofnunin notaði talstöðina í fjóra mánuði endur- gjaldslaust. Afnotin launaði stofnunin mánuði síðar með því að senda lögregluna út i Flatey til að hirða talstöðina af eigandanum. Stöðin var sögð ólögleg. Þannig misstu Flateyingar besta tækið sem notað var til að ná sambandi við fastalandið. -KMU/Bæring CecUsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.