Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 7
DV. MANUDAGUR19. SEPTEMBER1983. 7 Neytendur Neytendur Svona litu skemmdu eggin út, sem þeir Reykjagarðsmenn vilja fyrir alla muni ekki vera bendlaðir við, og það er engin furða. Eggjabúið Reykjagarður Mosfellssveit: SKEMMDU EGGIN EKKIFRÁ OKKUR Fyrir nokkrum dögum sögöum við frá manni, sem haföi keypt egg í versl- uninn Víði, og reyndust þau ónýt þegar átti aöfara að neyta þeirra. I framhaldi af þessari frétt hringdi til okkar maður frá Reykjum í Mosfellssveit, en það er eggjabúið Reykjagaröur, sem þar er og selur egg í verslanir Viðis. Vildi hann að það kæmi fram að umrædd egg kæmu ekki frá þeim, bakkamir væm eins í útliti en þeirra eggjabakkar væm merktir, en það var bakkinn með skemmdu egg junum ekki. SÞS Verðlagning á smádóti: Alagningin var 300-500 Fyrir skemmstu hafði kona nokkur samband við okkur og sagði frá því að hún hefði keypt í ónefndri verslun hér í bænum sérstaka gerð af nálum og hefði stykkið af þeim kostaö 12 krónur. Keypti konan fjögur stykki og hélt að svo búnu heimleiðis. Svo vill til að í nágrenni heimilis hennar er verslun, sem einnig hefur nálar þessar á boðstólum. Lék konunni forvitni á að vita á hvaða verði nálarn- ar væru þar. Varð hún heldur betur hlessa, þegar þaö kom í ljós að þar kostuðu nálarnar eina krónu stykkið. Hefði hún keypt nálamar fjórar þar hefðu þær sem sagt kostað f jórar krón- ur í stað 48 króna, sem hún hafði gefið fyrir þær í hinni versluninni. Fannst konunni, sem von var, þetta fullmikill verðmunur til að eðlilegt gæti talist. Hafði hún því samband við okkur á neytendasíðunni og bað okkur um að rannsaka máliö. Urðum við að sjálfsögðu vel við þeirri bón og höfðum samband við báðar verslanimar. I versluninni, sem seldi nálarnar á 12 krónur stykkið, fengum við þær upp- lýsingar að nálarnar væru keyptar af heildsölu hér í bænum.á tvær til þrjár krónurstykkið. Það þýðir að álagningin hefur verið á bilinu 300 til 500 prósent, sem veröur að teljast í hæsta lagi. Hjá hinni versluninni fengum við prósent þær upplýsingar aö þangað kæmu nálarnar miliiliöalaust erlendis frá, og því ekki ólíklegt aö þeirra verð væri dálítið lægra en hinnar verslunar- innar. Að auki væru gamiar birgðir til af nálunum og verðið því gamalt. Við spurðum því hvað nálarnar myndu kosta væm þær á nýju verði og svarið var tvær til þr jár krónur. Daginn eftir ákváðum við að fara á stúfana og kanna hvort hér væri um mismunandi nálar aö ræða, sem gæti gefið einhvérja skýringu á verðmunin- um. Svo reyndist ekki, náiarnar vom alveg eins. En þegar betur var að gáö kom i ljós aö búið var aö lækka nálarn- ar í dýrari versluninni úr 12 krónum í sex krónur. Og þegar leitað var skýringa á þessu var sagt að við nán- ari athugun heföi verslunarmönnum orðið það ljóst að einhver mistök hefði átt sér stað við verðlagningu á nálun- um. Hefðu þær því verið lækkaðar um 50 prósent til leiðréttingar á þessum mistökum. Við ákváðum fyrst svona fór að birta ekki nafn verslunarinnar heldur segja einungis söguna til þess aö brýna fyrir fólki aö vera vakandi fyrir óeðlilegri verðlagningu. Og sér- staklega á þetta við um verölagningu á smádóti, sem kostar innan viö 20 krón- ur og erfitt er að gera sér grein fyrii hvort á aö kosta fimm krónur eös fimmtán. gjtg s s OLAFSBOK í tilefni 70 ára afmælis Ólafs Jóhannessonar hinn 1. mars s.l. mun ísafoldarprentsmiðja h.f. gefa út bók honum til heiðurs. í bókinni verða greinar og viðtöl sem Qalla á einn eða annan hátt um Ólaf og störf hans svo og um lögfræði. ítarlegt viðtal við Ólaf Jóhannesson um æsku, uppvöxt og nám verður í bókinni. Þeim sem óska er geflnn kostur á að fá nöfn sín rituð í heillaóska- skrá, fremst í bókinni, og verða um leið áskrifendur að henni. Áskrift má tilkynna í síma útgáfunnar, 17165, eða með því að senda meðfylgjandi úrklippu fyrir 1. október 1983. Bókin verður 300-400 blaðsíður, með mörgum myndum og kostar til áskrifenda kr. 690.-. Kílóverð á krækiberjum: Ódýrast 30 krónur dýrast 98 krónur Þrátt fyrir almennt berjaleysi á Suð- ur- og Vesturlandi, er hægt að verða sér úti um ber í mörgum af verslunum Reykjavíkur. Þaö eru eingöngu kræki- ber sem fáanleg eru ný enda bláberja- spretta á landinu nánast engin í ár. Verðiö á krækiberjunum er nokkuð mismunandi eftir verslunum og virð- ast menn verðleggja þau hver eftir sínuhöfði. Við höfðum samband við fimm stór- verslanir á höfuðborgarsvæðinu og Þeð er ekkl smma hvar maður kauplr krmklberln I ár. Mismunur i verðl virðist allmikill ef marka má könnun blaðsins. niöurstaöan varð sú aö mismunurinn á dýrustu og ódýrustu versluninni var 230 prósent. 1 JL husinu fengust krækiberin fyrir 30 krónur kílóið en í Víði Starmýri kost- uðu þau 98 krónur kílóið. Hinar verslanirnar seldu krækiberin á eftirfarandi kilóverði: Hagkaup, Skeifunni, 95 krónur, Stórmarkaðurinn Kópavogi, 89 krónur og SS Glæsibæ 84 krónur. SÞS r ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. ÞINGHOLTSSTRÆTI 5 101 REYKJAVÍK UriDIRRITAÐUR ÓSKAR EfTIR ÁSRRIFT AÐ ÓLAFSBÓK Mafn Heimilisfang Póststöð Fjöldi eintaka Má setja ófrímerkt í póst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.