Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Side 40
40 DV. MÁNUDAGUR19. SEPTEMBER1983. Andlát Þuríöur Erlendsdóttlr, Karlagötu 9 Reykjavík, andaöist á Landspítalanum 13. september sl. Hún var fædd á Gilj- um, Hvolhreppi, Rangárvallasýslu 8. febrúar 1914. Foreldrar hennar voru Jóhanna Einarsdóttir og Erlendur Jónsson. Hún giftist Borge Kjerrum- gaard, eignuöust þau tvo syni. Þau slitu samvistum. Lengst af starfaði Þuríður sem verslunarkona í hann- yrðaversluninni Hofi. Utför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju mið- vikudaginn 21. september kl. 13.30. Guðmundur Bjarnl Jóhannesson, Þorgrímsstöðum, andaðist í sjúkra- húsinu á Hvammstanga 10. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elín Þorgerður Magnúsdóttir, Dun- haga 13, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 20. september kl. 15.00. Lýður Sigtryggsson, til heimilis að Bjömebærstien 63, Rykkin, Noregi, lést í sjúkrahúsi í Osló fdstudaginn 16. september. Olafia Amadóttir, Laugarnesvegi 72, lést aðfaranótt 16. september í Landa- kotsspítala. Jarðarförin auglýst síðar. Ketill Guðmundsson, frá Isafirði andaðist að morgni 17. september. Nemendur í starfsnámi við Verslunarskóla fslands. Námskeiöin verða sett í kvöld kl. 20.30 Á þessu hausti veröa haldin eftirtalin námskeiö: Vélritun Tölvuritvinnsla Tölvufræði — fullbókað Bókfærsla Ensk verslunarbréf Reksturshagfræði Nemendur mæti stundvís- lega í hátíöarsal skólans. Verslunarskóli Islands Grundarstíg 24, Reykjavík. Sími 13440 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 4., 8. og 12. tölubiaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eign- inni Norðurvangi 24, Hafnarfirði, þingl. eign Eyglóar Hauksdóttur, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. sept. 1983 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 111., 118. og 121. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Sólbraut 5, Seltjaraamesi, þingl. eign Sverris Þóroddssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar á Seltjaraaraesi á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. sept. 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Seltjarnaraesi. Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Brekkutangi 22, Mosfellshreppi, þingl. eign Hafsteins Danielssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. september 1983 kl. 16.00. Sýsiumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Melabraut 63, Seltjaraaraesi, þingl. eign Kristjönu ísleifsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. september 1983 kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Reykjavikurvegi 24, Hafnarfirði, þingl. eign Sigurðar ö. Brynjólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 22. september 1983, kl. 13.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 79. og 85. tölublaði Lögbirtingabiaðsins 1982 á eigninni Hjallabraut 37, 2. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Guðmundar Jónatanssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni s jáifri fimmtudaginn 22. sept. 1983 kl. 13.45. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Um helgina Um helgina Neytt í dropatali Ur stórum bikar f jölmiðlanna um helgina var varla hægt aö bergja i botn, því var aöeins neytt í dropatali þess sem fram var borið. Fréttatíminn á föstudagskvöld i útvarpinu gladdi kvenréttindahjarta mitt og sniðgeng ég þá innihald frétt- anna. Tvær konur, kvenfréttamenn, báru þunga fréttatímans, frétta- þulur, kvenkyns, las fréttimar og tæknimaður, einnig kvenkyns, sá um útsendinguna. Heldur dapraðist gleði mín þegar fréttatími sjónvarps tók við, þar var karlaveldið aftur komið á sinn bás. Aðeins sást kven- fólki bregða fyrir í þeim fréttatíma, í réttum f yrir austan fj all. Kvikmyndin um ævi og lífstarf Gandhis, sem sýnd er í Stjömubíói, tendraði mannréttindaeldinn í sálinni síðar um kvöldið. Og þegar hlýtt var á erlendu fréttimar í ríkis- fjölmiölunum um helgina, skaut þeirri hugsun upp í kollinum að skaparinn hefði mátt sjá aumur á okkur jarðarbúum og „úthluta” okkur nokkrum Gandhi-líkum nú. Fundum Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra á Patreks- firði og Isafirði voru gerð góð skil í fréttatímum á laugardag og sunnu- dag. Hvaö sem menn kunna að deila um málflutning forsætisráðherrans eru fundahöld þessi með landsmönn- um til fyrirmyndar. Að fylgjast með lýsingu Hermanns Gunnarssonar á leik Vals og IBV á laugardag var geysispennandi þó að leikurinn væri ójafn, Hermann hefur lag á því að bæta úr með orðaflaumi. Til hamingju með sigurinn, Valsarar Fyrstu danssporin á skemmtistaö í borginni voru stigin eftir hljómfalli hljómsveitar Bjöms R. Einarssonar og hans félaga hér á árum áður. Voru það því ljúfar minningar sem rifjuðust upp meö Birni í Glæöum á laugardagskvöldið. Svo kom stóra rúsinan, hún Agatha Christie, sem aldrei bregst. Sporbrautin leiddi mig yfir Sléttuna og Kópasker í gær og lýsti góðu mannlífi. Afram og meira af því góða var söngur Kristins Sigmunds- sonar iGerðubergi. Ymislegt fleira gott mætti tíunda um efni í útvarpi og sjónvarpi helg- arinnar. Til dæmis er Náttfari alltaf áheyrilegur, sömuleiöis Listapoppiö hans Gunnars Salvarssonar. En eitt skipulagsatriði i dagskrá útvarpsins finnst mér litt skiljanlegt. Hvers vegna er útvarpað til klukkan þrjú aðfaranótt föstudagsins en „aðeins” til klukkan eitt aðfaranótt sunnu- dagsins? Viðtöl Aslaugar Ragnars á sunnu- dagskvöldum standa vel fyrir sínu, svo var einnig í gærkvöldi. Skuggar mannlifsins vilja oft skyggja á það góða. Fréttir af umferðarslysum tveimur um helgina, svo og fréttir frá Líbanon, náðu að bregða birtunni. — Við hér á suðvesturhorninu höfum kvartaö yfir rigningunni sem hrjáði okkur í sumar, ég þar meðtalin. En sólskinið hefur líka sínar skuggahliðar, það staðfestu fréttir um uppskerubrest í Dan- mörku og á fleiri „sólarstöðum” sumarsins. Annars þurrkuðust úr minni mínu allar daprar minningar um rigning- arsumarið mikla á gönguferð í Heið- mörkinni á laugardag. Haustlitasin- fónían var í hápunkti. Þórunn Gestsdóttir. Steinunn Kristjánsdóttir frá Borgarnesi andaðist fimmtudaginn 15. þ.m. í Akranesspítala. Þórður Guðmundsson frá Geröum, Ljósheimum 4, er látinn. Jarðsungið verður frá Fossvogskapellu föstudag- inn23. sept. kl. 15. Elias Bjaraason, Fáikagötu 23a, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 20. september kl. 13.30. Pétur Þorsteinsson hafnarstjóri Siglu- firöi varð bráðkvaddur á heimili sinu aðfaranótt 13. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bragi Jónasson húsgagnasmiður lést 11. september sl. Hann var sonur hjónanna Jónasar Guðmundss. og Maríu Þorbjarnardóttur. Bragi lauk prófi í húsgagnasmíöi. Eftirlifandi Vector Þessi fjölhæfa! □ 128K minni (stækkanlegt í 256K) □ Tvær örtölvur: 8 bita Z80B og 16 bita 8088 □ Stýrikerfi CP/M-86, MS-DOS og CP/M-80 □ íslenskir stafir skv. staðli □ Fjölnotendakerfi með LINC- Network □ 5, 10 eða 36MB innbyggðir Winchester diskar □ Úrval prentara □ Hugbúnaður: Fjárhagsbókhald, viðskipta- mannabókhald, birgðabók- hald, sölunótukerfi, tollskjala- kerfi ásamt verðútreikn- ingum, launabókhald, gjald- endabókhald f. sveitarfélög, ritvinnsla, áætlanagerð, fél- agabókhald (ASÍ) o.fl. Auk okkar býður Hagtala hf. hug- búnað fyrir Vector tölvur. □ Fjölhæfustu tölvurnar á markaðnum! MICROT(g)LM^{^] Siðumúla 8 — Simar 83040/83319 eiginkona hans er Gislina Guölaug Amadóttir. Bragi átti tvö börn af fyrra hjónabandL Hann starfaði hjá Ingvari Og Gylfa. Utför hans veröur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00. Slgorlaug Jóhannsdóttir lést 8. sept. sl. Hún var fædd að Eggjar- seli i Skagafiröi 1. febrúar 1905. For- eldrar hennar voru þau Soffía Olafs- dóttir og Jóhann Sigfússon. Sigurlaug giftist Boga Brynjólfssyni, en hann lést árið 1965. Þau voru barnlaus. Utför Sigurlaugar verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. tfí Bridge Bridgefélag Reykjavíkur Vetrarstarfsemi féiagsins hófst sl. miðvikudag með eins kvölds tvímenn- ingi. 22 pör spiluðu með mitchell fyrir- komulagi. Hæsta skor fengu: A—v Stefán Pálsson-Ragnar Magnússon 324 SigurAur Sigur jónsson-Júlíus Snorrason 311 Guðlaugur Jóhannsson-örn Arnþórsson 300 Kristján Blöndal-Valgarð Blöndal 292 N—S Sigurður B. Þorst.-Gylfi Baldursson 337 AsmundurPálss.-KariSigurhjartars. 320 Helgl Nielsen-AIison Doash 315 Gunnar Þórðarson-Lelf Österby 303 Meðalskor var 270. Næsta miðvikudag, 21. sept., verður eins kvölds tvímenningur aftur á dag- skrá. Sérstök athygli er vakin á því að þá verður spilaö í Gerðubergi, menn- ingarmiðstöð efra Breiðholts. Spila- mennska hefst kl. 19.30. Bridgefólag Breiðholts SL þriöjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur í einum 14 para riðli og varð röð efstu para þessi: 1. KjartanKristóferss.-HelgiSkúlas. 185 2. -3. Ssvin Bjamas.-Óli M. Andreass. 168 2.-3. Elnar Hafsteinss.-Guðm. Skúlas. 168 4. Frlðrik Jónss.-Garðar Garðarss. 162 Nk. þriðjudag verður einnig eins kvölds tvímenningur en annan þriðju- dag hefst þriggja kvölda haust- tvímenningur. Spilamennska hefst kl., 19.30 stundvíslega. Spilað er í Gerðu: bergi og keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Tapað -fundið Peningaveski tapaðist í Hlíðunum Brúnt peningaveski merkt Búnaðarbankan- um tapaðist í Hlíðunum á miðvikudaginn sl. 1 veskinu eru skilríki og peningar. Finnandi vinsamlegast hringi í sima 43262. Tilkynningar - Neskirkja, vetrarstarf aldraðra Vetrarstarfið hefst fimmtudaginn 22. septem- ber. Farið verður í ölfusréttir og fólkvanginn í Bláfjöllum. Þátttaka tilkynnist kirkjuverði milli kl. 17 og 18 virka daga, sími 16783. Kvenfélag Kópavogs Fyrsti fundur félagsins á vetrinum verður í safnaðarheimili Kársnessóknar að Kastala- gerði 7, fimmtudaginn 22. september kl. 20.30. Vetrarstarfiðrætt ogfleira. Stjórnin. Leiðrétting I kynningu DV á útvarpsþættinum Oskastund, föstudaginn 16.9., slæddist meinleg villa inn í meginmál. Frum- kvöðull sá um ferðamál, sem vikið var að í kynningunni, var Þorbjörn Arnoddsson en hann annaðist farþega- flutninga yfir Fjarðarheiði áratugum saman. Hafa Seyðfirðingar nú reist honum minnisvarða sem afhjúpaður var um fyrri helgi. Sigurður Amgrímsson sem einnig var nefndur í kynningunni var höfund- ur Atthagaljóös þess sem Ingi T. Lárusson gerði lag við og Austfirðing- ar haf a sungið vel og lengi. DV biður hlutaðeigendur velvirðing- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.