Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Qupperneq 14
ar
14
pooi CTi70*írirvrr,Tf}
DV. MÁNUDAGUR19. SEPTEMBER1983.
Fyllingarefni
Nú höfum við allt fyllingarefni sem ykkur vantar, ásamt möl-
uðu undirlagsefni.
Amokaö frá kl. 7.30 til 22.00 mánudaga til fimmtudaga. Föstu-
daga og laugardaga kl. 7.30 til 18.00.
Allar uppl. gefur skrifstofa okkar frá kl. 9—12 alla virka daga.
K R A F L A H F.
Malarnám við Krísuvíkurveg.
Sími 50876.
Sendill á
ritstjórn
DV óskar að ráða sendil til snúninga innanhúss á ritstjórn blaðs-
ins í Síðumúla 12—14. Vinnutimi er œskilegur frá 7 til 10 eða
styttri timi eftir nánara samkomulagi,
Umsóknum só skilað á ritstjórn fyrir 21. sept. merkt. „Sendill".
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágústmánuð 1983 hafi hann
ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 4% af
vangreiddum söluskatti fyrir hvem byrjaðan virkan dag eftir
eindaga uns þau eru oröin 20% en síðan eru viðurlögin 5% til
viðbótar fyrir hvern byrjaöan mánuð, talið frá og með 16.
október.
F JÁRMÁLARÁÐUNE YTIÐ,
16. september 1983.
Félagsráðgjafi óskast.
Félagasamtök óska eftir að ráða félagsráðgjafa, eða starfs-
mann með reynslu í félagsmálum, í hálft starf til reynslu í 6
mán. Verkefni starfsmannsins yrðu m.a. persónuleg fyrir-
greiðsla fyrir einstaklinga.
Umsóknir skilist til afgreiðslu blaðsins merkt „F-5000” fyrir
föstudaginn 23. sept.
Aukatekjur
Vinnið ykkur inn allt að dkr. 2.000,- á viku með auðveldri
heimavinnu.
Upplýsingabæklingur með 100 tillögum kostar ísl. kr. 200,-
með átta daga skilafresti.
Ekkert póstburðargjald ef peningar eru sendir strax,
annars sent á eftirkröfu og þá bætist burðargjald við.
DAUGAARDTRADING
Claus Cortsensgade 1, DK 8700 Horsens.
Danmark.
Höfum opnað
snyrtistofu í Skeifunni 3 C.
Þar bjóðum við upp á það nýjasta í snyrtimeðferð
frá Frakklandi. Andlitsböð, húðhreinsun, bak-
hreinsun ásamt ýmsum meðferðarkúmm, hand-
snyrtingu, fótsnyrtingu, andlitssnyrtingu (make
up), litanir, plokkun og vaxmeðferð. Einnig fóta-
aðgerðir, réttingu á niðurgrónum nöglum með
spöng, svæðanudd og alhliða líkamsnudd.
Einnig bjóðum við upp á Super Sun sólbekki og
gufubað.
Við vinnum með hinar þekktu snyrtivömr frá
Sothys og Stendhal.
Verið velkomin.
Steinfríður Gunnandóttir,
snyrtifræðingur.
Vinsamlegast pantið
síma
Menning Menning Menning
ERLENDAR
BÆKUR
MárJónsson
Barnæska
franskrar
skáldkonu
Tvfjfari
En Sarraute leyfir sér ekki að vera
ein, það er ekki langt úr minningunni
yfir í skáldskapinn; ýkjur og stíl-
skraut, því að hún er áttræð sem
skrifar. Barnið hugsar ekki í löngu
máli, bamið lifir og finnur til, en ger-
ir ekki upp í orðum. Sarraute vill
endurvekja skynjun sjálfrar sín,
bams í tungutaki sjálfrar sín, full-
orðinnar, án þess að eyðileggja eða
hylja það sem raunverulega var og
gerðist. Til þess leggur hún sér til
tvífara, aðra rödd sem grípur
frammí við og við, gerir athuga-
semdir og spyr hvort rétt sé með far-
ið, veit sitthvað meira og vill vita
nánar, lætur hana ekki komast upp
með yfirhylmingar eöa uppgerö.
Sumir kaflanna eru samtal þessara
tveggja radda Sarraute, hvort-
tveggja er hún sjálf, í öðrum köflum
eru minningarnar einar.
Upphaf og endir
I upphafi bókar spyr tvifarinn:
„Er það satt, ætlar þú virkilega aö
gera það? Ætlar þú að fara að vekja
upp minningar frá bamæsku
þinni...”, og Sarraute segir í viðtali
að áður en hún byrjaði að skrifa hafi
hún spurt sig: „Á ég aö vera að
þessu?” Hana langaði tU þess og
kom sér að verki. I bókarlok spyr tví-
farinn af hverju hún hætti þama og
hún svarar að hún viti þaö ekki al-
veg, hana langi annað og að frá ungl-
ingsárunum muni hún alltof mikið.
Bókin endar í þrípunkti.
Alltaf þegar hún byrjar á nýrri
bók, segir Sarraute, er hún viss um
að sér takist ekki aö klára. Hún tók
sér frí eftir að „Enfance” kom út, en
nú er hún aftur tekin til við að skrifa,
ó morgnana á hverjum degi, situr
Nathalle Sarraute, 81 ára, var ásamt Beckett og fíeirum «4n mf frum- viö ó kaffihúsi, segist ekki geta lifað
kvöðlum „nýju skáldsögunnar" i Frakklandl á sjötta áratugnum. Hún án þess að vera að berjast við að
þykir koma tHgroina sem Nóbelsverðleunahafi. koma saman bók.
Nathalie Sarraute: Enfance.
Paris, Gailimard, 1983.
257 s.
Seint í vor kom út í Frakklandi
bókin „Enfance” eða „Barnæska”
eftir Nathalie Sarraute, þekktan rit-
höfund um árabil, og var vel tekið.
Hún seldist og fékk góöa dóma. Inn-
an um þann sæg sem nú er gefinn út
af æviminningum og reynslusögum í
Frakklandi var þetta eitthvaö öðru-
vísi og annað, eins og við var að bú-
ast frá Sarraute, segja þeir sem til
þekkja: kærkomið. Ekki þetta „Eg
fæddist þennan og þennan dag, á
þessum og þessum stað, gerði þetta
og þetta.. .”. Sarraute reynir að
muna, reynir að upplifa þaösem var,
það sem var fyrir baminu Natöchu
eða Nathalie og hún reynir að segja
frá.
Hún fæddist árið 1902 vestarlega í
Rússlandi og þegar hún var tveggja
ára flutti fjölskyldan til Parísar.
Foreldrar hennar slitu fljótlega sam-
vistum, móðir hennar fór og hún
varð eftir hjá föður sínum. Um tíma
var hún hjá móður sinni og manni
hennar í Pétursborg, en átta ára
flutti hún alfarin til föður síns og
konu hans í París. Þar lýkur bókinni
að hún er tólf ára að byrja í nýjum
skólaog líðurvel.
Minningar og sálin
Á löngum ritferli sinum hefur
Sarraute einbeitt sér að því að koma
orðum að því sem hún þegar í fyrstu
bók sinni árið 1939 nefndi „tropism-
es”. Orðið er notað í líffræði um
hreyfingar jurta og annarra óæðri
lífvera að og frá ljósi, en Sarraute á
við vissar ósjálfráðar orölausar tiifinn-
ingar, sem koma svo oft upp í hug-
ann, bærast þar og blakta, en eru
horfnar án ummerkja innan
skamms. Birtast kannski aftur
seinna. Viljinn á þar engan hlut að
máli, tilfinningin kemur og fer í sál-
inni og enginn veit hvað gerðist.
Þetta hefur hún verið að fást við í
um tíu skáldsögum, sex leikritum og
nokkrum ritgerðum, og þessu heldur
hún áfram í „Enfance”. Þar reynir
hún aö búa i orð þaö sem hún man frá
fyrstu árum ævi sinnar, skynjanir og
kenndir, sem eru þama enn, gera
þær skiljanlegar áður en allt hverf-
ur: aðorðaminninguna.
Fyrsta minningin er þegar barn-
fóstran bannar henni tveggja ára að
stinga skærum í stól og hún gerir það
samt. Hún minnist sultuskeiöar, sem
meðali hafði verið laumaö í; lestar-
ferða á milli landa; þegar hún átta
ára skildi við móður sína og þegar
hún ellefu ára hitti hana í nokkra
daga; hún minnist tiltekinna bóka,
sem hún las, stíla sem hún samdi
átta ára en var skömmuð fyrir lélega
stafsetningu svo aö hún hætti að
hugsa um að skrifa. Hún minnist
skólans og kennslustunda, leikja
með öðrum bömum, hálfsystur sinn-
ar yngri og stjúpmóðurinnar sem oft-
ast var afundin og vond en samt
stundum góð og skemmtileg; atvik á
atvik ofan, perlur á þræði, rimar í
grind. Sum atvikanna hafa kannski
skipt sköpum, önnur er óvíst af
hverju endast. Þetta skrifar hún orð-
in gömul, þessi brot, þessar leifar,
skrifar í löngum setningum en stutt-
um greinum og mörgum köflum.
Einföld skrift og þýðar setningar,
falleg orð og hljóma saman, tilgerð-
ariaust í allri einlægni.