Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR19. SEPTEMBER1983. 31 Ertendlr hestamenn, og þó sérstak- lega þeir bændur sem rœkta is- lenska hestinn erlendis, benda réttilega á þá gífurlegu landkynn- ingu og þann sóma sem íslendingar njóta vegna vinsælda islenska hestsins á erlendri grund. Erlendu hrossabændurnir segja að hluti þeirra starfs só þannig bein land- kynning fyrir ísland. Vissulega hafa oinnig frammðmenn blenska iýðvokf- isins oft sótt Evrópumeistara- keppni heim og flutt ræður við þau tækifæri. Hér er Jón Helgason, landbúnaðarráðherra ásamt prof. dr. Walter Gueldner, forseta Sam- bands islandshestaeigenda i Þýska- landi, en þeir fluttu báðir ræður á mótinu, þar sem þeir fjölluðu m.a. um mikilvægi íslenska hestsins fyrir íslendinga áður fyrr og fyrir nútímamanninn í iðnþjóðfélögum nútimans. Enginn vafi er á þvf að margir útlendingar eni búnir að ná gffurlega mikki' valdi á ræktun islenska hestsins. Reiðmennska þeirra og öll framkoma á hestbaki er einnig til sárstakrar fyrirmyndar. Hér sjáum við Evrópumeistar- ann ( Qórgangi samanlögðum, Walter Fekimann jr., á Magnúsi en Magnús er undan Hrappsyni vom Grenzland, sem var ættaður frá Jóni í Garðsauka og Vor frá Teigi í Fljótshlíð, sem var Kirkjubæjarhryssa upprunalega. Magnús er afburðafagur, sótrauður, glófextur og tvistjörnóttur. Þögn sló á áhorf- endur við sýningu þeirra Walters og Magnúsar og siðan brutust út gífurleg fagnaðarlæti, þegar einkunnirnar komu. Árangur þeirra er þeim mun at- hyglisverðari að Walter hafði nýlega lent i slysi og þurfti aðstoð við að komast í og úr hnakknum. Ljósm.: G.T.K./K.H.G. steinsstööum og þeim feðgum Brúnó og Franz. Franz þekkti einnig mjög mikiö til hér á Islandi enda heföi hann í upphafi tengst islenska hestinum úti í Bonn, eins og áður er getiö og einnig heföi hann aðstoöaö Ulrick Mart mikið viö útflutninginn á sínum tíma, en Ul- rick starfaði lengi aö þeim málum. Brúnó sagöist hafa veriö mjög ánægður meö Evrópumeistaramótið og ekki kom hinn mikli sigur Islending- anna honum á óvart. Hann sagöi að all- ir íslensku vekringarnir hefðu veriö kunnir i Evrópu fyrir mótiö og viö fengið alla hesta til aö lita út sem hreina gæðinga.” Brúnó sagði einnig aö þeir megin- landsmenn heföu greinilega náö betri tökum á klárhestunum meö tölti heldur en vekringunum. Aldagömul hefð væri fyrir reiölist í Þýskalandi og t.d. er ríkisreiðskólinn í Bayem orðinn1 átta hundruð ára gamall. Gangtegund- irnar fet, brokk og stökk væru því vel þekktar og smásaman hefði kunnáttan komið meö töltiö. Skeiðiö væri á leið- inni, en Islendingamir væru hreinlega meö þetta i blóðinu, enda margir settir ingar og því væri frumtamningin á Is- landi miklu vandasamara verk heldur en úti. Á hinn bóginn spiluðu Islending- amir svoiitiö á þetta villta eðli reiö- hesta sinna og hjá góöum reiðmönnum færi þetta vel. Allt of margir Islending- ar misskildu þó ótta hins villta ferfætl- ings sem vilja, en það væri allt annar hlutur. I framhaldi af þessu þætti svo mörgum Islendingum reiömennska á meginlandinu vélræn og bundin enda væri miklu meirí viðátta til útreiða á Islandi.” Hjá okkur skiptir þó gleði og vinnuvilji hestsins öllu máll, eins og hestamennskunni til framdráttar eða yki áhuga almennings og bætti mark- aöinn. Brúnó sagöi aö þægilegur hestur hjá sér kostaöi núna milli 5 og 6 þúsund þýsk mörk eða um 60 þúsund krónur. Ágætur hestur væri aftur á móti á bil- inu 6—8 þúsund þýsk mörk og frábærir gæðingar og sýningarhestar gætu rok- ið upp í 20 til 30 þúsund mörk. Islend- ingar ættu fyrst og fremst aö miöa viö salu á topphestum vegna þess að eig- endur aö slíkum hestum myndu ekki telja eftir sér lækningu á exemiá hest- Vegna mikilla þurrica og hita I sumar er grasleysi f beitargirðingunni og er þvf búifl afl taka hestana heim f hólfifl þar sem þeim er gefifl á veturna. Þama standa þeir i töflunni. Takifl eftir skóginum. Hann er nýttur bæði sem skjól- belti og í timbur. Mikifl vandamál er nú i skógarhéruðum Suður-Þýskalands og i Svartaskógi afl loftmengun eyflileggur skóginn. Blöðin visna af trjánum og 20 metra hár stofninn fellur til jarflar. rekstri jaröarínnar. Greinilegt er að þau Brúnó og Helga eru miklir hestamenn og í stofu þeirra er allt þakiö af bikurum og medalium, sem Brúnó hefur unnið fyrir reið- mennsku og sérstaklega skeið. Þau eru mjög vel aö sér um ættir íslenskra hesta og hafa sóst eftir góöum kyn- bótagripum héöan að heiman. Þau eiga t.d. Hrafn frá Kröggólfsstöðum 737 og Gjafar frá Hafsteinsstöðum, sem er undan s jálfum Hrafni frá Holts- múla. Brúnó á einnig hryssu sem er á fóðrum hjá Skafta Steinbjömssyni á Hafsteinsstöðum í Skagafirði og fær hún alltaf meö bestu stóöhestum sem völ er á. Bjöm bróðir Skafta, sem nemur dýralækningar úti I Þýskalandi og undirbjó ferðina til Wiesenhof, sagöi aö mikil vinátta heföi veríð meö föður sínum, Steinbimi heitnum á Haf- þeim hæfileikum ættu þeir megin- landsmenn ekkert svar. Nú væri aftur á móti verið aö selja þessa hesta til hestamannanna á meginlandinu, þannig að Islendingarnir mættu fara aö vara sig. Hitt væri svo að oft hefði verið talað um það í gegnum árin að nú væm Islendingarnir búnir að selja bestu hestana og svo kæmu þeir bara næst með enn betri hesta, þannig að hann væri fyrir löngu hættur að gefa einhverjar yfirlýsingar um væntanlegt tap Islendinga á hestbaki. Hitt benti hann á að mjög sterkir hestar hefðu komið frá Evrópu í B- flokks hestunum og þar sem íslensku B-flokks hestarnir hefðu ekki verið mjög sterkir, þá hefði Evrópa unnið Is- land algjörlega í B-flokki.” Þánnig að ef þið passiö ykkur ekki þá getum við sigrað ykkur,” sagði Brúnó og brosti, „enda þótt sumir knapa ykkar geti Holga taymir 3ja vatra fola undan Hrafni fri HoHamúla og hæfUalkamir layna aér ekki, þvi afl sá brúni gnr- ir sér litifl fyrir og fer á tölti i taumnum. á hestbak áöur en þeir kynnu aö ganga og látnir dóla frjálst á eftir fé, en slíkri reiðkennslu stæðist enginn skóli snún- ing, jafnvel þótt Karl mikli hefði stofn- aöhann. Þá sagði Brúnó að mjög fáir skeið- hestar væm til t.d. I Þýskalandi, þannig að menn þyrftu aö hírast á sömu bikkjunni, þótt hún gæti í raun- inni ekkert. Islendingar tækju einfald- lega út úr slikum og fengju sér annan. Geðslag hesta gæti einnig verið öðru- vísi á meginlandinu vegna þess að þeir fá sitt uppeldi í miklu þrengri haga en á Islandi. Alveg frá fæðingu væru allir hestar teknir hjá þeim á þriggja mán- aða fresti og hófsnyrtir, ormaspraut- aöir og þess háttar. Hesturinn væri þess vegna algjörlega mannvanur þeg- ar hann væri tekinn til tamningar og spakur. Islensku hestarnir væru hins vegar langoftast teknir villtir til tamn- hjá ykkur, aðstæður og uppeldi hross- anna er þó öðmvísi og vissulega getur það haft áhrif á reiðlagið,” sagði Brúnó. Brúnó sagði það mjög i tísku núna aö Þjóöverjar færu sjálfir til Islands til þess að kaupa sér hesta. Hrossabænd- ur í Þýskalandi, eins og hann, hefðu þó ýmislegt við þetta að athuga. Hrossa- prang væri jafnggamalt sjálfri reiðlist- inni og hestur sem tekinn er úr stóði gæti virst ókunnum útlendingi fljúg- andi viljugur og meðfærilegur í hönd- um góðs reiðmanns á Islandi. Síðan kæmi hrossið út og þá gæti þetta jafn- vel verið illa uppalin, þreklaus, hrekkjabykkja sem steyptist svo út í exemi, þegar verst léti. Augljóst væri að svona dæmi, sem auðvitað væm í flestum tilfellum mjög ýkt og næstum fræðileg eftir að Islendingar hefðu sett í lög skoðun útflutningshesta, væri ekki inum og svo auövitaö vildi hann sjálf ur alltaf fá keypt topp kynbótahross til þess að bæta sína ræktun. Núna kostaði um 180 þýsk mörk á mánuði að hafa hest á beit á svona bú- garði og um 280 mörk að gefa hesti inni á mánuði. Arlegur kostnaöur væri því svona um 25 þúsund íslenskar krónur, sem væri mjög þægilegt fyrir fjöl- skyldu að ráða við, jafnvel þótt hún ætti nokkra hesta. Svo kæmi öll fjöl- skyldan og riði út um fjöll og fimindi, • um skóga og engi, og það væri stór- kostlegt í annars þéttbýlu iðnaðar- landi. Islenski hesturinn væri ein- stakur fyrir almenning að þessu leyti, enda væri ekkert lát á vinsældum hans, þær ykjust jafnvel með hverju árinu og hverri sýningu, þar sem fólk væri hreint töfrað af hæ&ii hans og feg- urð. -G.T.K.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.