Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 19
DV. MANUDAGUR19. SEPTEMBER1983. 19 RÁÐSKONA - FÓSTRA óskast á heimiH i Reykjavík í byrjun nóvember, framtíðarstarf. Þrennt verður í heimiii, hjón og ungbarn. Verður að vera þroskuð og barnelsk. í boði eru góð laun og séribúð á staðn- um. Vinsamlegast sendið nafn, simanúmer og greinargóðar upplýsingar um menntun, heimilishagi, aldur, fyrri störf og annað það sem skipt getur máli til auglýsingadeildar DV sem fvrst merkt „örvoai", DÖMU-QG HERRA- PERMANENT Strípur í öllum litum. Litanir, lagningar, klippingar, blástur, djúpnæring og glansskol. Erum aðeins með fyrsta flokks vörur. Vinnum aðeins úr fyrsta flokks efni. Ath. Opið fimmtu- daga til kl. 20.00. Vandlátra val er Opið laugardaga. Hárgreiðslustofa EDDU & DOLLÝ Æsufelli 6 — Sími 72910. STRAUM ,LOKUR Cut out LANDSINS BESTA ÚRVAL STRAUMLOKUR OG SPENNUSTILLAR í nær allar gerðir bifreiða og vinnutækja á mjög hagstæðu verði émm HABERG hS Skeifunni 5a. sími 84788. Pepsi Áikorun i 52% völdu Pepsi af þeim sem tóku afstöðu 4719 Coke 4429 Jafn gott 165 Alls 9313 Láttu bragöið ráÖa Gleymdu þér í nokkra daga íGlasgow. Fmbær helgarferð fyrir aðeins 8.202.- krónur Borg í næsta nágrenni Þú átt kost á ódýrri og ánægjulegri skemmtiferð til Glasgow. Ef til vill þeirri bestu, sem þú hefur farið hingað til. gerðar. í Glasgow eru fjölmargar verslunargötur, margar hverjar þeirra eru göngugötur með fal- legum blómaskreytingum og nægum tækifærum til að tylla sér niður og njóta umhverfisins. Eftir tæplega 2ja klukkustunda flug lendir Flug- leiðaþotan á flugvellinum rétt fyrir utan Glasgow og þú ert kominn inn í eina af skemmtilegustu borgum Evrópu áður en þú veist af. Sjötíu skemmtigarðar í borginni við ána Það hefur átt sér stað gjörbylting í Glasgow. Borgin er hrein, lífleg og nýtískuleg. Um leið heldur hún hinu gamla og rótgróna yfirbragði með byggingarstíl Viktoríutímabilsins, stórkost- legum safnbyggingum, listasöfnum, bókasöfnum, fallegri dómkirkju í gotneskum stíl, köstulum og sveitasetrum í næsta nágrenni. Hvorki meira né minna en 70 lystigarðar setja lit á umhverfið, og ekki má gleyma göngubrautinni meðfram ánni Clyde, sem teygir sig 5 km frá miðborginni út í sveitina. Ef þú vilt tilbreytingu, þá er önnur stórkostleg borg í aðeins klukkustundar fjarlægð, ef ekið er eftir næstu hraðbraut, - Edinborg. Þar geturðu skoðað heimsfrægan kastala um leið og þú lítur við í verslunum Princes Street, verslun- argötu sem á sér fáa líka. Verslanaparadís Eins og þú getur ímyndað þér, vilja Skotarnir gera góð kaup - og þú auðvitað líka. Þess vegna eru verslanir Glasgowborgar sérstaklega vel úr garði Fáar boreir bjóða fjölbreyttara skemmtanalíf Skoska óperan, ríkishljómsveitin og ballettinn eru auðvitað í Glasgow. Skoski fótboltinn á líka sína aðdáendur. Skotar eiga Evrópumeistaraliðið 1983 og landsvöllur Skotlands er í Glasgow við Hamp- den Park. Fimm hörku fótboltalið með Celtic og Rangers í broddi fylkingar hafa aðstöðu í borginni. I Glasgow eru nýtísku kvikmyndahús, leikhús og söngleikjcihús. Þar eru fjölleikahús og látbragðs- leikir, kabarettar, næturklúbbar, dansstaðir og diskótek. I Glasgow er úrval prýðilegra veitinga- staða með skoskum nautakjötsréttum, ítölskum, frönskum, indverskum og austurlenskum matseðl- um. Flugleiðir Það tekur tæplega tvær klukkustundir að fljúga frá Reykjavík til Glasgow með Flugleiðum, sem fljúga alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga (þriðjudaga og laugardaga frá og með 1. nóvem- ber) til Glasgow. FLUOLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi Ókeypis bæklingur á íslensku Hafðu samband við söluskrifstofu Flugleiða, um- boðsmann eða ferðaskrifstofu og fáðu ókeypis eintak af bæklingi breska ferðamálaráðsins um Glasgow og nágrenni borgarinnar. Hann er stút- fullur af nytsamlegum upplýsingum og litríkum ljósmyndum. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.